Leita í fréttum mbl.is

Vaxtatrúin

Það er útbreidd trú að vaxtastig hafi allt að segja hvort hagvöxtur verði í landinu eða ekki. Menn halda því fram að væru Íslendingar með annan gjaldmiðil í gangi en krónuna, þá væru hér alþjóðlegir vextir sem myndu verða til þess að allt færi hér á fulla ferð og kreppan hyrfi ens og dögg fyrir sólu.

Frændur okkar Danir eru með dönsku krónuna bundna við evruna. Hvað er með vextina hjá þeim ?

Gunnar Rögnvaldsson upplýsir eftirfarandi um vexti í Danmörku:

"Sæll Halldór og takk fyrir innlit 

Vextir á yfirdrætti hjá þessum banka og flestum öðrum bönkum í Danmörku eru á bilinu 9-21%.

Ef þú notar t.d. að staðaldri 50% af yfirdráttarheimildinni þá borgarðu 10-17% vexti. Ef þú ert alltaf í botni með kreditina þá borgar þú 9-16%.

Því lélegri pappír sem þú ert því hærri vexti þarftu að borga.

Innlánsvextir á þessum reikningi eru: 0,000% 

Verðbólga í Danmörku er næstum engin og stýrivextir seðlabanka Danmerkur eru 0,75% eða 0,25% lægri en hjá Brusselbankanum.  

Þetta  gildir fyrir venjulega launþega með bankareikning þar sem launin koma reglulega inn. 

Svo er líka fullt af smáu letri, gjöldum og smásníkjum ofaní þetta allt saman. "

Hér eru stýrivextir um 10 %. Verðbólgan líklega í sömu prósentu. Hér er hægt að leggja peninga inn í banka á vexti sem eru núna minni en verðbólgan. Verðtryggðar bækur eru líka til bundnar sem gefa jákvæða vexti. Það er hægt að geyma peninga á Íslandi án þess að þeir brenni. Víðast annarsstaðar er þetta ekki hægt.

Í Bandaríkjunum kostar að fá að geyma peningana á banka. Vextir eru engir eða örugglega minni en kostnaðurinn. Bandarískir bankar lána lítið út heldur braska sjálfir með innlánsféð. Afleiðingin er að atvinnulífið er í limbói.  Inndælingin frá Obama fór víst mest í bankana sjálfa en ekki til að örva efnahagslífið þegar upp var staðið.

Hvað þarf til að fyrirtæki vilji taka lán og leggi framkvæmdir ?

það þarf trú á framtíðina, það þarf trú á að fólkið eigi sér framtíð í landinu. Vilji búa í landinu, trúi á að atvinna verði fyrir hendi. Trúi því að landið sé staður þar sem börnin eigi framtíð aðra en atvinnuleysi og fátækt.

Hvernig er þetta hérna ? Vinstri grænir eru á móti hagvexti segja SI. Þeir vilja ekki orkuframkvæmdir. Þeir vilja kyrrstöðu. Þeir hafa miklu meiri áhuga á fjárhag bankanna og lífeyrissjóðanna  en fjárhag almennings og heimilanna. Þeir vilja skattleggja og eyða. Þannig er helmingur ríkisstjórnarinnar hugsandi. Þeir vilja semja strax um Icesave á hvaða kjörum sem er til þess að geta fengið lán fyrir næsta árs afborgunum hjá AGS.Fólk greiðir unnvörpum atkvæði með fótunum og flýr land.

Hinn helmingur ríkisstjórnarinnar virðist ekki  hugsa ekki neitt nema koma Íslandi í ESB. Skjaldborg um heimilin er slagorð sem fæstir trúa á lengur.

Okkur vantar forystu til að drífa okkur útúr kreppunni. Við verðum að fara í kosningar til að skerpa línurnar. Litlu tilraunaflokksbrotin sem halda núna nærri tíunda hluta þingmanna þurfa að hverfa inní aðra flokka. En fyrst og fremst vantar okkur fólk sem þorir að stíga fram og lofa aðgerðum. Aðgerðum sem þýða atvinnu. Með atvinnu kemur annað á eftir.

Okkur vantar forystufólk sem þorir að taka á þeim hryðjuverkahópum sem nú ryðjast fram með tugaprósenta kaupkröfur sér tl handa og enginn endir mun á sjá. Þessi hegðun einkaleyfisstétta er óþolandi við þessar aðstæður og verður að berja niður með afli ríkisins. Annars er jafngáfulegt að gefa út tilskipun um 20 % kauphækkun til allra í landinu, nema þeirra sem enga atvinnu hafa. Þetta var gert 1971 og kostaði tveggjaáratuga baráttu við verðbólguna. Það kapphlaup sem nú er að hefjast mun engan enda taka ef því verður hleypt á stað. Kennarar, ljósmæður, hjúkrunarfólk, læknar, opinberir starfsmenn. Skriðan er rétt að fara af stað.

Vaxtatrú og vantrú á gildi hagvaxtar leysir ekki vandamál þessarar þjóðar heldur eykur á vandann sem stöðugt safnast upp og verður æ erfiðara að koma af sér sem lengra líður frá.     

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hagvöxtur er eitt bullið í viðbót og passar ill inn í alþjóðaviðskipta hugtök.

Vöxtur gróft metinnar innlands framleiðslu hljómar í eyrum þroskaðra alþjóða aðila.

Íslendingar eiga að leggja áherslu á gæðaframleiðslu og þjónustu : vinsæl hjá þeim þroskuðu sem borga mest í reiðufé. Þá aukast verðmætin innland varnalega.

Við erum ekki nógu stór til að græða á því að lána [selja kaupa og selja kröfur] risaþjóðunum. Það er alþjóðleg staðreynd. Þar sem við getum ekki innheimt skuldirnar vegna lítils herafla, og innflutning er lítilfjörlegur svo erfitt er að beita feiknarstóra gagnaðila viðskipta þvingunum. Innflutningur minnkar ef almenningur eyðir öllu í vexti að mati t.d. AGS. Þá neyðumst við til að selja hænuna sem verpir eggjunum og útskúfa okkur úr samneyti við hina þroskuðu.

Developpment á alþjóða mælikvarði er uppvöxtur eða  uppvaxtarskeið frá  innri þroska þangað til alþjóðlegum þroska [maturity  er náð]. Maður vex og þroskast af sjálfum sér: Útlendingar hafa engan hag að því að láta okkur vaxa eða þroskast í framhaldi. Ofþroskaðir ávextir seljast illa þótt af geti sprottið ávextir. 

Kaupa lán hjá erlendu fjárfestum þegar við höfum efni á því og þá eigungis til að auka þjóðar tekjur á haus í gjaldmiðlum lánadrottna talið. 

Hætt að hafa okkur að fíflum í samskiptum við hina þroskuðu þegar við eru [ekki var metin] á uppvaxtarskeið á leið til þ-róunnar. Þ-ink about it. 

ÞoÞ [thoth] eða þóðð > Þjóð á ný íslensku var höfundur tungumálsforritsins hjá Egiptum líka.

Látið ekki heila-saurga ykkur.

Regluverk Þjóðverja og Frakka eru ekki gölluð, heldur forritin í kúpum ýmissa vanþroska aðila.  

Dómstólar EU staðfest það.

Júlíus Björnsson, 5.3.2010 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 3420155

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband