Leita í fréttum mbl.is

Charlie Brown ?

"Sæll Steingrímur,
 
Ég hef lengi orðið að búa við það, að ráðamenn landsins hafa gefið sér niðurstöðu í málum sem að mér snúa. Í átta ár virtust stjórnarherrar landsins telja að harður dómur væri það eina, sem komið gæti til greina í málarekstri ákæruvaldsins gegn mér. En niðurstaðan, sem fékkst þegar mál höfðu verið skoðuð ofan í kjölinn varð önnur.  Dómur Hæstaréttar, sem siðað samfélag hefur ákveðið að sé endanlegur, var á allt aðra lund en sleggjudómar valdsmanna.

Í ljósi þessarar forsögu fer ég þess á leit við þig og aðra æðstu ráðamenn landsins, að þið sitjið á ykkur þegar ávirðingar eru bornar á borgara þessa lands. Öll mál eiga sér fleiri en eina hlið. Sú hlið sem kemur fram í stefnu eins aðila er bara ein hlið.  Ráðherra hefur engar forsendur til að meta gildi hennar frekar en hver annar – enda er það ekki  hans hlutverk.  En ábyrgð hans er mikil.

Ég bið þig þess vegna allra vinsamlegast að leyfa þeim yfirvöldum, sem við höfum komið okkur saman um að til þess séu bær, að fjalla um hugsanleg dómsmál sem að mér snúa áður en þú kynnir þína einkaniðurstöðu fyrir þjóðinni.  Ég þykist vita, að þinn dómur, sem verður til fyrir framan myndavélar sjónvarpsstöðvanna á örfáum augnablikum, hefur meiri áhrif en velviljaður stjórnmálamaður raunverulega vill.  

Það er eitt að nota stór orð í umræðum í þingsal þar sem allir málsaðilar eru viðstaddir og geta brugðist við á sama vettvangi, en annað - og í eðli sínu gerólíkt - þegar sá sem orðin beinist gegn hefur ekki þann vettvang.

Kveðja,

Jón Ásgeir Jóhannesson "


Af hverju er menn alltaf að pikka í hann Charlie Brown ?

Er þetta nokkuð nema viðskiptamál eins og þegar Gaumur keypti Baug með hans eigin  peningum ? Nú fær ríkisstjórnin algert frí á meðan við tölum um löngu skýrsluna og gosið á Fimmvörðuhálsi. Algert frí frá vandamálum fólksins, atvinnuleysinu, aðgerðaleysinu. Þjóðin getur nú væntanlega hatað Davíð og Sjálfstæðisflokkinn sem aldrei fyrr þegar RÚV verður búið að hakka á skýrslunni.

Aumingja Charlie Brown.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband