Í þessu ljósi þarf Ísland að endurmeta stöðu sína í alþjóðasamfélaginu. Styrmir segir réttilega að við það endurmat eigum við ekki að þykjast vera meiri en við erum. Stakk á að sníða eftir vexti.
Tvær leiðir eru færar við þetta endurmat. Önnur er sú að grundvalla utanríkisstefnuna á tvíhliða samskiptum við tiltölulega fá ríki. Þá leið vill höfundur fara. Hin er sú að grundvalla utanríkisstefnuna á þátttöku í fjölþjóðasamtökum. Það er meir í samræmi við þau sjónarmið sem að baki bjuggu þegar Ísland gekk í NATO.
Mikilvægi þess að fá samkeppnishæfa mynt er augljósasta röksemdin og brýnasta ástæðan fyrir því að halda áfram á þeirri braut fjölþjóðasamstarfs sem farið var inn á fyrir sextíu árum. Sömu pólitísku sjónarmið og þá eru enn í gildi. Endurmatið á því að leiða til nýrra skrefa á þeirri braut en ekki fráhvarfs.
Miklu stærri þjóðir en við telja sig ekki hafa bolmagn til að grundvalla utanríkisstefnuna á tvíhliða samskiptum og samningum. Aðalatriðið er að hrunið kallar á nýtt mat á stöðu okkar í alþjóðasamfélaginu. Það er í bestu samræmi við smæð okkar að velja leið fjölþjóðasamstarfs eins og aðrar fullvalda smáþjóðir í Evrópu hafa gert. Þess vegna á að leiða í ljós hvað samningar um Evrópusambandsaðild fela í sér."
Hvernig geta menn lagt að jöfnu landlukt land eins og td.Pólland ? Getur slíkt land með öll landamæri að öðrum ríkjum rekið óháða utanríkisstefnu sbr.1939? Getur það verið með sjálfstæða mynt þegar landamærin eru opin fyrir flutningi fjármagns og fólks eins og er eftir hrun einræðisins?
Berum þetta saman við Ísland ? Er ástæða til að Pólland geti komið hingað, keypt Gullfoss og byrjað að virkja ? Þeir haf peninga til þess. Þjóðverjar geta farið til Póllands og keypt það sem þeir nokkurn veginn kæra sig um. Sígaunar frá Rúmeníu geta sest að í Póllandi hindrunarlaust. Tæknilega geta þeir það líka á Íslandi samkvæmt því sem við höfum undirgengist.En af einhverjum ástæðum vilja þeir heldur vera annarsstaðar en hér.
Við veitum viðnám af því að við erum eyland og landamæri eigum við engin að öðrum ríkjum. Þess vegna er mörgum óskiljanlegt að við skulum hafa opin landamæri í Schengen en beitum ekki stjórnunarskynsemi eins og Bretar sem eru eyland eins og við.
Þorsteinn leggur okkur að jöfnu við landlukt land í mið-Evrópu. Við eigum að afsala okkur allri stjórn á eigin málum, fólksinnflutningi, fjármagni, auðlindum öðrum en fiskveiðiauðlind sem Þorsteinn telur samt undarlega sjálfsagt að sé í vörslu LÍÚ. Heilsteyptur hugsjónagrundvöllur Baugs og Samfylkingarinnar liggur þar hreinn fyrir.
Að leggja að jöfnu NATO og Evrópubandalagsaðild er þvílíkt áróðursbragð að engu tali tekur. Það er mikilvægt að fólk átti sig á þeirri hættu sem stafar af áróðursmaskínu Samfylkingarinnar í birtingarmynd Baugsveldisins og þeirra mann sem þeir heilla til fylgis við sig.
Þessi málflutningur er svo grímulaus að mikilvægt er að menn láti segja sér þetta þrim sinnum : Smæð okkar krefst þess að við alhæfum stöðu okkar útfrá verulegu landluktum þröngbýlum ríkjum í Evrópu og semja okkur að þeirra lífsháttum. Afhenda þeim okkar forræði undir yfirskyni alþjóðasamstarfs eins og NATO.
Eru ekki fleiri ríki utan Evrópubandalagsins en eru í því ? Er miðja heimsins í Brüssel ?
Við Íslendingar erum í öfundsverðri stöðu ef grannt er skoðað og við berum gæfu til að ráða okkar málum.Frekar fámenn þjóð, þó hún sé þegar of fjölmenn, í ríku landi. Getum ráðið okkur sjálf. Getum haft þann gjaldmiðil sem okkur sýnist eins og við höfðum fyrir hrunið þegar allir gátu átt og notað þann gjaldmiðil sem þeim sýndist enda eru peningar aðeins milliliður allra milliliða.
Menn eins og Þorsteinn Pálsson, (sem ég akkúrat núna að hlusta á í útvarpinu enda er alltaf verið að tala við sama fólkið í fjölmiðlum) reyna að koma því inn hjá okkur að ástandið núna sé framtíðin. Svo er ekki, Miklu fremur var ástandið á Davíðstímanum eins og það getur verið.Næg atvinna, frjáls atvinnustarfsemi. En vegna lélegrar stjórnunar í peninga og bankamálum þá fór allt úr böndunum. Stjórnmálastéttin og hennar gæðingar brugðust gersamlega enda Alþingi ólýðræðislega kjörið og getur illa tekið nema þröngsýnar hreppapólitískar ákvarðanir. Því fór mun verr en þurfti að fara.
En spilið er langt frá því tapað. Þrátt fyrir að markmið Samfylkingarinnar kunni að vera þau, að stefna Íslandi inní þvílíka kreppu að fólk gefist upp og samþykki Evrópubandalagsaðild.Til þess hafi þeir hentuga bandingja sem er afturhaldsflokkurinn VG, flokk sem er á móti allri atvinnustarfsemi sem er ekki byggð á handavinnu lítilla eininga. Slíkir draumórar eru nú langt komnir með að setja Íslendinga aftur um árafjöld í lausn kreppunnar og þarf ekki að fjölyrða um það.
Til þess að leysa Ísland úr álögum þarf að losna við Icesave vandamálið og losna við gjaldeyrishöftin. Það gæti kostað snöggt tímabundið gengishrun en það myndi ganga til baka jafnhratt. Krónan mun eftir það geta bjargað okkur út úr vandanum mun fyrr en td.Grikkjum, Írum og Spánverjum stendur til boða.
Ég held að Íslendingar sem velta fyrir sér Evrópubandalagsaðild þurfi að íhuga að hversu miklu leyti sú afstaða grundvallast af uppgjöf fyrir spillingunni sem allstaðar blasir við núna og getuleysi stjórnmálamanna okkar til að koma böndum á hana og að hve miklu leyti af þeim afleiðingum Evrópusambandaðildar og Evruupptöku sem við blasa í þeim fyrrnefndu löndum.
Viljum við skipta?
Athugasemdir
Vönduð grein og greining á stöðunni.
Samfylkingin bindur vonir við þennan mann sem virðist hafa svipaða sýn og Þórólfur Matthíasson.
Sennilega þekkir enginn núlifandi Íslendingur fiskveiðistefnu ESB betur en vinur okkar Jón fiskur sem hefur flutt mál Skota og Íra á Evrópuþinginu. Hann hælir ekki kvótakerfinu en hefur þó sagt að færum við í ESB færum við úr "öskunni í eldinn".
Sigurður Þórðarson, 14.2.2010 kl. 17:25
Nú ruglar þú Halldór. Þú segir að Þorsteinn Pálsson boði það að fiskveiðiauðlindin sé best fyrirkomið í vörslu LÍÚ.Fiskveiðiauðlindin er ekki og hefur aldrei verið neitt sérstaklega í vörslu LÍÚ þótt þú og aðrir boðberar þjóðnýtingar séu með þann áróður.Hingað til hafa það verið sjómenn sem veitt hafa fiskinn á Íslandsmiðum allt frá landnámi og hafa átt hlut í honum á móti þeirri útgerð sem átt hefur skipið.Það ákveður enginn nema sjómaðurinn hvar er veitt.Þess vegna munu sjómenn aldrei kingja því að ríkisaðallinn sem er að því sem næst öllu leyti staðsettur á höfuðborgarsvæðinu ræni sjómenn fiskimiðunum.Þú ert vel staðsettur í Samfylkingunni og VG með þín þjóðnýtingaráhugamál.
Sigurgeir Jónsson, 14.2.2010 kl. 17:36
Í deilunum um hver eigi fiskveiðiauðlindina virðist það hafa gleymst að sjómenn hafa aldrei viðurkennt eignarhald útgerðarmannsins á fiski sem er veiddur umfram eignarhald sjómannsins sem veiðir fiskinn.Það voru töluverðar umræður um þetta 1984 þegar kvótakerfið byrjaði og samþykktu þá sjómenn kerfið á þeim forsendum að þeir hefðu ekki afsalað sér þeim rétti að eiga hlut í auðlindinni.Með þeim kjarasamningum sem eru í gildi milli sjómanna og útgrðarmanna um hlutaskipti er þessi ráttur sjómanna viðurkenndur.Ef ríkið hirðir aflahlutdeildina sem það gerir ef fyrningarleiðin verður farin þá trúi ég ekki öðru en útgerðarmenn segi upp hlutaskiptasamningunum og setji sjómenn á önnur kjör,annars verður ekki hægt að gera út eftir að menn þurfa að bjóða í aflaheimildir hjá ríkinu í R.vík.Sjómenn sem eru á skipum sem eingöngu gera út á leigukvóta hafa í dag einn þriðja af því kaupi sem aflahlutdeildarskipin hafa í dag.
Sigurgeir Jónsson, 14.2.2010 kl. 17:50
Það má svo bæta því við að vinur Geira í Goldfinger var eitt sinn á fundi í Sandgerði og gretti sig þá mjög í kvótakerfið enda bróðir Kiddasleggju og er þá orðið stutt í þjóðnýtingaráhugann,hann var spurður hvort hann væri á móti byggðakvótanum alræmda, svar hans var að Kópavogur ætti að fá byggðakvóta og þagar hann var spurður hvers vegna var svar hans að það væri gott að búa í Kópavogi sem ég efast ekki um að sé satt enda hefur Kópavogur ekki en verið þjóðnýttur en verður kanski eftir næstu kosningar ef þjóðnýtingararmur Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi myndar meirihluta mað VG sem allt stefnir í.
Sigurgeir Jónsson, 14.2.2010 kl. 18:30
Ég tek undir sníða sér stakk eftir vexti á góða gamla grunninum þegar EU var full af nýlendu góssi [auðlindum] á mörkuðum: jöfn tækifæri allra einstaklinga til að sanna hæfni sína í þágu þjóðarheildarinnar um almenn gæðalífskjör á EU mælikvarða lávörunnar. Stétt með stétt.
Lítið EU með samsvarandi kostnaði innlands en á samkeppni grunni almennra fullvinnslu gæða innlands fyrst og síðan til útflutnings.
10.000 20 manna kostnaðarmikilli gæða fullfarmleiðslu og útflutnings rekstra fyrir tæki eru mikið betri 1000 200 manna fyrirtækja undir stjórn banka vaxtakostnaðar.
Miða útgáfu 30 ára fasteignveðbréfa miðað við eðlilega fólksfjölgun hæfra einstaklinga og eðlilegrar uppbyggingar um allt land á okkar eigin kostnað.
Ísland í mínum augum er eins og heimili allur kostnaður inná heimilinu sem er fjölskyldum meðlimum til lífsánægju er ekki hagsýni í að breyta í vexti. Kannski í augum fjárfesta. Segðum ávinningsfesta eða skuldfestara. Asninn verður fá að éta gulrótina þegar ferð líkur.
Júlíus Björnsson, 15.2.2010 kl. 21:19
Ég held að þér sé alltaf að fara fram í þessum pistlaskrifum Halldór minn.
Af hverju var ég ekki búinn að segja þetta allt?
Auðvitað er hann barnalegur þessi samanburður við þjóðir meginlandsins þar sem fjórir strákar míga í sama lækinn og fimmti strákurinn notar svo vatnið úr sama læknum í sturtunni. Engir tveir tala sama tungumálið; engir tveir af sama þjóðerni.
Það eru miklar líkur á því að þessir strákar eigi svo margt sameiginlegt að það sé skynsamlegt að leysa margþættan nágrannakryt og snúa bökum saman við að leysa sameiginleg vandamál þessara fimm þjóða með því að" sameina hreppa."
En ekkert af þessu á við hér á Íslandi.
Árni Gunnarsson, 16.2.2010 kl. 10:19
Eyland er Eyland með öllum sínum persónu og félagslegu kostum. Eyland byggir lífsgildi sín ekki á stórborglegum hagræðingarkostum.
Gæði hjá einum er kostnaður hjá hinum. Fjárfesting er að sama skapi skuldsetning.
Það var mjög gaman hér áður fyrir að skreppa erlendis til að meta kostina við eylands hagstjórnina. Eftir EES hagstjórnarregluverkið er þessi skemmtun ekki upp á marga fiska.
Júlíus Björnsson, 16.2.2010 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.