Leita í fréttum mbl.is

Ördeyða Samfylkingarinnar.

Ekki finnst mér niðurstaða prófkjöra í Samfylkingunni um helgina bera mikinn vott um mikla siglingu á þeim stjórnmálaflokki. Eina flokksins sem ætlar að keyra Íslendinga inn í Evrópubandalagið með illu eða góðu.Flokkur sem er reiðubúinn að fórna öllu til að koma Íslandi þangað inn.

Guðríður Arnardóttir skrifar svo á síðu breifylkingarinnar:

"Forvalsleið Samfylkingarinnar í Kópavogi hefur ekki fengið næga athygli fjölmiðla.  Í hádegisfréttum var m.a. fjallað um að prófkjör væru líklega á útleið, almennnt var kosningaþátttaka dræm og baráttur lágstemdar.  M.a. þær vangaveltur að erfitt væri fyrir nýliða að koma sér á framfæri þegar auglýsingakostnaður væri takmarkaður....(Innskot HJ: Það voru þó þrisvarsinnum fleiri sem tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík en Samfylkingarinnar.)

Í gær var veðrið eins og það gerist best á fögrum sólríkum vetrardegi.  Kl 13 var undanúrslitaleikur í EM en samt sem áður mættu á fundinn rúmlega 230 manns og tóku þátt í þessu forvali sem stóð til kl. 17:30.......

Niðurstaðan var sterkur listi „nýtt og gamalt“ í bland.  „Gömlu brýnin“, ég og Hafsteinn Karlsson fyrirliðar og í liðið bættist Pétur Ólafsson sagnfræðingur og fyrrverandi formaður Röskvu.  Elfur Logadóttir, lögfræðingur og viðskiptafræðingur, Margrét Júlía Rafnsdóttir umhverfisfræðingur og Tjörvi Dýrfjörð verkefnisstjóri.....

 Ég vil færa þakkir til allra sem að fundinum stóðu, það voru margir lúnir í gær að loknum löngum fundi.

Ég þakka félögum mínum traustið og stuðninginn."

Rismikið, er það ekki ?

Flokksmaðurinn Einar Sveinbjörnsson segir svo um viðburðinn:

"Lítil kjörsókn nú miðað við félagaskrárnar, sýnir líka að þær skrár eru ekki raunhæfar. Virkasta fólkið tekur þátt + hópar sem smalað hefur verið inn í flokkinn gagngert til að styðja tiltekinn einstakling, en ekki endilega viðkomandi flokk."

Þarna eru tveir opinberir starfsmenn, annar skólastjóri hjá  Kópavogsbæ og hinn kennari hjá Garðabæ, kosnir til að leiða stjórnmálafl í bæjarstjórn Kópavogs. Semja um kaup og kjör kennara svo eitthvað sé nefnt. Fólk með breiðan bakstuðning 230 smalaðs hóps ?

Ekki stóð á RUV að fara uppí Háskóla til að fá fram fordæmingar á fjölmennum prófkjörum. Úr því að það trekkir ekki hjá Samfylkingunni, hvað þá VG, þá er prófkjörsaðferðin fyrir bí. Gott e ekki á að banna þau svo þau skyggi ekki á Samfylkinguna.

 Það voru á annað hundrað manns bara á Þorrablóti Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi. Þar verður prófkjör 20 febrúar. Það verður erfitt fyrir Samfylkinguna ef þangað koma fleiri en 230 manns.

Hverju hefur barátta Samfylkingarinnar hér í Kópavogi skilað síðasta kjörtímabil ? Jú, eldri borgarar mega fara í sund ef þeir borga barnagjald.

Blasir hugsjónaleg ördeyða Samfylkingarinnar ekki við ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Halldór bara að benda þér á að Guðríður er kennari í Fjölbrautarskóla Garðabæjar. En þú kannski veist það ekki að sá skóli er ríkisrekin eins og Menntaskólinn í Kópavogi. Og Garðabæri hefur ekkert með störf Guðríðar að gera. Því finnst mér að ef þú ert að reyna að ausa fólki aur þá sé nú rétt að fara með staðreyndir.   Eins vill ég benda þér á að núverandi bæjarstjóri Gunnsteinn var skólastjóri og bæjarfulltrúi eins og Hafsteinn. 

Síðan væri kannski rétta að skýra út fyrir þér að forval er fundur þar sem að fundargestir kjósa fólk á lista. Því var ekki mikið um smölun.  Þetta er ekki prófkjör heldur atburður sem tekur um hálfan dag. Þar er kosið í hvert sæti og þeir sem ekki fá kosningu eru gjaldgegir í næstu sæti fyrir neðan. Guðríður var vissulega ein í framboði í 1 sæti en í öll hin var kosið milli fólks. Og þeir aðeins kjörgengir sem voru í Samfylkinunni fyrir 23 jánúar.

Finnst þetta heppilegri leið en að eyða milljónum í prófkjör. Og eins minni ég þig á þegar þið Sjálfstæðismenn í Kópavogi þyrptust í prófkjör hjá Framsókn til að tryggja Ómari kosningu.

Guðríður fékk um 90% atkvæða og þau voru vel á þriðjahundrað og Smáraskóli var þéttfullur við þetta forval.

Og fólk almennt sammála um að nú væri komin tími til að bærinn yrði aftur bæri fólksins og tímabil þar sem allt snérist um það að gera vel við verktaka og bygginarfélög væri liðinn. Það væri með öllu ólíðandi að bæjarfélagið hefi verið skuldsett upp á 38 milljarða til að þeir gætu fengið að byggja eins og þeir vildu eins og þeir vildu oft gegn vilja fólksins í bænum væri liðinn. Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að geta fengið styrki há öðrum og hætt að sleikja þá upp

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.1.2010 kl. 22:40

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Magnús góður

Það er stigsmunur á því að vera ríkisstarfsmaður eða bæjarstarfsmaður en ekki mikill. Slíkt fólk á ekki að vasast í pólitík, það blandast þáínn í eigin kjarabaráttu og er óheilbrigt. Annaðhvort ertu í pólitík eða í vinnu hjá því opinbera ekki hvortutveggja. Það er mitt álit.

Það er bannað í Reykjavík að borgarstarfsmenn séu í pólitík og hefur verið lengi er mér sagt. Fydnist þér í lagi að þingvörður væri líka þingmaður eða ráðherra ?

 Ég veit allt um Gunnstein vin minn. Það fer alveg eins í taugarnar á mér að hann skuli vera bæði bæjarstarfsmaður og í bæjarstjórn og hefur alltaf gert. Gunnsteinn er mikill skólamaður og hann er líka ágætur bæjarstjóri eftir því sem ég hef heyrt. En hann á bara að vera annaðhvort. Ég var alveg jafnt pirraður útí Guðmund Odsson skólastjóra þegar hann var og hét og réði hér öllu í bænum. Það verða alltaf hagsmunaárekstrar og menn eiga að forðast það.

Já, þessi skuldsetning er mikið til komin af því hversu ferlega vitlaust lóðúthlutunarkerfið er. Það er útí Hróa að menn skuli fyrst vera skammaðir fyrir að úthluta lóðum í tómri spillingu til vina og vandamanna og síðan eru reglurnar tóm einstefna í því að menn geta skilað lóðum og átt peningana alla inni hjá bænum, sem er þá búinn að leggja götur og alla grejer fyrir þetta lið en má bara punga út ef spillingaraðilinn hættir við að byggja. En þetta helvítis hrun var náttúrlega ekki hversdagsviðburður og menn hafa yfirleitt ekki verið að skila lóðum.   

Þetta forval ykkar er ekkert nema skrípaleikur og skrumskææling á lýðræði hvernig sem ég lít á það. Þetta er bara fáræði og flokksræði sem á sér ekki líka. Samfylkingin er lítil og ljót klíka í mínum augum og á ekkert skylt við fjöldahreyfingu fólksins. Stalin fékk líka alltaf yfir 89 % atkvæða.

Finnst þér Kópavogur virkilega ekki bær fólksins. Hvað er eigiilega að þér í höfðinu kommatittur?  Heldur því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé á mútum hjá einhverjum. Þú ert eiginlega fyritr neðan það að hægt sé að eiga við þig orðastað enda ertu búinn að nota slíkan munnsöfnuð á síðu Samfylkingarinnar að henni er fullur sómi að.

Halldór Jónsson, 31.1.2010 kl. 23:22

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Heyrðu Halldór. Verktakar eiga þá ekki að vera að vasast í pólitík þeir geta þá verið að semja við kollega sína og þyggja af þeim styrki.

Og nú fórst þú með það Halldór. Ég fékk VOGA hér um árið og sá t.d. myndir þar af þorrablótinu ykkar þar voru ekkert nema verktaka, eigendur byggingafélaga og svo Gunnar í Krossinum. EF við erum að tala um klíkur þá ættir þú nú að mæta á fundi xd og kíkja í kring um þig. 

Svo ert þú byrjaður í uppnefnum og kjafthætti sem sæmir þér. Svo við skulum hætt núna. Skrítði að maður á þínum aldri skuli láta eins og smábarn

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.1.2010 kl. 23:36

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.s. verð bara að líma þetta inn. Svona finnst Ármanni stjórn ykkar í Kópavogi virka:

Þá hef ég einnig talsverðar hugmyndir um hvað betur má fara innan bæjarfélagsins og í bæjarstjórn og þar er ég fyrst og fremst að vísa til meiri samvinnu flokka á milli. Ég hef, eins og margir aðrir, fengið nóg af skotum og skætingi milli flokka í bæjarstjórn og þannig vinnast málin illa fyrir bæjarbúa. Þá vil ég fremur meiri samvinnu en minni og mun berjast fyrir slíku nái ég tilsettum árangri.”

Og já mér fannst í kreppunni 1990 að bærinn gerði rétt í láta fólkið ganga fyrir og síðan hefur það verið byggingar og snobb

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.1.2010 kl. 23:40

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Magnús, ekki skil ég síðustu setninguna hjá þér. Það var kreppa þá og núverandi meirihluti tók þá við af gamla meirihlutanum, sem gerði ekkert fyrir fólkið eða hvað?

Er fjölgun Kópavogsbúa um helming á þessum tíma bara byggingar og snobb? Eða kjósa þeir ekki nógu rétt af þínu mati ?. 

Er þetta bjórkrús sem þú heldur á á myndinni Magnús ? Þér er þá ekki alls varnað, það er að segja ef þú errt ekki vondur við vín eins og þú ert í skrifunum.

Vona að þú hafir fengið kikk útúr skrifunum í Maoggann í dag. En ég ætla nú ekki að fara að elta ólar við bullið í þér. Þú ert eiginlega fyrir neðan það í orðavali að maður nenni því.

Halldór Jónsson, 1.2.2010 kl. 23:29

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég viðurkenni að ég var að flýta mér í gær þegar ég setti þessa athugasemd inn. En ég var að vísa til þess að áður var bærinn minn bær þar sem lögð var áhersla að þjónusta við fólkið kæmi fyrst og ekki væri staðið í framkvæmdum sem steyptu bænum í of miklar skuldir. Smárahvamms landið og Fífuhvammslandið var samt keypt þá. En þetta byggingar brjálæði sem hefur verið hér í bænum hefur ekkert gert neitt fyrir okkur sem bjuggum fyrir í bænum. Við höfum lítið sem ekkert grætt á þessum byggingarhraða og fljótfærni nema skuldugt bæjarfélag með knattspyrnuhallir sem skila litlu eða engu þar sem að þau standa ekki undir sér.

Halldór er dóttir þín ekki í framboði og opinber starfsmaður. Og gildir þá ekki það sama um hana og Guðríði?

Síðan er það þannig Halldór að þeir sem gagnrýna aðra verða að þola að þeir séu gagnrýndir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.2.2010 kl. 00:16

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Magnús,

Ég skal líka viðurkenna það að ég kallaði þig kommatitt í hita augnabliksins og mér þykir það eiginlega miður því þú ert kannski bara  kratagrey. En ég nota þetta gælunafn stundum á þá sem hafa gaman af því að skattyrðast við mig af því að ég er víst óforbetranlegt íhald og flokkshundur sjálfur.

Ég er nú oft að að blogga til að æsa menn upp og fá þá til að skamma mig. Mér þykir bara gaman að skylmingum, skylminganna vegna ekki síst. Þá er líf og fjör. Mitt besta reseft er að hrósa Davíð og Sjálfstæðisflokknum, þá spretta kommatittirnir upp á nef sér!

Ef maður horfir af Digranesbrún yfir Kópavog til austurs þá trúir maður varla sínum eigin augum. Þarna lágu gömlu útreiðarleiðirnar manns frá hesthúsunum í Glaðheimum, ja hvar liggja þær núna, undir hverju ?Þetta eru þvílíkar breytingar að maður trúir varla sínum eigin augum.

Veistu Magnús, ég get ekki séð að þetta hafi verið brjálæði. Kópavogur hefur bara vaxið svona að margir gamlir íbúar rata ekki um bæinn þarna uppfrá.Mér finnst að kaupin á löndunum hafi verið góður bísness og gott fyrir Kópavog. Bæir eiga ekkert betra en lönd til að byggja fyrir nýja íbúa og unga fólkið.Í lóðaskortsstefnu vinstra liðsins í Reykjavík þá var Kópavogur eins og Frelsisstyttan sem bauð innflytjendur velkomna. 

Mér finnst okkur bera bara skylda til þess að sjá okkar afkomendum hér í bænum fyrir byggingalandi, ekki senda þau í önnur bæjarfélög til að búa. Nóg að þurfa að senda þau í Fjölbraut í Garðabæ. Ég er svo heppinn að öll mín börn búa í Kópavog, vonandi kjósa þau öll íhaldið.

Ég hef áður skýrt fyrir þér álit mitt á vitlausum úthlutunarreglum lóða þar sem rétturinn er einhliða hjá lóðarþeganum. En þetta er mikill áhrifavaldur í skuldastöðunni. En íbúarnir og framtíðarútsvörin eru ekki tap Magnús, því er ég ekki sammála. 

Jú dóttir mín er í framboði í 4.sæti. Ég vona að þú kynnir þér hana og útvegir henni atkvæði. Hún var opinber starfsmaður í afleysingum til áramóta en er hætt, þannig að ég hlýt að styðja hana. En ég styð ekki opinbera starfsmenn í pólitík, mér finnst það bara ekki rétt að slíkt fólk sé í framboði, hvað sem þér finnst um það. Ég vona að hún geri mér það ekki að fá sér vinnu hjá því opinbera ef hún kemst í bæjarstjórn.

Halldór Jónsson, 2.2.2010 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband