Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Hvert stefnir raunverulega í innflytjendamálum

 Ég hef áður sett fram pí lögmál Halldórs. En það segir að allir hlutir á Íslandi eru yfirleitt pí sinnum dýrari en einhversstaðar gerist erlendis. Nema brennivín, það kostar tvöpí sinnum meira.

Okkur finnst þetta ágætt og við vinnum bara meira til þess að geta borgað þetta. Svo vælum við gamlingjarnir síknt og heilagt að þeir ungu vilji ekki láta okkur fá meiri peninga. Við látum eins og við eigum ekkert og höfum ekkert nema strípaðar bæturnar. Höfum þá drukkið og étið allar ævitekjurnar út fram að því að við vorum rekin heim af vinnumarkaðinum. Mikið er ég orðinn leiður á þessari þvælu allri.

 

Gamlingjarnir eiga hundruðir milljarða á bánkabókum. Sumir af þeim svikust um að borga í lífeyrissjóðina og hirtu bæði 4 og 6 prósentin og eyddu þeim. Þeir fá ekkert úr lífeyrisisjóðum í dag auðvitað fyrr en að Geir ætlar að senda þeim tuttuguogfimmþúsundkall . Að vísu fyrir skatta og skerðingar sem skilja í beztu tilvikum eftir sig mínus hjá viðtakendum.

Auðvitað hafa sumir, sjúklingar, rónar  og dópistar á öllum aldri   ekkert fyrir sig að leggja.  Velferðarfélagið verður auðvitað að að reyna að hjálpa þeim. En ríkisstýrð velferð færir þeim virkilega þurfandi yfirleitt minna heldur en þeir myndu frá ef velferðarmálin væru einkarekin svo skítt sem það nú er.   Af hverju fyrirskipum við ekki öðrum þjóðum að taka upp okkar velferðarþjóðfélag. Ég er ekkert viss um að sá skilnigur sé útbreiddur meðal Kínverja til dæmis eða fátækra þjóða,  að þeim beri að sjá skilyrðislaust um sína minnstu bræður.

 

Ég var að að hlusta á frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins núna í morgun sem er glæsilegur hópur ungs og miðaldra fólks. Á fundinum töluðu menn um að við gætum auðvitað ekki gert allt fyrir alla alltaf. Sjálfstæðisflokkurinn gæfi ekki út óábyrga loforðalista sem ekki yrði svo staðið við. Flokkurinn væri hinsvegar lélegur í því að auglýsa að margt sem hinir væru að lofa núna væri þegar búið að gera eða setja í gang.

Þanar bar líka útflöggun íslenzka kaupskipaflotans á góma. En ekkert kaupskip siglir nú undir íslenzkum fána.. Frambjóðandi sagði að þingið  væri búið að breyta skattumhverfinu svo  að þessvegna þyrftu þau ekki að fara.  Skaðinn væri hinsvegar skeður, fyrirtækin væru farin. Og við skyldum átta okkur á því, að það væri ekkert sjálfsagt að Actavis, Marel, Kaupthing osfrv. borguðu sína skatta hér á landi, fyrirtæki sem hefðu meiripart tekna sinna erlendis. Reyni einhver að skýra þetta fyrir vinstrigræna liðinu og evruspekingunum.

 

Þetta tal um skatta  segir ekki alla söguna. Gamall skipstjóri lýsti því þarna hvernig að hann tók við nýju og  tæknivæddu skipi 1966. Verkalýðsfélögin kúguðu 17 manna áhöfn um borð. Rekstur skipsins sligaðist smám saman og félögin daufheyrðust við öllum tilmælum um fækkun á mannskap. Eigandinn gafst upp og seldi skipið. Þá vildu verkalýðsforyngjarnir semja en það var um seint. Þetta skip siglir ennþá um heimsins höf með  7 manna áhöfn.

 

Það er ekki bara skattaumhverfið á Íslandi sem skiptir máli. Við getum verðlagt okkur sjálf útaf markanum. Hvernig ætla til dæmis kennar næst að kúga af okkur kjarabætur umfram þanþol efnahagslífsins  nema stjórnvöld eigi gengisfellingarleiðina á krónunni uppí erminni ? Hvað ætla þessir Evruspekingar eins og Jón Baldvin að gera þegar þeir standa frammi fyrir leiðréttingu kjara umönnunarstéttanna sem eru þegar með alþjóðlegt kaup ?  

 

Ég hef heyrt að á kaupskipi fái hver maður þau laun sem gilda í heimalandi hans. Kínverskur stýrimaður fá kínversk laun osfrv. Þessvegna séu  engir íslenzkir menn lengur um borð í dalli eins og   Wilson Mugabe. Bísness er bara bísness hvort sem eigandinn er íslenzkur ekða ekki. íslenzkum verkalýðsrekendum. Hvað heldur þetta kerfi lengi ?

 

Koma ekki útlendir verkfræðingar hingað og teikna fyrir minna en ég ? Koma ekki ekki útlend byggingafélög og fara að lækka fermetrann í íbúðum til dæmis ?  Pí lögmálið er raunhæf viðmiðun um marga hluti.

 

Miðað við bandarísk verðlag á öllum hlutum og pílögmálið þá er ýmsilegt hægt að gera hér á landi. Það er ekki víst að þeir í Alþjóðahúsi og jafnvel niður á Alþingi átti sig á því, að það verður hægt að fá hæft fólk til að gera hlutina fyrir minna. Skyldi fögnuðurinn yfir innflytjendaflaumnum ekki dvína einhverntímann hjá einhverjum þegar allt kemur til alls . En þá verður bara búið að selja skipið eins og skipstjórinn lýsti.

 Mér datt í hug í framhaldinu hvað óheft aðstreymi útlendinga inná þennan íslenzka vinnumarkað muni leiða til. Hver segir að þeir sætti sig ekki við að fá minna kaup heldur en Íslendingar ? Af hverju verðum við að borga þeim eftir forskrift frá íslenzkum einokunarfélögum, sem við köllum stéttarfélög eða samtök vinnveitenda ? Á samkeppnin og frjáls markaður bara að ríkja á afmörkuðum sviðum ?

Steingrímur J-alltaf gamli góði komminn..

Tókuð þið eftir því að Steingrímur segist vilja úrsögn úr Nato í Fréttablaðinu í dag. Ég man enn eftir Svavari Gestssyni dansa á sviðinu í Sigtúni æpandi Ísland úr Nato og herinn burt ! Nú er herinn farinn, fór meira að segja sjálfur, og þá vill Steingrímur J. fara úr Nato.

 Já það er ekki hægt annað en bera virðingu fyrir Steingrími J., hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur og er ekkert að hringla fram og aftur með stefnuna eða hlera salinn eins og margir vinstri menn gera. Margir segja um þessar mundir að Steingrímur sé góður kall sem hægt er að treysta í stjórnarsamstarfi, það er meira en menn halda  um marga aðra.  Eins og  til dæmis Jón Baldvin,  sem er sífellt að senda skeyti  á forystu síns gamla flokks, Núna  hefur hann ráð undir rifi hverju í þjóðmálum og útslistar  það hvernig eigi ekki að gera hlutina, eins og núverandi ríkisstjórn. 

Við gamlir íhaldsmenn erum ekki búnir að gleyma  rýtingsstungu hans og Steingríms Hermannssonar  í bakið á okkur hér um árið. Þesvegna er okkur nokkuð slétt sama hvað Jón er að segja núna  um hagstjórnarmistökin hjá okkur sjálfstæðismönnum.  Hann treystir væntanlega á að kjósendur   séu búnir  að gleyma honum og hans regeringstíð . Nú geti hann komið fram með nýtt vín á gömlu belgjunum. Þjóðin hljóti að bíða á rauðu ljósi eftir endurkomu frelsarans frá vinstri  úr því að nýja forysta Samfylkingarinnar  er eins og hann lýsir henni. 

 


Hvar eru nú sextíumenningarnir og frú Vigdís

Munið þið eftir sextíumenningunum sem létu banna Keflavíkursjánvarpið af því að þjóðmenningunni stafaði hætta af. Frú Vigdís Finnbogadóttir var framarlega í flokki að ég best man.

Nú streyma allskyns óskyldir kynþættir og trúarhópar til landsins og eru farnir að bjóða þjónustu sína fyrir lægra kaup en Íslendingar heimta. Nú heyrist ekki tíst í neinum vitringum um að þetta geti haft áhrif á þjóðmenninguna og hreinleika Framsóknargenanna. Eru engir svona þjóðernissinnar til lengur ?


Hinn raunverulegi Steingrímur J. Sigfússon-

Vinstri stjórn gefur afslátt á brytjuðu lambakjöti
Guðmundur Magnússon rifjar upp athyglisverða frétt á heimasíðu sinni sem sýnir að tímarnir eru um margt breyttir í íslenskum stjórnmálum. Þar vísar hann í frétt Morgunblaðsins frá árinu 1989, þar sem fjallað er um ráðstafanir þáverandi ríkisstjórnar í efnahagsmálum. Í fréttinni segir m.a.:
Helstu breytingarnar, sem kynntar voru, eru þessar: Tekjuskattar lækka og barnabætur hækka, raunvextir lækka, mjólkurverð lækkar strax í dag um fjórar krónur lítrinn, verð á blýlausu bensíni lækkar úr 52 krónum í 50 krónur lítrinn og loks verður sérpakkað og brytjað lambakjöt boðið á sérstöku tilboðsverði sem verður 20% til 25% lægra en nú. Ólafur Ragnar, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynntu þessar ráðstafanir á blaðamannafundi í gær.
Það má gjarnan halda þessu til haga – síðasta vinstristjórn ákvað ekki bara bensínverðið á fundum sínum heldur ákvað hún líka að bjóða brytjað lambakjöt á sérstöku tilboðsverði. Yfirbrytjari og valdhafi í landbúnaðarráðuneytinu á þessum tíma var Steingrímur J. Sigfússon

Á örskotstund 12.maí n.k.´-Martröðin mín

 Ég fékk martöð í nótt. Mér fannst vera komin vinstri stjórn.  Ég nefnilega man þær alltof vel. Þessvegna fékk ég martröð.

 

 

Á örskotsstund 12.maí m.k.!

 

Alkunna er gamla vísan um stjórnmálamennina:

 

Upp var skorið engu sáð

Allt er í varga ginum

Þeir sem aldrei þekktu ráð

Þeir eiga að bjarga hinum.

 

Þessi vísa kann að koma uppí einhverjum hugum hinna eldri þegar kosningaundirbúningur Samfylkingarinnar er athugaður. Þar ber nú hæst að að  Jón Sigurðsson hagfræðingur, er sóttur á háaloftið til að búa til efnahagsprógramm handa flokknum til að fara eftir. Ekki veitti nú af, þegar litið er til gengis Samfylkingarinnar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem nú flaggar rauðu bókinni seint og snemma. Og Morgunblaðið tekur undir með drottningarviðtölum og forsetamyndum af  forystumönnunum .

 

Jón þessi Sigurðsson er fæddur 1941 og var kominn í fremstu röð þeirra sem báru ábyrgð á hagstjórninni frá 1970 til 1993 þegar hann var skipaður bankastjóri við Norræna Fjárfestingabankann. Hann var forstjóri  Þjóðhagsstofnunar frá 1974 allt þar til að hann varð ráðherra 1986. Jón ríkti á þeim árum þegar árleg verðbólga var yfirleitt mæld í tugum  prósenta og náði þriggja stafa tölu undir lok ferils hans á þessu sviði. Í ráðherratíð sinni var hann stöðugt að lofa byggingu álvers á Keilisnesi, en ekkert varð af því. Ætla mætti að sú framkvæmd hefði ekki orðið til þess að draga úr þenslunni í efnahagsmálunum fremur en álver á Reyðarfirði.

 

Jón þessi þótti skýrleikspiltur á sinni tíð og hafði útgeislun hins yfirvegaða hagfræðings, sem menn vitnuðu í eins og ritninguna, einkanlega þegar þurfti að mæla fyrir auknum ríkisafskiptum og handstýringar gengis,vaxta og viðskipta. Það er því að vonum að hann sé nú fenginn til að semja nýjar leiðbeiningar fyrir Samfylkinguna, sem þó virðast heldur leiðbeiningar um það, hvernig eigi að leiða þjóðina aftur til fortíðarinnar eins og við þekktum hana sem lifðum þessa tíma.

 

Sjálfur er formaðurinn þrautreyndur í handstýrðri skuldasöfnun, vasatilsfærslum og bókhaldsblekkingum  og taumlausrar eyðslu í tíð R-listans í borgarstjórn Reykjavíkur. En þar tókst henni að margfalda  skuldir borgarbúa að raunvirði  auk þess sem hún útrýmdi biðlistum eftir leikskólaplássum  með því að fækka börnum á leikskólaaldri um 7.5 %. Með skipulögðum lóðaskorti tókst að hrekja unga fólkið úr borginni yfir til Kópavogs, sem varð að leysa þennan málaflokk til sín auk þess sem að byggja skóla og sundlaugar sem aldrei fyrr, meðan borgarbúar spöruðu sér þau útgjöld.

 Athyglisvert er svo að fylgjast með sálarangist Jóns Baldvins Hannibalssonar þar sem hann situr á landsfundi Samfylkingarinnar, sem er svona 200 manna hópur ef marka má tölur úr atkvæðagreiðslum, og veltir fyrir sér gengi flokksins í skoðanakönnunum:  "Hvað hefur gerst? Hver er skýringin á þessum umskiptum? Skýringin er tvíþætt: Annars vegar skýrist þetta af mistökum Samfylkingarinnar, sem virðist einhvern veginn ekki kunna að reka pólitík á eigin forsendum, né heldur að endurnýja liðskostinn og virkja hæfileikafólk til starfa. Samfylkingarfólk fer gjarnan með það sem betur hljómar, en það er eins og því fylgi engin sannfæring. Og svo sannarlega enginn eldmóður. Það er alveg sama, hverjir gefast upp á að fylgja stjórnarflokkunum að málum: Alltaf gera þeir lykkju á leið sína framhjá garði Samfylkingarinnar. Meira að segja kvenfólkið flykkist frá Samfylkingunni, þótt stuðningur við hana eigi að gefa þeim von um að sjá konu í fyrsta sinn sem húsráðanda í forsætisráðuneytinu. Sá kostur virðist ekki hafa mikið aðdráttarafl.? ¨"

Er þetta ef til vill "Schadenfreude" Jóns sem er að velta því fyrir sér hvort hann hafi ekki verið einstakur og ómissandi? Allir sem komu á eftir hafi verið  litlir spámenn  í pólitík ? Alla vega ekki hæfileikafólk ! “Börðumst einn við átján,....” osfrv gaupaði Egill í ellinni.   Eru það virkilega núna bara þeir gömlu og afdönkuðu í Samfylkingunni sem hafa eitthvað umhlaup í kollinum ?Eru þeir helstu vaxtarbroddar vinstrimanna á nýrri öld ?

Nokkuð er ljóst að Jón Sigurðsson ætti að vita meira en nóg um verðbólgu og meira heldur en flestir á landsfundi Samfylkingarinnar í Egilshöll.  Líka ætti hann að geta reiknað fyrir forystuna  hvað öll góðverkin  munu kosta, sem nú eru boðuð. Hækkun persónuafsláttar um tugi þúsunda  Lækkun vaxta, hækkun fjármagnstekjuskatts, minni viðskiptahalli, afnám verðtryggingar. En aðspurð í sjónvarpinu hafði Kristrún Heimsidóttir ekki grænan grun um upphæðirnar og sagði að þau í Samfylkingunni væru ekki farin að reikna þetta út.Það væri samt í rauninni nóg að þetta  væru allt svo ágæt mál  að menn gætu kosið flokkinn útá það. Það ætti að vera borð fyrir báru núna, að steypa ríkissjóði í nýjar erlendar skuldir.

Geir H. Haarde tók það fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksin að flokkurinn myndi ekki gefa út lista loforða. Hann gæfi fá loforð en hann stæði orð sín. Það myndi skilja á milli framboðanna. Öll kosningaloforð flokksin til þessa hefðu verið efnd.

Samfylkingarfólkinu verður tíðrætt um hagstjórnarmistök ríkisstjórnarinnar eins og það kallar það.Geir svaraði því til, að væri hátt atvinnustig og stóraukinn kaupmáttur hagstjórnarmistök þá skyldu sjálfstæðismenn kannast við það. Væru það hagstjórnarmistök að ríkissjóður væri núna laus úr skuldafeni vinstristjórnanna, þá skyldi Sjálfstæðisflokkurinn taka það á sinar herðar. Væru skattlækkanirnar á almenningi hagstjórnarmistök þá skyldum við kannast við þær. Yrði vinstri flokkunum trúað fyrir stjórn efnahagsmála á landinu í komandi kosningum, þá yrðu það hagstjórnarmistök sem Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bera ábyrgð á.

Almenningur á Íslandi hefur aldrei í sögunni búið við hærra kaupmáttarstig en núna.

Þessu öllu  má breyta á örskotsstund 12. maí n.k.


stífla í kerfinu

Það var stífla í kerfinu og það kom ekki greinin í fyrri tilraun,-svo komu þær auðvitað báðar.

gömul gerin um Flugvöllinn- rétt finnst mér !

Verndum Vatnsmýrina

  

Sá sem fer í Perluna og spókar sig á útsýnispöllunum á fögrum degi getur auðveldlega orðið fyrir hughrifum af tign og kyrrð Vatnsmýrarsvæðisins. Þarna blasir við fegurð himinsins, vídd sjóndeildarhringsins og að miklu leyti ósnortin náttúra, sem flugvöllurinn gamli og góði hefur verndað í meira en hálfa öld með nærveru sinni.

 

Margir hafa horn í síðu flugvallarins og sjá fyrir sér miklar byggingar á öllu þessu svæði. Það er í raun auðvelt að sjá þessar breytingar fyrir sér af þessum sjónarhóli. Bæta síðan umferðargnýnum við þögnina í eyrunum og blanda svo brælunni frá bílunum við litina frá Snæfellsjökli fyrir sínum innri augum.  Fyrir mitt leyti kem ég ekki auga á þær dásemdir, sem þessi skipti eiga að færa mannfólkinu. Varla hefur  Jóhannes Kjarval haft þær myndir í huga  þegar honum vitraðist það, að  norðurljósin gætu nálgast fætur mannanna  einmitt þarna í Öskjuhlið.

 

Eftir alla þá miklu talnaturna, sem reistir voru um söluhagnað lóða á flugvallarsvæðinu, gáfu menn umhugsunarlaust lungann úr svæðinu endurgjaldslaust til Háskólans Í Reykjavík. Þetta gerðist eftir að Garðabær vildi bjóða skólanum til sín. Yfirtromp R-listans sáluga sem Hákskólinn þáði.

 

Sagt var eitt sinn, að bókvitið verði ekki í askana látið. Víst er að ekki mun þetta háskólasvæði  gefa af sér neinar tekjur  í borgarsjóð.   Það mun hinsvegar færa umhverfið úr lagi  og valda óafturkræfum  spjöllum á Vatnsmýrinni og flugvellinum.

 

Allt er þetta óþarfi. Það eru margir staðir sem eru heppilegri fyrir Háskólann í Reykjavík en þarna suður af Beneventum í kallfæri við Háskóla Íslands. Umferðarmálin frá þeim Háskóla eru ennþá óleyst . Vandamálin munu aukast til muna með umferð frá nýju  Hátæknisjúkrahúsi, nýrri Samgöngumiðstöð og svo síðast frá Háskólanum í Reykjavík. Þvílíka hugljómun getur ekki sett að venjulegum vegfaranda á Hringbraut seinnipart dags ?

 

Ríkið á mikið land við Keldur. Það eru falleg svæði norður af Rauðavatni, við Rauðhóla, Reynisvatn  og svo má telja. Víðast hvar  í heiminum eru háskólar að flytja útfyrir bæina.  Til dæmis er minn gamli skóli í miðri Stuttgart löngu farinn útí sveit.

 

Höfuðborgin þarfnast flugvallarins. Hvaða borg á sambærilegan “City Airport”  með  sjávarbakka á tvær hliðar ?  Reykjavíkurflugvöll  á að efla og auka flug frá honum. Samgöngur eru undirstaða efnahagslífs allra þjóða, það gerði Daríos Persakóngur sér ljóst fyrir margt löngu. Flugumferð er mun fyrirferðarminni en bifreiðafjöldinn og mengar minna. Eldgos á Hellisheiði eða á Reykjanesi gætu líka skyndilega kallað á flugsamgöngur frá  höfuðborgarsvæðinu.  Hraunin þar runnu aðeins á gærdegi  jarðsögunnar.

 

Njótum samvista við víddina , fegurðina og flugvöllinn.  Eiturspúandi blikkbeljur og magnþrungnir steypuklumpar eru ekki því fegurri sem fleiri koma saman. Dreifð byggð er betri byggð og  barnvænni en Barafjöld.  Mannfólkið þarf  staði þar sem  norðurljósin geta fundið fætur þess. 

 

Verndum Vatnsmýrina, flugvöllinn,fegurðina  og  fuglana  meðan þess er enn kostur.

 

Gömul grein um Vatnsmýrina- góð samt ( finnst mér !)

Verndum Vatnsmýrina

  

Sá sem fer í Perluna og spókar sig á útsýnispöllunum á fögrum degi getur auðveldlega orðið fyrir hughrifum af tign og kyrrð Vatnsmýrarsvæðisins. Þarna blasir við fegurð himinsins, vídd sjóndeildarhringsins og að miklu leyti ósnortin náttúra, sem flugvöllurinn gamli og góði hefur verndað í meira en hálfa öld með nærveru sinni.

 

Margir hafa horn í síðu flugvallarins og sjá fyrir sér miklar byggingar á öllu þessu svæði. Það er í raun auðvelt að sjá þessar breytingar fyrir sér af þessum sjónarhóli. Bæta síðan umferðargnýnum við þögnina í eyrunum og blanda svo brælunni frá bílunum við litina frá Snæfellsjökli fyrir sínum innri augum.  Fyrir mitt leyti kem ég ekki auga á þær dásemdir, sem þessi skipti eiga að færa mannfólkinu. Varla hefur  Jóhannes Kjarval haft þær myndir í huga  þegar honum vitraðist það, að  norðurljósin gætu nálgast fætur mannanna  einmitt þarna í Öskjuhlið.

 

Eftir alla þá miklu talnaturna, sem reistir voru um söluhagnað lóða á flugvallarsvæðinu, gáfu menn umhugsunarlaust lungann úr svæðinu endurgjaldslaust til Háskólans Í Reykjavík. Þetta gerðist eftir að Garðabær vildi bjóða skólanum til sín. Yfirtromp R-listans sáluga sem Hákskólinn þáði.

 

Sagt var eitt sinn, að bókvitið verði ekki í askana látið. Víst er að ekki mun þetta háskólasvæði  gefa af sér neinar tekjur  í borgarsjóð.   Það mun hinsvegar færa umhverfið úr lagi  og valda óafturkræfum  spjöllum á Vatnsmýrinni og flugvellinum.

 

Allt er þetta óþarfi. Það eru margir staðir sem eru heppilegri fyrir Háskólann í Reykjavík en þarna suður af Beneventum í kallfæri við Háskóla Íslands. Umferðarmálin frá þeim Háskóla eru ennþá óleyst . Vandamálin munu aukast til muna með umferð frá nýju  Hátæknisjúkrahúsi, nýrri Samgöngumiðstöð og svo síðast frá Háskólanum í Reykjavík. Þvílíka hugljómun getur ekki sett að venjulegum vegfaranda á Hringbraut seinnipart dags ?

 

Ríkið á mikið land við Keldur. Það eru falleg svæði norður af Rauðavatni, við Rauðhóla, Reynisvatn  og svo má telja. Víðast hvar  í heiminum eru háskólar að flytja útfyrir bæina.  Til dæmis er minn gamli skóli í miðri Stuttgart löngu farinn útí sveit.

 

Höfuðborgin þarfnast flugvallarins. Hvaða borg á sambærilegan “City Airport”  með  sjávarbakka á tvær hliðar ?  Reykjavíkurflugvöll  á að efla og auka flug frá honum. Samgöngur eru undirstaða efnahagslífs allra þjóða, það gerði Daríos Persakóngur sér ljóst fyrir margt löngu. Flugumferð er mun fyrirferðarminni en bifreiðafjöldinn og mengar minna. Eldgos á Hellisheiði eða á Reykjanesi gætu líka skyndilega kallað á flugsamgöngur frá  höfuðborgarsvæðinu.  Hraunin þar runnu aðeins á gærdegi  jarðsögunnar.

 

Njótum samvista við víddina , fegurðina og flugvöllinn.  Eiturspúandi blikkbeljur og magnþrungnir steypuklumpar eru ekki því fegurri sem fleiri koma saman. Dreifð byggð er betri byggð og  barnvænni en Barafjöld.  Mannfólkið þarf  staði þar sem  norðurljósin geta fundið fætur þess. 

 

Verndum Vatnsmýrina, flugvöllinn,fegurðina  og  fuglana  meðan þess er enn kostur.

 

Gömul grein um Vatnsmýrina- góð samt ( finnst mér !)

Verndum Vatnsmýrina

  

Sá sem fer í Perluna og spókar sig á útsýnispöllunum á fögrum degi getur auðveldlega orðið fyrir hughrifum af tign og kyrrð Vatnsmýrarsvæðisins. Þarna blasir við fegurð himinsins, vídd sjóndeildarhringsins og að miklu leyti ósnortin náttúra, sem flugvöllurinn gamli og góði hefur verndað í meira en hálfa öld með nærveru sinni.

 

Margir hafa horn í síðu flugvallarins og sjá fyrir sér miklar byggingar á öllu þessu svæði. Það er í raun auðvelt að sjá þessar breytingar fyrir sér af þessum sjónarhóli. Bæta síðan umferðargnýnum við þögnina í eyrunum og blanda svo brælunni frá bílunum við litina frá Snæfellsjökli fyrir sínum innri augum.  Fyrir mitt leyti kem ég ekki auga á þær dásemdir, sem þessi skipti eiga að færa mannfólkinu. Varla hefur  Jóhannes Kjarval haft þær myndir í huga  þegar honum vitraðist það, að  norðurljósin gætu nálgast fætur mannanna  einmitt þarna í Öskjuhlið.

 

Eftir alla þá miklu talnaturna, sem reistir voru um söluhagnað lóða á flugvallarsvæðinu, gáfu menn umhugsunarlaust lungann úr svæðinu endurgjaldslaust til Háskólans Í Reykjavík. Þetta gerðist eftir að Garðabær vildi bjóða skólanum til sín. Yfirtromp R-listans sáluga sem Hákskólinn þáði.

 

Sagt var eitt sinn, að bókvitið verði ekki í askana látið. Víst er að ekki mun þetta háskólasvæði  gefa af sér neinar tekjur  í borgarsjóð.   Það mun hinsvegar færa umhverfið úr lagi  og valda óafturkræfum  spjöllum á Vatnsmýrinni og flugvellinum.

 

Allt er þetta óþarfi. Það eru margir staðir sem eru heppilegri fyrir Háskólann í Reykjavík en þarna suður af Beneventum í kallfæri við Háskóla Íslands. Umferðarmálin frá þeim Háskóla eru ennþá óleyst . Vandamálin munu aukast til muna með umferð frá nýju  Hátæknisjúkrahúsi, nýrri Samgöngumiðstöð og svo síðast frá Háskólanum í Reykjavík. Þvílíka hugljómun getur ekki sett að venjulegum vegfaranda á Hringbraut seinnipart dags ?

 

Ríkið á mikið land við Keldur. Það eru falleg svæði norður af Rauðavatni, við Rauðhóla, Reynisvatn  og svo má telja. Víðast hvar  í heiminum eru háskólar að flytja útfyrir bæina.  Til dæmis er minn gamli skóli í miðri Stuttgart löngu farinn útí sveit.

 

Höfuðborgin þarfnast flugvallarins. Hvaða borg á sambærilegan “City Airport”  með  sjávarbakka á tvær hliðar ?  Reykjavíkurflugvöll  á að efla og auka flug frá honum. Samgöngur eru undirstaða efnahagslífs allra þjóða, það gerði Daríos Persakóngur sér ljóst fyrir margt löngu. Flugumferð er mun fyrirferðarminni en bifreiðafjöldinn og mengar minna. Eldgos á Hellisheiði eða á Reykjanesi gætu líka skyndilega kallað á flugsamgöngur frá  höfuðborgarsvæðinu.  Hraunin þar runnu aðeins á gærdegi  jarðsögunnar.

 

Njótum samvista við víddina , fegurðina og flugvöllinn.  Eiturspúandi blikkbeljur og magnþrungnir steypuklumpar eru ekki því fegurri sem fleiri koma saman. Dreifð byggð er betri byggð og  barnvænni en Barafjöld.  Mannfólkið þarf  staði þar sem  norðurljósin geta fundið fætur þess. 

 

Verndum Vatnsmýrina, flugvöllinn,fegurðina  og  fuglana  meðan þess er enn kostur.

 

Úðakerfi hefðu bjargað kofunum í miðbænum frá því að brenna !

Aldeilis er makalaust að heyra fyrrverandi brunamálastjóra Bergstein Gissurarson og vin minn tala um að orsök brunans hafi verið skortur á brunastúkun í þessum húsum og skortur á viðvörunarkerfum. Eldvarnaeftirlitið hafi brigðist.. Auðvitað er þetta rétt hjá Bergsteini en af hverju yfirsést mönnum það sem er einfaldast, ódýrast og áhrifamets. Úðakerfi.

 

Það er svo hlægilega einfalt og ódýrt að leggja úðakerfi úr plasti í svona gamla kofa og tengja við vatnsinntakið. Svona kerfi bara slekkur í eldinum ef hann byrjar. Svo einfalt er það  Ég vildi að þið gætuð séð myndskeið sem ég hef séð sem sýnir tvö módel í brunatilraun. Annað er með sprinkler hitt ekki.

Munurinn er líf og dauði.

 

Í Scottsdale reyndu bófar að drepa mann með því að fara inn til hans þar sem hann svaf og hella bensíni yfir hann í rúminu. Þeir kveiktu svo í en gleymdu að það var úðakerfi í herberginu. Maðurinn lifði árásina af !

 

 

Upp með úðakerfin !

_______________

  

Hörmuleg slys á fólki hafa orðið nýlega sem endranær við húsbruna. Það kvikna eldar í innbúi í steinsteyptum húsum, sem verða fólki að fjörtjóni eða örkumlum.

 

Ekkert af þessu þarf að verða.

 

Í bænum Scottsdale í Arizona stóðu yfirvöld frammi fyrir því fyrir nokkrum áratugum að fjárfesta gríðarlega í slökkviliði bæjarins. Bæjarfeðurnir brugðu á það ráð, að tillögu slökkviliðsstjóra, að vísa málinu beint til húeigenda. Þeir settu í lög 1986 að í hvert nýtt hús skyldi lagt vatnsúðakerfi eða sprinkler eins og fólk kallar það. Þeir sem bjuggu í eldra húsnæði, fengu styrk frá sveitarfélaginu til að setja upp slíkt kerfi. Kostnaður reyndist innan við 1% af byggingarkostnaði og  tryggingarfélög veittu verulegan afslátt af húsa- og innbústryggingum.

 

Að liðnum 15 árum gerðu þeir upp dæmið. Þá voru úðakerfi í 41,408 heimilum, yfir 50% heimila í bænum. Á tímabilinu áttu sér stað 598 brunar í heimahúsum. Engin dauðsföll áttu sér stað í húsum með úðakerfi. En 13 manns létust í húsum án úðakerfis. Meðalbrunatjón í óvörðu íbúðar húsnæði reyndist vera 45,019 dollarar á tímabilinu en í húsnæði með úðakerfi var meðaltjónið 2,166 dollarar. Að mati slökkviliðsins er talið að úðakerfin hafi bjargað13 mannslífum og yfir 20 milljóna dollara  eignatjóni hafi verið afstýrt á fyrstu 15 árunum. Getum við hlutfallað þetta til Íslands ?

 

Við undirritaðir teljum að vilji húseigandi leggja úðakerfi í sína íbúð þurfi það ekki að kosta nema 1-200.000 kr. eftir útfærslu. Hver getur sniðið kerfi sitt að sínum smekk. Efni fæst á markaði og nægt framboð er á ráðgjöfum ef svo ber undir. Íhlutir úðakerfa til heimilisnota eru mun ódýrari og einfaldari heldur en í kerfum sem notuð eru í iðnaðar- og verslunarhúsnæði.

 

Á svæðum þar sem langt er í slökkvilið t.d. 20 til 30 mín. væri ekki óeðlilegt að sveitarfélagið kæmi til móts við húseigendur við að koma sér upp úðakerfi, því þeir njóta alls ekki sömu brunaverndar og þeir sem nær búa. Ekki er að efa að tryggingafélög myndu liðka til við svona verkefni, með lækkun iðgjalda og hugsanlega lánveitingum vegna stofnkostnaðar.

 

Úðakerfi er rétt að yfirfara árlega til að sannprófa ástand þess. Það er lítið verk á litlu kerfi.

 

Öryggi fjölskyldunnar er hinsvegar ekki hægt að meta til fjár.

Upp með úðakerfin og björgum mannslífum.

  

Halldór Jónsson 

Átvaldur Eiríksson

Heimild: http://www.homefiresprinkler.org/hfsc.html

 

                                                                                                                                                                                                        Algeng tegund heimilisúðara                                                                                                                                                                                                                                


Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 3420141

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband