Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur J-alltaf gamli góði komminn..

Tókuð þið eftir því að Steingrímur segist vilja úrsögn úr Nato í Fréttablaðinu í dag. Ég man enn eftir Svavari Gestssyni dansa á sviðinu í Sigtúni æpandi Ísland úr Nato og herinn burt ! Nú er herinn farinn, fór meira að segja sjálfur, og þá vill Steingrímur J. fara úr Nato.

 Já það er ekki hægt annað en bera virðingu fyrir Steingrími J., hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur og er ekkert að hringla fram og aftur með stefnuna eða hlera salinn eins og margir vinstri menn gera. Margir segja um þessar mundir að Steingrímur sé góður kall sem hægt er að treysta í stjórnarsamstarfi, það er meira en menn halda  um marga aðra.  Eins og  til dæmis Jón Baldvin,  sem er sífellt að senda skeyti  á forystu síns gamla flokks, Núna  hefur hann ráð undir rifi hverju í þjóðmálum og útslistar  það hvernig eigi ekki að gera hlutina, eins og núverandi ríkisstjórn. 

Við gamlir íhaldsmenn erum ekki búnir að gleyma  rýtingsstungu hans og Steingríms Hermannssonar  í bakið á okkur hér um árið. Þesvegna er okkur nokkuð slétt sama hvað Jón er að segja núna  um hagstjórnarmistökin hjá okkur sjálfstæðismönnum.  Hann treystir væntanlega á að kjósendur   séu búnir  að gleyma honum og hans regeringstíð . Nú geti hann komið fram með nýtt vín á gömlu belgjunum. Þjóðin hljóti að bíða á rauðu ljósi eftir endurkomu frelsarans frá vinstri  úr því að nýja forysta Samfylkingarinnar  er eins og hann lýsir henni. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Og nú hefur Davíð bæst í hópinn og gagnrýnir hagstjórnarmistökin hjá okkur sjálfstæðismönnum! Ja, sjaldan þakkar kálfurinn ofeldið!

Auðun Gíslason, 25.4.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband