Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Mannréttindi

Verkfall flugvirkja

er líklega að renna út í sandinn þegar ríkið myndar sig til að grípa inn í.

Formaður flugvirkja tjáði vonbrigði sín í útvarpi og sagði að verkalýðsfélög yrðu að fara að endurskoða sig þegar svo væri komið að ríkið gripi stöðugt inn í kjaradeilur.

Er þetta einmitt ekki kjarni málsins? Það þarf að endurskoða þessa verkferla alla saman? 

Þega kjarasamningum  er sagt upp og verkföll eru boðuð haldi menn áfram að vinna en á skertu kaupi svo lengi sem verkfall á að standa. Atvinnuveitandi borgar strax hluta kaupkröfurnnar í sjóð meðan verkfall á að standa. Að samningum loknum deilist sjóðurinn milli deiluaðila eftir ákveðnum reglum  fram að þeim tíma sem byrjað er að vinna eftir nýjum samningum. Þannig fá menn hvata til að semja þar sem verkfallstíminn kostar báða aðila fjármuni, ekki bara annann aðilann eins og nú er. Hvorugur er ofurseldur hinum.

Verkfall er sóun verðmæta. Rýrir getu þess sem verkfallið beinist að til að borga hærra kaup, veldur saklausum þolendum þjáningum og tjóni og kostar baráttumenn líka meira en  tapaðan tíma eftir einhverjum sanngjörnum leiðum. Tapaður verkfallstími vinnst nefnilega aldrei upp aftur fremur en tapaðir peningar,tími eða æviár. Vísir menn gætu hannað svona kerfi sem allir gætu við unað og yrði öðruvísi en þetta gamla stirðnaða form sem við nú við búum.

Þurfum við ekki að reyna framfarir í stað þess gamla og úrelta?

Hefur þá  verkfall flugvirkja ekki orðið til gagns fyrir alla? 


Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband