11.2.2010 | 21:31
Benedikt og Bandalagið.
Benedikt Jóhannesson, sá alþekkti vitmaður, skrifar grein í Fréttablaðið um ágæti Evrópusambandsaðildar. Benedikt hefur til skamms tíma verið í Sjálfstæðisflokknum. Við vorum saman á Landsfundi flokksins í vor. Þar var tekist á um þetta mál og var Benedikt áberandi í sókninni. Hann og hans félagar biðu algeran ósigur á fundinum og sátu eftir sem óánægt flokksbrot. Nú unir Benedikt ekki niðurstöðunni ásamt fleiri mönnum og vill nú reyna að kljúfa flokkinn og stofna nýjan Sjálfstæðisflokk með allt aðra stefnu en flokkurinn samþykkti. Þetta er mér ekki að skapi og snýst öndverður við þegar einhverjir reyna slíkt. Flokkshollustan er nokkuð sem ég met mjög mikils. Annaðhvort er maður í flokki eða maður fer úr honum. Það er stærð flokka en ekki fjöldi þeirra sem ræður áhrifum í stjórnmálum. Lítið á Ítalíu til samanburðar.En hvað er Benedikt að segja núna. Grípum niður í greinina sem heitir 12 rök með Evrópusambandsaðild Íslands :
1. StjórnmálastöðugleikiAllt frá stríðslokum hafa íslensk stjórnvöld valið að skipa sér í sveit með vestrænum lýðræðisþjóðum. Stærstu áfangarnir voru árið 1949, en þá gengu Íslendingar í NATO, árið 1970 gengum við í EFTA og árið 1993 þegar Ísland varð aðili að EES-svæðinu. Þessi samtök hafa staðið vörð um lýðræði, frelsi og efnahagsframfarir. Samvinnan er hornsteinn að utanríkisstefnu Íslands. Síðan Bandaríkjamenn ákváðu einhliða að flytja herlið sitt úr landi hefur sambandið við þá ekki verið náið. Þeir höfnuðu því t.d. að veita Seðlabanka Íslands lán árið 2008 þegar eftir því var leitað. Norðurlandasamvinna hefur líka verið Íslendingum mikilvæg, en aðeins Norðmenn og Færeyingar eru nú utan Evrópusambandsins. Stefna Evrópusambandsins hefur mjög mikil áhrif á öll ríki á Norðurlöndum. Smáþjóð verður að eiga bandamenn þegar hún lendir í vanda Já, mér er sagt að
Evrópusambandið hafi haft afgerandi áhrif á afgreiðslur AGS á málefnum Íslands. Benedikt vill væntanlega ganga að kröfum Breta og Hollendinga sem eru samvinnuþjóðir.
2. EfnahagsstöðugleikiUm langt skeið hefur íslenska krónan ógnað efnahagslegu sjálfstæði landsmanna. Opið hagkerfi með lítinn gjaldmiðil er auðveldur skotspónn erlendra og innlendra spákaupmanna. Á árunum 2001-2008 var krónan lengst af allt of hátt skráð...... Nú er hún svo lágt skráð að ungt fólk á erfitt með að sækja nám erlendis og erlend lyf og matvæli hafa tvöfaldast í verði. Ferðalög til útlanda eru nú forréttindi þeirra ríku. Laun á Íslandi eru svo lág að margt ungt fólk íhugar að flytja úr landi. Stöðugt efnahagsumhverfi og trú viðskiptalanda á Íslandi eru forsendur þess að þjóðin geti byggt upp atvinnulíf sem getur selt verðmætar vörur og þjónustu úr landi....
Þjóðin býr nú við met hagstæðan viðskiptajöfnuð, hundraðmilljarða á síðasta ári hefur hún getað selt verðmætar vörur og þjónustu úr landi Krónan er föst í helgreipum jöklabréfanna, þess vegna er gengið svona óðeðlilega lágt og launin þarmeð skelfileg. Seðlabanki Íslands rak kolvitlausa pólitík fyrir hrun og hellti beinlínis olíu á verðbólgueldinn með hávöxtunum og gerir enn. Hann beitti ekki vopninu sem hann átti að nota til að stöðva bankana, sem var bindiskyldan. Þannig má rekja margt af stærð hrunsins beint til til Seðlabankastjórnarinnar og afleitt gjaldþrot hans.
3. Bein áhrif á framgangalþjóðamálaMeð inngöngu í Evrópusambandið myndu Íslendingar hafa beina aðkomu að setningu fjölmargra laga og reglugerða sem munu hafa áhrif á Íslandi um langa framtíð. Innan Evrópusambandsins hafa fulltrúar smáþjóða mjög víða mikil áhrif. Sem dæmi má nefna að æðsta embætti sambandsins er nú í höndum Belga.
Fullyrðing Benedikts sem hann getur engan veginn rökstutt né tryggt Íslendingum eitt eða neitt.
4. Evrópusambandið erhagsmunasamband ríkjaEinn aðalkosturinn við Evrópusambandið er samræming laga og reglna á ýmsum sviðum. Það er grunnurinn að frjálsum og opnum markaði. Hins vegar er Evrópusambandið samband 27 fullvalda ríkja. Danir hafa verið í Evrópusambandinu í tæplega 40 ár og halda hnarreistir fullveldi sínu. Í Danmörku blaktir danski fáninn Dannebrog alls staðar við hún og Evrópufáninn er sjaldséður. Engum dettur í hug að líkja Evrópukeppni í neinni íþrótt við innanlandsmót.
Benedikt skautar fram hjá því að takmark Evrópuhugsjónarinar er ekki Evrópusamband heldur Evrópuríki. Þessi klausa Benedikts vekur mér furðu frá svo upplýstum manni.
5. Grunngildi Evrópu-sambandsins eru góðMeðal grunngilda Evrópusambandsins eru friður, frelsi, mannréttindi, jafnrétti og umhverfisvernd. Margt af þessu finnst Íslendingum svo sjálfsagt að ekki þurfi að hafa af því áhyggjur. En með aðild væru Íslendingar að leggja áherslu á að þeir vilji taka þátt í því að vernda þessi gildi, ekki bara á Íslandi heldur í allri Evrópu. Stór hluti þeirra landa sem nú er í Evrópusambandinu þurfti í áratugi að vera án þessara réttinda, sem Íslendingar telja sjálfsögð. Sagan sýnir okkur að ekkert slíkt er sjálfgefið.
Órökstuddar fullyrðingar í besta falli.
6. Styrkarisamningsstaða út á viðEvrópusambandið hefur gert fjölmarga alþjóðasamninga og hefur á að skipa sérfræðingum á öllum sviðum alþjóðamála. Íslendingar myndu njóta þess að vera í liði með færustu sérfræðingum heims.
Gerir Benedikt ekki frekar ráð fyrir því að hugsað verði fyrir okkur sem fámenna þjóð með fá atkvæði?
7. Áhersla á lítil menningarsvæðiEin grunnstefna Evrópusambandsins er að þúsund blóm blómstri eins og Maó formaður sagði á sínum tíma. Ólíkt formanninum hefur Evrópusambandið fylgt þessari stefnu í verki. Lítil málsvæði hafa fengið stuðning og miklum fjármunum er varið til þess að þýða bækur frá smáþjóðum yfir á önnur mál og öfugt....
Þetta finnast mér vera fremur skrúðmælgi smárra blóma en eitthvað sem sé rök með aðild.
8. Íslendingar hefðu mikil áhrifÁ Evrópuþinginu sitja nú rúmlega 700 þingmenn. Enginn þeirra kemur frá Íslandi. Við inngöngu fengju Íslendingar 6 menn á þingið eða um 1% þingmanna. Hér á landi yrðu rúmlega 50 þúsund manns bakvið hvern þingmann á Evrópuþinginu en í Svíþjóð er tæplega hálf milljón manna að baki hverjum Evrópuþingmanni og tæplega milljón í Þýskalandi. Íslendingar fengju fulltrúa í framkvæmdastjórn og líklegt er að Íslendingar yrðu í lykilhlutverki í sjávarútvegsmálum.
Gersamlega órökstutt um allar efndir við Íslendinga og áhrif þeirra.
sínum auðlindumHelstu náttúruauðlindir Íslendinga eru fallvötnin, hitinn í iðrum jarðar, náttúran og fiskur í hafinu. Ekkert mun breytast varðandi þrennt það fyrsttalda. Evrópusambandið hefur ekki sameiginleg auðlindayfirráð og þær reglur sem gilda um stjórn orkuauðlinda hafa þegar verið teknar inn í íslensk lög vegna EES-sáttmálans.
Evrópusambandið getur keypt sig inn í allar auðlindir landsins eftir aðild.
Hins vegar er í Evrópusambandinu sameiginleg fiskveiðistefna. Meginástæðan fyrir henni er að strandlengja meginlands Evrópu nær yfir fjölmörg ríki og ekkert Evrópuríki er sambærilegt við Ísland sem er eyja í miðju Atlantshafi þar sem margir fiskistofnar eru staðbundnir. Engin erlend þjóð fengi rétt til þess að veiða við Ísland við inngöngu Íslands í Evrópusambandið og fiskveiðistjórnunarkerfið yrði samkvæmt ákvörðun Íslendinga. Hin formlega ákvörðun um heildarkvóta yrði samkvæmt núverandi reglum í Brussel, en eðlilegt samningamarkmið væri að skylt væri að úthluta í samræmi við gagnsæjar reglur og tillögur vísindamanna. Með því að krefjast þess að ekki sé leyfilegt að veiða umfram slíkar tillögur yrðu Íslendingar áfram í fremstu röð í vernd fiskistofna.Samkvæmt alþjóðasáttmálum ber Íslendingum að semja um veiðar úr sameiginlegum stofnum. Evrópusambandið hefur haldið Íslendingum frá borðinu í sumum tilvikum, einkum þegar flökkustofnar breyta hegðun sinni eða veiðar hafa hafist úr nýjum stofnum. Með aðild komast Íslendingar í sterkari stöðu sem innherjar.
Gersamlega órökheldar fullyrðingar um mál sem Benedikt fullyrðir þarna að hann skilji betur en allir aðrir Íslendingar sem rannsakað hafa sjávarútvegsstefnu Evrópubandalagsins.
10. Ný tækifæri fyrir landbúnaðSvíar og Finnar fengu nýja reglu um landbúnað samþykkta. Með henni má styrkja landbúnað norðan 62. breiddargráðu meira en almennt gerist innan sambandsins. Sömu reglur myndu gilda á Íslandi. Markaður fyrir landbúnaðarvörur opnast og hefði eflaust í för með sér miklar breytingar fyrir bændur. Reynsla í nágrannalöndum er sú að inngangan hafi haft mjög jákvæð áhrif bæði fyrir bændur og neytendur. Óhagkvæmri framleiðslu hafi verið hætt, en bændur lagt áherslu á framleiðslu sem gæfi þeim bestar tekjur. Nýir markaðir opnast í kjölfar þess að reglur eru samræmdar.
Styrkjabandalag Evrópusambandsins í landbúnaði er eitthvað sem fellur að hugmyndum Benedikts. Þeim mun meira er styrkt til að reka landbúnað í kaldari löndum. Ef styrkjapólitíkin breytist, getum við komið í veg fyrir það á evrópuþinginu með öllu okkar atkvæðavægi ?
11. Sterkara ÍslandKostnaður Íslendinga við það að standa utan Evrópusambandsins og Evrópska myntbandalagsins hefur verið óskaplegur. Ungt fólk sem vill koma sér þaki yfir höfuðið hefur þurft að borga margfalda vexti á við jafnaldra sína í öðrum löndum. Hrun krónunnar varð til þess að stór hluti íslenskra fjölskyldna er í skuldafjötrum. Laun eru um helmingur af því sem er víðast hvar í nágrannaríkjum. Íslensk fyrirtæki skortir fjármagn. Flest stærstu fyrirtæki landsins komust í þrot. Útlendingar vilja hvorki lána fé til Íslands né fjárfesta á landinu, þrátt fyrir að hér sé allt sem þarf til þess að byggja upp góð fyrirtæki: Menntun, tæknibúnaður, húsnæði, vegir, fjarskiptakerfi, orka. Hins vegar skortir traust á landinu. Það verða Íslendingar að endurvinna. Aðild að Evrópusambandinu og myndbandalaginu er yfirlýsing um að Íslendingar ætli að temja sér þann efnahagslega aga sem þarf til þess að missa ekki tök á hagstjórninni í annað sinn. Kreppan hefur komið við allar þjóðir en enga leikið jafnilla og Íslendinga.
Það er eiginlega sorglegt að fyrrum Sjálfstæðismaður skuli skrifa með þessum hætti. Alhæfa um Ísland vegna ástands sem skapast hér í hruninu. Fyrr lifðum við langtum betur en Evrópubúar almennt á allan hátt enda erum við Íslendingar Ameríkumenn í hugsun og krafti. Langt á undan hinni lötu Evrópu og liðinu sem þar er fjölmennast. Við viljum vinna miklu meira en Evrópumenn og græða miklu meira. Hefur Benedikt ekki lifað á þessu landi fyrir hrun ?
12. Þjóð meðal þjóðaÍslendingar geta aldrei aftur lýst því yfir að í þessu landi verði ekki beitt þeim úrræðum, sem best hafa reynst í þessum heimshluta. Aldrei aftur má þessi þjóð hokra undir handafli ofstjórnar og kreppuhugsunarháttar, miðstýringar og mismununar. Líklegt er að smæð þjóðarinnar verði okkur styrkur ásamt með því að við erum að véla við margar hefðbundnar vinaþjóðir. Það er því óheppilegt að borið hefur á því, að Íslendingar séu sjálfir að búa sér til skilyrði og mála skrattann á vegginn og þar með að veikja eigin samningsstöðu er menn mæta með sjálfskapaða annmarka til viðræðna við Evrópusambandið. Þjóðin má síst af öllu ganga að þessu viðfangsefni með þrá um forna innilokun og einangrun, altekin af ótta og kjarkleysi. Hún verður að sýna reisn og styrk og forðast einangrunarþörf og minnimáttarkennd. Til slíkra viðræðna hlýtur þjóðin að ganga sannfærð um það að reyna að ná fram hinu besta, en jafnframt tilbúin til þess að hverfa frá þeirri leiðinni, ef niðurstaðan er ekki þolanleg.
Fyrirgefðu Benedikt, mér verður orðfall að lesa þennan texta eftir svo greindan mann. Ég bara skil ekki hvað þú ert að fara. Hinsvegar skil ég það vel að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafnaði svona röksemdafærslum. Því óska ég þér góðs dags á stofnfundi nýja flokksins þíns. Ég hélt að þú hefðir fylgst með Frjálslynda flokknum og Borgarahreyfingunni til að læra það hvernig mynda á samstillt stjórnmálaöfl. Ég vona að þú sjáir að þér einhvern tímann í framtíðinni og ég sjái þig aftur á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Því eins og hann afi minn sagði þegar upp komu stjórnmálaleg álitaefni og menn töluðu um að kjósa þennan eða hinn flokkinn: Alltaf er nú bestur blái borðinn.
Á morgun, föstudaginn 12. febrúar, klukkan 16.30 verður félagið Sjálfstæðir Evrópumenn stofnað í Þjóðmenningarhúsinu. Tilgangur félagsins er að standa vörð um sjálfstæði Íslands, áframhaldandi samvinnu Íslands við vestrænar lýðræðisþjóðir og stuðla að efnahagslegum og pólitískum stöðugleika, trausti, einstaklings- og atvinnufrelsi og frjálsum viðskiptum. Til þess að ná þessum markmiðum vill félagið stuðla að hagstæðum samningi um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Fundurinn er opinn öllum þeim sem styðja tilgang félagsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:38 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Síðan hvenær er Benedikt fyrrverandi sjálfstæðismaður?
Gísli Ingvarsson, 11.2.2010 kl. 21:59
Síðan á morgun þegar hann stofnar nýjan flokk
Halldór Jónsson, 11.2.2010 kl. 22:15
Þú ert brattur Halldór. Bara búinn að reka einn af ykkar bestu flokksfélugum úr flokknum!!!
Svavar Bjarnason, 11.2.2010 kl. 22:41
ESB eða ekki veit ekki en þetta segir mér svo margt:
Því eins og hann afi minn sagði þegar upp komu stjórnmálaleg álitaefni og menn töluðu um að kjósa þennan eða hinn flokkinn: „Alltaf er nú bestur blái borðinn.“
Blái borðinn lítur alltaf vel út, en það segir mér ekki að það sé mesta skynsemin eða besti kosturinn að styðja alltaf við þann bláa, það er akkúrat það sem er svo hættulegt. Menn styðja eitthvað hversu vitlaust sem það nú er og eyða öllum tímanum í að sannfæra sig um að þeir séu að gera rétt. Er einmitt kominn af svona ætt.
Gísli Foster Hjartarson, 12.2.2010 kl. 09:32
Gísli,
eins og ég skildi hann afa þá taldi hann að menn leituðu lausna innan síns flokks þar sem þeir töluðu fyrir sínum skoðunum. Það sem ofaná yrði á landsfundi getur ekki verið nema stefna flokksins. Ef þú getur ekki sætt þig við hana þá ferðu í annan flokk eða stofnar nýjan eins og Benedikt.
Ég er ekki að reka Benedikt úr flokknum Svavar. Hann er að fara úr honum.
Halldór Jónsson, 12.2.2010 kl. 11:39
Þess vegna er ég enn að berjast INNAN flokksins gegn Kratískum bullkerfum, þeim sem Gróðapungarnir okkar hafa tekið undir pilsfald sinn og nú nánast rústað þjóðarhag, þeim Verðtryggingu, Kvótakerfi og svo því skelfilega EES með ,,fjórfrelsinu" stórhættulega.
Hinsvegar vantar eitt í upptalningu þessa sem haft er eftir þessum góða Engeying.
Samkvæmt AMX var málflutningur hans eitthvað á þessa leið
,,
Sjálfstæðir Evrópumenn: Grikkir í vandræðum - ESB til bjargar. Við í vandræðum - Hvar eru allir?
Svo sagði járnfrúin í Berlín NEIN og ekkert verður gert fyrir Grikki, þeim bara gerður grikkur með Evrum og lítt sveigjanlegu kerfi þess gjaldmiðils.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 12.2.2010 kl. 12:52
Ykkur ESB andstæðingum hlýtur að fara að skiljast að ESB sinnar finnast í öllum flokkum og þeir bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti alveg jafn mikið og þið gerið. Þeir eru ekki slæmir landsmenn eða landráðamenn eins og heyrist allt of oft úr ykkar herbúðum.
Svavar Bjarnason, 12.2.2010 kl. 17:14
Ágæti vinur minn Halldór, Hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins grundvallast hvorki á Evrópusambandinu eða kvótakerfinu í fiskveiðum í báðum tilvikum getur fólk haft ákveðnar skoðanir með eða móti en verið jafngott eða vont Sjálfstæðisfólk eftir sem áður. Það skiptir máli að hægt sé að ræða í þaula mikilvæg mál eins og þau ofangreindu innan flokksins. Með sama hætti og við gerðum um verðtrygginguna um daginn. Með þeirri nálgun nær Sjálfstæðisflokkurinn fyrri styrk en annars ekki.
Jón Magnússon, 13.2.2010 kl. 22:59
Halldór minn. Við erum komin að þeirri staðreynd að viðurkenna það að við erum Íslendingar en ekki sérhagsmuna-flokkar. Ég treysti þér til góðra verka til réttlætis og lausna. M.b.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.2.2010 kl. 23:06
Takk öllsömul.
Jón,
varst þú ekki á landsfundi þegar ESB var rætt í þaula að kvöldi til fram á nótt. Mjög ákveðin skilaboð þaðan þrátt fyrir einarðan málflutning Benedikts.
Ég hef einhvernveginn aldrei haft trú á því að maður nái árangri með því að hlaupa út og stofna nýja flokka ef manni líkar ekki eitthvað, menn eða málefni. Koma svo aftur heim með sundrað sverð og syndagjöld.Af hverju þessi hlaup öll út og suður? Ég hef yfirleitt verið útí í horni í þessum Sjálfstæðisflokki og aldrei fengið neinn teljandi stuðning fyrir það sem ég hef borið fyrir brjósti. Nema svona tveimur landsfundum síðar, þá er þetta stundum komið á dagskrá.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er merkileg skepna. Erfiitt að hreyfa hann, nema einstaka sinnum þá eins og rís salurinn upp með þér eða á móti. Skrítið að upplifa hvernig 1500 manns hugsa öðruvísi en þú þessa stundina, taka undir með þér eða oftar ignorera þig í fyrstu lotu. Svo kannske síðar sprettur upp fólk og segist hafa endurskoðað afstöðu sína, venjulega of seint.
En samstillt svona 1500 x 1 Watt í einum sal er svolítið merkileg stúdía sem maður verður að upplifa.Stundum tengjast þau í samhliða tengingu og þá streymir ótrúlegt afl frjálst fram. Stundum seríutengist þetta og þá er háspenna í kerfinu til alls vís og sprengifimt ástand myndast.
Ég hálfvorkenni fólki sem ekki hefur tekið þátt í svona samkundum en rífur sig útí í hornum yfir hversu 1500 heilar geti verið vitlausir hvort sem þeir eru tengdir í seríu eða samsíða. Ég hef áður hvatt þig Anna Sigríður til að fara og upplifa þetta en vera ekki alltaf á hliðarlínunni.
Svavar, ég hef ekki kallað neinn landráðamann sem er á annari skoðun en ég um ESB. Ég var sjálfur hallur undir ESB eftir að hlusta á Uffa Elleman jensen, þann flotta kall fyrir margt löngu.
En ég hef skipt um skoðun eftir því sem ég hef kynnst mönnunum og hundunum betur.það er ekki alltaf sem sýnist.
Halldór Jónsson, 14.2.2010 kl. 00:47
Norðmenn hafa farið í gegn um tvær þjóðaratkvæðagreiðslur um aðild að Evrópusambandinu. Í báðum tilvikum hafa verið skiptar skoðanir meðal flokksmanna stærstu flokkanna. Á þeim tima þegar kosið var þá urðu til hreyfingar með og móti innan hefðbundinna flokka. Það sundraði ekki flokkunum. Hefði annarri fylkingunni verið úthýst þá hefði það gert það. Hægri flokkurinn í Noregi var mjög fylgjandi aðild í báðum kosningunum í Noregi en meiri skipting var í norsku Samfylkingunni svona til upplýsingar.
Jón Magnússon, 14.2.2010 kl. 13:38
Netop Jón
Mér finnst Benedikt ekki þurfa að stofna annan flokk til þess að vera á móti.
Halldór Jónsson, 14.2.2010 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.