Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
13.4.2021 | 20:13
Minna svifryk
er vinstra liðinu sem stjórnar umferðarmálunum í Reykjavík hugleikið.
Það var fljótt að finna það út að ef umferðarhraðinn yrði minnkaður í 30 km myndi rykið helmingast. Auðvitað hyrfi það alveg ef allir færu bara að ganga í stað þess að keyra.
Eru þetta algild vísindi og það sem koma skal?
Fyrir aldarfjórðungi var áhrifamaður í framkvæmdum í Kópavogi Gunnar nokkur Ingi Birgisson verkfræðingur fyrir Sjálfstæðisflokkinn ásamt Sigurði Geirdal fyrir Framsóknarflokkinn. Í þeirra regeringstíð tók Kópavogur miklum stakkaskiptum og framkvæmdir margfölduðust í gatnagerð sem öðru. Smáralindin var byggð og mikið gatnakerfi lagt í tengslum við hana.
Eitt af því sem þeir Gunnar ákváðu var að steypa götuna framhjá henni, frá Dalsmára upp að Lindavegi. Þeir ákváðu að 14 cm.þykkt væri nóg til að þola umferðina en vanda steypuna úr gæðabergi.
Þegar maður skoðar götuna í dag eftir aldarfjórðungs þungaumferð nagladekkja, þá undrast maður að það sjást varla nokkur hjólför eða slit í yfirborðinu. Það er því ekkert hráefni þarna á ferðinni fyrir svifryk. Stöku sprungur sjást vegna þess að undirlagið sem var blöðrótt bögglaberg, molnar vegna titrings frá umferðinni og hefði betur verið úr þéttara bergi.
Þeir Gunnar ákváðu þetta á þeim grundvelli að þessi steypa var ódýrari en sambærileg þykkt af malbiki.Auk þess sem þeir bjuggust við að steypan myndi slitna margfalt hægar en bikið sem nú hefur komið áþreifanlega í ljós.
Á Vesturlandsvegi má sjá 22 cm þykka steypu sem er hálfrar aldar gömul sem ekkert viðhald hefur fengið á sínum líftíma. Og er hvergi búin að vera.
14 cm steypa þeirra Gunnars frá Dalsmára að Smáralind hefur enst ótrúlega vel og sýnir vel framsýni þeirra. Það er hvergi komið að viðhaldi á þessari götu frá Dalsmára að Smáralind. En búið er að setja þunnt malbik ofan á steypuna frá Smáralind þaðan að Lindarvegi.Ekkert svifryk myndast á steyptu leiðinni og engra hraðatakmarkana er því þörf á þeim kafla.
Nú eru engir djarfir stjórnmálamenn eða verkfræðingar í valdastöðum sem þora að fara aðrar leiðir í gatnagerð heldur en með innfluttri tjöru. Vélarnar eru til í landinu. En djörfungin ekki lengur til að minnka svifrykið.
12.4.2021 | 11:02
Mér er raun
að því sem kostunaraðili Morgunblaðsins hvernig það eyðir verðmætum í að prenta bullugreinar eftir landsölulið á borð við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og dr. Benedikt Jóhannesson talsmanna Viðreisnar.
Greinar sem boða stefnu sem allir Sjálfstæðismenn vilja ekki sjá né heyra.
Benedikt minnir á erlent hervald. Þegar hann talar um :
"Við eigum að stíga skrefið alla leið inn í Evrópusambandið sem fullvalda þjóð meðal þjóða"
Þá minnist hann ekki á stofnun Evrópuhersins þar sem við Íslendingar yrðum herskyldir með öðrum félögum í tollabandalagi 27 þjóða gegn heiminum öllum létum við að vilja Viðreisnar-eða Samfylkingarfólksins. Íslendingar sem eiga allt sitt undir verslunarfrelsi en ekki bak við tollmúra landluktra Evrópuþjóða.
Benedikt minnir á að," okkar ágæti utanríkisráðherra hefur verið duglegur að minna á að frá því við tókum fyrsta skrefið inn í Evrópusambandið höfum við á degi hverjum tekið upp eina Evrópusambandsgerð. Helgar og aðrir frídagar meðtaldir"
Var þetta Íslandi til góðs að Alþingismenn hafa étið upp hverja delluna af annarri frá Brussel þó að vissulega höfum við sleppt talsverðu.var það til góðs aðskilja á milli raforkuframleiðslu og dreifingar? Benedikt mætti reikna það út fyrir okkur.
Benedikt er sannfærður andstæðingur fullveldis Íslands og vill fela okkar forræði í hendur Ursulu von der Leyen og ámóta ókjörinna kommisarara fremur en okkar fólki. Spurning er samt hvor sé heppilegri Ursula eða Benedikt þegar öllu verður á botninn hvolft.
Steininn tekur þó úr þegar fullyrðingar Þorgerðar Katrínar eru skoðaðar.
"Tökum dæmi: Verðbólga er áttföld miðað við Danmörku."
Hvílíkt alhæft bull? Það er hægt að finna punkta í gengissögu sem sýna þveröfugt.
" Vextir hér eru umtalsvert hærri en þar."
Heldur þessi alhæfing í öllum tilvikum? Efnahagsfasinn á Íslandi er allur annar en í Danmörku þannig að velgengni hér verður ekki endilega á sama tíma og í Danmörku.
"Gengissveiflur eru að mati forstöðumanna nýsköpunarfyrirtækja helsta hindrun fyrir þróun þekkingariðnaðar."
Þetta er rakalaust bull. Það er gengisfrelsi á Íslandi og samninga má gera í hvaða mynt sem er.
"Ísland er eina vestræna ríkið sem tekur nú erlend lán í stórum stíl með gengisáhættu til að fjármagna ráðstafanir vegna kórónuveirunnar"
Gengisáhætta fer sögulega í báðar áttir.Uppsveifla skilar sér í gengisstyrkingu ein sog flestir vita. Taki efnahagslífið við sér að loknum faraldrinum styrkist gengið.
"Utanríkisráðherra reynir að þóknast ritstjórum Morgunblaðsins með því að halda því fram að Ísland sé ekki nú þegar aðili að stærstum hluta Evrópusamstarfsins. Því að við innleiðum ekki nema 13,4% af reglum þess."
Hér vilja þau í Viðreisn setja 100%. Gleypa allt hrátt. Evrópuherinn sem annað.
Mér er raun að því að sjá Morgunblaðið eyða mínum peningum í svona bullugreinar sem hvergi eiga heima nema í Fréttablaði Hafskips-Helga, hinu opinbera málgagni ESB, helst við hliðina á Kögunarhóli Þorsteins Pálssonar til að vera í stíl.
11.4.2021 | 13:35
Aheimsséní
er prófessor doktor Þorvaldur Gylfason.
Hann auglýsir Ísland um víða veröld með skrifum sínum.
Sýnishorn:
"Þrátt fyrir allt þetta virðist framtíð Íslands björt, að því gefnu að Alþingi safni kjarki, bjóði oligörkum birginn og virði vilja þjóðarinnar með því að lögfesta nýju stjórnarskrána.
Sú var samin til að snúa við hnignun aldagamallar lýðræðismenningar landsins.
Ef ekki, þá á Ísland á hættu á að verða þrotríki (e. failed state), stimpill sem glöggir áhorfendur hafa gefið Bretlandi og (undir stjórn Donald Trump) Bandaríkjunum. Góður og gegn áhorfandi myndi aftur á móti aldrei gefa Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð þann stimpil, ritar Þorvaldur.
Sæmd er hverri þjóð að eiga slíka menn.
Nýja stjórnarskráin sem var samin af Þorvaldi átti að verða hélt ég að verða umræðugrundvöllur. Nú á að lögfesta hana í heilu lagi.
Það eru ekki allir slík alheimséní að þeir vilji endilega samþykkja það.
9.4.2021 | 16:52
Er einhver þörf fyrir Sjálfstæðisflokkinn?
spyr Villi Bjarna. Þessi spurning hefur sannarlega ýtt óþyrmilega við mörgum gömlum íhaldssálum.
"Í tímaritinu Fjármál og ávöxtun kemur fram að jafnvel verðtryggðir reikningar bera neikvæða ávöxtun, eftir skattlagningu. Slíkt er tilræði við fjárhagslegt sjálfstæði fólks. Vissulega eru skattleysismörk, en það sem er umfram skattleysismörkin virðist hættulegt fyrir sjálfstætt fólk.
Skjól fyrir sjálfstætt fólk
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið skjól fyrir sjálfstætt fólk, einyrkja, frumkvöðla og trillukarla. Ef skil verða á milli þeirra og flokksins, þá er spurning hvort einhver þörf sé fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Varla er ætlunin að flokkurinn verði flokkur bænda og embættismanna?"
Hvar er hugsjónaeldurinn falinn sem við einu sinni trúðum á?
Eru bara réttindi homma og lesbía, kvenfrelsi og málefni flóttamanna, CO2 og sérviska það sem allt gengur út á.
Það þurfi enga stefnu lengur um einstaklingsfrelsi og athafnafrelsi, það á allt að vera miðstýrt eftir staðli sem saminn er út í Brussel.
Dómarar eiga að túlka og eiginlega setja lögin eftir því sem þeim hentar hverju sinni. Atkvæðisréttur á að fara eftir flatarmali kjördæma. Það má ekki hafa ótímabundna verðtryggða reikninga í bönkum fyrir almenning. Samkeppniseftirlitið skiptir sér af öllu öðru en bankasamkeppni.
Er einhver þörf lengur fyrir flokk eins og Sjálfstæðisflokkinn?
9.4.2021 | 10:02
Sjálfstætt fólk
Vilhjálmur Bjarnason, hann Villi okkar Bjarna, skrifar skarpa grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann fjallar um gengisleysi Sjálfstæðisflokksins og orsakirnar fyrir henni.
Hann ber saman einyrkjahugsjón kaupmannsins á horninu og kvótagreifanna sem hafa í reynd eignast fiskimiðin með gögnum og gæðum.Vissulega hafa orðið til kraftaverk í skjóli einkaeignarinnar eins og skipið Vilhelm Þorsteinsson og Samherji. Það verður ekki fyrr en kvótafélög landsins eru komin í almannaeigu að von er til þess að almenningur sætti sig við fyrirkomulagið og leiti a ný til Sjálfstæðisflokksins á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar frá 1929. En hvenær slíkur skilningur nær inn fyrir höfuðskeljar þeirra sem vilja hefja sig upp til forystu í þeim flokki hans Bjarts í Sumarhúsum get ég ekki spáð fyrir um. En líklega mun þó það frumkvæði koma innanfrá úr fyrirtækjunum eins og menn hafa raunar séð örla á.
Það verða ávallt að vera kjölfestur til staðar í rekstri útgerðarfyrirtækja eins og Brims og Samherja.En allar raddir verða að heyrast ef von á að ver til að víðtækar sáttir náist.
Ef arðsemi hverfur úr rekstri eins og gerðist hjá kaupmönnunum á horninu, verða engin skip einsog Vilhelm Þorsteinsson byggð. Þar á milli verður að vera gullinn meðalvegur og þeir Þorsteinn Már og Warren Buffet verða að fá að njóta sín til heilla fyrir þjóðina.Að fá að skapa og njóta umfram lágmarksþarfir er eiginlega öll sú umbun sem slíkum mönnum ber.
En fyrir þá sem hvarflað hafa frá Sjálfstæðisflokknum vegna hugsjónaleysisins og eru hættir að lesa Mogga, þá vil ég tilfæra þessi skrif Villa Bjarna og biðja menn að skynja það sem að baki býr og knýr hann til ljóða.
Aðeins endurvakinn hugsjónaeldur getur endurlífgað okkar gamla Sjálfstæðislflokk. Það eru menn eins og Villi og Óli Björn Kárason sem eru okkar von um að svo megi verða þó að aðrir forystumenn sýni nú örlítil lífsmerki í aðdraganda kosninga. En ekki er vafi á að skerpa verður átakalínurnar í pólitík gegn miðjumoði Evrópusambandsáróðursins og hefja Bjart í Sumarhúsum til fyrri virðingar með þjóðinni. Sem betur fer birtist Bjartur víða nú til dags og mörg útrásarfyrirtæki prýða velli þjóðlífsins.
"Fáar skáldsögur Nóbelskáldsins hafa fengið viðlíka viðtökur og Sjálfstætt fólk. Skáldsagan kom út í fjórum bindum, en þau voru sameinuð í einni bók, sem ber sama heiti og þessi grein.
Viðtökur þessarar skáldsögu, sem kann að flokkast undir félagslegt raunsæi, voru með ýmsum hætti. Bændur keyptu skáldsöguna til þess að fletta henni, en stungu bókinni í fjóshaug sinn. Á hinn veg voru þess dæmi að erlendir ferðamenn, veðurtepptir á Íslandi, gerðu sér erindi í leigubíl frá Keflavíkurflugvelli til Gljúfrasteins, til þess að tjá skáldinu að það væru óteljandi Guðbjartar starfandi í New York.
Þessi saga skáldsins um ferðamanninn fannst þeim er þetta ritar ótrúleg, allt þar til prófessor í hagfræði í Bandaríkjunum lyftist úr sæti sínu þegar hann skynjaði að nemandi hans væri frá Íslandi; hann hafði aldrei lesið aðra eins skáldsögu og Independent People. Prófessorinn dáðist að frásögninni um einyrkjann, það væru óteljandi einyrkjar um öll Bandaríkin, raunar fjölluðu allar kennslubækur í hagfræði og fjármálum um Bjart í Sumarhúsum.
Alþjóðlegir Íslendingar
Kannski hefur Bjartur í Sumarhúsum verið alþjóðlegastur Íslendinga sinnar tíðar. Og Bjartur svífur enn yfir og allt um kring hjá okkur í öllum þeim sem vilja sýna frumkvæði sér og sínum til bjargar.
Annar Íslendingur er ekki síður merkur maður, ekki síður alþjóðlegur. Það er Jón Hreggviðsson. Hann var svo sjálfstæður að hann gat sagt; það sem maður tekur ekki hjá sjálfum sér tekur maður hvergi. Honum var einnig sama hvort hann væri sekur eða saklaus, svo fremi að hann hefði bátinn sinn í friði.
Einyrkjar í Sjálfstæðisflokknum
Einyrkjar, allir trillukarlar landsins, hafa löngum átt skjól í Sjálfstæðisflokknum. Nú segja trillukarlarnir mínir við mig, að þeir eigi ekkert skjól, þeir séu aftur orðnir smalar hjá hreppstjóranum. Einyrkinn, sem átti skjól í Sumarhúsum, er aftur farinn að hokra í Veturhúsum. Til þess voru refirnir alls ekki skornir.
Þegar fiskveiðistjórnarkerfið ber á góma, eru svör þingmanna Sjálfstæðisflokksins hagkvæmni. Vissulega hefur hagkvæmni og árangur fiskveiða á Íslandi vaxið verulega frá 1984, þegar aflamarki var úthlutað eftir aflareynslu þeirra skipa, sem stunduðu á þeim tíma miðin, og aflamarki var úthlutað.
Dregið úr sókn
Ég er alls ekki viss um það, að þeir sem studdu það að dregið væri úr sókn í takmarkaða fiskistofna árið 1984, hafi gert sér grein fyrir því að þar með væri lokað fyrir þá, sem ekki stunduðu fiskveiðar árið 1984 og ókomnar kynslóðir, að geta stundað fiskveiðar, að eilífu, á grundvelli þessa manntals árið 1984. Eina leiðin væri að kaupa sér aðgang af þeim eru voru á réttum stað í manntalinu árið 1984, erfingjum þeirra, eða af þeim sem þegar hafa keypt sér aðgang að auðlindinni.
Lög um stjórn fiskveiða
Hafa ber í huga að,
Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.
Hagkvæmni í fiskveiðum hefur ekki skilað sér í auknu kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins. Það kann að vera að rétt sé að auka frelsi strandveiðimanna. Þeir eru sjálfs sín herrar og miklir menn á sínu fleyi!
Hví hefur dregið úr kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningum? Hví hafa einyrkjarnir horfið? Kjörfylgið hefur sveiflast nokkuð í liðnum kosningum, með leitni niður á við, úr tæpum 40% í 25%, en nokkru lægra í skoðanakönnunum. Þetta er alls óásættanlegt fyrir sjálfstætt fólk og borgaraleg öfl, sem hingað til hafa átt skjól hjá Sjálfstæðisflokknum. Trillukarlar og einyrkjar eru ósáttir við hlutskipti sitt.
Kaupmaðurinn á horninu
Einyrkjar, sem kölluðust kaupmaðurinn á horninu, eru horfnir. Í þeirra stað eru komnir risar á smásölumarkaði með afkomu sem jafnast helst til tískuvöruverslana í útlöndum, sem hafa einkasölu á sínum vörumerkjum, það sem kallað er einkasölusamkeppni. Er það ásættanlegt að leggja 5% skatt á alla neyslu, til að ná hagnaðarmarkmiðum, þegar samkeppni á að virka? Í virkri samkeppni nálgast hagnaður 0% af veltu, en þar sem veltuhraði vöru er mikill kann að myndast hagnaður af fjármagni, sem bundinn er í rekstrinum. Sjálfstætt fólk vill ekki vera féþúfa fyrir banka eða vildarviðskiptavini þeirra!
Fjármál hjá sjálfstæðu fólki
Sá er þetta ritar hefur helgað líf sitt fjárhagslegu sjálfstæði fólks. Með fjárhagslegu sjálfstæði er átt við réttinn til að eiga og réttinn til að taka lán. Þar í milli er miðlari fjármagns, banki eða lífeyrissjóður einstaklinga til sameiginlegrar fjárfestingar fyrir sjóðfélaga, til að eiga lífeyri á efri árum. Slíkur sparnaður er þóknanlegur. Ætla mætti að frjáls sparnaður einstaklinga væri stjórnvöldum ekki þóknanlegur, því ávöxtur slíks sparnaðar er skattlagður í drep, rétt eins og frestun neyslu é hættuleg. Í tímaritinu Fjármál og ávöxtun kemur fram að jafnvel verðtryggðir reikningar bera neikvæða ávöxtun, eftir skattlagningu. Slíkt er tilræði við fjárhagslegt sjálfstæði fólks. Vissulega eru skattleysismörk, en það sem er umfram skattleysismörkin virðist hættulegt fyrir sjálfstætt fólk.
Skjól fyrir sjálfstætt fólk
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið skjól fyrir sjálfstætt fólk, einyrkja, frumkvöðla og trillukarla. Ef skil verða á milli þeirra og flokksins, þá er spurning hvort einhver þörf sé fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Varla er ætlunin að flokkurinn verði flokkur bænda og embættismanna?
Bjartur hefur ævinlega talað fyrir Sjálfstætt fólk. Í uppgjöri hans við sjálfstæðið sagði Bjartur; ég segi fyrir mig, maður fer á mis við lífið þángaðtil maður er orðinn sjálfstæður. Fólk sem er ekki sjálfstæðisfólk, það er ekki fólk. Maður sem er ekki sjálfra sinna, hann er eins og hundlaus maður.
Sjálfstætt fólk og borgaraleg öfl verða að standa saman."
Okkur vantar stjórnmálalegt skjól fyrir sjálfstætt fólk sem ekki trúir á inngöngu í tollabandalag fárra landluktra aðkrepptra ríkja gegn öllum heiminum heldur trúir á frelsið og sjálfstæðið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.4.2021 | 16:06
Enn hrærir Þorsteinn Pálsson
steypuna sína fyrir Evrópusambandsaðild fyrir "His Masters Voice" Hafskips Helga. Vonandi fær hann vel borgað fyrir þessi verk sín.
Í dag skrifar Þorsteinn:
"Helsta ástæðan fyrir efasemdum og andstöðu margra við fulla aðild Íslands að Evrópusambandinu er ótti við að miðin fyllist aftur af erlendum fiskiskipum. Ef þessi ótti væri byggður á rökum ætti ég heima í liði efasemdarmanna.
Samkvæmt reglum Evrópusambandsins á engin þjóð rétt til veiði í landhelgi annarrar nema að baki liggi nýleg veiðireynsla. Hún er ekki fyrir hendi. Ísland þarf því ekki undanþágu til þess að halda erlendum veiðiskipum utan lögsögunnar.
Miðjan í skrúfstykki
Þeir sem eru lengst til vinstri lýsa Evrópusambandinu sem háborg óhefts kapítalisma. Hinir, sem eru lengst til hægri, draga upp mynd af endurborinni sósíalískri ráðstjórn.
Rangar staðhæfingar og öfgasjónarmið af þessu tagi á ystu vængjum stjórnmálanna hefta markvissa rökræðu um þessi efni. Miðjusjónarmiðin hafa einfaldlega verið föst í skrúfstykki öfganna.
Nýjar aðstæður kalla á að við losum umræðuna úr þessari þvinguðu stöðu.
Þörfin er nú meiri en áður að koma ár okkar fyrir borð í fjölþjóðasamvinnu og nýta öll tækifæri til að gæta hagsmuna landsins. Þar ráðast möguleikarnir á fjölþættari verðmætasköpun.
Að sitja við borðið
Helstu hagsmunir okkar í fjölþjóðasamstarfi snúast annars vegar um varnir og öryggi og hins vegar um efnahag og viðskipti.
Í Atlantshafsbandalaginu á Ísland sæti við borðið. Vitaskuld ráða stærri ríki mestu. En reynslan hefur samt sýnt að þannig gætum við best hagsmuna þjóðarinnar á þessu sviði.
Ísland á aðild að innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES. Í því felst að ríki með fulla aðild ráða nær allri löggjöf á sviði viðskipta, fjármála, samkeppni, margvíslegra félagslegra réttinda á vinnumarkaði, eftirliti með heilbrigði og hollustu, neytendavernd og á ýmsum öðrum sviðum.
Samt er sú spurning ekki á dagskrá hvort hagsmunagæslan yrði ekki sterkari á þeim vettvangi með því að sitja við borðið eins og í Atlantshafsbandalaginu.
Á komandi árum þurfum við með margvíslegu móti að auðvelda atvinnulífinu að hlaupa hraðar. Full aðild opnar nýjar leiðir til þess um leið og hún auðveldar okkur mikilvæga hagsmunagæslu. Versta leiðin til að gæta íslenskra hagsmuna er að standa utan gátta hvort sem við sækjum á eða andmælum.
Endurnýjun miðjustjórnmála
Evrópusambandið er ein merkilegasta tilraun á síðari tímum til þess að auka hagsæld og tryggja frið með víðtækri samvinnu. Í raun og veru má segja að Evrópusambandið sé eins konar Kaupfélag þjóðanna.
Samvinnufélög voru áhrifamikil á síðustu öld hér á landi, bæði í innflutningi og útflutningi. Þau voru fjarri því að vera gallalaus og leystu ekki allan vanda. Einkafyrirtækin skákuðu þeim gjarnan. En það sem dró bændur og útflytjendur sjávarafurða inn í samvinnufélög var sú grundvallarregla að réttur þeirra minnstu var tryggður.
Halldór Ásgrímsson var framsýnn utanríkisráðherra. Hann náði að tengja hugmyndafræði samvinnufélaga við þau tækifæri, sem Ísland á í Evrópusamvinnu. Hann vildi endurnýja miðjupólitíkina með því að setja þau mál á dagskrá. Þörfin fyrir þá endurnýjun blasti við fyrir tveimur áratugum. Hún er enn óleyst verkefni.
Dagskrármál
Auðvitað réðu þeir stærstu mestu í samvinnufélögunum á sínum tíma. En þeir minni voru nokkuð öruggir um að ekki var troðið á rétti þeirra. Minni ríki í Evrópu hafa einmitt sótt í Evrópusambandið af sömu ástæðu. Þau hafa styrkt efnahag sinn og um leið tryggt stöðugleika og öryggi í viðskiptum.
Evrópusambandið er málamiðlun. Það hafnar óheftum markaðsbúskap og einhliða félagslegum lausnum. Þess vegna eru f lokkar yst til hægri og vinstri gjarnan í andstöðu við samvinnu af þessu tagi.
Miðjumoð þykir ekki alltaf skemmtilegt. En þegar upp er staðið skiptir þó mestu máli að það sem sagt er og gert leiði til farsældar.
Samvinna á grundvelli málamiðlana hefur reynst öðrum minni þjóðum í Evrópu hagfelld. Það er andstætt íslenskum hagsmunum að blása þá leið út af borðinu. Við þurfum að nálgast viðfangsefnið með öðrum hætti en fyrir tólf eða tuttugu árum. En það á að fara á dagskrá."
Já, þetta mál mætti fara á dagskrá og lagt í dóm kjósenda.
Afgerandi höfnun á aðild myndi hreinsa loftið í stjórnmálum á íslandi og við fengjum frið fyrir þessum endalausu staðhæfingum um bjarta framtíð.
Þorsteinn tyggur áfram um trú sína á því að sæti við borðið þýði mikil áhrif á málefni sambandsins.
Utanríkisráðherra greinir frá því í Morgunblaðinu í dag að hlutfall tollskrárnúmera sem ekki bera toll hér er þannig 89,6%, en um 27% í ESB. Því myndi verð á mörgum vörum og þjónustu hér á landi hækka við inngöngu í ESB.
Það er kannski við hæfi að Þorsteinn jafni Evrópusambandinu við kaupfélögin gömlu og mæri Halldór Ásgrímsson formann Framsóknarflokksins í sömu andránni.
Þorsteinn viðurkennir að þeir stærri hafi haft meiri áhrif í kaupfélögunum og svo muni einnig vera um Evrópusambandið. Enda sýnist nú flestum að Þjóðverjar og Frakkar hafi þar meiri áhrif en smærri þjóðir. Það er því ekki á vísan að róa með þau áhrif sem sæti við borðið muni hafa þó Þorsteinn telji það helsta kostinn.Guðlaugur Þór færir hinsvegar gild rök fyrir þeim neikvæðu áhrifum sem það kynni að hafa í för með sér.
Ég held að það væri til góðs að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu með auknum meirihluta í ljósi mikilvægis málsins um Evrópusambandsaðild Íslands svo að við fengjum frið fyrir þessum sífelldu prédikunum evruspekinga um ágæti þess að ganga í tollabandalag þriggja tuga ríkja á móti afgangnum af heiminum eða með orðum Guðlaugs Þórs:
"Því hefur einnig verið haldið fram að undir EES-samninginn falli öll helstu málefnasvið ESB og við séum því eins og áhrifalaust aðildarríki að sambandinu. Þetta er líka fullkomlega rangt.
Mestu skiptir fyrir okkur að við erum ekki hluti af sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni sem enginn getur lengur mælt bót.
Þar fyrir utan erum við laus við stefnu ESB þegar kemur að landbúnaði/dreifbýlisþróun, skattamálum, gjaldmiðilssamstarfi, byggðastefnu, réttarvörslu, dóms- og innanríkismálum, tollabandalagi, utanríkistengslum, öryggis- og varnarmálum, fjárhagslegu eftirliti, framlagsmálum og stofnunum. Af 34 köflum ESB-löggjafarinnar eru tíu kaflar að fullu hluti af EES-samningnum en þrettán kaflar standa alfarið fyrir utan. Linnulausar rangfærslur ESB-sinna víkja ekki staðreyndum til hliðar.
Innganga í ESB myndi þýða að við tækjum upp 100% af ESB gerðum en ekki 13,4%. Innganga í ESB myndi þýða að allir 34 málaflokkar ESB ættu við um okkur en ekki einungis þeir sem okkur eru hagfelldastir.
Staðreyndin er sú að við erum aðilar að sérsniðnum samningi sem hentar íslenskum hagsmunum ákaflega vel og gerir um leið að verkum að engin þörf er á inngöngu í tollabandalag ESB-ríkjanna.
Gleymum því ekki að hlutfall tollskrárnúmera sem ekki bera toll hér er þannig 89,6%, en um 27% í ESB. Því myndi verð á mörgum vörum og þjónustu hér á landi hækka við inngöngu í ESB."
Það væri léttir að því að Þorsteinn Pálsson og ámóta Evruspekingar hættu að þreyta okkur með Evrópusambandssteypuhrærslu sinni sem þjóðin vill hvorki sjá né heyra.
7.4.2021 | 11:15
Ábyrgð Alþingis
og skortur á henni er umfjöllunaratriði Arnars Þórs Jónssonar í skarpri athugun í Morgunblaðsgrein í dag.
Arnar segir:
"Saga mannkyns sýnir að frelsið er dýrmætt og lýðræðið viðkvæmt. Dæmin sanna einnig að ótemprað vald er ógn við hvort tveggja.
Stjórnarskrá okkar geymir mikilvæg ákvæði um temprun ríkisvaldsins. En hvaða varnir hefur íslensk þjóð gagnvart erlendu valdi þegar það seilist til áhrifa hérlendis og kallar eftir yfirráðum sem stjórnarskráin ætlar íslenskum yfirvöldum einum? Á síðustu árum hafa ytri og innri mál lýðveldisins þróast með þeim hætti að ekki verður lengur undan litið. Dynjandi óveðursskýin ættu nú að vera greinileg öllum þeim sem hafa augu til að sjá og eyru til að heyra.
Bönd lýðræðisins trosna
Tengslarofið milli almennings og valdhafa birtist í ýmsum myndum og skulu hér nefnd nokkur dæmi:
1. ESB hefur í framkvæmd tekið yfir hluta af valdsviði Alþingis með þeim hætti að aragrúi reglna streymir nú í gegnum þjóðþing Íslendinga á ári hverju án efnislegrar aðkomu, endurskoðunar eða breytinga af hálfu íslenskra þingmanna. Evrópureglur þessar hljóta lagagildi hér á landi án þess að fá hér lögformlega rétta meðferð í samræmi við stjórnarskrá og þingsköp.
Í stað þriggja umræðna á Alþingi hljóta reglur þessar afgreiðslu sem þingsályktanir. Þetta er vafalaust þægilegra fyrir ESB, en hvað með íslenska þjóðarhagsmuni? Má una við það að þingsályktun sé veitt sama gildi og lögum sem hlotið hafa þinglega og stjórnskipulega rétta meðferð? Er ásættanlegt fyrir þjóð sem kallast vill sjálfstæð að við getum breytt öllum lögum sem eru í gildi hérlendis, nema þeim sem eiga stoð í EESsamningnum, vegna þess að við höfum engan aðgang að því valdi sem setur reglur á grundvelli EES?
2. Með innleiðingarferlinu hefur embætti forseta lýðveldisins verið gengisfellt, því framangreind skemmri skírn rýrir ekki aðeins stjórnskipulega stöðu Alþingis heldur gerir synjunarvald forsetans óvirkt. Báðar þessar staðreyndir veikja þá lýðræðisvörn sem Alþingi og forseta er ætlað að veita almennum borgurum hér á landi samkvæmt stjórnarskrá.
3. Eitt mikilvægasta atriði stjórnskipulegrar valdtemprunar og lýðræðisverndar gagnvart meirihlutavaldi er heimild dómstóla til dæma um hvort lög brjóti gegn stjórnarskrá. Nú er svo komið að íslenskir dómstólar fara í reynd og í æ ríkari mæli ekki með þetta eftirlitshlutverk hvað viðvíkur hinum ört stækkandi hluta laganna sem eiga uppruna sinn hjá ESB. Í framkvæmd er æðsta úrskurðarvald um Evrópurétt hjá dómstól ESB, sem leggur EFTA-dómstólnum línurnar og þangað leita íslenskir dómstólar ráða um túlkun Evrópureglna, þ.m.t. Hæstiréttur. Í því samhengi öllu hafa reglur ESB um fjórfrelsið tekið sæti einhvers konar yfirstjórnarskrár, sem allt annað verður að lúta. Þessu til viðbótar hefur Mannréttindadómstóll Evrópu tekið sér vald, sem þeim dómstól var aldrei ætlað, til íhlutunar um innri málefni íslenska lýðveldisins.
4. Reglurnar í þriðja orkupakka ESB voru þess eðlis að þær hefðu með réttu átt að fara í gegnum þrjár umræður á Alþingi og fá að því loknu samþykki forseta lýðveldisins. Gagnrýnisvert er að þetta hafi ekki verið gert. Sú staðreynd að Hæstiréttur Noregs hefur nú ákvarðað að taka skuli til efnismeðferðar málshöfðun Nej til EU vegna innleiðingar þriðja orkupakkans í Noregi er enn eitt viðvörunarljósið. Verði niðurstaða norskra dómstóla sú að reglur þriðja orkupakkans hafi verið svo viðurhlutamiklar að aukinn meirihluta hafi þurft á norska stórþinginu, þá mun jafnframt opinberast að meðferð Alþingis á málinu hafi verið til stórfellds vansa, svo að jafna mætti því við trúnaðarbrest gagnvart íslenskri þjóð. Hér er ekki lítið í húfi.
5. Á sama tíma hafa aðrir öryggishemlar lýðræðis og borgaralegs frelsis slaknað á tímum Covid-19: Aðgerðir stjórnvalda vegna kórónaveirunnar hafa stórlega hamlað öllu félagsstarfi og þar með veikt borgaralegt aðhald gagnvart miðstýrðu valdi. Aðgerðir stjórnvalda hafa leitt til efnahagslegs tjóns, atvinnuleysis, einsemdar, kvíða, þunglyndis, félagslegs rofs o.fl. sem allt mun hafa langvarandi fjárhagslegar, félagslegar og heilsufarslegar afleiðingar. Í stað valddreifingar og einkaframtaks hefur öll þróunin verið í átt til miðstýringar og ríkisrekstrar. Niðurstaðan af öllu þessu er sú að lamandi hönd hefur verið lögð á lýðræðislega virkni borgaranna. Sagan sýnir að þegar frjáls félagasamtök veikjast verður auðveldara fyrir fulltrúa ríkisvalds (og þeirra sem tala sem málsvarar siðferðilegs meirihluta) að beita borgarana kúgun og ofríki með tilheyrandi skerðingu frelsis og réttinda.
6. Í öllu þessu samhengi eru ótaldar þær hættur sem þjóðaröryggi Íslendinga stafar af skipulagðri glæpastarfsemi, erlendu hervaldi, samkrulli valds og fjármagns, misnotkun fjölmiðla, njósnastarfsemi, veiku fjarskiptaöryggi o.fl.
7. Hvort sem veik staða lýðveldisins nú skýrist af vanmetakennd eða fyrirhyggjuleysi má öllum lesendum þessarar greinar vera ljóst að við svo búið má ekki lengur standa.
Höfum við metnað til að stýra eigin vegferð?
Erlendar lagareglur eru samkvæmt framansögðu innleiddar hér í stórum stíl með lítilli eða engri þátttöku kjörinna fulltrúa íslensku þjóðarinnar og þar með án þess að Íslendingum hafi gefist viðunandi tækifæri til að hafa áhrif á efni þeirra reglna.
Á mannamáli þýðir þetta að íslenskt löggjafarvald hefur að miklu leyti verið yfirtekið af erlendu valdi.
Þar við bætist að æðsta túlkunarvald um lögmæti þessara reglna hefur í veigamiklum efnum verið eftirlátið erlendum embættismönnum. Með þessu hefur endurskoðunar- og aðhaldshlutverk Alþingis og íslenskra dómstóla verið veikt eða gert óvirkt. Þar með hafa lýðræðislegar undirstöður stórlega skaðast. Í framkvæmd birtist þetta í skerðingu þeirrar réttarverndar sem stjórnarskráin ætlar almennum borgurum. Neitunarvald forseta hefur, jafnvel í stærstu málum, verið gert óvirkt.
Embættismenn í erlendum borgum, sem enga ábyrgð bera gagnvart Íslendingum, taka í sívaxandi mæli afdrifaríkar ákvarðanir um íslensk innanríkismál. Allt framangreint hefur grafið undan stoðum lýðveldisins Íslands. Sem sjálfstæð þjóð stöndum við nú veikum fótum. Ef svo heldur fram sem horfir er alls ekki víst að frjálslynd lýðræðishefð haldi hér velli.
Í kvæði sínu Alþing hið nýja kallaði Jónas Hallgrímsson eftir því að Íslendingar, sem lengi hefðu dvalið draumþingum á vöknuðu til vinnu og metnaðar. Slík hvatning á fullt erindi nú, ekki síður en þá."
Það er ekki vafi á því að Arnar talar hér fyrir munn margra sem hafa horft á þessa þróun úr fjarlægð með undrun og ofboðið geðleysi íslenskra þingmanna.
Spurningin er sú hvort hér verði á breyting eða áframhaldandi fúsk þingflokks Sjálfstæðisflokksins sem birtist best í 3.Orkupakkamálinu verði að viðurtekinni venju eða hvort Alþingi hugleiði ábyrgð sína eitthvað betur.
6.4.2021 | 18:53
Til hamingju Samherji
með nýja skipið Vilhelm Þorsteinsson.
Maður er gersamlega kjaftstopp eftir að hafa horft á myndbandið um skipið. Þvílíkt furðuverk og snilld er þetta allt að maður trúir varla sínum eigin augum.
Þetta skip á kvótakerfinu tilvist sína að þakka. Ólympiskar veiðar hefðu aldrei leitt til þess að þetta skip hefði verið byggt. Fúl staðreynd fyrir markaðssinna. En því miður er það svo.
Þetta skip er þjóðarstolt. Megi því vel farnast í bráð og lengd.
Til hamingju Samherji með þetta skip og allt sem því fylgir.
6.4.2021 | 15:22
Af hverjum andskotanum
erum við að skapa okkur þessi vandamál á landamærunum?
Af hverju segjum við ekki flugrekendum og Norrænu að enginn fái að fara frá borði sem ekki er bólusettur, mótefnamældur eða með nýtt smitpróf við komuna til landsins? Það er þeirra vandmál.
Af hverjum andskotanum erum við að skapa okkur þá áhættu að leyfa farþegaflytjendum að koma hingað með öll þessi vandamál?
5.4.2021 | 17:00
Áminning sr. Geirs Waage
Afsal fullveldisins Íslands til ESB
...." Annað mál er sú umræða og það sjónarmið sem undarlegt nokk hefur heyrst í Sjálfstæðisflokknum og utan hans sem er að fullveldi Íslands verði best varðveitt og aukið með því að bjóða öðrum aðkomu að því. Kannist þið við þessa kennisetningu? Ég sem þvergirðingur og tossi á erfitt með að skilja hluti sem eru ofar mínum skilningi og get því ómögulega skilið þessa kennisetningu þ.e. það að ganga í Evrópusambandið og deila fullveldi okkar með því sé til þess að varðveita sem best fullveldi Íslands.
Þetta er ofar mínum skilningi. Ég hef þó gert mér grein fyrir því að hagsmunir þeirra sem hafa aðstöðu til að láta þá ganga fyrir hagsmunum annarra þeir snúast yfirleitt fyrst of fremst um auð og aðstöðu til auðsöfnunar áður en þeir fara að snúast um grundvallargildi eins og fullveldi, eins og sjálfstæði, eins og manngildi.
Þegar við gengum í EES var því heitið að innan 5 ára yrðu allir tollar niður fallnir af íslenskum sjávarafurðum.
Enn í dag eru um 15% tollar á mjög mörgum sjávarafurðum.
Ég tek eindregið undir þá skoðun að það var algjört hneyksli að taka þátt í viðskiptabanni ESB á Rússa einkum þegar ESB var ekki reiðubúið að fella niður innflutningstolla á íslenskar sjávarafurðir.
Þarna er ég að tala um hagsmunina. Þarna hefði farið betur ef ESB hefði hlustað á okkar kröfur og við fylgt þeim kröfum eftir sem við ekki gerðum.
Höldum grunngildum Sjálfstæðisflokksins í heiðri
Þetta dæmi nefni ég hér vegna þess að það borgar sig aldrei, þegar upp er staðið að láta magann ráða fyrir hjartanu þegar við tölum um grunngildi eins og fullveldi. Það borgar sig aldrei. Það hefnir sín alltaf. Því það kemur ekkert í staðinn fyrir það manngildi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt í grunninn rétt eins og forfeður okkar lögðu virðingu fyrir lögunum og virðingu fyrir því sem býr að baki laganna í grunninn"
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.4.): 609
- Sl. sólarhring: 613
- Sl. viku: 5423
- Frá upphafi: 3172712
Annað
- Innlit í dag: 520
- Innlit sl. viku: 4524
- Gestir í dag: 472
- IP-tölur í dag: 467
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
gudjonelias
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
fiski
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko