Leita í fréttum mbl.is

Á örskotstund 12.maí n.k.´-Martröðin mín

 Ég fékk martöð í nótt. Mér fannst vera komin vinstri stjórn.  Ég nefnilega man þær alltof vel. Þessvegna fékk ég martröð.

 

 

Á örskotsstund 12.maí m.k.!

 

Alkunna er gamla vísan um stjórnmálamennina:

 

Upp var skorið engu sáð

Allt er í varga ginum

Þeir sem aldrei þekktu ráð

Þeir eiga að bjarga hinum.

 

Þessi vísa kann að koma uppí einhverjum hugum hinna eldri þegar kosningaundirbúningur Samfylkingarinnar er athugaður. Þar ber nú hæst að að  Jón Sigurðsson hagfræðingur, er sóttur á háaloftið til að búa til efnahagsprógramm handa flokknum til að fara eftir. Ekki veitti nú af, þegar litið er til gengis Samfylkingarinnar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem nú flaggar rauðu bókinni seint og snemma. Og Morgunblaðið tekur undir með drottningarviðtölum og forsetamyndum af  forystumönnunum .

 

Jón þessi Sigurðsson er fæddur 1941 og var kominn í fremstu röð þeirra sem báru ábyrgð á hagstjórninni frá 1970 til 1993 þegar hann var skipaður bankastjóri við Norræna Fjárfestingabankann. Hann var forstjóri  Þjóðhagsstofnunar frá 1974 allt þar til að hann varð ráðherra 1986. Jón ríkti á þeim árum þegar árleg verðbólga var yfirleitt mæld í tugum  prósenta og náði þriggja stafa tölu undir lok ferils hans á þessu sviði. Í ráðherratíð sinni var hann stöðugt að lofa byggingu álvers á Keilisnesi, en ekkert varð af því. Ætla mætti að sú framkvæmd hefði ekki orðið til þess að draga úr þenslunni í efnahagsmálunum fremur en álver á Reyðarfirði.

 

Jón þessi þótti skýrleikspiltur á sinni tíð og hafði útgeislun hins yfirvegaða hagfræðings, sem menn vitnuðu í eins og ritninguna, einkanlega þegar þurfti að mæla fyrir auknum ríkisafskiptum og handstýringar gengis,vaxta og viðskipta. Það er því að vonum að hann sé nú fenginn til að semja nýjar leiðbeiningar fyrir Samfylkinguna, sem þó virðast heldur leiðbeiningar um það, hvernig eigi að leiða þjóðina aftur til fortíðarinnar eins og við þekktum hana sem lifðum þessa tíma.

 

Sjálfur er formaðurinn þrautreyndur í handstýrðri skuldasöfnun, vasatilsfærslum og bókhaldsblekkingum  og taumlausrar eyðslu í tíð R-listans í borgarstjórn Reykjavíkur. En þar tókst henni að margfalda  skuldir borgarbúa að raunvirði  auk þess sem hún útrýmdi biðlistum eftir leikskólaplássum  með því að fækka börnum á leikskólaaldri um 7.5 %. Með skipulögðum lóðaskorti tókst að hrekja unga fólkið úr borginni yfir til Kópavogs, sem varð að leysa þennan málaflokk til sín auk þess sem að byggja skóla og sundlaugar sem aldrei fyrr, meðan borgarbúar spöruðu sér þau útgjöld.

 Athyglisvert er svo að fylgjast með sálarangist Jóns Baldvins Hannibalssonar þar sem hann situr á landsfundi Samfylkingarinnar, sem er svona 200 manna hópur ef marka má tölur úr atkvæðagreiðslum, og veltir fyrir sér gengi flokksins í skoðanakönnunum:  "Hvað hefur gerst? Hver er skýringin á þessum umskiptum? Skýringin er tvíþætt: Annars vegar skýrist þetta af mistökum Samfylkingarinnar, sem virðist einhvern veginn ekki kunna að reka pólitík á eigin forsendum, né heldur að endurnýja liðskostinn og virkja hæfileikafólk til starfa. Samfylkingarfólk fer gjarnan með það sem betur hljómar, en það er eins og því fylgi engin sannfæring. Og svo sannarlega enginn eldmóður. Það er alveg sama, hverjir gefast upp á að fylgja stjórnarflokkunum að málum: Alltaf gera þeir lykkju á leið sína framhjá garði Samfylkingarinnar. Meira að segja kvenfólkið flykkist frá Samfylkingunni, þótt stuðningur við hana eigi að gefa þeim von um að sjá konu í fyrsta sinn sem húsráðanda í forsætisráðuneytinu. Sá kostur virðist ekki hafa mikið aðdráttarafl.? ¨"

Er þetta ef til vill "Schadenfreude" Jóns sem er að velta því fyrir sér hvort hann hafi ekki verið einstakur og ómissandi? Allir sem komu á eftir hafi verið  litlir spámenn  í pólitík ? Alla vega ekki hæfileikafólk ! “Börðumst einn við átján,....” osfrv gaupaði Egill í ellinni.   Eru það virkilega núna bara þeir gömlu og afdönkuðu í Samfylkingunni sem hafa eitthvað umhlaup í kollinum ?Eru þeir helstu vaxtarbroddar vinstrimanna á nýrri öld ?

Nokkuð er ljóst að Jón Sigurðsson ætti að vita meira en nóg um verðbólgu og meira heldur en flestir á landsfundi Samfylkingarinnar í Egilshöll.  Líka ætti hann að geta reiknað fyrir forystuna  hvað öll góðverkin  munu kosta, sem nú eru boðuð. Hækkun persónuafsláttar um tugi þúsunda  Lækkun vaxta, hækkun fjármagnstekjuskatts, minni viðskiptahalli, afnám verðtryggingar. En aðspurð í sjónvarpinu hafði Kristrún Heimsidóttir ekki grænan grun um upphæðirnar og sagði að þau í Samfylkingunni væru ekki farin að reikna þetta út.Það væri samt í rauninni nóg að þetta  væru allt svo ágæt mál  að menn gætu kosið flokkinn útá það. Það ætti að vera borð fyrir báru núna, að steypa ríkissjóði í nýjar erlendar skuldir.

Geir H. Haarde tók það fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksin að flokkurinn myndi ekki gefa út lista loforða. Hann gæfi fá loforð en hann stæði orð sín. Það myndi skilja á milli framboðanna. Öll kosningaloforð flokksin til þessa hefðu verið efnd.

Samfylkingarfólkinu verður tíðrætt um hagstjórnarmistök ríkisstjórnarinnar eins og það kallar það.Geir svaraði því til, að væri hátt atvinnustig og stóraukinn kaupmáttur hagstjórnarmistök þá skyldu sjálfstæðismenn kannast við það. Væru það hagstjórnarmistök að ríkissjóður væri núna laus úr skuldafeni vinstristjórnanna, þá skyldi Sjálfstæðisflokkurinn taka það á sinar herðar. Væru skattlækkanirnar á almenningi hagstjórnarmistök þá skyldum við kannast við þær. Yrði vinstri flokkunum trúað fyrir stjórn efnahagsmála á landinu í komandi kosningum, þá yrðu það hagstjórnarmistök sem Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bera ábyrgð á.

Almenningur á Íslandi hefur aldrei í sögunni búið við hærra kaupmáttarstig en núna.

Þessu öllu  má breyta á örskotsstund 12. maí n.k.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband