Leita í fréttum mbl.is

Goslimbó?

Það er eins og gosið hafi dreift huga þjóðarinnar svo rækilega frá  krepunni að hún sé bara horfin.Ríkisstjórnin batnar dag frá degi af þ´ví enginn man lengur seftir henni. 

Morgunblaðið vekur þó athygli á staðreyndum í leiðara í dag. Þar segir m.a.:

" Morgunblaðið hefur vakið athygli á þeim vanda sem nú er uppi og snertir forsvar og eignarhald banka á fyrirtækjum sem eru í viðkvæmri samkeppnisstöðu. Mörg dæmi hafa verið nefnd til sögunnar og hefur Morgunblaðið gert nokkrum þeirra skil. Framganga Arion-banka í málefnum Haga og tengdra fyrirtækja hefur vakið mikla furðu og vaxandi vantraust á þeirri stofnun og stjórnendum hennar, enda er það mál með miklum endemum og skýringar og afsakanir bankans hafa ekki haldið vatni. Þótt segja megi að það mál skeri sig úr þá eru mörg önnur á ferðinni sem einnig er óþolandi að látin séu viðgangast. Menn horfa auðvitað mjög til samkeppnisyfirvalda vegna þessa enda lög til þess að þau grípi inn í. Það má vel vera að Samkeppniseftirlitið telji sig hafa óþrjótandi tíma til að fást við mál af þessu tagi og þau eru vissulega vandmeðfarin, en þau fyrirtæki sem búa við hina skekktu samkeppnisstöðu geta ekki gefið sér tíma. Klukkan gengur á þau.Þekkt er setningin »aðgerðin heppnaðist fullkomlega en sjúklingurinn dó«. Það má vel vera að samkeppnisyfirvöldum muni að lokum takast að koma þessum volaða þætti samkeppnismála í skaplegri farveg, en fyrirtækin sem borið hafa skaðann af ástandinu misserum og brátt árum saman kunna þá að vera komin í stöðu sjúklingsins í dæminu að framan, eða að minnsta kosti hafa þá þegar hlotið mikinn og óbættan skaða.

 

Eignarhald viðskiptabankanna þriggja sem eftir standa eftir endurskipulagningu er mismunandi. Einn er í eigu ríkisins og hinir tveir í eigu aðila sem áhöld eru um hverjir séu, svo ótrúlegt sem það nú er. En hið ólíka eignarhald hefur ekki breytt neinu um það vandamál sem reifað er hér. Lítill vafi er á að samkrull bankanna og yfirtekinna fyrirtækja og fyrirtækja í gjörgæslu þeirra og því miður í sumum tilfellum óboðleg nálgun þeirra hefur stórskekkt samkeppnisstöðu fjölmargra fyrirtækja og þannig þegar valdið miklum skaða, sem fara mun vaxandi. Gjarnan er sagt að bankarnir séu með þessari framgöngu sinni að »hámarka« það sem þeir geta fengið upp í kröfur og þar með minnka afskriftaþörf. Þeim sé nauðugur sá kostur. Það er auðvitað þáttur sem horfa verður til, en það breytir ekki hinu, að bankarnir mega ekki misnota yfirburðastöðu sína í þeim tilgangi og vinna um leið samkeppnisaðilum yfirtekinna fyrirtækja þung högg. "

Það er líklega gosið sem veldur því að almenningur lætur það yfir sig ganga að útrásarvíkingum séu bara afhent öll völd til baka af bönkunum. Ætli þeir eigi þá ekki ekki bara sjálfir? Allt á sama stað

Goslimbóið gerir gott úr öllu.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband