Bloggfærslur mánaðarins, október 2016
31.10.2016 | 14:29
Eru þetta stjórnmálaflokkar?
eða leikskólar?
Formaður í VG situr í sandkassanum sínum og tautar einhverjar töfraþulur með sér um hvað hann Store Stygge Ulv sé vondur. Sjálfstæðisflokkurinn sé ekkert nema illskan í garð lítilmagnans, gerspilltur og blablabla. (Eða er þetta bara friðþægingartal til undirbúnings sinnaskiptum?)
Eru ekki stjórnmálaflokkar til þess að hafa áhrif? Er ekki þeirra hlutverk að greiða þjóðinni götu, gjöra veg fólksins beinni? Er ekki Katrín Jakobsdóttir í vinnu´fyrir þjóðina á Alþingi?
Sama má spyrja sig varðandi Framsókn? Ætla Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð að láta persónulegan ágreining sín á milli koma í veg fyrir að þeir vinni fyrir þjóðina ef þeir eru beðnir um það? Af hverju geta þeir ekki tekist í hendur og lagt persónulegan ágreining sinn til hliðar.Þykir þeim ekki vænna um Framsóknarflokkinn heldur en sjálfa sig?
Það er borðliggjandi að þessir þrír flokkar geta myndað trausta stjórn með mikinn þingmeirihluta.
En spurningin er hvað VG og Framsókn séu er í raun og veru?
Stjórnmálaflokkar eða leikskólar dadaista?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.10.2016 | 23:04
Af hverju ekki?
http://www.msn.com/
30.10.2016 | 22:27
Sigurður Ingi
fékk þá umsögn hjá flestum formönnum flokkanna í sjónvarpsþætti í kvöld, að vinnubrögð á Alþingi það hálfa ár sem hann hefur verið forsætisráðherra, hafi stórbatnað.
Hvernig stendur á því að allskyns fólk gengur um með yfirlýsingar um að Framsókn sé ekki stjórntækur flokkur vegna innri klofnings milli Sigurðar manna og manna fyrri formanns? Er þetta virkilega eitthvað óbrúanlegt í ljósi þjóðarhagsmuna?
Veitir af að á Alþingi sé svona rólegheita maður eins og Sigurður Ingi sem getur haft þessi áhrif á óstýrilátan þingheim?
Voru ekki þessi ummæli forystumanna stjórnarandstöðuflokkanna um áhrif Sigurðar Inga forsætisráðherra talsvert athyglisverð?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.10.2016 | 12:26
Benedikt blottar sig
í sjónvarpinu í stjórnmálalegri fákænsku.
Hann segir sig vera kallaðan af þjóðinni til að leiða stjórnarmyndun til að koma fram efnahagslegum umbótum án kollsteypu.
Benedikt boðaði beinum orðum fyrir kosningar að fella gengið tafarlaust, selja kvótann og stofna innviðasjóði. Og svo til að toppa kollsteypuna þá lagði hann til að festa krónuna við Evruna sem allir nema hann sjá til hvers hefði leitt. Atvinnuleysis og uppþota.
Þetta stjórnmálaástand breytist með tímanum. Nú er hinsvegar of seint fyrir kjósendur að iðrast þegar Benedikt blottar sig svona herfilega.
30.10.2016 | 11:33
Þarf ekki að hækka þröskuldinn?
til að koma mönnum á þing?
Nú erum við sjö flokka á Alþingi. Er einhver sem heldur það að þetta auki á skilvirkni í störfum?
Ef þröskuldurinn væri 7.5-8 % þá væru flokkarnir núna fimm en ekki sjö. Hvað myndi ekki sparast í kosningabaráttunni? Hversu flokkarnir myndi ekki þurfa meira að vanda sig í starfi á Alþingi?
Þarf ekki að hækka þröskuldinn inn á þing?
30.10.2016 | 07:20
Langtímahagsmunir
Sjálfstæðisflokksins?
Felast þeir ekki í því að halda Viðreisn utan stjórnar? Þessi flokkur sem má að einhverju leyti líta á minnihlutaklofning úr Sjálfstæðisflokknum, mun hann ekki deyja Drottni sínum í ESB í stjórnarandstöðu? Sömu örlög bíðu þá Píratanna í stjórnarandstöðunni?
Rís þá ekki Sjálfstæðisflokkurinn upp sameinaður á ný?
Þetta virðist mögulegt í þriggja flokka stjórn með D, A og B.
Mætti kannski uppnefna hana Dabbi?
Tæpt að vísu en hugsanlega hægt að lifa með? Finnst einhverjum það ekki skárri tilhugsun en tæpan meirihluta með D og V þar sem Steingrímur og Björn Valur væru innanborðs?
En það er auðvitað ekki búið að telja svo þetta getur breyzt.
Maður veltir fyrir sér hvort það séu ekki langtímahagsmunir þjóðarinnar að Sjálfstæðisflokkurinn rísi úr öskustónni í næstu kosningnum?
29.10.2016 | 10:25
Skilaboð frá Bjarna
til þín sem kjósanda eru þessi:
"Í dag göngum við að kjörborðinu til þess að hafa áhrif á það hvert leið okkar Íslendinga liggur næstu fjögur ár.
Við tókum við erfiðu búi vorið 2013 atvinnulífið í járnum og efnahagslífið í lægð en við náðum að snúa taflinu við. Okkur Íslendingum auðnaðist að vinna okkur út úr vandanum.
Í dag er fleira fólk í vinnu á Íslandi en nokkru sinni í sögunni. Atvinnuþátttakan hefur aldrei verið meiri, atvinnuleysi í lágmarki, verðbólgan innan markmiða og kaupmáttur launa er meiri en nokkru sinni.
Við náðum að binda enda á hallarekstur ríkisins og höfum greitt niður skuldir.
Á sama tíma höfum við lækkað skatta og örvað atvinnulífið.
Við skákuðum kröfuhöfunum og losuðum höftin og hagvöxtur er sá næstmesti í Vestur-Evrópu. Það er ekki slæmt á þremur og hálfu ári.
Við erum á réttri leið og ef við höldum áfram á þeirri braut eftir kosningar eru okkur allir vegir færir, og við blasir stöð ug og örugg framtíð þar sem lífskjör allra munu batna.
Það gerist ekki af sjálfu sér, við þurfum að sjá til þess í kjörklefanum í dag. Það gerum við aðeins með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Án hans verður ekki mynduð frjálslynd, borgaraleg ríkisstjórn á Íslandi, með staðfestu við stjórn efnahagsmála.
Því það sem Ísland þarf á að halda er stöðugleiki í stjórnmálum og styrk efnahagsstjórn.
Á þeim grunni byggjum við heilbrigðiskerfi í fremstu röð, menntakerfi sem undirbýr unga fólkið fyrir lífið, nýsköpun sem fjölgar tækifærunum og hagsæld sem tryggir mannsæmandi kjör eldri borgara.
Kosningabaráttunni lýkur ekki fyrr en síðasta kjörstað verður lokað í kvöld.
Ég hvet alla Íslendinga til þess að standa vörð um efnahagsárangurinn og hafna þeim flokkum, sem vilja setja hann í uppnám og óvissu.
Valið stendur á milli þess að taka u-beygju eða halda saman áfram á réttri leið.
Veljum leiðina fram á við"
Er einhverju við þetta að bæta?
Þá skulum við reyna að sækja fram með Sjálfstæðisflokknum á næsta kjörtímabili.
Það eru skilaboðin frá Bjarna Benediktssyni.
29.10.2016 | 10:17
Aðalatriðin
fyrir kjósandann eru að finna í grein eftir Guðna Á Haraldsson hrl. í Morgunblaðinu í dag. Guðni segir m.a.:
1.Verðbólgan var 3,3% í júní 2013 en er í dag 1,8%. Þá hefur verðbólga verið undir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans frá febrúar 2014.
2.Skuldir heimilanna í júní 2013 voru 104,3% af vergri þjóðarframleiðslu en eru í dag 81,2% miðað við sama mælikvarða.
3.Skuldir ríkissjóðs voru í júní 2013 104,3% af vergri þjóðarframleiðslu en eru í dag 50,9 % miðað við sama mælikvarða.
4.Kaupmáttur launa hefur frá því í júní 2013 aukist um 20,6%. Hér er um mestu aukningu kaupmáttar launa á síðustu áratugum að ræða.
5.Atvinnuleysi var 6,4% í júní 2013 en er í dag 1,9%. Í Portúgal, Spáni, Ítalíu og Grikklandi er atvinnuleysi ungs fólks yfir 25%.
6.Samningar við kröfuhafa bankanna leiddu til þess að um 660 milljarðar koma í ríkissjóð í formi stöðugleikaframlags og annarra greiðslna.
Ef menn halda að Smári McCarthy og Birgitta muni ná betri árangri með Steingrími J. Sigfússyni og Birni Vali þá er valið einfalt.
Aðeins með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn getur maður aukið líkurnar á bjartri framtíð. Annað er misskilningur.
Það eru aðalatriðin sem skipta þig og mig máli.
28.10.2016 | 21:59
Leiðtogaviðræður
í RÚV skiluðu engu til mín nema að Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi skiluðu því til áhorfenda sem af þeim er ætlað og til trúað.
Ábyrgð og raunsæi.
Öll vinstri hjörðin talaði í gömlum klisjum sem allir eru uppgefnir á.
Benedikt Jóhannesson toppaði þó tillögurnar um aukin ríkisútgjöld með tillögunni um kvótasölu og stofnun innviðasjóðanna. Nokkurskonar endureisn Byggðastofnunar og Viðlagasjóðs.
Hann lofaði að lækka vaxtakostnað rikisins og fólksins með því að tengja krónuna við evruna. Lántökur í erlendri mynt hafa verið bannaðar almenningi um langt skeið. Evrulán á núllvöxtum eru því ekki í boði fyrir almenning. Hugsanalega skilur Benedikt þetta þar sem hann er menntaður í tryggingastærðfræði sem Smári MacCarthy hefur ekki enn komist til að læra, hvað sem verður. En talar hann af sannfæringu eða er hann að forðast staðreyndir?
Benedikt hefur enn ekki skilið hvað kom Íslandi út úr hruninu betur en Grikklandi og Írlandi. Þessi litla króna sem við eigum fyrir okkur sjálf. Hún bjargaði landinu upp úr díkinu meðan Evrulöndin Grikkland og Spánn hafa viðvarandi atvinnuleysi upp á 50 % meðal ungs fólks. Smára McCarthy finnst þetta vera æskilegt atvinnuleysi.Þeir sem ekki trúa fari á þessa slóð:
https://m.youtube.com/watch?v=uEIwmPSzlxI |
Þar talar Smári í það minnsta af hreinni sannfæringu
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.10.2016 kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.10.2016 | 16:56
Nýherji og TM-Software
voru í fréttum Viðskiptablaðsins árið 2010.
TM-Software var eign Nýherja og var samkvæmt blaðinu breytt í Roka ehf. sem var sett í gjaldþrot á nýrri kennitölu meðan TM-Software heldur enn áfram í mörgum myndum með Nýherja.
Þrotabú Roku ehf. höfðaði mál gegn Nýherja sem lauk með sáttargerð um að Nýherji greiddi þriðjung krafna. Um þessi mál veit herra Google talsvert.
Stjórnarformaður Nýherja þá og nú var að selja hlutabréf sín í félaginu fyrir skömmu rétt fyrir verðlækkun þeirra. Það var spurt um innherjaviðskipti í blöðunum sem hann neitaði alfarið og sagðist algerlega saklaus af.
Þessi sami stjórnarformaður er nú að bjóða sig fram til að leiða þjóðina inn í Evrópusambandið undir nýju flaggi.
Er þetta sú nýja herför það sem þjóðin hefur heitast þráð?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko