Leita í fréttum mbl.is

Grímseyjarferjan

Þeir sátu fyrir svörum í Kastljósi Kristján Júlíusson frá Akureyri og Guðni Ágústsson fyrrum ráðherra. Þeir blésu sig út af ábyrgð Sturlu fyrrum samgönguráðherra, Jóns Rögvaldssonar vegamálastjóra,  Einars Hermannsonar verkfræðings, annara þingmanna og embættismanna á því að Grímseyjarferjan er að verða eitthvað dýrari en til stóð.  Guðni bar sjálfur auðvitað enga ábyrgð á því hvernig Alþingi hafði verið blekkt með því að einhverjir hefðu lagt dæmið fyrir sem 150 milljónir skipakaup en möndlað svo 400 milljónir úr einhverjum holusjóðum, sem ráðherrar og Vegagerðin geta ráðstafað úr. Kristján skildi bara ekkert í því hvernig svona klúður gæti skeð. Það yrði að fá málið á hreint. Það yrðir að fara að skoða það að embættismenn stunduðu  sjálfsafgreiðslu á fé umfram fjárlagaheimildir samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðanda.

 

Mikið lifandis fannst mér þessir menn vera vesælir. Þarna sitja tveir þingmenn og láta svona útúr sér. Annar búinn að vera á Alþingi í áravís. Tekið þar þátt í því ár eftir ár að fá rekstraráætlanir stofnana eins og Landspítalans til dæmis. Tekið þær til umfjöllunar og svo skorið þær niður um tugi prósenta og svo sagt vessgú: Allt verður rekið á fullu og borgaranir fái sífellt aukna þjónustu . Embættismennirnir, sem gerðu upphaflegu áætlunina eiga að reka stofnunina fyrir þessa peninga. Þrátt fyrir að þeir auðvitað og líklega jafnvel líka Guðni og Kristján  viti mætavel, að það er ekki hægt. Annað hvort verður að hætta dekrinu við sjúklingana eða hætta því.  Og það má auðvitað ekki, því þeir eru kjósendur og þar með uppspretta brauðsins sem þingmennirnir éta.

 

Fyrir kosningar blása þingmenn sig út af vandlætingu yfir lengjandi biðlistum og hörmungarástandi í hinu og þessu. Eftir kosningar skilja þeir ekkert í þessari umframeyðslu  og verða að fá hann Ríkisendurskoðanda til að segja sér þetta þrim sinnum.

 

Hvaða gagn er í svona þingmönnum sem vita ekki sitt rjúkandi ráð í fjárlagagerð  ? Ár eftir ár er þetta sama niðurstaðan. Allt eru þeir jafn hissa.

 

Fyrir mér sem leikmanni og skattgreiðanda er það niðurstaðan, að þingmenn hafa oftlega sýnt  sig að vera gersamlega óhæfir til áætlanagerðar, kostnaðareftirlits og stjórnunarstarfa.. Á Alþingi kemur maður varla auga á nokkurn hugsjónamann eftir að Einar blessaður Oddur fór frá okkur, nema helst  hann Pétur Blöndal. Enda sameinast allir hinir og ekki sízt hans eigin flokksmenn í að snúa útúr fyrir dr. Pétri, sem þarf ekki á þingbitlingum að halda fjárhagslega en vill gera sitt til hjálpar  landi og lýð.  Þetta atferli er skiljanlegt þar sem hann er muna greindari og upplýstari en aðrir innan veggja þingsins og þó víðar væri leitað.

 

Mér finnst fjöldi þingmanna núorðið vera orðin býsna einlit hjörð metorðaklifrara og sporslusafnara, sem stórhækkuðu í launum við að komast að opinberu kjötkötlunum. Ég held að þjóðin næði betri árangri með því að afnema öll laun þingmanna og forsetans.  Kjósendur þeirra gætu  séð um það með frjálsum samskotum ef þeir væru þurfandi fyrir ölmusur. Ég er viss um að til dæmis hún Dorrit myndi óhikað sjá um viðurværi Ólafs síns þó að þjóðin væri ekki að senda þeim aura sérsaklega fyrir að vera þau ágætu forsetahjón  sem þau eru.Ég held ég myndi glaður borga eitthvað fyrir mína menn,  því ég er nokkuð viss um að valið myndi vandast um leið og aðsóknin undirmálsfólksins minnkaði.

 

Mér finnst þetta bara brandari, þegar svona kallar eins og Guðni og Kristján mæta í Kastljósið til að henda skít í alla aðra en sjálfa sig. Tala um að auðvitað hefði átt að byggja nýtt skip fyrir 600 milljónir handa Grímseyingum. Nema hvað ? Af hverju kaupa þeir ekki fornbíla handa ráðherrunum eða forsetanum og láta gera þá upp ? Á Kúbu getur maður séð hvers góðir viðgerðamenn eru megnugir.

     

Er ekki morgunljóst, að einhver maður í æðstu stöðu tók ekki mark á skýrslu, sem sagði berum orðum, að þessi ferja væri ónýtur dallur sem ekki ætti að kaupa ?  Hversvegna var skipið samt keypt ? Hvers hagsmunir lágu að baki kaupanna ?

 

Mér finnst þessi Grímseyjarferjumál  vera tómt afkáraleikhús . Eitt af þeim  vinnubrögðum Alþingis sem  eru með þeim hætti,  að ég á erfitt með að bera æskilega  respekt fyrir mörgu því  liði sem þar situr. Það er ömurlegt að horfa uppá svona sjónarspili ár eftir ár. Og það versta er, að Alþingi  getur ekki lagað sjálft sig. Og kjósendurnir ekki heldur.

 

 Um leið og Kristján Möller er búinn að úrskurða Einar verkfræðing í Berufsverbot eins og gert var í HitlersÞýzkalandi, þá fer allt í sama farið.  Enginn í apparatinu ber neina ábyrgð á neinu og stjórnmálaleg ábyrgð er ekki til. Þeir sömu eru kosnir aftur.  Nýjir ráðgjafar eru hugsanlega sóttir og þá með rétta flokksliti.  Einn milljarður í kosningabaráttu fyrir sæti í Öryggisráðinu skiptir ekki nokkurn kjósanda nokkru máli. Aðalmálið er að Alþingi stoppi ríkisforstjóra eins og til dæmis framkvæmdastjóra Landspítalans í því að eyða umfram fjárlög í það,  að reyna að leysa bráðan heilsufarsvanda kjósenda  þessara manna.  Og kannske hengja svo einn og einn málastjóra öðrum til leiðsagnar á embættisveginum. Og gleyma svo alveg

jarðgangnamilljörðunum  sem liggja til eyðidala í réttum kjördæmum.

 

Já, miklir menn erum vér Hrólfur minn.

  

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband