Leita í fréttum mbl.is

Hvað segir Loftur Altice?

Loftur Altice Þorsteinsson skrifar skynsamlega grein í Morgunblaðið um Icesave í dag. Mig langar að undirstrika hvernig hann skilgreinir innistæðustryggingasjóðina í Bretlandi og Hollandi. Mér er ekki grunlaust um að það sé verið að blanda saman ríkissjóði Íslands og þeim sjóðum sem eeru í hlutverki innistæðutryggjenda. Loftur segir m.a.:

......"Í samræmi við fyrirmæli Evrópusambandsins eru starfandi innistæðutryggingasjóðir í Bretlandi og Hollandi. Icesave-útibú Landsbankans greiddu full iðgjöld til þessara sjóða, eins og aðrir bankar í þessum löndum. Innistæðueigendur í Icesave-útibúunum nutu því fullra innistæðutrygginga, sem merkir sömu lágmarkstryggingar og þeir hefðu fengið hjá öðrum bönkum. Í Bretlandi nefnist tryggingasjóðurinn FSCS (Financial Sevices Compensation Scheme) og lágmarksbætur til hvers einstaklings (ekki reiknings) eru £50.000. Í Hollandi nefnist tryggingasjóðurinn DNB (De Nederlandsche Bank) sem er seðlabanki Hollands og lágmarksbætur til hvers einstaklings eru 100.000.Í báðum tilvikum eru upphæðirnar langt umfram þær 20.887 sem Evrópusambandið hafði ákveðið sem lágmarkstryggingu og Tilskipun 94/19/EB er því uppfyllt með þessum tryggingum. Þess má geta að Icesave-kröfur Bretlands og Hollands virðast vera nálægt 10% af hreinum eignum tryggingasjóðanna.

 

 

Greiðslu iðgjalda til trygginga-sjóðanna í Bretlandi og Hollandi er hagað með örlítið öðru móti en hér á landi. Hérlendis er gert ráð fyrir greiðslu peninga að loknu hverju rekstrarári, en í Bretlandi og Hollandi fer greiðslan fram i formi skuldabréfa, sem innheimt eru þegar tryggingasjóðirnir hafa þörf fyrir fjármagn. Bankarnir eru því með iðgjöldin í sínum rekstri og ef engin áföll verða greiðast iðgjöldin aldrei. Þegar greiðslufall varð hjá Icesave-útibúunum bar tryggingasjóðunum að greiða út tryggingarnar og það var gert í samræmi við lög og reglur.

 

 

Til að fjármagna greiðslurnar voru fengin lán hjá seðlabönkum landanna. Jafnframt var hafin innheimta á skuldabréfum í eigu sjóðanna og stendur hún yfir. Þegar innheimt hefur verið frá bönkunum fá seðlabankarnir sína fjármuni til baka með vöxtum. Tryggingabætur vegna Icesave-útibúanna koma því á endanum frá starfandi bönkum í Bretlandi og Hollandi. Staðan er því sú, að ríkisstjórn Íslands hefur gert samning við ríkisstjórnir nýlenduveldanna um að greiða fúlgur fjár inn í ríkissjóði þessara landa. Haft er að yfirskyni að þetta séu bætur til innistæðu-eigenda í Icesave-útibúum Landsbankans. Ekkert getur verið fjær sannleikanum, því að starfandi bankar í Bretlandi og Hollandi eru nú þegar byrjaðir að greiða tryggingasjóðunum þær bætur sem þeir greiddu. Bankarnir eru að greiða tryggingasjóðunum gömul iðgjöld, sem nú koma til innheimtu. Fullkomnir forsendubrestir eru því á Icesave-samningunum og bara af þessari ástæðu einni er nauðsynlegt að Alþingi afnemi lögin 96/2009 samstundis. Jafnframt verður ríkisstjórnin að gefa yfirlýsingu um að Icesave-samningarnir hafi verið gerðir á röngum forsendum. Icesave-deilan er í raun einn stór misskilningur og þjóðarheiður krefst þess að íslensk stjórnvöld geri umheiminum grein fyrir þessari stöðu. "


 

Er Steingrimur okkar og margir fleiri ekki haldnir  einhverri meinloku varðandi Icesave ? Þetta sé bara allsekki svona að íslenska ríkið sé í ábyrgð.

Ég held að það sé rétt að hlusta grannt á Loft Altice og spyrja sig hvort hans rök eigi ekki erindi inn í málið ?.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Flest hugsandi fólk veit að það á ekki að borga skuldir og þjófnað nágranna sinna Þetta hefur verið á kristal tæru frá fyrstu hendi eingin af ráðamönnum þjóðarinnar eru þjóðhollir þjóð sinni Það er kanski ljótt að segja það en þau hafa ekki gefið  þjóð sinni annað en fingurinn.Nema Hr Ólafur Ragnar Grímsson forseti.

Jón Sveinsson, 19.3.2010 kl. 16:43

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Veit ekki alveg með skynsemina í þessu hjá Lofti þar sem hann fer ekki rétt með. Á www.thjodaratkvaedi.is segir:

Landsbanki Íslands hf. rak útibú í Bretlandi og Hollandi.  Stofnað var til þessarar starfsemi á grundvelli laga nr. 161/2002.  Útibú banka, sem eru staðsett í öðrum ríkjum, eru undir ákveðnu eftirliti stjórnvalda í heimaríki bankans. Bankinn bauð viðskiptavinum sínum að leggja inn á reikninga sem nefndir voru Icesave.  Byrjað var að taka við innlánum í Bretlandi í október 2006 og í Hollandi í maí 2008. Greitt var í Tryggingarsjóðinn á Íslandi, heimaríki bankans, vegna þessara reikninga. Þessu er á annan veg farið þegar banki stofnar dótturfyrirtæki í öðru ríki.  Þá ábyrgist tryggingarsjóður þess ríkis innstæðutryggingar reikningseigenda

Þannig að Landsbankinni greiddi ekkert í Breska innistæðutryggingasjóðinn vegna þess að Icesave var útibúi ekki dótturfélag. Og útibúi greiða í Trygginarsjóði heimalands bankans.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.3.2010 kl. 22:46

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Magnús Helgi,

Loftur segir:

"Í samræmi við fyrirmæli Evrópusambandsins eru starfandi innistæðutryggingasjóðir í Bretlandi og Hollandi. Icesave-útibú Landsbankans greiddu full iðgjöld til þessara sjóða, eins og aðrir bankar í þessum löndum. Innistæðueigendur í Icesave-útibúunum nutu því fullra innistæðutrygginga, sem merkir sömu lágmarkstryggingar og þeir hefðu fengið hjá öðrum bönkum. Í Bretlandi nefnist tryggingasjóðurinn FSCS (Financial Sevices Compensation Scheme) og lágmarksbætur til hvers einstaklings (ekki reiknings) eru £50.000. Í Hollandi nefnist tryggingasjóðurinn DNB (De Nederlandsche Bank) sem er seðlabanki Hollands og lágmarksbætur til hvers einstaklings eru 100.000.Í báðum tilvikum eru upphæðirnar langt umfram þær 20.887 sem Evrópusambandið hafði ákveðið sem lágmarkstryggingu og Tilskipun 94/19/EB er því uppfyllt með þessum tryggingum. Þess má geta að Icesave-kröfur Bretlands og Hollands virðast vera nálægt 10% af hreinum eignum tryggingasjóðanna. "

Er þetta ekki rétt ?

Halldór Jónsson, 19.3.2010 kl. 23:06

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ja, við þetta má td. gera tvær veigamiklar athugasemdir:

1.  Þetta hefði átt að segja sjöllum (þ.e. sjálfum sér)  haustið 2008 en ekki dúkka upp með þessa snilli núna eftir dúk og disk.  Þá hefðu þeir Árni, Geir og Baldur ekki framið umrætt glappaskot !

2. LB var aðili að svokallaðri Top-Up tryggingu í bretlandi.  þ.e. greiddi bæði til TIF og UK sjóðs í hlutfalli sem til féll eftir atvikum.  Hvort eins var í Hollandi hef eg reyndar aldrei fengið alveg á hreint en er helst á ekki og miklu lægra hlutfall var yfir 20.000 evrur á reikningum í Hollandi en í UK (sem bendir til, finnst mér, sem ekki hafi verið umfram trygging í Hollandi - en skal samt ekki alveg fullyrða það.)

þýðir bara ekkert að láta svona.  Ísland ber ábyrgð á lágmarkinu um 20.000 evrum per tryggðan reikning og marg búið að samþykkja það í bak og fyrir og einnig í kross enda eins borðleggjandi og nokkur hlutur getur verið bæði laga og siðferðilega.

Þegar B&H greiða út umræddar skuldbindingar til viðkomandi aðila - þá yfirtaka þeir einfaldlega kröfur viðkomandi.  Ekki flókið og alveg fyrirséð framvinda eins og td. Stefán Geir Þórisson hrl. benti strax á að mundi gerast.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.3.2010 kl. 23:59

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Aumingja Halldór að fá þá Ómar Bjarka og Magnús Helga í heimsókn. Þessir kjánar hafa farið með sömu vitleysuna í 12 mánuði eða meira. Um þau atriði sem þeir félagar eru að bulla hef ég skrifað nokkur blogg og venjulegt fólk skilur rök mín ágætlega. Hér eru nokkrar slóðir:

05.03.2010: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/1026366/

09.03.2010: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/1028387/

19.03.2010: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/1032220/

20.03.2010: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/1032619/    

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.3.2010 kl. 18:27

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Loftur, 

 

það er umferð af allskyns spekingum á þessu bloggi.Þeir krydda tilveruna með því sem þeir halda fram, sam hvort það er vitlaust eða ekki. Við verðum líka að hlusta á ríkisstjórnina bulla dag eftir dag um það sem við teljum tóma vitleysu, sem hinsvegar  þessir tveir lofsyngja og þykjast trúa.

 

En ég sló upp á færslunni hjá þér og mér finnst að þetta sé soleklart : 

 

"Staðreyndin er sú að Icesave skuldbindingar erlendra tryggingasjóða koma Íslendingum ekkert við. Þessir erlendu tryggingasjóðir eru fjármagnaðir af bönkum í Bretlandi og Hollandi. Ríkisábyrgðir á tryggingasjóðum eru beinlínis bannaðar, af regluverki Evrópusambandsins. Tryggingasjóðirnir fengu full iðgjöld frá Icesave-útibúum Landsbankans, eins og aðrar bankastofnanir í þessum löndum. Þess vegna ber þeim skylda til að greiða reikningseigendum fullar bætur.

 

Innistæður í Icesave-reikningunum voru í Bretlandi tryggðar hjá FSCS (Financial Sevices Compensation Scheme) og bóta-upphæðin var £50.000. Í Hollandi voru innistæðurnar tryggðar fyrir €100.000 hjá DNB (De Nederlandsche Bank) sem er seðlabanki Hollands. Í báðum tilvikum eru upphæðirnar langt umfram þær €20.887 sem Evrópusambandið hafði ákveðið sem lágmarks tryggingu."

Ég spyr hvort Magnús Helgi   og Ómar Bjarki segi þetta vera vitleysu ? Og geti komið með rök en ekki hávaða. Ég bara spyr, því ég trúi því að þetta sé sannleikurinn sem við eigum að standa á.

Hafðu þökk yfir Herr Kollege Loftur fyrir þína einbeittu málafylgni í þessu lífshagsmunamáli þjóðarinnar. Við þurfum fleiri einbeitta menn eins og þig.

Halldór Jónsson, 20.3.2010 kl. 21:39

7 Smámynd: Elle_

Já, það er crystal klart, Halldór, íslenska ríkið hefur aldrei verið ábyrgt fyrir Icesave. 

Elle_, 21.3.2010 kl. 00:59

8 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Það er EKKI "Ísland [sem] ber ábyrgð á lágmarkinu um 20.000 evrum [rétt: 20.887 evrur] per tryggðan reikning," eins og Ómar Bjarki fullyrðir eins og óuppfræddur kjáni, heldur Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta (TIF), sem er EKKI = Ísland, EKKI = íslenzka ríkið né ríkissjóður, EKKI = íslenzkir skattborgarar, heldur sjálfseignarstofnun sem hefur viðurværi sitt af árlegum iðgjöldum banka og annarra fjármálastofnana.

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 21.3.2010 kl. 01:01

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Halldór, ég vona að mér fyrirgefist að setja hér inn fremur langar útskýringar.

 

Ég hef oft furðað mig á því skilningsleysi sem hrjáir Ómar Bjarka. Ég er ekki einn um að hafa mánuðum saman reynt að koma honum í skilning um, að í kapitalisku efnahagskerfi eins og okkar, þá fylgir ábyrgð eigarétti. Pétur Blöndal hefði orðað þetta þannig, að hver hirðir gætir eigin fjár.

 

Í samræmi við þessa kapitalisku reglu, bera flestar efnahags-einingar afmarkaða ábyrgð á sjálfum sér og takmarkaða ábyrgð á öðrum en sjálfum sér. Þannig er með ríkissjóði landa, seðlabanka og innistæðu-tryggina-sjóði. Ef fjármagn er fært á milli þessara efnahags-eininga, þá er það bókfært sem skuld á einum stað og jafnstór eign á öðrum.

  

Þótt Seðlabankinn sé gamaldags ríkisstofnun, sem á fátt sameiginlegt með kapitalisma, gilda samt kapitaliskar bókhaldsreglur um bankann. Bankinn er aðskilinn frá ríkissjóði, hann ber takmarkaða ábyrgð á öðrum, ábyrgð bankans er afmörkuð við hann sjálfann. Sama gildir um Tryggingasjóðinn TIF og það í enn ríkari máli. Ástæðan er regluverk Evrópusambandsins, sem bannar ríkisábyrgðir á innistæðu-trygginga-kerfum.

 

Ef iðgjöld TIF hrökkva ekki fyrir bótagreiðslum sem fallið hafa á sjóðinn, er ekki um annað að ræða en lýsa yfir greiðslu-þroti hans. Ef um er að ræða léttar byrðar kæmi til álita að ríkissjóður hlypi undir bagga með eingreiðslu, en alls ekki langvarandi skuldbindingu. Einnig kæmi til greina að hækka iðgjöld þeirra banka sem tryggja hjá sjóðnum. Í stórum dráttum gildir hin kapitaliska regla um afmarkaða ábyrgð á sjálfum sér og takmarkaða ábyrgð á öðrum.

 

Það er rétt sem Ómar Bjarki segir hér fyrir ofan, að Landsbankinn/Icesave greiddi bæði til Íslendska tryggingasjóðsins TIF og þess Bretska FSCS. Þessir sjóðir eru óháð tryggingafélög, nema þau semji um einhverja gagnkvæmi eða samstarf. Icesave var því með óháðar tryggingar í báðum sjóðum og og naut fullrar tryggingaverdar hjá þeim báðum, 20.887 Evrur hjá TIF og 50.000 Pund hjá FSCS. Nafngiftin “top-up” er villandi, vegna þess að tryggingar sjóðanna eru óháðar og óskilyrtar. Þetta kemur skýrt fram í svari sem ég fekk frá fjármáleftirlitinu Bretska FSA, en þar segir:

 

We confirm that the FSCS will pay compensation to the maximum limits, irrespective of the size of the levy paid to them.

 

Málið ætti nú að liggja ljóst fyrir. Ekkert vandamál var fyrir FSCS að greiða hverjum reikningseiganda í Icesave það sem þeim sjóði bar, það er að segja 50.000 Pund. Innistæðueigendur eiga engar kröfur á einstaka sjóði, heldur á trygginga-kerfið í heild. Þetta merkir að eini hugsanlegi kröfuhafi vegna trygginga-bótanna sem greiddar hafa verið til reikningseigenda hjáIcesave, er FSCS. Þessi sjóður á hugsanlega einhverjar kröfur á TIF og um þær fer þá í samræmi við samninga á milli sjóðanna.

 

Að Ríkissjóðir Bretlands og Hollands eigi einhverjar kröfur á ríkissjóð Íslands vegna Icesave útibúanna er alger fjarstæða. Aðili sem engan skaða hefur borið getur ekki eignast kröfu á hendur aðila sem enga ábyrgð ber.  Icesave-kröfurnar eru því gamaldags aðferðir nýlenduvelda til að sölsa undir sig eignir annara, í okkar tilviki með efnahagsstríði.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 22.3.2010 kl. 10:18

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Loftur, hafðu heila þökk fyrir þetta. Ég held að þessi rök fari nú langt að slökkva á margri ranghugmyndinni um ábyrgðarsköpun íslenska ríkisins vegna athafna Landsbankans í þessum löndum. Ég trúi þer allavega betur en þeim öðrum sem hafa blandað sér í umræðuna á þessari síðu.

Bara nafnið eitt, the National bank of Iceland held ég að hafi farið langt bæði að skapa bankanum meiri tiltrú en hann átti skilið í útlöndum og að koma því inn hjá almenningi í þessum Icesave löndum að íslenska ríkið stæði að þessum banka.

En þá voru nú ýmsar raddir hér innanlands sem sögðu að tengsl Landsbanka Björgólfanna við aðila í Rússlandi væru með ýmsum hætti sem ekki hentaði að tala um upphátt. Einhvernveginn datt þetta tal allt niður með vaxandi góðgjörðum og flottheitum. Skyldi allt stóra dæmið vera uppgert þó yfirborðð sé eins og það er? Sumir tapa ekki peningum án þess að gera eitthvað í því.

Halldór Jónsson, 24.3.2010 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband