Leita í fréttum mbl.is

Hinn raunverulegi Steingrímur J. Sigfússon-

Vinstri stjórn gefur afslátt á brytjuðu lambakjöti
Guðmundur Magnússon rifjar upp athyglisverða frétt á heimasíðu sinni sem sýnir að tímarnir eru um margt breyttir í íslenskum stjórnmálum. Þar vísar hann í frétt Morgunblaðsins frá árinu 1989, þar sem fjallað er um ráðstafanir þáverandi ríkisstjórnar í efnahagsmálum. Í fréttinni segir m.a.:
Helstu breytingarnar, sem kynntar voru, eru þessar: Tekjuskattar lækka og barnabætur hækka, raunvextir lækka, mjólkurverð lækkar strax í dag um fjórar krónur lítrinn, verð á blýlausu bensíni lækkar úr 52 krónum í 50 krónur lítrinn og loks verður sérpakkað og brytjað lambakjöt boðið á sérstöku tilboðsverði sem verður 20% til 25% lægra en nú. Ólafur Ragnar, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynntu þessar ráðstafanir á blaðamannafundi í gær.
Það má gjarnan halda þessu til haga – síðasta vinstristjórn ákvað ekki bara bensínverðið á fundum sínum heldur ákvað hún líka að bjóða brytjað lambakjöt á sérstöku tilboðsverði. Yfirbrytjari og valdhafi í landbúnaðarráðuneytinu á þessum tíma var Steingrímur J. Sigfússon

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband