Leita í fréttum mbl.is

Kvenskörungur !

Ræða Margrétar Kristmannsdóttur á aðalfundi SVÞ vakti athygli mína. Ég má til að tilfæra hér nokkur atriði úr ræðu hennar. Þar kveður við svo miklu annan tón og heilbrigðari heldur en maður á að venjast frá fréttaflutningnum af Alþingi. Þaðan bylja sömu ræðurnar dag eftir dag án þess að nokkur niðurstaða fáist. Svo kemur þessi skýra rödd Margétar og segir okkur að snúa okkur að vandamálunum öll saman og hætta þessu kjaftæði. Hún vandar ekki Alþingi og þingmönnum kveðjurnar og raunar segir að fyrr muni frjósa í Helvíti heldur en að hjálpræði þjóðarinnar komi þaðan. Þingmennirnir beri hreinlega margir hverjir ekki skyn á atvinnulíf þjóðarinnar og séu því að karpa um hluti sem þeir hafi ekkert vit á. Almenningur verði að hrista af sér doðann og krefjast úrbóta.Þangað þurfi nýtt fólk því núverandi lið ráði hreinlega ekki við verkefnin.

Ég vil ljúka lofsorði á ræðu Margrétar. Við þyrftum að fá svona raddir niður á Alþingi en hlusta minna á þær grátkellingar sem þar vaða uppi af báðum kynjum.

 

"..........Ég vil sjá okkur öll - ríkisstjórnarflokkana, stjórnarandstöðuna, aðila vinnumarkaðarinsmiklu lausnamiðaðri á komandi vikum og mánuðum - leggja til hliðar óþarfa karp þvímikilvægast er að koma hreyfingu á hlutina.

 

Það eitt skiptir máli enda hef ég sagt þaðáður að núverandi kyrrstaða og neikvæð umræða er að gera þjóðina andlega þunglynda -og á því bera íslenskir stjórnmálamenn stærsta ábyrgð - hvar í flokki sem þeir standa.Stjórnmálamenn ættu að eyða minni tíma i - oft innihaldsrýrt karp í ræðustól og fjölmiðlum - í þeim tilgangi að stimpla sig tímabundið inn í misskildum vinsældarkosningum. Þeir ættu margir að tala minna og gera meira og ná samstöðu umað leysa málin.

 

Mér hefur stundum dottið í hug að eina ráðið væri að koma á sama verklagi og þegar nýr páfi er valinn - þ.e. að loka málsaðila inni og hleypa þeim ekki út fyrr en reykjamerki berst frá Alþingishúsinu - sem tákn um sameiginlega lausn. Og ef stjórnmálamenn gyrða sig ekki í brók fljótlega hlýtur þjóðin að gera kröfur um að þeirendurnýi umboð sitt - og í því ferli eiga margir þingmenn að fá falleinkunn – bæði í stjórn og stjórnarandstöðu.

 

En það er kannski ekki að undra að íslenskir atvinnurekendur hafa haft sig lítið í frammi undanfarna mánuði - enda það viðskiptalíf sem helst var talað um hér fyrir nokkrum mánuðum að stærstum hluta hrunið. Við höfum því verið beygðir - látið lítið fyrir okkur fara á meðan að umræðan í þjóðfélaginu hefur verið á þá leið - að atvinnurekendur séuglæpamenn að stærstum hluta. Það voru jú þeir sem ásamt bankamönnunum komuokkur í þessa skelfilegu stöðu - og þetta tal höfum við látið yfir okkur ganga. Við höfum ekkert sagt þegar allir hafa heimtað “nýtt viðskiptasiðferði” á Íslandi - sjálfsagt skammast okkar eitthvað fyrir að tilheyra sömu stétt og hinir svokölluðu útrásarvíkingar og skort ákveðið sjálfstraust til að malda í móinn.

 

En nú er mál að linni - enda þurfa langflestir sem starfa í íslensku viðskiptalífi ekki að sitja undir því - að þeir séu með lélegt siðferði.Þeirra siðferði hefur allan tímann verið í lagi og þarfnast ekki endurnýjunar við.Staðreyndin er að íslenskir atvinnurekendur eru upp til hópa heiðarlegt og harðduglegt fólk sem vakir yfir fyrirtækjum sínum frá morgni til kvöld, 365 daga á ári. Við erum hins ekki gallalaus og gerum mistök eins og aðrir, og það skal viðurkennt hér að þaðspretta engir englavængir út á mér þegar ég fer úr jakkanum á kvöldin - ég hef mína galla,en nýtt siðferði þarf ég ekki. Og það á sennilega við okkur flest hér inni.Í okkar hópi hafa menn hins vegar orðið uppvísir að því, að fara út fyrir bæði skráðar og óskráðar reglur - hversu langt út fyrir er nú til rannsóknar og bíður þessara manna mikilglíma við réttarkerfið á komandi mánuðum og árum.

 

En við búum sem betur fer íréttarríki þar sem þessi málefni munu fá faglega meðhöndlun og það er hvorki okkar né dómstóls götunnar að kveða upp dóma. Niðurstaða í þessum málum mun væntanlega ekki skýrast fyrr en að töluverðum tíma liðnum - og á meðan verðum við hin að horfafram á við og huga að framtíðinni. Þessir aðilar eru hins vegar lítið brot af íslenskum atvinnurekendum og við eigum ekki að leyfa þeirri umræðu að blómstra - jafnvel í sölum Alþingis - að íslenskt viðskiptalíf þurfi á einhverri siðferðishreinsun að halda. Það ermeð þetta eins og brennivínið og alkana - sumir kunna ekki með áfengi að fara og aðrir geta ekki rekið fyrirtæki - en mikill meirihluti fólks getur gert báða þessa hluti og þarf hvorki að fara í meðferð né í gegnum sérstakan hreinsunareld.

 

Íslenskir atvinnurekendur eiga nú sem aldrei fyrr að rétta úr bakinu og bera höfuðið hátt og vera stoltir af sínumfyrirtækjum sínum sem veita um 110.000 manns atvinnu - flestir við ytri skilyrði sem eiga fáa sína líka. Það verður hins vegar að tryggja með öllum ráðum að svipað hrun geti aldrei átt sér stað aftur - og verður atvinnulífið að styðja löggjafann með öflugum hætti íþeirri vegferð.......

 

Það er einkum tvennt sem brennur á atvinnurekendum í sambandi við bankana. Í fyrstalagi verður að tryggja að fyrirtæki sem eru í eigu bankanna nái ekki samkeppnisforskoti á önnur fyrirtæki með því að njóta betri kjara eftir yfirtöku en öðrum býðst. Fyrirtæki sem tekið er yfir verður að byggja verðlagningu hjá sér á þeim grunni að það borgi t.d. vexti sem aðrir borga, borgi af lánum, yfirdrætti en njóti engra vildarkjara innan bankanna sem samkeppnisaðilum þeirra sem enn eru út á markaðinum standa ekki til boða. Það eralgjört lykilatriði að yfirteknum fyrirtækjum sé ekki með neinum hætti gert auðveldara að keppa við keppinautana en fyrir yfirtöku.

 

Kæru félagar - ég get ekki endað mál mitt án þess að minnast sérstaklega á einkarekna heilbrigðisþjónustu - sem að miklu leyti er innan okkar raða. Þetta er að stærstum hluta sú heilbrigðisþjónusta sem rekin er utan stóru spítalanna - heilbrigðisþjónusta sem við flest sækjum oft á ári enda fær einkarekin heilbrigðisþjónusta um 480.000 komur á hverju ári og þar eru framkvæmdar um 16.000 skurðaðgerðir. Í dag er þessi hluti um 4% af heilbrigðisútgjöldum hins opinbera og er t.d. mun lægri en í þeim löndum sem við berumokkur helst saman við. Í Noregi er þessi hlutur 18%, í Svíþjóð 20% og í Danmörku 25%

 

Um þessar mundir er verulega vegið að þessum þætti í heilbrigðisþjónustunni og eru gerðar miklu meiri kröfur um niðurskurð hjá þessum einkareknu aðilum en inni áopinberu stofnunum. Er reiknað með að niðurskurðarkrafan sé rúm 30% hjá einkageiranum á meðan hann er um 5-7% hjá hinu opinbera.Þetta væri kannski í lagi ef þetta væri skynsamleg leið - en staðreyndir tala allt öðru máli.Einkareknu stofurnar eru að sinna sínum hluta heilbrigðiskerfisins á mun ódýrari hátt engert er inni á spítölunum og það á að skipta okkur skattgreiðendur máli.

 

Í úttekt sem OECD gerði hér á landi fyrir 2 árum var niðurstaðan sú að íslenskt heilbrigðiskerfi væri mjög gott - en of dýrt. Mat stofnunin það svo, að veita mætti ámóta þjónustu þó að kostnaðurinn væri skorinn niður um allt að 40% Og munar um minna!Hins vegar stýrir nú heilbrigðisráðuneytinu ráðherra sem lýsti því nýlega yfir á Alþingi að hann væri á móti einkarekinni heilbrigðisþjónustu - en virðist með þeim orðum vera að misskilja út á hvað einkarekin heilbrigðisþjónusta gengur. Með einkarekinni heilbrigðisþjónustu er ekki stefnt að stéttarskiptri heilbrigðisþjónustu eins og við t.d.þekkjum frá Bankaríkjunum - þar sem efnameiri einstaklingar geta keypt sér betri heilsuen þeir efnaminni.

Því þrátt fyrir ólíkar stjórnmálaskoðanir munum við Íslendingar seint sætta okkur við annað en að allir hafi jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og menntakerfi óháð efnahag.Einkarekin heilbrigðisþjónusta gengur einfaldlega út á það að hið opinbera kaupi heilbrigðisþjónustuna af þeim aðilum sem geta gert hana á hagkvæmasta og ódýrasta háttinn. Ef ódýrara er að framkvæma t.d. ýmsar speglanir eða skurðaðgerðir á einkareknu stofum í staðinn fyrir að gera það inn á dýru hátæknisjúkrahúsi eiga þessaraðgerðir að fara fram á einkareknu stofunum. Að segjast vera á móti einkarekinniheilbrigðisþjónustu eða öðrum einkarekstri er misskilin hugmyndarfræði. En sýnirkannski ekki síður mikla vanvirðingu fyrir því skattfé sem ráðherra er falið....."

Það er hreinlega orðið algert forgangsatriðið að atvinnumálum þjóðarinnar verði farið að sinna og þessum skattidjótum og kommúnistum sem vaða uppi á Alþingi og drepa alla vitræna umræðu í dróma, verpi fækkað. Til þess þarf nýjar kosningar þar sem nýtt gildismat verður lagt á málflutning stjórnmálamanna sem þangað viðja fara og þeir svari því áður en þeir eru valdir þangað hvað þeir ætli að standa fyrir.

Bravó Margrét Kristmannsdóttir, áfram með þig.!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Mjög þarft innlegg. Bestu þakkir.

Sigurður Þorsteinsson, 11.3.2010 kl. 21:46

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Tek undir með þér Halldór, er stolt af vinkonu minni Margréti, enda stendur hún fyllilega undir hverju einasta orði og liggur sæmilega hátt rómur!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 12.3.2010 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3420148

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband