Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Þjóðfélagið er að sökkva.

Nú berast fregnir um nýjar stórfelldar uppsagnir á vinnumarkaði. Ríkisstjórnin hugsar fátt annað en skattahækkanir, Evrópubandalagsumsóknina og berja Icesave í gegn um þingið með illu. Ekki eitt einasta orð um það, hvort hér eigi að virkja eða fá erlenda stóriðju inní landið, sem er það eina sem bætt gæti það hrikalega atvinnuleysi sem við blasir.

Ríkisstjórnin stingur höfðinu í sandinn að hætti strútsins, svo hún sjái ekki landflóttann sem er brostinn á. Þúsundum saman flykkist unga fólkið úr landi uppgefið á þeim móðuharðindum af mannavöldum sem þessi versta ríkisstjórn Íslandssögunnar er að baka íslenskri þjóð.  

Engu líkara er að umhverfisráðherrann reyni að vinna þau skemmdarverk á þjóðarhag sem hún getur með því að þvælast fyrir lagningu Suðvesturlínu, áætlunum á  Þeistareykjasvæðiinu, virkjunaráformum í Neðri Þjórsá, afsala Íslandi losunarkvótanum á loftslagssirkusnum í Kaupmannahöfn í þessum mánuði og múlbinda Ísland á kolefnisklafamarkað ESB um alla framtíð. Ráðist er á öryrkja, fæðingarorlof, bílana, bensínið, brennivínið, alveg eins og gjaldþol atvinnuleysingjanna eigi sér engin takmörk.

Í fyrsta sinn í sögunni eru laun ríkisstarfsmanna mun hærri en laun í einkageiranum, þeir sem enn hafa þar vinnu.  Enginn samdráttur er í bönkum, utanreikisþjónustunni, eða opinberri stjórnsýslu. Erlendir kröfuhafar eignast Kaupþing og hugsa sér væntanlega gott til glóðarinnar að hefna þess í héraði sem hallaðist á Alþingi.

Fjármálaráðherrann hlakkar yfir uppfinningum sínum og Indriða um auðlegðarskatta(Vermögensteuer að þýskri fyrirmynd, áður nefnt stóreignaskattur) í Baugstíðindum í dag, þrepatekjuskatti sem mun eyðileggja staðgreiðslukerfið og stórauka skattundanbrögð og valda miklum vandræðum á vinnumarkaði. Vitlausari áform í efnahagsmálum hafa aldrei fyrr litið dagsins ljós. Jafnvel sænskir kratar lækka skatta af fyllsta megni til þess að reyna að örva efnahagslífið.

Kreppan á Íslandi er núna formlega að hefjast í boði Steingríms og Jóhönnu.

Íslenska þjóðfélagið eins og við þekktum það er að sökkva.


Frábær grein hjá Friðriki.

Friðrik Daníelsson skrifar frábæra grein í Mbl. í gær um loftslagssirkusinn væntanlega í Kaupmannahöfn. Þetta væri í sjálfu sér fyndið ef okkar ráðamenn væru ekki að afsala þjóðinni svo miklum verðmætum sem liggja í íslenzka ákvæðinu. En grípum niður í grein Friðriks:

"MAÐURINN er orðinn allsmáttugur, a.m.k. milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) og Evrópusambandið (ESB) sem ætla nú að stjórna loftslaginu á jörðinni. Þau hafa boðað leiðtoga heimsins á loftslagssirkus í Kaupmannahöfn fyrir jól. Síðast sýndi sirkusinn á Balí og voru sýningar vel sóttar af skriffinnum og umhverfistrúarsöfnuðum. Flugfélögin og olíufélögin græddu vel.

 

Í sirkus eru trúðarnir skemmtilegastir og má reikna með að þeir keppi hver við annan í Köben: Stjórnmálamenn munu keppa um hver býður hæst í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og að setja á kolefnisskatta. Umhverfisverndararnir munu keppa í krassandi heimsendaspám. Vísindamennirnir svo kölluðu munu keppa í spám um bráðnun íss og hækkun sjávar. ......

 Skriffinnarnir munu svo keppa í að koma sem mestum kvöðum og skrifræði á heimsbyggðina. Og kvótabraskararnir munu keppa í að fá sem flesta starfsemi undir losunarkvótakerfi....

 

Á sýningunni munu IPCC og ESB reyna að láta leiðtogana samþykkja að koma alheimsstjórn og kvótakerfi á koltvísýringslosun svo iðnaður vaxi ekki út um allar koppagrundir þar sem engin yfirstjórn er á hlutunum. Borið verður fé á þróunarlöndin, beitt hótunum og svo þrýstingi umhverfistískunnar sem fjölmiðlar hafa tekið að sér að sjá um. Hver heilvita maður skilur að ekkert vit er í að láta hvern sem er reisa iðjuver þegar hinn iðnvæddi, siðmenntaði heimur eins og ESB er að hætta því......

Mörg fyrirtæki hafa verið stofnuð í helstu fjárglæframiðstöðvum heims, eins og London og New York, af forsvarsmönnum »loftslagssamninganna« til þess að kaupa losunarkvóta og selja áfram til auðmanna. Í þessum nýju kvótamiðlunarfyrirtækjum er kominn góður fjárfestingarkostur og veitir ekki af eftir að fjárplógsgeirinn hrundi í fyrra. Ýkt sniðug fyrirtæki hafa sprottið upp til að versla með kvóta, t.d. Enron sem var því miður afhjúpað áður en kvótakerfið komst í gagnið. Helstu heimsendaspámennirnir eru stórhluthafar í kvótamiðlunarfyrirtækjunum. Kominn tími til að þeir græði, sumir eru búnir að basla við þetta eins lengi og Maurice Strong, Al Gore fer líka að komast til ára sinna og þarf að fara að græða á einhverju öðru en glærusýningum......

 Ríkisstjórn Íslands leggur sitt af mörkum til þess að sirkusinn megi takast sem best. Hún ætlar að lofa að minnka losun um 25% sem samsvarar því að bílaflotanum sé lagt - kominn tími til, bílarnir eru orðnir allt of margir. Hún ætlar ekki heldur að framlengja íslenska ákvæðið sem leyfði Íslendingum að byggja iðjuver með reyklausri orku. Enda óþarfi, það á ekki að byggja nein fleiri iðjuver, bara græna atvinnu. Ríkisstjórnin ætlar að fá losunarkvóta hjá sjálfu ESB sem ætlar að draga saman losun um 30%. Það tryggir enn frekar að engin iðjuver verða byggð.

Því miður hefur ekki verið hægt að bjóða til Köben þeim sem stjórna loftslagi á jörðinni enda óhægt um vik, langt að fara og engir stjórnmálamenn til að taka við boðsbréfum. Þetta eru Sólin, geislagjafar í geimnum, rykið í spunahölum Vetrarbrautarinnar og svo auðvitað Jörðin á sinni sveiflukenndu braut um sjálfa sig og Sólu. Og loftslagið hunsar alla loftslagssamninga og heldur áfram að kólna. En það gerir ekkert til, á sirkusnum í Köben verður hvort sem er ekki talað um raunveruleikann. "

Þetta er enn eitt skemmdarverkið sem þessi endemis ríkisstjórn ætlar að fara að vinna á þjóðarhag knúin af þeim uppblásna rembingi sem þykist vera handhafi stórasannleika um loftslagsmál án þess að styðjast við nein sannfærandi vísindaleg rök nema postulöt IPCC og ESB, hvað þá að hlusta á efasemdir Svensmarks og.Balunas svo einhverjir séu nefndir.  Hlaupið er eftir púkablístru poppgoðsins Al Gore, sem bandarískir kjósendur sýndu þá skynsemi að hafna á sínum tíma. En téður Gore er orðinn milljarðamæringur á heimsku þeirra sem tekið hafa þátt í loftslagssirkúsnum með honum.

Það er ömurlegt til þess að vita að maður sem Íslendingur sé teymdur sem varnarlaust fífl á foraðið af þessu liði sem ekki þolir nema andstöðu eða rökræður um neitt áður en unnin verður óbætanlegur skaði á þjóðarhag. Hvernig væri að stjórnarandstaðan á Alþingi reyndi að fá fram umræðu áður en Svandísi er sleppt lausri til Kaupmannahafnar?



Aðalatriði og aukaatriði.

Erlent kúlulán Íslendingsins hefur ekki  hækkað heldur hitt að að hann er búinn að tapa helmingi þess sem hann hafði hugsað sem andlag á móti skuldinni, fasteignaverðmæti sínu, bankainnistæðum, bílnum sínum  og kaupinu sínu. Skuldin hans hefur meira segja lækkað með hærri erlendri verðbólgu en vöxtunum nemur.

Allt þetta getur komið til baka að einhverju leyti ef okkur tekst að reisa atvinnulífið við. Það tekur hinsvegar tíma. Að því þyrfti þó að vinna með öllum árum. Útvega fólki vinnu. En raunverulegt atvinnuleysi hérna er hið skráða atvinnuleysi plús þeir brottfluttu, fjögurþúsund manns. En að þessum málum er ekki verið að vinna sem aðaltriðum heldur er tímanum sóað í karp um aukaatriðin.Það er kannski þessvegna sem fólkið saknar Davíðs. Það saknar einhvers ráðamanns sem tekur af skarið og segir sannleikann og skilur hvar eldurinn brennur.  

Steingrímur J. eða Jóhanna eru ekki slíkt fólk. Endurreisnin tekst mun seinna  með þeirra ríkisstjórn   sem hér er við völd og ekki sér fyrir endann á.  Fólk sem heldur að skattheimta sé leiðin sem lækni atvinnuleysi og fjandskapast við alla erlenda fjárfestingu er svo arfavitlaust að engu tali tekur.  Fyrst eftir að slíkt fólk er farið frá völdum og öðruvísi hugsandi fólk komið til valda er von til þess að hlutirnir geti farið að lagast á Íslandi. Það fólk þarf ekki endilega að koma úr Sjálfstæðisflokknum, það gæti alveg eins verið að finna innan Samfylkingar eða Vinstri Grænna. Fólk sem þar er nú hugsanlega  kveðið niður með aðrar skoðanir en forystufólkið.  Auðvitað finnast mér heldur minni líkur á því, að slíkt fólk komi úr þessum flokkum en útiloka það als ekki.

Óskiljanleg áhersla ríkistjóranrinnar á að láta samþykkja Icesave samningana í stað þess að fara dómstólaleiðina  setur allar batahorfur þjóðfélagsins  aftur um mörg ár.  Það er mörgum sinnum betra að láta lögsækja okkur til greiðslu innistæðutrygginganna heldur en að borga eftir samningunum. Ef við töpuðum málinu þá yrði greiðslan væntanlega vaxtalaus eins og skaðabætur eru  og svo  í íslenzkum krónum en ekki erlendri mynt. Og væntanlega þá  bara bætur til einstaklinga en ekki lögaðila eins og lögreglukórsins í Skotlandi, sveitarsjóðs einhvers skírisins eða þessháttar.

Þessi andategund, sem kallast kjósendur fyrir kosningar, bítur  höfuðið af skömminni með því að þegja um þessi aðalatriði og láta stjórnmálaskúmana í ríkisstjórnarflokkunum  afvegaleiða umræðuna með Evrópusambandstali og löngum ræðum um önnur smámál eins og tímabundna lækkun barnabóta, sem skipta engu máli til lengri tíma samanborið við  aðalatriðin. En þau eru ATVINNA og FRAMKVÆMDIR. Það eru þau mál sem munu skilja milli feigs og ófeigs, hvort hér verður landflótti eða landsbjörg. 

Fólk þarf að greina milli aðalatriða og aukaatriða.


Glöggur Seðlabankastjóri.

Ég átti þess kost að hlusta á erindi Seðlabankastjóra í dag. Það gutlar greinilega á kallinum í almennri hagfræði enda víst búinn að vera einn af stýrendum peningamálastefnunnar eins lengi og yngstu menn muna. Hann fór lauslega yfir sviðið  hvað útlit og horfur í efnahagsmálunum varðar.Ekki varð ég var  við mikil fagnaðarlæti hjá fundarmönnum og fremur fátt um spurningar úr sal.

Hann sagði hlutverk seðlabankastjóra væri að vera bjartsýnn þegar aðrir væru svartsýnir og svartsýnn þegar aðrir væru bjartsýnir. Í þessu ljósi skoðaði ég ummæli hans þegar hann taldi margt benda til þess að hlutirnir færu eitthvað að hreyfast uppá við á næsta ári. Áður en það gerðist væri ávallt dimmast því þá væri maður á botninum. Hann minntist hinsvegar ekki á hversu botninn gæti verið langur. 

Már sagði að stýrivextir væru búnir að vera í eins stafs tölu lengi þó menn notuðu annað viðmið í umræðunni. Vöruskiptajöfnuður væri hagstæður til lengri tíma núna og það hefði sín áhrif. Verðbólga ætti að ganga niður á næsta ári og vonandi myndi gengið ekki lækka mikið úr þessu. Hér biðu þó 500 milljarðar af erlendu fé sem nú dveldu sem innistæður á háum vöxtum en myndu sjálfsagt vilja ryðjast út ef gjaldeyrishöftunum yrði aflétt. Og höftin gætu þess vegna ekki fallið frá á næstunni þar sem krónan myndi ekki þola útrásina.

Seðlabankastjóri minntist ekkert á Icesave sem betur fór, því þá hefði líkast til hitnað í kolunum. En það sem stóð uppúr fyrir mig, að hann sagði að bankarnir sæjust ekki í Seðlabankanum að biðja um peninga eins og vaninn væri !  Það væri enginn eftirspurn ! Núll eftirpurn eftir peningum ! 

Þetta færði mér sanninn um það sem ég hef haldið fram, að þessir ríkisbankar sem ríkisstjórnin er að guma af að hafa endurreist hafa ekki endurreistst  hætishót sem bankar þjóðarinnar.  Þeir eru steindauðir fyrir þjóðfélagið. Allar þessar þúsundir bankamanna í ríkisbönkunum um allt land sitja bara og rukka og rukka gamlar skuldir frá því fyrir hrun. Og svo að afskrifa skuldir á útrásarvíkinga, taka yfir stórskuldara og fara útí fyrirtækjarekstur í rísavöxnum mæli á hinu nýja Sovét Íslandi. Búa til Volks Eigene Betriebe eins og það hét í A-Þýzkalandi æsku minnar.

Bankarnir eru ekki að gera nokkurn skapaðan hlut fyrir Jón og Gunnu. Þeir eru ekki að gera nokkurn skapaðan hlut heldur fyrir einhver fyrirtæki. Þeir eru ekki að lána neitt út því það er enginn markaður fyrir lánsfé í þjóðfélagi þar sem er ekkert efnahagslíf utan sjávarútvegs.  Það vill enginn lán því það eru engin viðfangsefni. Þeir sem kynnu að vilja lán geta fyrirsjáanlega aldrei borgað neitt og verða því að ganga af staðfestu sinni og leggja í hendur bankans. Fara á hausinn. Það eru einir fimmþúsund bankamenn á landinu öllu.  Þeir eru eitthvað meira en milljón í USA. Hlutfallið er absúrd, kerfið okkar er helsjúkt, dýrt og óskilvirkt.Bankarnir eru steinrunnin náttröll í þjóðfélaginu og nærast mest á sjálfum sér.

En það er auðveldast fyrir ríkisstjórnina að byrja á að spara með því að skera niður fæðingarorlof, skerða barnabætur, skerða lífeyri gamlingjanna og hækka alla skatta sem hægt er. Það má ekki spara í opinberri stjórnsýslu, ekki spara í utanríkisþjónustunni, ekki reka heimavinnandi sendiherra, ekkert sem vit er í og gæti gengið uppí vextina af Icesave.  Og umfram allt, engar framkvæmdir í orkuvinnslu. ekkert erlent fjármagn til stóriðju. Samt er allt í gegnsæju ferli umhverfismats og persónuverndar og vandaðra mannaráðninga í stjórnsýslunni.

Hvernig í veröldinni dettur þessum fólki í hug að unga fólkið okkar bíði eftir því að verða barið, teygt og togað  ef það getur farið annað? Og það virðist geta það ennþá. Fjögur þúsund farnir á þessu ári og fleiri á leiðinni.

Fyrir mér er dimmur vetur framundan hjá hnípinni og brotinni þjóð. Fólkið er að missa vonina um að hér rofi nokkurn tímann til. Jafnvel þó að einn fundarmanna hefði það eftir bónda í sinni sveit, að það stytti einhvern tímann upp-, það hefði alltaf gert það, -þá getur rignt fjári lengi enn.

Seðlabankastjóri taldi að atvinnuleysi færi minnkandi. Það er auðvitað lækkun á atvinnuleysi þegar þúsundir manna flytja úr landi.

Það stefnir í landauðn. Unga fólkið fer því það ætlar ekki að eyða ævinni í háskatta og erfið lífskjör vegna lággengis og himinhrópandi vonleysisvaðal  um kreppu og skort vegna vitlausra stjórnvalda sem vilja til viðbótar  hneppa það í eilífan þrældóm Icesave, borga erlendar skuldir óreiðumanna sem fólki koma ekkert við. Hér eru hér harðindi eins og voru hér á kuldaskeiðunum um 1880 og fjórðungur þjóðarinnar bara fór.Nema að þessu sinni er það ekki náttúran sem veldur heldur eigin heimska þjóðarinnar.

Það er gott að eiga glöggan Seðlabankastjóra sem  horfir ofan í glasið eins og Iði-Skriði, þar sem pöddurnar engjast.Hann veit þó allavega af af hverju.

 


Skipt um þjóð í landinu ?

Frétt í Morgunblaðinu í dag: 

 "Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is

DANMÖRK er það land sem orðið hefur fyrir valinu hjá flestum brottfluttum Íslendingum það sem af er árinu. Alls hafa 1.338 Íslendingar flutt til Danmerkur á fyrstu 9 mánuðum ársins, en Noregur fylgir fast á eftir því þangað fluttu 1.123 Íslendingar á sama tíma skv. Hagstofunni. "

Hversu mikið af Austur-Evrópufólki flyst hingað í staðinn ?  Hversu mörg erlend þjófagengi þar innan um ? Við höfum enga stjórna á því vegna EES og Schengen. Af hverju eru Bretar ekki í Schengen ?

BANDARÍSKU hagfræðingarnir James K. Galbraith og William K. Black gagnrýna mjög forsendur í skýrslu Alþjóðgjaldeyrissjóðsins frá 20. október sl. varðandi sjálfbærni vergra erlendra skulda íslenska þjóðarbúsins.

Þeir segja m.a.:

»Okkur sýnist liggja í augum uppi að þær gífurlegu byrðar sem verið er að leggja á örsmáan hóp vinnandi fólks muni leiða til flutninga af landi brott. En um leið og erlendar skuldbindingar Íslands falla með sívaxandi þunga á aðra landsmenn verður erfiðara fyrir þá sem eftir eru og vilja búa áfram á Íslandi að gera það.«

Þetta er uppskera landsmanna af ríkisstjórninni sem hér situr. Ríkisstjórn sem gerir ekkert í að leysa grunnvanda fólksins,-atvinnuleysið. Ríkisstjórn sem gerir ekkert nema að ganga erinda erlends valds til að leggja drápsklyfjar erlendra skulda óreiðaumanna á íslenzk bök. Ríkisstjórn sem leggur allt í sölurnar til þess að koma Íslendingum undir erlent vald og lögsögu um alla framtíð.

Með sama áframhaldi fækkar fólki af íslenzkum uppruna ört í landinu. Aðrir þjóðflokkar koma í staðinn. Það skiptir víst ekki máli því samkvæmt nýkratískunni eru allir menn jafnir.

Ríkisstjórninni finnst  einfaldara að skipta um þjóð í landinu en að þrasa við þessa sem hér er fyrir. 


Kattarþvottur lögmannsins

Það var lokað fyrir viðskiptin með stofnbréfin löngu fyrir hrun. Þeir sem vildu selja í ágúst 2008 gátu það ekki. Ágúst hafði heldur enga heimild frá BYR til að kaupa bréfin þegar hann keypti eftir hrunið. Að þetta skuli vera hæstaréttarlögmaður sem ber svona á borð fyrir okkur stofnfjáreigendur sem erum búnir að tapa kannski öllu.

Vill ekki lögmaðurinn upplýsa um tengsli sín við Margeir Pétursson? Og leggja fram viðskiptaáætlun sem maður skyldi ætla að hefði verið send BYR áður en maður fær milljarðsyfirdrátt fyrir eignalítið félag eins og Exeter Holdings hét með nýju nafni sem Ágúst gaf því ? Og hversvegna seldi Ágúst félagið með  bréfunum á slikk ? Mátti ekki koma kusk á hvítflibbann?


mbl.is Yfirlýsing frá Ágústi Sindra Karlssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver kaus í Kaupþingi?

Hver kaus núverandi stjórn og stjórnanda Kaupþings ?

Er hægt að nota forrit Jóns Jóseps eitthvað þegar kemur að afskriftum og Hagaverslun?

Hver kaus í Kaupþingi?


"Bara að hann Davíð væri kominn aftur "

Mér finnst að það sé í raun og veru ekkert að gerast í þjóðfélaginu nema kjaftæði. Það er ekkert verið að gera í því að hjálpa fólkinu á lappirnar.  Það er ekkert að gerast í atvinnumálunum. Atvinnuleysið er að aukast og landflóttinn líka.

 Það er ekkert að gerast í bankamálunum nema það  að rukka inn gamlar skuldir almennings. Jú og selja gömlu þrjótunum aftur tapaðar eigur á spottprís, afskrifa á stórlaxana en bjóða upp húsið hjá Jóni og Gunnu. Ekkert gegnsæi heldur baktjaldamakk sem  sagt er að almenningi komi ekki við. Bankaleynd , bankaleynd ! Svo er hrópað ef spurt er um misferlið. Persónuvernd bannar að komið sé upp um olíusvindlara. Persónuvernd eyðilagði líka DeCode sem núr er komið á hausinn og ómetanlegt vísindatækifæri farið í vaskinn vegna fíflaháttar.

Það er enga atvinnu að hafa því öll fyrirtæki, sem ekki eru orðin ríkisfyrirtæki vegna skulda, leggja ekki í að gera neitt. Enginn tekur lán því það er ekkert arðgæft verkefni í augsýn því enginn getur keypt neitt. Þetta geta kommatittirnir  ekki skilið. Fólk sem ekki getur fengið vinnu kaupir ekki neitt né heldur getur borgað Indriðagjöldin. Því það er enginn markaður. Það er bara vonleysið eitt framundan.

Stórhækkun skatta á minnkandi atvinnutekjur. Fjárhagsleg framtíð þjóðarinnar biksvört og vonlaus með Icesave sem ríkisstjórnin ætlar að hella yfir okkur. Sjávarútvegurinn gengur vel sem betur fer. Til landsins er enga atvinnu að hafa. "Grimsbylýðurinn" eins og Framsóknarmenn kölluðu Reykvíkinga í gamla daga,  hefur ekkert. Það eru bara fluttir inn Kínverjar til að vinna við Tónlistarhúsið sem átti að bæta atvinnuástandið. Og verður verra, miklu verra á næstu mánuðum með þessa aumingja við stjórn.

Ríkisstjórnin rífst innbyrðis um stórframkvæmdir. Helmingurinn segist vilja greiða götuna, hinn helmingurinn berst um á hæl og hnakka til að hindra þær. Svona er vinstri stjórn alltaf. Endar með því að koma engu í framkvæmd vegna rifrildis. Úrræða-og forystulaus hjörð sem kjaftar um samráð og gegnsæi en gerir allt öfugt við það. Sannið þið til, þó svo að farið væri í stórframkvæmdir,  þá verður flutt inn vinnuafl frá öllum óþjóðum í stað þess að láta okkar fólk ganga fyrir. Það getum við þakkað krötunum þegar þar að kemur og öllu EES kjaftæðinu, til viðbótar Icesave.

Maður heyrir fólk andvarpa: "Bara að hann Davíð væri kominn aftur ! Þá myndi kannski eitthvað gerast".


Flugvöllinn kjurt?

Why Mr. Agustsson, then you said herinn burt! Now you say herinn kjurt! Þannig var textinn í revíunni góðu þegar Framsóknarmenn snérust eins og vindhanar í varnarmálum allt eftir því hvað þeir voru að selja fyrir stjórnarsetu. Nákvæmlega sama hugarfarið og hjá Steingrími J. sem selur hugsjónir sínar um land og þjóð fyrir stjórnarsetu. 

Þetta gengur óátalið í þá hjörð sem kallast kjósendur fyrir kosningar. Algerlega heiladautt lið með fuglsminni. Þetta vita sölumennirnir og hegða sér eftir því.

Það er gott að vita til þess að stjórnmálamenn í borginni eru að átta sig á því að svona 85 % kjósenda vill ekki loka Reykjavíkurflugvelli. Samgönguráðherrann áttar sig á því að íhaldið er að fara í prófkjör og slær þá einn á snúðinn til þess að kanna viðbrögðin. Ekki stendur á því að sinnaskipti eru möguleg eins og slíkt hefur stundum í för með sér. Þeir átta sig á því að það viðrar ekki vel á skipulagshugmyndirnar þeirra um Kvosina og Vatnsmýrina. Allir nema Steinunn Valdís, hún skilur aldrei neitt frekar en fyrri daginn. Og hugsanlega líka Gísli Marteinn sem þegir ennþá. Júlíus Vífill áttar sig enda skýrleiks piltur. 

Flugvöllinn kjurt ?


Gríski harmleikurinn.

Nú ættu kratarnir okkar að skreppa til Grikklands og kynna sér gríska hramleikinn. Hvernig er að lifa í Evrulandi og geta ekki stjórnað kaupgjaldshækkunum eða ríkishallanum  innanlands.

 Papandreou yfirkrati þeirra Grikkja, einskonar Össur,  vill launahækkunarstopp ekki seinna en í gær. En hallinn á fjárlögunum er óstöðvandi, 12 % í ár, verðlagið er orðið svo hátt að túristarnir eru hættir að koma og fara til Tyrklands.  Hann getur ekki skorið neitt niður af bráðnauðsyndlegum gæluverkefnum suðræna  velferðarkerfisins. Hann bara gleymdi því að það er öðruvísi þegar þú stjórnar ekki myntinni sjálfur. Grikkir eru komnir í ruslflokk með sitt lánshæfismat.  Þeir geta ekki neitt nema lagt upp laupana og hætt að vinna, henda grjóti í lögguna og brenna bíla til að mótmæla afleiðingum kratismans.

Grikki vantar peninga en þeir geta hvorki prentað þá né fellt gengið til að lækka kaupið í landinu.Þeir verða að fá lán og meiri lán alveg eins og Össur.  Þeir eru nefnilega með evru eins og Þýskaland. Jafnvel Adolf var nokkuð klár á því að Grikkir væru ekki jafnokar Þjóðverja að framleiðni og vinnusemi. Hann gaf heldur ekki mikið fyrir möguleika þeirra til að standa uppí hárinu á Þýskalandi. Honum hefði aldrei dottið í hug að Grikkir gætu búið við Reichsmarkið. Og þeim ekki heldur á þeim tíma. En nú er komin önnur tíð. Ár kratans gæti það kallast að kínverskum sið.Engin þjóð sem ekki framleiðir á borð við Þýskaland getur haft sömu mynt og þeir og lifað með það. Það er bara svoleiðis til lengdar.

Svona fer fyrir landi sem lætur stjórnmállega dillettanta í kratalíki ljúga að sér. Nú sitja þeir í Evrópuforaðinu og geta ekki neitt. Nú bisar Þorsteinn Pálsson með krötunum útí Brüssel að færa Íslendingum samningsdrögin til samþykktar.

Er það þetta sem við viljum? Algert kaupstopp ?( Góð hugmynd annars  ) Stórhækkun skatta til þess að jafna fjárlagahallann ? (Pólitískt harakiri og idjótí ) Spænsk fiskiskip á miðin til að hjálpa Íslendingum  að hætti Össurar ? 

Ætlum við að endurtaka gríska harmleikinn?


Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband