Færsluflokkur: Bloggar
24.4.2007 | 08:05
Á örskotstund 12.maí n.k.´-Martröðin mín
Ég fékk martöð í nótt. Mér fannst vera komin vinstri stjórn. Ég nefnilega man þær alltof vel. Þessvegna fékk ég martröð.
Á örskotsstund 12.maí m.k.!
Alkunna er gamla vísan um stjórnmálamennina:
Upp var skorið engu sáð
Allt er í varga ginum
Þeir sem aldrei þekktu ráð
Þeir eiga að bjarga hinum.
Þessi vísa kann að koma uppí einhverjum hugum hinna eldri þegar kosningaundirbúningur Samfylkingarinnar er athugaður. Þar ber nú hæst að að Jón Sigurðsson hagfræðingur, er sóttur á háaloftið til að búa til efnahagsprógramm handa flokknum til að fara eftir. Ekki veitti nú af, þegar litið er til gengis Samfylkingarinnar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem nú flaggar rauðu bókinni seint og snemma. Og Morgunblaðið tekur undir með drottningarviðtölum og forsetamyndum af forystumönnunum .
Jón þessi Sigurðsson er fæddur 1941 og var kominn í fremstu röð þeirra sem báru ábyrgð á hagstjórninni frá 1970 til 1993 þegar hann var skipaður bankastjóri við Norræna Fjárfestingabankann. Hann var forstjóri Þjóðhagsstofnunar frá 1974 allt þar til að hann varð ráðherra 1986. Jón ríkti á þeim árum þegar árleg verðbólga var yfirleitt mæld í tugum prósenta og náði þriggja stafa tölu undir lok ferils hans á þessu sviði. Í ráðherratíð sinni var hann stöðugt að lofa byggingu álvers á Keilisnesi, en ekkert varð af því. Ætla mætti að sú framkvæmd hefði ekki orðið til þess að draga úr þenslunni í efnahagsmálunum fremur en álver á Reyðarfirði.
Jón þessi þótti skýrleikspiltur á sinni tíð og hafði útgeislun hins yfirvegaða hagfræðings, sem menn vitnuðu í eins og ritninguna, einkanlega þegar þurfti að mæla fyrir auknum ríkisafskiptum og handstýringar gengis,vaxta og viðskipta. Það er því að vonum að hann sé nú fenginn til að semja nýjar leiðbeiningar fyrir Samfylkinguna, sem þó virðast heldur leiðbeiningar um það, hvernig eigi að leiða þjóðina aftur til fortíðarinnar eins og við þekktum hana sem lifðum þessa tíma.
Sjálfur er formaðurinn þrautreyndur í handstýrðri skuldasöfnun, vasatilsfærslum og bókhaldsblekkingum og taumlausrar eyðslu í tíð R-listans í borgarstjórn Reykjavíkur. En þar tókst henni að margfalda skuldir borgarbúa að raunvirði auk þess sem hún útrýmdi biðlistum eftir leikskólaplássum með því að fækka börnum á leikskólaaldri um 7.5 %. Með skipulögðum lóðaskorti tókst að hrekja unga fólkið úr borginni yfir til Kópavogs, sem varð að leysa þennan málaflokk til sín auk þess sem að byggja skóla og sundlaugar sem aldrei fyrr, meðan borgarbúar spöruðu sér þau útgjöld.
Athyglisvert er svo að fylgjast með sálarangist Jóns Baldvins Hannibalssonar þar sem hann situr á landsfundi Samfylkingarinnar, sem er svona 200 manna hópur ef marka má tölur úr atkvæðagreiðslum, og veltir fyrir sér gengi flokksins í skoðanakönnunum: "Hvað hefur gerst? Hver er skýringin á þessum umskiptum? Skýringin er tvíþætt: Annars vegar skýrist þetta af mistökum Samfylkingarinnar, sem virðist einhvern veginn ekki kunna að reka pólitík á eigin forsendum, né heldur að endurnýja liðskostinn og virkja hæfileikafólk til starfa. Samfylkingarfólk fer gjarnan með það sem betur hljómar, en það er eins og því fylgi engin sannfæring. Og svo sannarlega enginn eldmóður. Það er alveg sama, hverjir gefast upp á að fylgja stjórnarflokkunum að málum: Alltaf gera þeir lykkju á leið sína framhjá garði Samfylkingarinnar. Meira að segja kvenfólkið flykkist frá Samfylkingunni, þótt stuðningur við hana eigi að gefa þeim von um að sjá konu í fyrsta sinn sem húsráðanda í forsætisráðuneytinu. Sá kostur virðist ekki hafa mikið aðdráttarafl.? ¨"Er þetta ef til vill "Schadenfreude" Jóns sem er að velta því fyrir sér hvort hann hafi ekki verið einstakur og ómissandi? Allir sem komu á eftir hafi verið litlir spámenn í pólitík ? Alla vega ekki hæfileikafólk ! Börðumst einn við átján,.... osfrv gaupaði Egill í ellinni. Eru það virkilega núna bara þeir gömlu og afdönkuðu í Samfylkingunni sem hafa eitthvað umhlaup í kollinum ?Eru þeir helstu vaxtarbroddar vinstrimanna á nýrri öld ?
Nokkuð er ljóst að Jón Sigurðsson ætti að vita meira en nóg um verðbólgu og meira heldur en flestir á landsfundi Samfylkingarinnar í Egilshöll. Líka ætti hann að geta reiknað fyrir forystuna hvað öll góðverkin munu kosta, sem nú eru boðuð. Hækkun persónuafsláttar um tugi þúsunda Lækkun vaxta, hækkun fjármagnstekjuskatts, minni viðskiptahalli, afnám verðtryggingar. En aðspurð í sjónvarpinu hafði Kristrún Heimsidóttir ekki grænan grun um upphæðirnar og sagði að þau í Samfylkingunni væru ekki farin að reikna þetta út.Það væri samt í rauninni nóg að þetta væru allt svo ágæt mál að menn gætu kosið flokkinn útá það. Það ætti að vera borð fyrir báru núna, að steypa ríkissjóði í nýjar erlendar skuldir.
Geir H. Haarde tók það fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksin að flokkurinn myndi ekki gefa út lista loforða. Hann gæfi fá loforð en hann stæði orð sín. Það myndi skilja á milli framboðanna. Öll kosningaloforð flokksin til þessa hefðu verið efnd.
Samfylkingarfólkinu verður tíðrætt um hagstjórnarmistök ríkisstjórnarinnar eins og það kallar það.Geir svaraði því til, að væri hátt atvinnustig og stóraukinn kaupmáttur hagstjórnarmistök þá skyldu sjálfstæðismenn kannast við það. Væru það hagstjórnarmistök að ríkissjóður væri núna laus úr skuldafeni vinstristjórnanna, þá skyldi Sjálfstæðisflokkurinn taka það á sinar herðar. Væru skattlækkanirnar á almenningi hagstjórnarmistök þá skyldum við kannast við þær. Yrði vinstri flokkunum trúað fyrir stjórn efnahagsmála á landinu í komandi kosningum, þá yrðu það hagstjórnarmistök sem Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bera ábyrgð á.
Almenningur á Íslandi hefur aldrei í sögunni búið við hærra kaupmáttarstig en núna.
Þessu öllu má breyta á örskotsstund 12. maí n.k.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 07:59
stífla í kerfinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 07:58
gömul gerin um Flugvöllinn- rétt finnst mér !
Verndum Vatnsmýrina
Sá sem fer í Perluna og spókar sig á útsýnispöllunum á fögrum degi getur auðveldlega orðið fyrir hughrifum af tign og kyrrð Vatnsmýrarsvæðisins. Þarna blasir við fegurð himinsins, vídd sjóndeildarhringsins og að miklu leyti ósnortin náttúra, sem flugvöllurinn gamli og góði hefur verndað í meira en hálfa öld með nærveru sinni.
Margir hafa horn í síðu flugvallarins og sjá fyrir sér miklar byggingar á öllu þessu svæði. Það er í raun auðvelt að sjá þessar breytingar fyrir sér af þessum sjónarhóli. Bæta síðan umferðargnýnum við þögnina í eyrunum og blanda svo brælunni frá bílunum við litina frá Snæfellsjökli fyrir sínum innri augum. Fyrir mitt leyti kem ég ekki auga á þær dásemdir, sem þessi skipti eiga að færa mannfólkinu. Varla hefur Jóhannes Kjarval haft þær myndir í huga þegar honum vitraðist það, að norðurljósin gætu nálgast fætur mannanna einmitt þarna í Öskjuhlið.
Eftir alla þá miklu talnaturna, sem reistir voru um söluhagnað lóða á flugvallarsvæðinu, gáfu menn umhugsunarlaust lungann úr svæðinu endurgjaldslaust til Háskólans Í Reykjavík. Þetta gerðist eftir að Garðabær vildi bjóða skólanum til sín. Yfirtromp R-listans sáluga sem Hákskólinn þáði.
Sagt var eitt sinn, að bókvitið verði ekki í askana látið. Víst er að ekki mun þetta háskólasvæði gefa af sér neinar tekjur í borgarsjóð. Það mun hinsvegar færa umhverfið úr lagi og valda óafturkræfum spjöllum á Vatnsmýrinni og flugvellinum.
Allt er þetta óþarfi. Það eru margir staðir sem eru heppilegri fyrir Háskólann í Reykjavík en þarna suður af Beneventum í kallfæri við Háskóla Íslands. Umferðarmálin frá þeim Háskóla eru ennþá óleyst . Vandamálin munu aukast til muna með umferð frá nýju Hátæknisjúkrahúsi, nýrri Samgöngumiðstöð og svo síðast frá Háskólanum í Reykjavík. Þvílíka hugljómun getur ekki sett að venjulegum vegfaranda á Hringbraut seinnipart dags ?
Ríkið á mikið land við Keldur. Það eru falleg svæði norður af Rauðavatni, við Rauðhóla, Reynisvatn og svo má telja. Víðast hvar í heiminum eru háskólar að flytja útfyrir bæina. Til dæmis er minn gamli skóli í miðri Stuttgart löngu farinn útí sveit.
Höfuðborgin þarfnast flugvallarins. Hvaða borg á sambærilegan City Airport með sjávarbakka á tvær hliðar ? Reykjavíkurflugvöll á að efla og auka flug frá honum. Samgöngur eru undirstaða efnahagslífs allra þjóða, það gerði Daríos Persakóngur sér ljóst fyrir margt löngu. Flugumferð er mun fyrirferðarminni en bifreiðafjöldinn og mengar minna. Eldgos á Hellisheiði eða á Reykjanesi gætu líka skyndilega kallað á flugsamgöngur frá höfuðborgarsvæðinu. Hraunin þar runnu aðeins á gærdegi jarðsögunnar.
Njótum samvista við víddina , fegurðina og flugvöllinn. Eiturspúandi blikkbeljur og magnþrungnir steypuklumpar eru ekki því fegurri sem fleiri koma saman. Dreifð byggð er betri byggð og barnvænni en Barafjöld. Mannfólkið þarf staði þar sem norðurljósin geta fundið fætur þess.
Verndum Vatnsmýrina, flugvöllinn,fegurðina og fuglana meðan þess er enn kostur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 07:56
Gömul grein um Vatnsmýrina- góð samt ( finnst mér !)
Verndum Vatnsmýrina
Sá sem fer í Perluna og spókar sig á útsýnispöllunum á fögrum degi getur auðveldlega orðið fyrir hughrifum af tign og kyrrð Vatnsmýrarsvæðisins. Þarna blasir við fegurð himinsins, vídd sjóndeildarhringsins og að miklu leyti ósnortin náttúra, sem flugvöllurinn gamli og góði hefur verndað í meira en hálfa öld með nærveru sinni.
Margir hafa horn í síðu flugvallarins og sjá fyrir sér miklar byggingar á öllu þessu svæði. Það er í raun auðvelt að sjá þessar breytingar fyrir sér af þessum sjónarhóli. Bæta síðan umferðargnýnum við þögnina í eyrunum og blanda svo brælunni frá bílunum við litina frá Snæfellsjökli fyrir sínum innri augum. Fyrir mitt leyti kem ég ekki auga á þær dásemdir, sem þessi skipti eiga að færa mannfólkinu. Varla hefur Jóhannes Kjarval haft þær myndir í huga þegar honum vitraðist það, að norðurljósin gætu nálgast fætur mannanna einmitt þarna í Öskjuhlið.
Eftir alla þá miklu talnaturna, sem reistir voru um söluhagnað lóða á flugvallarsvæðinu, gáfu menn umhugsunarlaust lungann úr svæðinu endurgjaldslaust til Háskólans Í Reykjavík. Þetta gerðist eftir að Garðabær vildi bjóða skólanum til sín. Yfirtromp R-listans sáluga sem Hákskólinn þáði.
Sagt var eitt sinn, að bókvitið verði ekki í askana látið. Víst er að ekki mun þetta háskólasvæði gefa af sér neinar tekjur í borgarsjóð. Það mun hinsvegar færa umhverfið úr lagi og valda óafturkræfum spjöllum á Vatnsmýrinni og flugvellinum.
Allt er þetta óþarfi. Það eru margir staðir sem eru heppilegri fyrir Háskólann í Reykjavík en þarna suður af Beneventum í kallfæri við Háskóla Íslands. Umferðarmálin frá þeim Háskóla eru ennþá óleyst . Vandamálin munu aukast til muna með umferð frá nýju Hátæknisjúkrahúsi, nýrri Samgöngumiðstöð og svo síðast frá Háskólanum í Reykjavík. Þvílíka hugljómun getur ekki sett að venjulegum vegfaranda á Hringbraut seinnipart dags ?
Ríkið á mikið land við Keldur. Það eru falleg svæði norður af Rauðavatni, við Rauðhóla, Reynisvatn og svo má telja. Víðast hvar í heiminum eru háskólar að flytja útfyrir bæina. Til dæmis er minn gamli skóli í miðri Stuttgart löngu farinn útí sveit.
Höfuðborgin þarfnast flugvallarins. Hvaða borg á sambærilegan City Airport með sjávarbakka á tvær hliðar ? Reykjavíkurflugvöll á að efla og auka flug frá honum. Samgöngur eru undirstaða efnahagslífs allra þjóða, það gerði Daríos Persakóngur sér ljóst fyrir margt löngu. Flugumferð er mun fyrirferðarminni en bifreiðafjöldinn og mengar minna. Eldgos á Hellisheiði eða á Reykjanesi gætu líka skyndilega kallað á flugsamgöngur frá höfuðborgarsvæðinu. Hraunin þar runnu aðeins á gærdegi jarðsögunnar.
Njótum samvista við víddina , fegurðina og flugvöllinn. Eiturspúandi blikkbeljur og magnþrungnir steypuklumpar eru ekki því fegurri sem fleiri koma saman. Dreifð byggð er betri byggð og barnvænni en Barafjöld. Mannfólkið þarf staði þar sem norðurljósin geta fundið fætur þess.
Verndum Vatnsmýrina, flugvöllinn,fegurðina og fuglana meðan þess er enn kostur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 07:55
Gömul grein um Vatnsmýrina- góð samt ( finnst mér !)
Verndum Vatnsmýrina
Sá sem fer í Perluna og spókar sig á útsýnispöllunum á fögrum degi getur auðveldlega orðið fyrir hughrifum af tign og kyrrð Vatnsmýrarsvæðisins. Þarna blasir við fegurð himinsins, vídd sjóndeildarhringsins og að miklu leyti ósnortin náttúra, sem flugvöllurinn gamli og góði hefur verndað í meira en hálfa öld með nærveru sinni.
Margir hafa horn í síðu flugvallarins og sjá fyrir sér miklar byggingar á öllu þessu svæði. Það er í raun auðvelt að sjá þessar breytingar fyrir sér af þessum sjónarhóli. Bæta síðan umferðargnýnum við þögnina í eyrunum og blanda svo brælunni frá bílunum við litina frá Snæfellsjökli fyrir sínum innri augum. Fyrir mitt leyti kem ég ekki auga á þær dásemdir, sem þessi skipti eiga að færa mannfólkinu. Varla hefur Jóhannes Kjarval haft þær myndir í huga þegar honum vitraðist það, að norðurljósin gætu nálgast fætur mannanna einmitt þarna í Öskjuhlið.
Eftir alla þá miklu talnaturna, sem reistir voru um söluhagnað lóða á flugvallarsvæðinu, gáfu menn umhugsunarlaust lungann úr svæðinu endurgjaldslaust til Háskólans Í Reykjavík. Þetta gerðist eftir að Garðabær vildi bjóða skólanum til sín. Yfirtromp R-listans sáluga sem Hákskólinn þáði.
Sagt var eitt sinn, að bókvitið verði ekki í askana látið. Víst er að ekki mun þetta háskólasvæði gefa af sér neinar tekjur í borgarsjóð. Það mun hinsvegar færa umhverfið úr lagi og valda óafturkræfum spjöllum á Vatnsmýrinni og flugvellinum.
Allt er þetta óþarfi. Það eru margir staðir sem eru heppilegri fyrir Háskólann í Reykjavík en þarna suður af Beneventum í kallfæri við Háskóla Íslands. Umferðarmálin frá þeim Háskóla eru ennþá óleyst . Vandamálin munu aukast til muna með umferð frá nýju Hátæknisjúkrahúsi, nýrri Samgöngumiðstöð og svo síðast frá Háskólanum í Reykjavík. Þvílíka hugljómun getur ekki sett að venjulegum vegfaranda á Hringbraut seinnipart dags ?
Ríkið á mikið land við Keldur. Það eru falleg svæði norður af Rauðavatni, við Rauðhóla, Reynisvatn og svo má telja. Víðast hvar í heiminum eru háskólar að flytja útfyrir bæina. Til dæmis er minn gamli skóli í miðri Stuttgart löngu farinn útí sveit.
Höfuðborgin þarfnast flugvallarins. Hvaða borg á sambærilegan City Airport með sjávarbakka á tvær hliðar ? Reykjavíkurflugvöll á að efla og auka flug frá honum. Samgöngur eru undirstaða efnahagslífs allra þjóða, það gerði Daríos Persakóngur sér ljóst fyrir margt löngu. Flugumferð er mun fyrirferðarminni en bifreiðafjöldinn og mengar minna. Eldgos á Hellisheiði eða á Reykjanesi gætu líka skyndilega kallað á flugsamgöngur frá höfuðborgarsvæðinu. Hraunin þar runnu aðeins á gærdegi jarðsögunnar.
Njótum samvista við víddina , fegurðina og flugvöllinn. Eiturspúandi blikkbeljur og magnþrungnir steypuklumpar eru ekki því fegurri sem fleiri koma saman. Dreifð byggð er betri byggð og barnvænni en Barafjöld. Mannfólkið þarf staði þar sem norðurljósin geta fundið fætur þess.
Verndum Vatnsmýrina, flugvöllinn,fegurðina og fuglana meðan þess er enn kostur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 07:52
Úðakerfi hefðu bjargað kofunum í miðbænum frá því að brenna !
Aldeilis er makalaust að heyra fyrrverandi brunamálastjóra Bergstein Gissurarson og vin minn tala um að orsök brunans hafi verið skortur á brunastúkun í þessum húsum og skortur á viðvörunarkerfum. Eldvarnaeftirlitið hafi brigðist.. Auðvitað er þetta rétt hjá Bergsteini en af hverju yfirsést mönnum það sem er einfaldast, ódýrast og áhrifamets. Úðakerfi.
Það er svo hlægilega einfalt og ódýrt að leggja úðakerfi úr plasti í svona gamla kofa og tengja við vatnsinntakið. Svona kerfi bara slekkur í eldinum ef hann byrjar. Svo einfalt er það Ég vildi að þið gætuð séð myndskeið sem ég hef séð sem sýnir tvö módel í brunatilraun. Annað er með sprinkler hitt ekki.
Munurinn er líf og dauði.
Í Scottsdale reyndu bófar að drepa mann með því að fara inn til hans þar sem hann svaf og hella bensíni yfir hann í rúminu. Þeir kveiktu svo í en gleymdu að það var úðakerfi í herberginu. Maðurinn lifði árásina af !
Upp með úðakerfin !
_______________
Hörmuleg slys á fólki hafa orðið nýlega sem endranær við húsbruna. Það kvikna eldar í innbúi í steinsteyptum húsum, sem verða fólki að fjörtjóni eða örkumlum.
Ekkert af þessu þarf að verða.
Í bænum Scottsdale í Arizona stóðu yfirvöld frammi fyrir því fyrir nokkrum áratugum að fjárfesta gríðarlega í slökkviliði bæjarins. Bæjarfeðurnir brugðu á það ráð, að tillögu slökkviliðsstjóra, að vísa málinu beint til húeigenda. Þeir settu í lög 1986 að í hvert nýtt hús skyldi lagt vatnsúðakerfi eða sprinkler eins og fólk kallar það. Þeir sem bjuggu í eldra húsnæði, fengu styrk frá sveitarfélaginu til að setja upp slíkt kerfi. Kostnaður reyndist innan við 1% af byggingarkostnaði og tryggingarfélög veittu verulegan afslátt af húsa- og innbústryggingum.
Að liðnum 15 árum gerðu þeir upp dæmið. Þá voru úðakerfi í 41,408 heimilum, yfir 50% heimila í bænum. Á tímabilinu áttu sér stað 598 brunar í heimahúsum. Engin dauðsföll áttu sér stað í húsum með úðakerfi. En 13 manns létust í húsum án úðakerfis. Meðalbrunatjón í óvörðu íbúðar húsnæði reyndist vera 45,019 dollarar á tímabilinu en í húsnæði með úðakerfi var meðaltjónið 2,166 dollarar. Að mati slökkviliðsins er talið að úðakerfin hafi bjargað13 mannslífum og yfir 20 milljóna dollara eignatjóni hafi verið afstýrt á fyrstu 15 árunum. Getum við hlutfallað þetta til Íslands ?
Við undirritaðir teljum að vilji húseigandi leggja úðakerfi í sína íbúð þurfi það ekki að kosta nema 1-200.000 kr. eftir útfærslu. Hver getur sniðið kerfi sitt að sínum smekk. Efni fæst á markaði og nægt framboð er á ráðgjöfum ef svo ber undir. Íhlutir úðakerfa til heimilisnota eru mun ódýrari og einfaldari heldur en í kerfum sem notuð eru í iðnaðar- og verslunarhúsnæði.
Á svæðum þar sem langt er í slökkvilið t.d. 20 til 30 mín. væri ekki óeðlilegt að sveitarfélagið kæmi til móts við húseigendur við að koma sér upp úðakerfi, því þeir njóta alls ekki sömu brunaverndar og þeir sem nær búa. Ekki er að efa að tryggingafélög myndu liðka til við svona verkefni, með lækkun iðgjalda og hugsanlega lánveitingum vegna stofnkostnaðar.
Úðakerfi er rétt að yfirfara árlega til að sannprófa ástand þess. Það er lítið verk á litlu kerfi.
Öryggi fjölskyldunnar er hinsvegar ekki hægt að meta til fjár.
Upp með úðakerfin og björgum mannslífum.
Halldór Jónsson
Átvaldur Eiríksson
Heimild: http://www.homefiresprinkler.org/hfsc.html
Algeng tegund heimilisúðara
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 07:44
Flugnám-lúxus eða nauðsyn ?
Þetta er grein sem birtist einhversstaðar. Mér hefur dottið í hug að etja nokkur gömul skrif sem hafa birtst hingað og þangað ef einhver bloggvinur hefði skemmtun af. Ég skrifa núorðið mest í VOGA, blað sjálfstæðismanna í Kópavogi. Það er að vísu aðeins um fimmti eða sjötti partur af Mogga að upplagi þar sem ég skrifaði lengst af. Þeir gáfu mér til kynna að ég ætti frekar að skrifa á bloggið og gáfu mér þessa síðu til þess án skilyrða.allt hefur sinn tíma og ég sjálfsagt orðinn gömul plata.
Flugöryggi"frá Póllandi ? t leiðara Morgunblaðsins 28.des .s.l. var vikið að svonefndu flugöryggi. Helst var að skilja á leiðaranum, að flugöryggi verði best náð fram með því "að fylgja öryggisreglum út í yztu æsar" . Það er gefið í skyn að flugslys tengist flest útbúnaði flugvéla, sem kalli á aukið opinbert eftirlit.. SmáflugvéI er fremur einföld maskína ef grannt er skoðað .Mótor, skrúfa, virar og blikk er allt sem þarf til að hún geti flogið. Rafmagn og radíógræjur eru góð viðb6t en ekki nauðsynlegt til þess að hún fljúgi. Hún er miklu minna fl6kin en nútima bíll. Samt verður eigandi smáflugvélar að fá fllugvirkja til þess að plokka hana nánast í frumeindir á hverju ári til þess að sjá hvort hún sé hugsanlega nokkuð að bila. Af hverju verða slys á smávélum og af hverju vekja þau svona miklu meiri athygli en bílslys ? Leiðarahöfundur virðist þeirrar skoðunar, að það sé af því að framantalið d6t bili. Eg held að fáir flugmenn taki undir þetta.. Ég er búinn að fylgjast með smáflugi i ein 50 ár. Ég minnist ekki neinna tilvika á þessum tíma þar sem vélarbilun er óyggjandi bein orsök slyss. Langflestum slysunum hefðu flugmennimir sjáfir átt að afstýra eins og bílstjórar bílslysum. Flugvélin fer yfirleitt þangað sem henni er sagt að fara af stjórntækjunum. Svo einfalt er það. Og sorglegt urn leið. "Flugvelar bíta..bara bjánana ~'" segir Skuli flugstj6ri og hann ætti að vita það eftir tugþúsundir flugstunda. Bak við stjórntækin er yfirleitt nú bara heilinn i flugmanninum. Og heilinn er ekki alItaf nægilega notaður i mannf6lkinu eins og dæmin sanna, - miklu víðar en í flugi smávéla. Flugmannstengt benzínleysi er til dæmis oft að gera jafnvel farþegaþotur að svifflugum eins og bíla í Reykjavíkurumferðinni. Það er búið að gera flugnám á Íslandi mjög erfitt og dýrt með miskildum "flugöryggistengdum" stjómvaldsaðgerðum. Slysatryggingarskyldan, sem Alþingi setti í óvitaskap sínum á hvert sæti smávélar, með því að setja óskiljanlegt samasemmerki milli einkavéla og kennsluvéla flugskólanna , tvöfaldaði tryggingakostnaðinn við einkaflugið. Ótal gjöld og skattar þyngja svo klyfjar einkaflugsins. Eini áþreifanlegi árangurinn í flugöryggi er vegna fækkunar íslenzkra einkaflugvéla og þar með íslenzkra flugstunda og flugslysa. Urðu ekki færri bílslys á bíllausa degi R-listans ? Í 10 daga á Kúbu heyrði ég hvorki né sá til flugvélar yfir Havana né umhverfi. Þar ræður CastRo-listinn og skapaði forsendur fyrir lokun Havanaflugvallar .Hjörtum mannanna svipar saman... Heimska flugmanna er trúlega hættulegasti þáttur flugsins. Enginn flugmaður vill samt vera heimskur. En það bara hendir okkur öll að við gerum eitthvað heimskt, sem við iðrumst ef við fáum annað tækifæri. G1ópalán og verndarenglar ráða því hversu mikið og lengi hver maður sleppur almennt í gegnum lífið. Lífsleikni, sem tengist reynslu hefur áhrif á flugöryggi. Flugslysum fer mjög fækkandi með samanlögðum flugstundum flugmanna. Reynslan vegur á móti heimskunni í flugi eins og hjá ungum ökumönnum.. Ég hef ekki trú á því, að heimska flugmanna muni minnka mikið með ákalli Morgunblaðsins urn stjómvaldsstutt "flugöryggi" með reglugerðum út í æsar. Íslenzk flugmálayfirvöld hafa til dæmis gert einkaflugmönnum óframkvæmanlegt að taka blindflugspróf hérlendis utanskóla. Slík kunnátta væri hinsvegar besta flugöryggisráðstöfun, sem völ væri. Heimskir flugmenn munu því halda afram að rekast á grjót þegar þeir fljúga til móts við það í lækkandi skyggni í skjóli upplýsts skilningsleysis íslenzkra flugyfirvalda á raunverulegu flugöryggi. Í Ameriku geta menn keypt sér bók frá þeirra flugmálastjórn með 4932 spumingum með 4 mögulegum svörum við hverri. 20.000 skýringum á því hversvegna aðeins eitt svar er rétt við hverri spurningu. Hver sem er getur farið í próf í þessari bók fyrir framan tölvu sem er í sambandi við FAA. Náirðu 7.5 hefur þú lokið bóklegum hluta bandaríksra blindflugsréttinda.. Hversvegna er þetta ekki hægt hér ?. Starfsmaður Flugmálastjórnar svaraði mér því til, að þetta væri nú alltof billegt, menn gætu bara lært svörin ! Ég viðurkenni hér og nú að ég féll naumlega í fyrstu tilraun við þetta próf og þurfti að reyna meira á mig til að ná því í seinna skiptið. En ég hef ekki lært meira bóklegt um flug í annan tíma. Íslenzkt smávélaflug er hornreka í þjóðlífinu og á sér formælendur fáa. Margir telja þetta óþarfa lúxus fáeinna ríkisbubba sem geti sko borgað. Þetta fólk hefur ekki horft í stjörnufyllt augu ungmenna niður á velli, sem eru að berjast áfram í rándýru flugnámi úr eigin vasa. Þeir sem hafa geð í sér til að skattpína þessi ungmenni sem mest, ætlast svo til þess að þeir fljúgi sér með lággjaldaflugfélögum á sólarstrendur fyrir sem minnst.
Hvaðan eiga flugmenn okkar að koma í framtíðinni ? Frá Póllandi ? Þjóðfélagið, Morgunblaðið, R-listinn og íslenzk flugmálayfirvöld virðast gera það sem þau geta til þess að svo megi verða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2007 | 07:59
Hvað segir Anes Bragadóttir
3. SKELFILEG TILHUGSUN!
Agnes Bragadóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, var í Silfri Egils í gær. Þar var hún spurð út í hvernig henni litist á að hér tæki við vinstri stjórn að lokum kosningum og eins og Agnesi er líkt, stóð ekki á skýrum svörum:
Það er skelfileg tilhugsun, alveg hryllileg tilhugsun, ég segi það satt! Vegna þess að þá er allur sá árangur sem náðst hefur í uppnámi. Ef við förum að setja stjórn þessa lands í hendurnar á vinstri flokkunum einum þar sem er ekki skynsemisglóra til að halda utan um, þá fer allt úr böndunum. Það er bara staðreynd."Máli sínu til stuðnings benti Agnes m.a. á könnunina um að 60% fólks hér á landi teldi að kjör sín væru betri en fyrir fjórum árum og að aðeins 10% teldi kjör sín lakari. Það er vel þess virði að halda þessu á framfæri, enda benda allar hagtölur til þess að hér hafi kjör fólks í landinu almennt batnað mjög verulega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2007 | 19:56
nýtt skeyti til Jóns Magg
Hvað á maður að segja um innflytjendastefnu stjórnvalda ?. Einhver áhugakona um málefni S-Ameríku kom því til leiðar að sóttir voru flóttamenn til Kólumbíu. Hún sagði að þar væri stríð sem fólkið væri að flýja. Af hverju taka menn svona fullyrðingar trúanlegar. Kólumbía er lýðræðisríki og að mörgu leyti tæknilega þróað þjóðfélag, með fjölda farsíma, tölvur osfrv.. Þar er ekkert stríð, nema hvað að eiturlyfjaiðnaðurinn á oft í skærum við yfirvöldin. Þetta fólk, margt þeldökkt,sem nú á að fara að flytja inn er ávísun á vandræði hérlendis. Þetta fólk er ekki að flýja neitt nema eigin fátækt og eymd. Lífi þess er ekki ógnað.
Það er svo mikil eymd í heiminum að við gætum fengið milljónir til að koma hingað úr allsleysi sínu. Íslenzk fátækt væri himnaríki fyrir slíkt fólk. Og mér finnst flestir íslenzkir stjórnmálamenn vera talsvert uppteknir af íslenzkri fátækt. Er þetta leiðin til að bæta kjör þess ?
Af hverju láta þeir ekki Lichtenstein taka við flóttamönnum frá Kólumbíu ? Eða Norður Kóreu ?
Hvert stefnir þessi vitleysa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2007 | 20:15
skeyti til Jóns Magg
Halldór Jónsson, 21.4.2007 kl. 20:04
Já og Jón,
Þú komst ágætlega út í TíVíinu í dag. Og raunar Ómar líka, hann hefur þó vit á flugmálum sem fáir aðrir hafa sem tala mest. Þetta var rétt já þér, það er annaðhvort Reykjavík eða Keflavík, allt annað er bull, Löngusker eða Hólmsheiði. Flugvélar þurfa sömu búsetuskilyrði og mannfólk, þetta veit ég af eigin reynslu sem flugvélafóstri í 30 ár.
Hvað er þessi miðbær í Reykjavík ? Það er allt miðað við einhvern miðbæ sem er bara "Altstadt" í moderne höfuborgarsvæði, það er engir svona miðbæir til lengur. Þarna verðu aldrei neitt nema Reperbahn, allt líf og íbúar eru farnir. Þetta er svo ergilegt að horfa á þessa síðustu rúntkynslóð, sem senn fer að safnast til feðra sinna en hefur völd ennþá, vera að þvæla þetta um miðbæ Reykjavíkur. Hvernig mun hann líta út þegar verður búið að kakka blokkum oní Vatnsmýri
Halldór Jónsson, 21.4.2007 kl. 20:10
Og til hver verður Reykjavíkurtjörn ef þar f´júga bara mávar eftir að varplandið í Vatnsmýrinni hefur verið malbikað ? Er ekki hægt að reikna hana til byggingarlóða eftir að hún hefur verið fyllt ? ég er viss um að Örn arkitekt gæti fengið nokkra milljarða út þannig.
Halldór Jónsson, 21.4.2007 kl. 20:13
Bæta við athugasemd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Jón þú skrifar :
og því á flokkurinn heimsmet meðal þróaðra ríkja í aukinni skattheimtu á launafólk og aukningu ríkisútgjalda miðað við vergar þjóðartekjur á valdatíma sínum. Skattgreiðandinn gleymdist hjá Sjálfstæðisflokki Davíðs. Ég sé ekki að Geir sem tók þátt í þessu með honum muni eftir honum.
Þetta er ekki rétt, skattheimtan á launafólk hefur verið lækkuð Tekjuskatturinn hefur verið lækkaður um 3 í stað 4 % að kröfu ASÍ. Hann þarf að lækka um 6 % í viðbót til þess að jafna muninn milli einkahlutafélaga og einstaklinga svo að sú mismunun hverfi, núverandi ástand kemur óorði á einkahlutafélög.
Svo þarf að endurskoða gjaldþrotalögin, það er ekki hægt að halda þeim sem lenda í gjaldþroti í ævilangri niðurlægingu og skerðingu mannréttinda. Man enginn hvernig Thor jensen reis upp aftur og borgaði öllum til baka, ekki af því hann þyrfti þess heldur var hann þannig. Kveha