Leita í fréttum mbl.is

Ingibjörg Sólrún sannar sig !

Allan pólitíska feril Ingibjargar Sólrúnar hefur hún vakið sérstaka aðdáun mína. Hvernig hún gat komsit áfram á einföldum hlutum. Það var sama hvaða mál komu upp, þá dró hún saug hún djúpt andann og sagði,"en Sjálfstæðisflokkurinn " og síðan kom löng upptalning á misgerðum þess flokks. Eða þá upptalning á misgerðum Davíðs Oddssonar. Rukkuð um hversvegna hún hefði ekki staðið við gefið loforð um að vera áfram í Borgarpólitík en ekki fara í landsmálin, svaraði hún einfaldlega: " Það var þá."
Og komst auðvitað upp með það.
Þannig komst hún ég gegnum alla skerjagarða á ósvífni og samanburðarpólitík. Ég var eiginlega viss um að það yrði ekki langt á milli endaloka Davíðs í pólitík og hennar.
Nú birtist hún enn á forsíðu málgagns Samfylkingarinnar á síðasta föstudag.
Yfirskriftin er:   
" Ingibjörg Sólrún óttast ekki að verða dregin fyrir dóm "
Fyrrum utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur fengið að sjá fjórar síður úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og segist næsta viss um að hún verði ekki sótt til saka samkvæmt stjórnsýslulögum eða lögum um ráðherraábyrgð. Í aðdraganda efnahagshrunsins hafi efnahags- og fjármál enda verið á borðum annarra ráðherra.

Þetta kemur fram í viðtali við Ingibjörgu á High North, heimasíðu þýsks blaðamanns hjá Focus og Financial Times en hann ræddi við fyrrum ráðherrann í vikunni.

"Það gætu orðið lagaflækjur, en það á ekki við um mig," segir Ingibjörg. Í viðtölum við rannsóknarnefndina hafi hún ekki getað upplýst um margt. "Sem utanríkisráðherra hafði ég ekki mikið á borðinu sem snerti fjármálageirann. Þetta var aðallega á borði forsætisráðherra sem bar almennt séð ábyrgð á efnahagsmálum og Seðlabankanum," segir Ingibjörg: "Einnig á borði viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðherra. Hinir vissu líklega mun meira en ég."

Ingibjörg segist ekki sjá neitt það sem hún hefði getað gert betur í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins. Þó hefði pólitískt séð átt að gera meiri kröfur til samstarfsflokksins í upphafi samstarfsins, svo sem um breytingar á stjórnsýslu. Það hafi verið mistök að telja Geir Haarde sjálfstæðan formann, en ekki fastan í skugga Davíðs Oddssonar.

Að ganga til ríkisstjórnarsamstarfsins hafi þó ekki verið mistök, því annars hefðu sjálfstæðismenn myndað stjórn með VG, sem hefði ekki verið betra: "Það er margt sem sameinar þessa flokka, til dæmis þjóðernishyggjan og andstaðan við Evrópusambandið," segir Ingibjörg, sem hefur miklar áhyggjur af vegferð Íslands í ESB. Enginn tali fyrir því að Ísland gangi inn, enda sé það ekki líklegt til vinsælda. Aðildin verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. "

Er þetta ekki dásamlegt ? Hún vissi ekkert frekar en Jóhanna Sigurðardóttir hvert stefndi. Björgvin Sigurðsson sagði henni ekkert. Það er allt Sjálfstæðisflokknum að kenna hvernig fór, Geir Haarde var bara búktal Davíðs Oddssonar.

Nú standa yfir aðildarviðræður við ESB. Niðurstaðan verður felld í þjóðaratkvæðagreiðslu segir Ingibjörg. Ég spurði einn ágætan eðalkrata vin minn hvað þá yrði gert. " Þá verðu bara kosið aftur og aftur þangað til þetta verður samþykkt "sagði sá vísi krati.

Ekki benda á mig,segir varðstjórinn !

Ingibjörg Sólrún sannar sig enn og aftur fyrir mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Einsaklega athyglisverð kona. Gæti verið gott rannsóknarefni fyrir mannfræðinga.

Gunnar Heiðarsson, 11.4.2010 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband