Leita í fréttum mbl.is

Hvert stefnir raunverulega í innflytjendamálum

 Ég hef áður sett fram pí lögmál Halldórs. En það segir að allir hlutir á Íslandi eru yfirleitt pí sinnum dýrari en einhversstaðar gerist erlendis. Nema brennivín, það kostar tvöpí sinnum meira.

Okkur finnst þetta ágætt og við vinnum bara meira til þess að geta borgað þetta. Svo vælum við gamlingjarnir síknt og heilagt að þeir ungu vilji ekki láta okkur fá meiri peninga. Við látum eins og við eigum ekkert og höfum ekkert nema strípaðar bæturnar. Höfum þá drukkið og étið allar ævitekjurnar út fram að því að við vorum rekin heim af vinnumarkaðinum. Mikið er ég orðinn leiður á þessari þvælu allri.

 

Gamlingjarnir eiga hundruðir milljarða á bánkabókum. Sumir af þeim svikust um að borga í lífeyrissjóðina og hirtu bæði 4 og 6 prósentin og eyddu þeim. Þeir fá ekkert úr lífeyrisisjóðum í dag auðvitað fyrr en að Geir ætlar að senda þeim tuttuguogfimmþúsundkall . Að vísu fyrir skatta og skerðingar sem skilja í beztu tilvikum eftir sig mínus hjá viðtakendum.

Auðvitað hafa sumir, sjúklingar, rónar  og dópistar á öllum aldri   ekkert fyrir sig að leggja.  Velferðarfélagið verður auðvitað að að reyna að hjálpa þeim. En ríkisstýrð velferð færir þeim virkilega þurfandi yfirleitt minna heldur en þeir myndu frá ef velferðarmálin væru einkarekin svo skítt sem það nú er.   Af hverju fyrirskipum við ekki öðrum þjóðum að taka upp okkar velferðarþjóðfélag. Ég er ekkert viss um að sá skilnigur sé útbreiddur meðal Kínverja til dæmis eða fátækra þjóða,  að þeim beri að sjá skilyrðislaust um sína minnstu bræður.

 

Ég var að að hlusta á frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins núna í morgun sem er glæsilegur hópur ungs og miðaldra fólks. Á fundinum töluðu menn um að við gætum auðvitað ekki gert allt fyrir alla alltaf. Sjálfstæðisflokkurinn gæfi ekki út óábyrga loforðalista sem ekki yrði svo staðið við. Flokkurinn væri hinsvegar lélegur í því að auglýsa að margt sem hinir væru að lofa núna væri þegar búið að gera eða setja í gang.

Þanar bar líka útflöggun íslenzka kaupskipaflotans á góma. En ekkert kaupskip siglir nú undir íslenzkum fána.. Frambjóðandi sagði að þingið  væri búið að breyta skattumhverfinu svo  að þessvegna þyrftu þau ekki að fara.  Skaðinn væri hinsvegar skeður, fyrirtækin væru farin. Og við skyldum átta okkur á því, að það væri ekkert sjálfsagt að Actavis, Marel, Kaupthing osfrv. borguðu sína skatta hér á landi, fyrirtæki sem hefðu meiripart tekna sinna erlendis. Reyni einhver að skýra þetta fyrir vinstrigræna liðinu og evruspekingunum.

 

Þetta tal um skatta  segir ekki alla söguna. Gamall skipstjóri lýsti því þarna hvernig að hann tók við nýju og  tæknivæddu skipi 1966. Verkalýðsfélögin kúguðu 17 manna áhöfn um borð. Rekstur skipsins sligaðist smám saman og félögin daufheyrðust við öllum tilmælum um fækkun á mannskap. Eigandinn gafst upp og seldi skipið. Þá vildu verkalýðsforyngjarnir semja en það var um seint. Þetta skip siglir ennþá um heimsins höf með  7 manna áhöfn.

 

Það er ekki bara skattaumhverfið á Íslandi sem skiptir máli. Við getum verðlagt okkur sjálf útaf markanum. Hvernig ætla til dæmis kennar næst að kúga af okkur kjarabætur umfram þanþol efnahagslífsins  nema stjórnvöld eigi gengisfellingarleiðina á krónunni uppí erminni ? Hvað ætla þessir Evruspekingar eins og Jón Baldvin að gera þegar þeir standa frammi fyrir leiðréttingu kjara umönnunarstéttanna sem eru þegar með alþjóðlegt kaup ?  

 

Ég hef heyrt að á kaupskipi fái hver maður þau laun sem gilda í heimalandi hans. Kínverskur stýrimaður fá kínversk laun osfrv. Þessvegna séu  engir íslenzkir menn lengur um borð í dalli eins og   Wilson Mugabe. Bísness er bara bísness hvort sem eigandinn er íslenzkur ekða ekki. íslenzkum verkalýðsrekendum. Hvað heldur þetta kerfi lengi ?

 

Koma ekki útlendir verkfræðingar hingað og teikna fyrir minna en ég ? Koma ekki ekki útlend byggingafélög og fara að lækka fermetrann í íbúðum til dæmis ?  Pí lögmálið er raunhæf viðmiðun um marga hluti.

 

Miðað við bandarísk verðlag á öllum hlutum og pílögmálið þá er ýmsilegt hægt að gera hér á landi. Það er ekki víst að þeir í Alþjóðahúsi og jafnvel niður á Alþingi átti sig á því, að það verður hægt að fá hæft fólk til að gera hlutina fyrir minna. Skyldi fögnuðurinn yfir innflytjendaflaumnum ekki dvína einhverntímann hjá einhverjum þegar allt kemur til alls . En þá verður bara búið að selja skipið eins og skipstjórinn lýsti.

 Mér datt í hug í framhaldinu hvað óheft aðstreymi útlendinga inná þennan íslenzka vinnumarkað muni leiða til. Hver segir að þeir sætti sig ekki við að fá minna kaup heldur en Íslendingar ? Af hverju verðum við að borga þeim eftir forskrift frá íslenzkum einokunarfélögum, sem við köllum stéttarfélög eða samtök vinnveitenda ? Á samkeppnin og frjáls markaður bara að ríkja á afmörkuðum sviðum ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, og til hamingju með að vera kominn upp á lagið með að nota bloggið, sem mogga skoðanalöggan tróð upp á þig óumbeðið. Nú getur þú skrifað eins og þig lystir,  og miðað við heimsóknir á síðuna þína þá ertu ekki að fá minni lesningu hér en í blaðinu sjálfu.

Þetta er góð grein hjá þér, sérstaklega um málefni innflytjenda sem flestir virðast hugsa um en þora ekki að tala um af ótta við að vera kallaðir rasistar fyrir það eitt að hafa aðra skoðun en fjölmenningarvitar þessa lands. Haltu þessu áfram gamli.

Kv.Pétur H H

Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 00:13

2 Smámynd: Halldór Jónsson

takk strákur.Ekki hef ég nú trú á að ég toilli lengi í þessu. En maður getur náð einhverri lesningu með því að klína sínum skrifum undir athugasemdir hjá þeim ´sem eru víðlesnir.

Halldór Jónsson, 29.4.2007 kl. 11:27

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Halldór,

þú ert með allra skemmtilegustu, eða kannski frekar beittustu, pennum sem ég hef lesið. Setur málin þannig fram að jafnvel tæplega meðalgreindir menn eiga í mesta basli með að misskilja þig, jafnvel þó nokkur vilji stæði til þess.  Ég ætla sannarlega að vona að þú haldir þessum skrifum áfram.  Mér er sagt að lestur á bloggi vindi upp á sig eins og snjóbolti sem fer niður hlíð. Það er svo mikið magn af pólitísum greinum núna rétt fyrir kosningar, ég get ímyndað mér að þess vegna sé þyngra undir fæti að byrja, þar sem margir keppast um athygli.  Halldór þú ferð flott af stað!

Sigurður Þórðarson, 29.4.2007 kl. 12:28

4 Smámynd: Jón Magnússon

Mér finnst eðlilegra að svara þér á þinni heimasíðu. Ég horfði á Geir í kvöld og gat ekki séð að það væri mikill munur á okkar stefnu í verðtryggingarmálum. Við viljum báðir afnema verðtryggingu hann fór ekki út í sérstaka útlistun á því en hann lýsti því sem framtíðarmarkmiði. Þá kom formaðurinn þinn inn á ýmsa hluti sem bendir til að Sjálfstæðisflokkurinn vilji lagfæra velferðarhallann.

Batnandi mönnum er best að lifa en stefna okkar Frjálslyndra er betri.

Jón Magnússon, 1.5.2007 kl. 00:52

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Jón,

Ykkur frjálsyndum yfirsést það, að verðtrygging er ekki annað en trygging sparandans fyrir því að fjármunir hans eyðist ekki ef abnormalt ástand skapast í hagkerfinu, oftast fyrir tilverknað ykkar stjórnmálamanna eða þá verkalýðsrekendanna, Ef hagkerfið er í jafnvægi, sem nokkurnveginn kyrrstöðuástand og oft atvinnuleysi, þá er verbótaþáttur vaxta núll, þá er engin verðtrygging heldur umsamdir vextir.

Fólk má ekki gleyma því að viðskiptafrelsið hefur fært okku það, að við getum tekið húsnæðislán okkar í erlendum gjaldmiðlum á þeim vöxtum sem þar fást með álagi íslenzks banka sem milligönguaðila, þar sem það er erfitt fyrir Jón Jónsson að fara í erlendan banka og fá lán útá fasteign á Íslandi- enn sem komið er. Þessir evruspekingar í Samfylkingunni þegja um þetta eins og Þorvaldur Gylfasons, sem tapar gersamlega glórunni þegar hann fer að skrifa hatursgreinar sínar um Sjálfstæðisflokkinn og meinta mannvonsku hans. En þið hafið einhvernvegin sprungið á limminu í innflytjendamálunum og því húrrið þið svona niður í skoðanakönnunum. Rifjaðu upp Ísland fyrir Ílsendinga Jón !

Halldór Jónsson, 3.5.2007 kl. 07:40

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Þakka þér fyrir félagi Viðar, mér líst vel á svona röggsemi og vildi sjá hana hérlendis. Þegar Árni Sigurjónsson sáu um þessi mál var margt afgreitt í kyrrþey og þjóðin veit líklega aldrei hvað hún skuldar þeim manni mikið.Nú er helst að sjá að glæpamenn eigi ekki að vera í fangelsum og allt gangi útá skilning á sálarlífi þeirra. Méer finnst að við ættum að beita gömlu útlegðardómunum meira. Gunnar og Kolskeggur voru dæmdir af landinu svo og svo lengi ella vera réttdræpir.Það mætti byrja á útlensku glæpamönnunum, mér finnst ekkert lagast við að svínala þá í yfirfullu íslenzku fangelsi og reka þá svo úr landi heldur að senda þá umsvifalaust úr landi þar sem okkur varðar ekkert um þá meira.

Halldór Jónsson, 10.5.2007 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband