Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2011

Húrra fyrir Hérađsdómi !

Reykjavíkur og dómi hans í Exeter Holdings málinu.

Annar tveggja dómaranna sem sýknađi ţremenningana í ţví máli  , Einar Ingimundarson lögmađur , er starfsmađur hjá Íslenskum Verđbréfum, sem er virt verđbréfafyrirtćki frá 1986. Ţar starfar einnig Atli Örn Jónsson sem er sagđur  fóstbróđir forstjórans Sćvars Helgasonar. Atli Örn var međeigandi og stjórnarmađur í Húnahorni ehf. međ Ragnari Z. sparisjóđstjóra BYR. Jón Kr. Sólnes stjórnarmađur í BYR sat einnig í stjórn Íslenskra Verđbréfa.  

Getur ţetta veriđ betra? Er ekki gott ađ hafa ţetta allt innan seilingar ţegar ţarf ađ dćma um svona smárćđis viđskiptamál eins og einn milljarđ hjá Exeter Holdings? Enda stóđ ekki á sýknudómi til ţeirra BYR-manna. Ţetta voru bara löglegar lánveitingar milli manna í viđskiptum!

Sigrún [Björk Jakobsdóttir] heitir ţekkt kona sem er systir Ásdísar Ýr Jakobsdóttur, sem er forstöđumađur lánasviđs Sparisjóđs Keflavíkur".Hann tapađi 400 milljónum á Lífsvali. Eiginmađur Sigrúnar  Jón Björnsson var framkvćmdastjóri Lífsvals.  Jón Björnsson var svo, eins og fram hefur komiđ, stjórnarmađur í Njarđarnesi ehf, dótturfélagi Byrs, ásamt međ  Jóni Ţorsteini Jónssyni, fyrrum  stjórnarformanns BYR Jón Kr Sólnes var framkvćmdastjóri Njarđarness.  Ţessir menn voru ţví  viđskiptafélagar.   Lífsvali ehf stóđu fjársterkir ađilar úr íslensku viđskiptalífi eins og áđur sagđi m.a. Ingvar J. Karlsson, lćknir og forstjóri fyrirtćkisins Karl K. Karlssonar hf., Guđmundur A. Birgissonar á Núpum í Ölfusi, Ólafur I. Wernersson, tćknifrćđingur, Gunnar Ţorláksson, oftast kenndur viđ byggingarfyrirtćkiđ Gunnar og Gylfi hf, Árni Maríasson, forstöđumađur lánasviđs MP-banka hf áđur forstöđumađur gjaldeyris- og afleiđumiđlunar Búnađarbankans hf síđan Kaupţings hf, Jón Ţorsteinn Jónsson, kenndur viđ Nóatún verslanirnar og fyrrv. formađur stjórnar í BYR sparisjóđsbanka ( BYR ), Ágúst Sindri Karlsson, hćstaréttarlögmađur, kenndur viđ lögfrćđiskrifstofuna Lögmenn.is í Kópavogi og eigandi Exeter Holdings og fyrrv. stjórnarmađur í MP-banka hf og síđan en ekki hvađ síst Jón Björnsson framkv. stj. Lífsvals hf, áđur sparisjóđsstjóri Sparisjóđs Norđlendinga ( SPNOR ) og fyrrv. stjórnarmađur í Glitni hf.

 Fyrir rétti vörđu Jón og Ragnar sig međ ţví ađ ţeir hefđu ekki vitađ betur en ađ Exeter vćri dótturfélag MP-banka eins og Fleđa. Lánveitingin hefđi veriđ alviđskiptalegs eđlis ţví ađ björt hefđi veriđ framtíđ bréfanna í BYR, sem ţá voru um ţađ bil ađ verđa verđlaus vegna útlánasnilldar ţessara sömu manna.

Ég man ekki betur en ađ BYR hafi tapađ duglega á Lífsvali eins og fleiru undir stjórn Ragnars Z. og Jóns Ţorsteins. Allt ţetta puđ okkar stofnfjáreigenda var ađeins spilapeningar fyrir háfínansinn sem  sleppur međ allt sitt á ţurru en viđ töpum öllu. 

Arngrímur Ísberg, sem er ađaldómarinn í máli Exeter Holdings, sá  engin tengsli ţarna á milli.

 Ekki á milli eiganda Exeter Holdings og MP-Banka, ekki milli stjórnar BYR og Íslenskra Verđbréfa, fyrirtćkis međdómarans Einars Ingimundarsonar,  Hann sá heldur ekki neitt ţegar hann sýknađi Bónusfeđga vegna viđskipta Gaums viđ Baug, ţegar ţeir keyptu almenningshlutafélagiđ fyrir peninga ţess sjálfs ađ flestra mati.

Húrra fyrir Hérađsdómi Reykjavíkur !


Sýknađ í Exeter málinu

Dómur er fallinn í Exeter Holdings málinu.

 Dómurinn klofnar  og Ari Ísberg og Einar Ingimundarson sýkna ákćrđu af ákćru um ađ hafa lánađ meira en milljarđ af fé Byr til ađ kaupa stofnbréf af sjálfum sér og létta ţannig af sjálfum sér skuldbindingum en til altjóns leiddi fyrir Byr ţví lániđ tapađist allt.

Ţarf ekki snilligáfu til ađ komast ađ ţeirri niđurstöđu ađ hér hafi allt veriđ međ felldu?

 Ragnheiđur Harđardóttir dómari, einn af ţremur dómendum,  skilar sérákvćđi ţar sem hún segir:

" Lániđ var veitt til ađ fjármagna kaup á stofnfjárbréfum í eigu MP-banka, ákćrđu og lykilstarfsmanna Byrs eđa félögum ţeim tengdum. Međ lánveitingunni losnuđu ţeir síđarnefndu undan skuldbindingum viđ MP-banka, sem sumir báru persónulega ábyrgđ á, en MP-banki fékk lánun ađ fullu greidd og söluandvirđi eigin bréfa ađ auki.

 Ţegar framangreint er virt verđur ađ líta svo á ađ ákćrđu hafi međ lánveitingunni misnotađ ađstöđu sína sparisjóđnum sjálfum sér og öđrum til ávinnings međ ţeim hćtti ađ ţeim hlaut ađ vera ljóst ađ veruleg fjártjónsáhćtta stafađi af fyrir sparisjóđinn sem kom á daginn ţví lániđ fékkst ekki endurheimt. Tel ég ađ ákćrđu hafi međ ţessu gerst sekir um ţá háttsemi sem í ákćru greinir og varđar viđ 249.gr.almennra hegningarlaga.

Og síđar segir um lánveitinguna til fyrrum stjórnarmanns Birgis Ómars Haraldssonar, sem er ekki ákćrđur í málinu eftir ađ hún rekur hvernig sparisjóđurinn stóđ á ystu nöf ţegar ákćrđu lánuđu 204 milljónir í viđbót til ađ kaupa stofnfé af Birgi Ómari Haraldssyni:

"Hafđi Birgir Ómar Haraldsson augljósa fjárhagslega hagsmuni af viđskiptunum sem lánađ var til. Međ ţeim röksemdum sem raktar eru varđandi ákćruliđ l tel ég ađ ákćrđu hafi einnig međ háttsemi sinni samkvćmt ţessum ákćruliđ gersst sekir um brot gegn 249 gr. almennra hegningarlaga."

En svona er lífiđ og dómsvaldiđ á Íslandi.  Ţú skalt ekki stela hangikjöti í Hagkaup eđa wodkapela úr vínbúđ. En einn skitinn milljarđur milli vina?  Sorry Stína. Quod licet Jovi, non licet Bovi.

Ţví ber auđvitađ ađ sýkna í Exeter Holdings málinu svo ţađ er ţá loksins frá.


Tvöföldun međ vegatollum

er ţađ sem koma skal.

Ţađ er hćgt ađ spyrja markađinn núna á einfaldan hátt. Ţegar nýi vegurinn verđur tilbúinn til Svínahrauns ţá opnum viđ hrađbraut međ gjaldi ţar sem hrađi verđur ótakmarkađur svo langt sem ţessi spotti nćr. Höfum opinn tveggja akreina ókeypis veg međfram sem hjáleiđ međ 80-90 km hámarkshrađa. Leyfum fókinu ađ velja.

Mun ekki markađurinn  svara ţví hvađa stefnu á ađ hafa í tvöföldun vega? Hvađ fólkiđ vill en ekki bara Öggi? 

En auđvitađ ţýđir ekkert ađ rćđa svona viđ núverandi ráđamenn. ţeir eru svo miklir  jafnađarmenn sem finnst  mestu skipta ađ allir séu jafnaumir og hafi ţađ jafnskítt.


Enn vex ađdáun mín

á speki íslenskra dómara. Ég hélt ađ ég hefđi orđiđ vitni ađ vitleysu ţegar Bónusfeđgar voru sýknađir af ţví ađ lána sjálfum sér peninga almenningshlutafélagsins Baugs til ađ kaupa hann út af markađi fyrir sig og eyđileggja eignir allra hinna međ gjaldţroti vegna fíflsku sinnar og óhćfni til ađ reka fyrirtćki. Dómararnir sögđu ađ ţetta vćru bara viđskipti.

Nú skeđur nákvćmlega sama í Exeter málinu. Stjórnendurnir tóku meir en milljarđ af peningum okkar eigendanna og notuđu ţá fyrir sig og sína prívat hagsmuni. Ţeir settu svo bankann á hausinn vegna fíflsku sinnar og óhćfni til ađ reka banka og viđ eigendurnir töpuđum aleigunni.

 Dómurinn segir ađ ţetta séu bara viđskipti.

Allt í plati. Ţetta er bara revíuţjóđfélag hvort eđ er ţar sem krimminn er kóngur!

Enn vex ađdáun mín á Íslandi og Íslendingum.


Velkomin í verđbólguland!

Hafiđiđ tekiđ eftir ţví hvernig allt er ađ hćkka. Daglega. Kjötvörur eru verđmerktar lengur til ađ viđ tökum ekki eftir ţróuninni. Viđ kunnum ekki á skannana. Neytendasamtökin virđast steindauđ og ASÍ komiđ í frí frá verđkönnunum. 

Viđ erum ađ dofna sjálf  í uppgjöf.  Steingrímur talar um ađ hćkka matarskattinn um 300 % og enginn segir neitt viđ ţví.  Fólksflóttinn vex og eftir sitja bara aumingjar sem ekkert geta flúiđ og ekkert geta keypt. Og svo skilanefndirnar sem allt geta keypt og sá lýđur sem vinnur viđ samráđ, starfshópa og skrifar álitsgerđir fyrir stjórnvöld.  Hin nýja Nomenklatúra. Spillingin í bankakerfinu er rampant og gćđingar eru matađir á fullnustueignum međan almenningur er hundeltur en milljarđaafskriftir hjá völdum ađilum ţykja ekki fréttnćmar. 

Allir eru í hernađi gegn krónunni. Ţrýstihópar heimta hćkkanir og gera skrúfur ţví til áréttingar. Verđbólgan verđur komin yfir 10 % áđur en viđ vitum. Svo 20 % og svo 30 % áđur en mörg ár líđa. Hver reynir ađ hćkka hjá sér til ađ dragast ekki afturúr.Allt sem mađur kann síđan í gamla daga.  Atvinnan minnkar dag frá degi međan forsćtisráđherrann lofar nýjum störfum og Steingrímur lofar landrisi.

Adrei áđur hefur mađur heyrt annan eins uppgjafartón í fólki. Vonin um betri tíđ er ađ hverfa. Umferđin minnkar, skemmtibátar og einkaflugvélar sjást varla frekar en á Kúbu. 

Verđbólguland vitleysinga.


Batnandi mönnum

er best ađ lifa. Ţađ má gleđjast yfir ţví hversu ásmundur Dađi er orđinn fróđur um skuldavanda Grikkja. Eftir ađ hafa stutt ađildarviđrćđur Íslendinga viđ ES í umbođi kjósenda VG ţá er hann orđinn efasemdarmađur um framtíđ ţess í umbođi kjósenda Framsóknarflokksins.

Ásmundur bóndi veltir ţví fyrir sér bćđi í Mogga og Baugstíđindum, hvernig Grikkir komist út úr sinni hönk og hvernig ţeir komust í hana til ađ skulda 320 milljarđa evra? Ekki ćtla ég ađ draga hagvisku svo duglegs íslensks bónda í efa enda velti ég sjálfur fyrir mér ţeirri spurningu, hverjir eigi ađ kaupa flugvöllinn í Aţenu og járnbrautirnar til ađ minnka ríkisbö..inn í ţví góđa landi Alexanders mikla.

Hvađ myndum viđ Íslendingar segja af okkar alkunnu hógvćrđ ef sá dagur kćmi ađ viđ ćttum samkvćmt erlendri forskrift ađ selja Keflavíkurflugvöll og Reykjavíkurflugvöll ásamt vegakerfi landsins viđ ađstćđur sem vćru svipađar grískum? Allt fé uppuriđ innanlands, allir bankar tómir og ríkiđ sokkiđ í skuldir? Enginn Jón Ásgeir til ađ kaupa heldur bara útlendingar, ef ţeir ţá fyndust? Ţví hver myndi ţora ađ kaupa hér eitthvađ og eiga Máv í Seđlabankanum yfir sér međ fyrirvaralaus gjaldeyrishöft?

Mér finnst ekki ólíklegt ađ bóndinn velti ţessu fyrir sér líka og sé ţví búinn ađ skipta um kjósendur.Enda verđur ekki auđvelt ađ skýra út fyrir kjósendum VG hversvegna landbúnađarvörur rjúki nú upp í verđi viđ styrkjandi gengi og vćntanlegar stýrivaxtahćkkanir í framhaldi af ţvi. Ţađ er miklu frekar ađ Framsóknarmenn hafi skilning ađ vandi bćnda sé ekki vandi neytenda.

En VG siglir áfram sinn sjó, og kaptuginn deplar ekki auga ţótt gefi á bátinn og einhverjar skipsrottur stökkvi fyrir borđ öđru hverju. Ţví auđvitađ er batnandi mönnum best ađ lifa og óţarfi af Hjörleifi Guttormssyni ađ geisa sig í Mogga yfir smávegis stefnubreytingum í flokknum hans.Sú var tíđin ađ Hjörleifur dró ekki visku valdhafanna í efa.

Batnandi mönnum er jú best ađ lifa.


Pschykofantar

eđa ţjóđrćgjendur voru fyrirbrigđi í grískri stjórnmálasögu. Til ađ skýra merkingu orđsins segir Wikipedia:

"The Greek for sycophant is συκοφάντης (sykophántēs). It suggests someone who brings all kinds of charges and proves none, according to a client of Demosthenes.[2] A client of Lysias adds the perspective of blackmail: "It is their practice to bring charges even against those who have done no wrong. For from these they would gain most profit." [3] In this context, the word entails false accusation, malicious prosecution, and abuse of legal process for mischievous or fraudulent purposes.

In Ancient Greece, the word was the Athenian counterpart of the Roman delator, a public informer. In modern Greek the term has retained its ancient classical meaning, and is still used to describe a slanderer or a calumniator."

(Gríska fyrir sycophant er συκοφάντης (sykophántēs). Ţađ vísar  til einhvers sem kemur međ alls konar ásakanir  og sannar ekkert, í samrćmi viđ vin  Demosthenesar [2] A vinur Lysias bćtir viđ fjárkúgun. "Ţađ er starf ţeirra ađ koma ákćrum  gegn ţeim sem hafa ekkert rangt gert. Ţví ađ frá ţessu fá ţeir mestan sinn hagnađ. "[3] Í ţessu samhengi er innifelur orđiđ í sér rangar ásakani, illgjarnar ákćrur og misnotkun málarekstrar í skađlegum r eđa sviksamlegum tilgangi.

Í Forn Grikkland, orđiđ var í Aţenu hliđstćtt  viđ rómverska hugtakiđ " Delator", opinbers uppljóstrara.   Í nútíma grísku hugtakiđ hefur haldiđ fornri klassískri merkingu, og er enn notađ til ađ lýsa rćgjandanum eđa calumniator. ")

Í Reykjavíkurbréfi Morgunblađsins fer bréfritari yfir ţetta atriđi í afstöđu ´Íslendinga til hrunsins. Ţeir hlusta á ţá sem ţykjast vita allt um ţađ sem gerđist fyrir og eftir hruniđ. Ţeir búa til sökudólga sjálfum sér til fulltingis. Dćmi um ţetta er Jóhanna Sigurđardóttir sem rćgir alla sem hrunvalda sem sátu međ henni í ríkisstjórn en kom sjálf hvergi ađ málum.  Steingrímur J. Sigfússon er einn ţeirra sem allt veit núna og vissi ekkert ţá. Hann nagar međ rógstungunni alla sem voru´í valdastöđum fyrir hrun en er sjálfur á blússandi siglingu ađ eyđileggja ţjóđfélagiđ vegna kredduheimsku sinnar og grillufángs.

Ţjóđinni er auđvitađ mátulega í rass rekiđ ađ hafa kosiđ eins og hún gerđi ţó ađ smám saman renni uppfyrir henni ljós ađ ekki sé allt sem sýnist međ ađdraganda hrunsins. Ákćran á Geir H. Haarde er enn ein sönnun á pschykofantseđli Steingríms J. Hann var líka áđur búinn ađ ráđast á Geir Haarde í ţinginu og berja hann í orđsins fyllstu merkingu  vegna ţess ađ hann varđ undir í rökrćđum. Enn eitt dćmiđ um lyndiseinkunn psykofantsins sem engu eirir. 

Egill Helgason er annar sem gćti falliđ undir skilgreininguna. Han sem skrifar og les steypuna um svikarana og fávitana  sem eru í raun allir ađrir en hann sjálfur, sem allt veit núna. Hann sćkir sér viđhlćjendur sem taka undir tilgátur hans og ţjóđin heldur ađ ţćttirnir hans séu stórisannleikur.   Björn Ingi felur pólitíska fortíđ sína í REI málinu bak viđ flögg rógsrásanna ađ mati bréfritarans.

Athyglisvert er hvađ bréfritari segir um rannsóknaskýrslu Alţingis og mögulegt ofmat ţjóđarinnar á henni. Ef til vill er ţar eitthvađ sem fólkiđ vildi heyra fremur en ţađ sem fólkiđ ţurfti ađ heyra. Áhrifin hafi drukknađ í skrúđmćlgi og of löngum texta? Hvernig ćtli sagan fjalli um hruniđ eftir 2400 ar? Ćtli ţađ skipti eins miklu máli í sögunni eins og vörn Leonídasar í Laugaskarđi ? En hann varđ fyrir barđinu á pschykoföntunum svo um munađi.

En hefur hugtakiđ um pschykofantana eđa deltaorana nokkuđ tapađ gildi sínu ef grannt er skođađ á Íslandi í dag?

   


Lög á flugmenn?

eina og sér er harla lítils virđi og óskynsamleg. Bófaflokkur flugmanna er ekkert frábrugđinn hinum sem stunda gíslatökur, fjárkúgun  og ofbeldi í ţjóđfélaginu áriđ í kring. Ţeir eru ekkert öđru vísi, hvorki betri né verri en Kennarasambandiđ, Félag Hjúkrunarfćđinga, Náttúrufrćđinga, Leikskólakennara, Flufumferđarstjóra, Flugvirkja, Ljósmćđrafélagiđ,Sjómannafélagiđ, Rafiđnađarsambandiđ, Lćknafélagiđ, Vélstjórarfélagiđ, Flóabandalagiđ,BSRB, BHM, ASÍ, Félag Leiđsögumanna, ... ég kann ekki meira núna en listinn er mun lengri.

Viđ fordćmum félagsskap eiturlyfjasmyglara í Equador svo mikiđ ađ viđ flytjum inn einstćđar mćđur hingađ til lands á ţeim forsendum ađ ţćr séu á flotta undan ţessum samtökum. En ţessi samtök beita alveg hliđstćđum ađferđum og okkar samtök,  taka fólk í gíslingu og kúga af ţví fé. Ţetta er ađeins stigsmunur  en ekki eđlismunur.

Hvernig geta menn haldiđ ţví fram ađ viđ búum í einhverju samfélagi međ stjórnarskrá, stjórnlagarađ, Alţingi, ríkisstjórn, hagstjórn(artilburđi), Seđlab(l)anka, heilbrigđiskerfi, menntakerfi ţar sem ţegnarinir skuli njóta sömu mannréttinda og mannhelgi, tjáningarfrelsis og rétt til lífs, ţegar myndun og starfsemi bófaflokka sem ráđast gegn öllum ţessum gildum er ekki ađeins heilög talin heldur lofsungin sem göfug?

Á tímum Joe Hill í Chicago voru ađstćđur kannski allt ađrar en nú. Vökulögin voru nauđsynlega á sínum tíma.  Jimmy Hoffa var mikill verkalýđsleiđtogi sinna manna og tók bara sanngjarna prósentu fyrir sig af ţeim kjarabótum sem hann náđi fram fyrir sína menn. Reagan rak alla flugumferđarstjóra sína á einu bretti og enginn ţeirra fékk opinbert starf aftur. Flugumferđarstjórar í Bandaríkjunum hafa ekki verkfallsrétt lengur frekar en hershöfđingjar í Bandaríkjaher.

Vilji kennarar ekki vinna ţá verđur engin kennsla í ríikisskólum. En öllum frjálst ađ stofna einkaskóla. Međ ávísanakerfi Friedmans til menntunar getur slíkt alveg gengiđ. 

Ég held ađ ţađ sé kominn tími til ađ menn leggi niđur fyrir sér hvernig á ađ reka ţjóđfélag viđ ţessar ađstćđur í svokölluđum verkalýđsmálum. Er lausnin fólgin í ţví ađ allir kjarasamningar skuli hafa sama gildistíma? Samningaumleitanir skuli vera á ákveđnum tímum í einu?.Samningslengd sé sú sama hjá öllum.  Vinnustöđvanir skuli allar hefjast á fyrirfram settum tímabilum og ekki öđrum?  Til dćmis nćst 1 maí 2016.  Eđa bara taka upp sjálfdćmi kjarafélaganna til ađ auglýsa taxta sína en aflagningu allra starfsréttinda og forgangs til vinnu á móti ? Yrđi hagsveiflan ekki stýranlegri og verđbólgan mun reiknanlegri  međ ţví fyrirkomulagi?

Lög á flugmenn núna leysa engann vanda. Ţurfum viđ ekki frekar lög á vandann?


Ađ vera drćpur?

var hugtak sem mađur rekst á í Sturlungu. Ađeins heiđursmenn voru drćpir. Ómenni verđskulduđu ekki aftöku međ öxi heldur voru hengdir sem rakkar. Ţađ breytti ţví ekki, ađ menn töldu nauđsyn á ađ drepa menn til ađ gera ţá sér skađlausa, eđa ţá hefndarţorstinn bauđ slíkt. Gizuri fannst menn sínir lathentir ţegar ţeir hikuđu viđ ađ drepa Kolbein grön handtekinn og krafđist skjótra ađgerđa til ađ ekkert undanbragđ yrđi ţví fangs gćti veriđ von af frekum úlfi eins og Sturla lýsir ţví. Ţađ virtust vera einskonar réttindi manna ađ vera drepnir á virđingarverđan hátt. Hermenn voru kvaddir til af foringjanum til ađ vega manninn og var ţá gerđin ópersónuleg og engin hefndarskylda ţví tengd. 

Osama bin Laden var eltur uppi og hermennirnir komu ađ honum vopnlausum í kvennabúri sínu. Selir sjóhersins  höfđu engan formála ađ ţví ađ skjóta Osama í hausinn og lóga honum ţar međ samstundis. Ţví ţó mađurinn vćri hćttulegur laus og lifandi var hann áreiđanlega mun hćttulegri sem fangi og ţví fór sem fór. Vandlega verđur ađ gćta ţess ađ engir fái ađ vita hvađa embćttismenn sjóhersins voru í ađgerđinni ţví nú er öll heiđursmennska löngu aflögđ viđ manndráp. 

Nú eru Bandaríkjamenn og Bretar ađ átta sig á ţví ađ ţeir eru búnir ađ eyđa miklu meiri peningum en ţeir hafa ráđ á í ađ drepa liđsmenn Gaddafi en sleppa honum sjálfum. Gaddafi lifir og er hinn keikasti.  Ţeir eru á förum frá hálfköruđu verki og ekki verđur ađ sökum ađ spyrja. Sama er uppi á teningnum í Afganistan. Ţar hafa hermenn veriđ lathentir ađ drepa talíbana og eytt tíma sínum í ađ kenna innfćddum uppá lýđrćđi. Sem ţeir auđvitađ skilja ekki bofs í frekar en flestar múslímaţjóđir.

Afganistan á ţví bara fyrir höndum ađ hverfa undir stjórna Talibanana, sem skirrast ekki viđ ađ drepa fleiri heldur en fćrri. Ţađ verđur ömurlegt ađ horfa uppá ţessa menn níđast á konum og börnum eins og ţeirra er von og vísa og fćra Afganistan aftur á miđaldir. Ţá munu ţeir taka aftur til viđ ađ sjá Bandaríkjunum og okkur á Vesturlöndum  fyrir góđu heróíni sem vesturlandabúar hafa ákveđiđ ađ leyfa međ ţví ađ vera í hálfstríđi gegn eiturlyfjum. Singapore er í heilstríđi gegn dópi og ţar er ekkert fíklavandamál.

Fyrir ströndum Sómalíu sigla sjórćningjabátar um og hertaka skip og fá dollara fyrir. Einhver herskip eru ţarna ađ stugga viđ ţessum körlum, en ţeir veiđa samt ţar sem ţeim er alltaf sleppt. Ţegar sjóránum voru upprćtt í gamla daga gekk ţađ hratt fyrir sig ţar sem drćpri stéttinni var útrýmt međ samstilltu átaki.

Spurning er hvenćr eđa hvort alţjóđareglur verđi settar um ţađ ađ hryđjuverkamenn eđa mannrćningjar  skuli ekki teknir til fanga. Hvort heyja eigi hálfstríđ, heilstríđ eđa ţá engin stríđ. Svona hálfstríđ eins og viđ erum ađ horfa uppá Vesturlönd tapa fyrir öđruvísi  hugsandi fólki frá VietNam til Líbýu, virđast ekki auka vegsemd ţeirra. McArthur sagđi ţegar honum var hent útúr Kóreu aldrei hafa lćrt ađ eitthvađ annađ gćti komiđ í stađinn fyrir sigur.  Sjálfsagt eru líka svona smástríđ  mjög góđ ćfing fyrir ný hergögn og framţróun tćkninnar og líka verđug verkefni fyrir atvinnuhermenn sem verđa auđvitađ ađ fá sína ćfingu í réttum skala.

Ekki virđist manni ţannig stefna í henni verslu ađ engin verđi stríđin á nćstunni. En ţađ er hugsanlega rétt ađ stórveldin fari ađ gera sér grein fyrir ţví hverja menn ćtli ađ drepa áđur en lagt er af stađ. Eitthvert kratískt hálfkák gegn ţeim sem drćpir eru ţýđir greinilega ekki.

 

 


6.lćgsta bensín í Evrópu!

er ţađ eina sem Steingrími J. dettur í hug ađ segja ţegar einhver vill rćđa bensínverđ viđ hann.

Í Bandaríkjunum kostar lítrinn einn dollar. Bandaríkjamenn búa stjrjált í stóru landi. Alveg eins og Íslendingar. Ţeir vita ađ efnahagslífi gengur á olíu og bílum.   Allt öđruvísi en Hollendingar og Belgir sem geta hjólađ allt sem ţeir ţurfa ađ fara á heilli ćvi.

Viđ erum miklu líkari Bandaríkjamönnum og Kandamönnum, enda eigum viđ jafnstóra íslenska ţjóđ ţar en ekki í Evrópu. Af hverju er ţessi Evrópustara sífellt hjá ţessum kommum og krötum?  Ţađ getur veriđ ađ Steingrímur J. sé illa haldinn af Evrópuglýjunni. En ţjóđin er ţađ alls ekki og ţađan af síđur ég ţannig ađ svona tal Steingríms dugar ekki fyrir mig til ađ kjósa VG.

Viđ látum ekki kúga okkur međ einhverjum Evrópuslagorđum.


Nćsta síđa »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 3418494

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband