Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2009

f.D. eđa e.D.?

Línur  eru ađ skýrast í íslenskum stjórnmálum. Stjórnarflokkarnir hafa enn meirihluta samkvćmt  Gallup. En Sjálfstćđisflokkurinn hefur 26 % ţrátt fyrir allt.  Varla minnkar ţađ úr ţessu ţegar efnahagsúrrćđi  stjórnarflokkanna  renna upp fyrir  kjósendum.

Sjálfstćđisflokkurinn ber ekki alla ábyrgđ á bankahruninu. Hann ber ekki alla ábyrgđ á vafasömum viđskiptum stórlaxanna í Kaupţingi, Icesave eđa Edge og  Tortúla.   Hann ber ábyrgđ, ásamt Jóni Baldvin og hans fólki , ađ hafa međ EES skapađ ţćr ađstćđur sem leiddu ţetta langa góđćri af sér. Hann ber auđvitađ sinn ţátt í  ábyrgđ ţess, ađ hafa ekki hindrađ svo taumlausan vöxt stóru bankanna.   En honum er ekki einum ađ kenna um allt sem miđur fór. Viđ tókum öll ţátt í góđćrinu og ţenslunni. Ţađ skulum viđ muna ţega líđar ađ kosningum og allir ţykjast Lilju kveđiđ hafa.

Í sögu  jafnađarmanna virđast ávallt vera einhverjir  svo miklu jafnari en ađrir,  ađ menn eira ekki til lengdar  í  einum flokki.  Klofningar og sprengingar haf fylgt ţessum jafnađarflokkum eins og skugginn.   Samlyndiđ í forystusveit Samfylkingarinnar skartar líka sínu fegursta um ţessar mundir.

 Ekki eirđu menn heldur lengi saman í  Frjálslynda flokknum.    Persónur virđast ţar skipta meira máli en málefnin.    Flokksvitund er heldur ekki  ekki hin sterka hliđ hinna samvizkfyllstu ţingmanna.   Né  heldur muna menn ţađ endalaust undir hvađa fána ţeir gengu fram til kosninga eđa hvađa flokkur studdi ţá á ţing. Ţađ er bara eigin samviska sem stjórnar kjörnum fulltrúum fólksins. Hversvegna kjósum viđ ţá listana ? 

Ég velti fyrir mér hvađ getur sameinađ   vinstrimenn landsins,  nú ţegar höfuđandstćđingurinn   Davíđ Oddsson,   hefur yfirgefiđ Seđlabankann  ?    Hvernig komast ţeir af  í pólitík án ţess ađ hafa slíkt sameiningartákn til ađ hnýta í ?    Davíđ og Sjálfstćđisflokkurinn hefur til dćmis dugađ núverandi formanni Samfylkingarinnar lengst á  pólitískum ferli hennar.    En allt hefur sinn tíma í pólitík og nú er  nýr og ferskur Jón Baldvin býđst til ađ leysa gömlu konuna af. En hún  er hvergi bangin og býđur sig fram til forystu. 

Nýi norski  Seđlabankastjórinn tók  ţó undir stefnu gömlu brottreknu bankastjóranna,   ađ styrkja krónuna okkar. Enda er ţađ sú vörn  sem flestum kemur best,  bćđi gagnvart verđtryggingu og verđbólgu. Viđ bjóđum ţennan  frćnda okkar ţví velkominn til starfa. Alveg er mér sama hvađa mál hann talar ef hugsunin er í lagi.      

En á ţessum tímamótum í stjórnmálasögu Íslands ;   Eiga  vinstri menn ekki eftirleiđis ađ miđa  pólitískt tímatal sitt  viđ  f.D.  eđa e.D.(avíđ) ?  

 

    


Gamli sáttmáli ?

Ţađ er mikill ferskleiki yfir ţví ađ vera búinn ađ fá norskan seđlabankastjóra sem talar viđ okkur á ensku.  Davíđ talađi bara á íslensku. Nú ţarf bara ađ veita honum ríkisborgararétt eins og Fischer svo hćgt sé ađ skipa hann í embćttiđ. 

Sú var tíđin ađ viđ gengum Noregskóngi á hönd međ Gamla Sáttmála til ađ bjarga okkur frá okkur sjálfum. Hingađ komu norrćnir biskupar og sendiherrar án ţess ađ kjör landsmanna bötnuđu mikiđ . Síđan eru liđnar margar aldir. Nú tala margir okkar bestu manna um  nýjan sáttmála viđ Evrópubandalagiđ sem bjargráđ inní framtíđina. Ţađ gagnar ţeim sem ţá verđur á lífi sagđi séra Jens á Setbergi í neftóbaksleysi sínu.    

Merkilegt hvernig svona uppákomur í Seđlabanka geta  stjórnađ umrćđunni í ţjóđfélaginu.   16.500 Íslendingar eru núna atvinnulausir. Enginn virđist vita hvađ hćgt er ađ gera í ţeim málum. Hefur enginn okkar forystumanna áhyggjur af ţessu ?  Hver talar kjark í ţjóđina  núna ? Forsetinn ? Forsćtisráđherrann ?  Fjármálaráđherrann ?  Hvar  er okkar Obama ?

Nú ţegar helmingur ţjóđarinnar er búin ađ fá nóg af stjórnarskrá lýđveldisins, óréttlátu kosningafyrirkomulagi og misvćgi atkvćđa,  óţörfu forsetaembćttinu og Ólafi Ragnari Grímssyni til viđbótar,  er ekki mál ađ huga ađ öđrum leiđum ?  Verđum viđ ekki ađ gerbylta ţessu gamla kerfi misjafns atkvćđisréttar og ráđherraveldis sem afleiđingu af ţví ? Kjósa okkur einn alvöru leiđtoga yfir allt landiđ eins og Bandaríkjamenn, međ meirihluta atkvćđa.   Forseta sem ţjóđin verđur ađ treysta á. Forseta,  sem getur ekki vísađ málinu til nćsta manns eđa nefndar.  Sameiningartákn en ekki málamiđlanir.    

Stoltenberg vildi ekki taka viđ okkur í myntbandalag.  Viđ verđum ţví áfram međ krónuna um ókomin ár.Enda er hún hvorki betri né verri en viđ sjálf viljum.  En spurning er hvort viđ getum stađiđ einir sem ţjóđ til frambúđar ?  Erum viđ ekki orđin of mörg í landinu til ţess ađ auđlindir ţess beri okkur ?

En kćri Stoltenberg: Var Gamla Sáttmála nokkru sinni   sagt upp ?    

  


Davíđ frábćr !

Mikiđ lifandis upplifun var ţađ ,  ađ hlusta á hann  Davíđ tala í Kastljósinu.

Loksins ađ hlusta á mann,  sem veit hvađ hann er ađ tala um.   Mér finnst Davíđ hafa mikla yfirburđi yfir marga ţá,  sem  nú láta hćst á ţjóđmálasviđinu.   Rólega og yfirvegađ rúllađi hann frekjuspyrlinum Sigmari  ţannig upp,   ađ ţađ stóđ ekki steinn yfir steini í ţeim endemis málflutningi sem buliđ hefur á ţjóđinni undanfarna mánuđi. Og fréttamenn eins og Sigmar hafa endurómađ í tíma og ótíma .  

Allt taliđ um ţjóđarnauđsyn ţess ađ reka Davíđ úr Seđlabankanum, fannst mér verđa ađ saltstólpa ţarna á nokkrum mínútum.  Og prúđuleikararnir í ríkisstjórninni fundust mér sitja uppi berstrípađir međ bjargráđin  sín og vćntanlega efnahagspakka. Ţví ráđherrarnir eru bara ekki í neinu eins og keisarinn hans H.C. Andersen ţegar grannt er skođađ.  Ţetta er óljóst hjakk um ekki neitt. Nema ađ hata Davíđ Oddsson.   

Mér fannst ţetta viđtal tilbreyting frá  innantómum slagorđum  höfuđpresta Austurvallarindjánanna. Ţađ er til skammar,  ađ sá kynstofn heldur  núna iđju sinni áfram viđ hús Davíđs á nćturnar á sinn viđbjóđslega  hátt.    


Hagkerfiđ í gang !

Hér á landi er ekkert ađ gerast nema ţađ ađ Íslendingar virđast sökkva dýpra í skítinn.  Ráđaleysi í stjórnmálum er algert, ţetta er allt sama fókiđ ađ hrćra í sömu skálunum. Og fyrirsjáanlega batnar ţetta ekkert viđ nýjar kosningarm ţar sem allt gamla gengiđ verđur á sviđinu međ gömlu plöturnar.

Skćruliđasveitir VG viđ bálkestina á Austurvelli ţvinguđu frá síđustu ríkisstjórn og koma ţeirri núverandi leppstjórn Framsóknar til valda, sem nú situr yfir ţví höfuđverkefni, ađ koma Davíđ úr Seđlabankanum. Ađrar hugsjónir virđist hún ekki hafa nema ađ skipta skortinum sem fer dagvaxandi. Ţessi stjórn á  svo ađ undirbúa valdatöku alvöruvinstristjórnar og Jóns Baldvins eftir bráđakosningarnar í mars. 

Ţađ sem er ađ gera útaf viđ okkur um ţessar mundir er skortur á bankastarfsemi í landinu. Hér starfa 3 ríkisbankaskrípi sem ekkert gera nema rukka vesalinga,  sem geta ekki borgađ. Ţeir stunda eiginlega enga ađra bankastarfsemi. Allt atvinnulíf landsmanna er ţví helfrosiđ og umkringt ókleifum vaxtaturnum.  Sem leiđir af sér aukiđ atvinnuleysi og meiri skort. 

Mér hefur dottiđ í hug, hvort hćgt vćri ađ heilla eitthvert olíuríki til samstarfs  um ađ kaupa ţessa ríkisblánka okkar og setja hér upp starhćfa viđskiptabanka fyrir Ísland. Í útlendri mynt á viđráđanlegum vöxtum. Ţannig fengjum viđ nýjan gjaldmiđil í umferđ međ krónunni.   Allt ţetta gegn  ţví ađ viđ bjóđum ţeim samstarf til langs tíma um  olíuleit og nýtingu viđ Ísland. Ef um Arabaríki vćri ađ rćđa ţá gćtum viđ hugsanlega gert eitthvađ fyrir ţá í stađinn á menntasviđinu og ţeir sjálfsagt fyrir okkur međ ţví ađ fjárfesta hér á landi í okkar atvinnuvegum.   Viđ myndum ekkert  fara ađ kenna ţeim democrazy í stađinn eđa svoleiđis,  hvađ ţá trúarbrögđ.  Heldur nálgast ţetta verkefni af tilhlýđilegri virđingu og tillitssemi.  Sheikarnir austrćnu ćttu líka ađ hafa heyrt af  hinum fögru konum sem ţetta land byggja og forsetann ćttu ţeir ađ ţekkja.

Ţetta er svo smátt verkefni fyrir ţessi stjarnfrćđilega ríku lönd ađ ţađ er aldrei ađ vita nema eitthvađ í ţessa veru gćti tekist međ réttum fortölum.  Auđvitađ hefđi veriđ ćskilegt  ađ reyna ađ fá hingađ Norđmenn í svona samstarf, svona međ tilliti til  Gamla Sáttmála og forns sambands.   En Norđmenn eru víst lítiđ tilkippilegir ţar sem ţeir hafa flest góđu spilin ţegar á eigin hendi og líta hugsanlega fremur á okkur sem vandamál en tćkifćri.      

Hefur eitthvađ veriđ reynt Arabana um eitthvađ samstarf á grundvelli framtíđarolíuhagsmuna ?


Bravó fyri Jóni Baldvin !

Ekki gat Jón Baldvin fćrt Sjálfstćđismönnum betri gjöf en ţá ađ sundra Samfylkingunni međ ţví ađ ráđast gegn Ingibjörgu Sólrúnu. Ţarna hafa menn jöfnuđinn í jafnađarmönnum enn einu sinni fyrir augunum. Hann styđur Jóhönnu til formanns segir hann núna. En forđum hrinti hann henni til  ađ stofna Ţjóđvaka ţegar eindrćgninni lauk. Augnaráđi  Jóhönnu ţá til Jóns Baldvins  gleyma menn seint.    

Hinsvegar er  hann sjálfur nú samt besti kosturinn til formanns.   Ţetta kemur mönnum kannske  ekki á óvart ţar sem hafa  veriđ ađ hlusta á Jón undanfariđ. Hann getur nefnilega ekki látiđ laust ţar sem hann er jú ástríđupólitíkus ađ eigin sögn. Ef til vill getur hann enn hrifiđ einhverja međ sér.

Áđur voru vinstri flokkarnir búnir ađ tilkynna trúlofun sína eftir nćstu kosningar, međ eđa án Framsóknar sem svaramanns. Nú fara vćntanlega ađ renna á menn tvćr grímur hvort ţetta sé allt saman trúverđugt. Er ţetta ţađ sem búsáhaldamennirnir og Austurvallarindjánarnir stefndu ađ ? Nýtt Ísland ?

Venjulega hefur  fylgi   Sjálfstćđisflokksins risiđ eftir ţví  sem forystumenn vinstriaflanna tala meira. Stundum endurtekur sagan sig.  


Ritstjórnarleg áhrif ?

Sumir velta ţví fyrir sér hvort eigendur prentmiđla hafi  ritstjórnarleg áhrif  ?  Hvort eignarhald á fjölmiđlum snúist bara um viđskipti  ?    Eins og dr. Ólafur skildi svo miklu betur en Davíđ hér um áriđ ţegar fjölmiđlalögin voru á dagskrá.    

Hugsanlega gćtu  einhverjir  taliđ sér hagkvćmara,  ađ sem flest viđtöl séu  tekin viđ Hörđ Torfa og  Sturlu fyrir utan Seđlabankann eđa  kannađ sé hvađ  dr. Ólafur sagđi eđa ekki  viđ ţetta eđa hitt tćkifćriđ.   Međan ţađ stendur yfir er ţó ekki veriđ ađ tala um Kaupţingseyjar útí í hafi eđa hvar  peningar ţessa eđa hins gćtu  veriđ gleymdir eđa geymdir. 

Lýsti i Reynir Traustason ţví ekki skilmerkilega fyrir blađamanninum unga hvađ ćtti alls ekki segja í blöđum ţegar eigendur vćru annarsvegar ?   Hefur nokkur breyting orđiđ á eignarhaldi prentmiđla ţessa lands ?   

Er ekki list ritstjórnar fólgin í ţví  ađ stýra umrćđunni og ţá jafnvel  umrćđuefninu líka ?


Davíđ og 80 daga stjórnin.

Hér hefur veriđ mynduđ 80 daga ríkisstjórn um,  ţá helstu  viđbót viđ ađgerđaáćtlun fyrri ríkisstjórnar, ađ reka Davíđ Oddsson úr Seđlabankanum og fórna hinum bankastjórunum  međ.  Ţrátt fyrir gildandi lög um sjálfstćđi Seđlabanka og 7 ára ráđningatíma bankastjóranna.

 Davíđ hleypur auđvitađ ekki upp til handa og fóta viđ bréf forsćtisráđherra,  sem gerist óţolinmóđari međ degi hverjum yfir ţví ađ gildandi lög verđi  brotin ađ hennar geđţótta.   Hörđur Torfason ađ blćs  í lúđurinn á Austurvelli  svo Davíđ heyri nú hvađ Hörđur vill.  Og stefnir svo Stormsveitum  Steingríms til ađ  gera hávađa viđ Seđlabankann. 

Trúir fólk ţví  fólk virkilega ađ brottför Davíđs úr Seđlabankanum sé brýnasta verkefniđ sem viđ blasir og öllu skiptir í kreppunni ?   Svona sambćrilega ţýđingamikiđ fyrir byltinguna og aftaka  Maríu Antoinette og Lúđvíks 16. var  á sínum tíma í Frakklandi ?   Ef ađeins Davíđ hverfur af vettvangi ţá  hljóti ađ vera  hćgt ađ bćta ástandiđ svo um munar ? 

Hvađa kanínur í hatti munu finnast í Seđlabankanum ţegar nýr  bankastjóri sest í stólinn ? Hvađa brögđum verđur beitt til ađ reka 3 félausa ríkisbanka til örvunar fyrir atvinnulífiđ ? Ţađ er eins gott ađ eitthvađ verđi  komiđ í lag ţegar á ađ kjósa um ţjóđmálin í endađan apríl.

Hvernig ćtlum viđ Íslendingar ađ komast af ? Hvernig getum viđ borgađ Icesave og öll jöklabréfin ? Hefur enginn áhuga á ţví ? Er persóna Davíđs svona mikilvćgari en allt annađ ? Sér fólk ekki skóginn fyrir trjánum ?

Mér finnst ţetta hreint ekkert sniđugt allt saman. Og hef ekki trú á ađ ţessir atburđir marki nein tímamót.  Lýđrćđiđ er ekki sama og skrílrćđi í mínum huga međ allri virđingu fyrir pottum og pönnum.


Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband