Leita í fréttum mbl.is

"Ekkert það myrkur er til ?"

 

Guðmundur Andri Thorsson skrifar vandlætingargrein „Ekkert það myrkur er til ?"  í Baugstíðindin í dag. Greinin er í hefðbundnum Samfylkingarstíl. Hamast á Sjálfstæðisflokknum, Davíð, Geir,Bjarna, Þorgerði, Illuga og svo jafnvel Ólafi Forseta líka til að gefa greininni víðsýnan svip.

Allt er öðrum en þjófunum sjálfum að kenna. Þessi pottaslagari af Austurvelli sem styður þá ríkisstjórn leynt og ljóst sem lætur Arion banka afhenda til dæmis Ólafi í Samskip fyrirtækið til baka eftir að hann hramsaði  til sín 18 % af eigin fé Kaupþings í skjóli aðstöðu sinnar, afhendir svo Jóhannesi í Bónus Haga til baka eftir að fjölskyldan hefur tapað þúsund milljörðum af fé bankanna sem hún lánaði sjálfri sér með misbeitingu.

Guðmundur segir:

„ Enginn þeirra sem léku aðalhlutverkin í þessum leik á afturkvæmt. Einstaklingarnir eru hrifnir með í þessum feiknum og berast með flaumnum, hver í áttina að sínum óhjákvæmilega stað. Ekkert verður sem áður. Þeir atburðir sem við lifum nú í kjölfar Skýrslunnar eru stærri og meiri en svo að nokkur einstaklingur fái stöðvað þá eða snúið þeim sér í hag."...

Sem sagt, allt stjórnmálafólkið er „down and out." En ekki endilega banksterinn, hann jafnar sig með tímanum.

„..... Nokkrir lykilþátttakenda hafa brugðist við Skýrslunni þó að flestir þeirra reyni enn að fela sig inni í gosmekkinum, nú þegar þeir geta ekki lengur dulist inni í Icesave-moldviðrinu. Því eins og segir í Jobsbók 34:22: "Ekkert það myrkur er til eða niðdimma þar sem illvirkinn geti falist."

Ekki byrjaði það vel. Það var beinlínis líkamlega óþægilegt að sjá Geir Haarde birtast daginn eftir Skýrslu eins og sjálfan Pontíus Pílatus. Hann sagði nei. Nei og nei og nei-nei-nei: ekki ég, ekki við, og alls ekki Davíð. Þegar maður heyrði og sá þennan Herra Hrun svona gersamlega ósnortinn af öllu endurlifði maður þessa skelfingardaga veturinn 2008 þegar hann var daglegur gestur í sjónvarpi að fullvissa okkur um endaleysur....."

Sem sagt, Sjálfstæðisflokkurinn orsakaði fall Lehmansbræðra. Það var Geir og Sjálfstæðisflokkurinn sem orsakaði hrunið á alþjóðamörkuðum sem vildu ekki lána banksterunum meira.

„....Illugi Gunnarsson og Björgvin G. Sigurðsson hafa báðir ákveðið að horfast í augu við raunverulega stöðu sína og láta af þingmennsku. Gott hjá þeim, fari þeir vel. Og Þorgerður Katrín. Heyrst hefur að ósanngjarnt sé að hún skuli gjalda fyrir lánabrask eiginmanns síns, en málið snýst ekki um það. Í merkri ræðu sinni á Flokksstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins tók hún á sig ábyrgð á stefnu- og aðgerðaleysi ríkisstjórnar Geirs Haarde og virtist afsögn hennar fyrst og fremst vera út af þeim áfellisdómi sem störf þeirrar ríkisstjórnar hlýtur í Skýrslunni. Hún dregur sem sé sínar eðlilegu pólitísku afleiðingar af því sem þar stendur. Gott hjá henni. Fari hún vel.

Rétt eins og Ingibjörg Sólrún gerði í sinni ræðu hjá Samfylkingunni: Hún hafði manndóm til að standa frammi fyrir því fólki sem trúði henni til þess á sínum tíma að vera í fararbroddi við siðbót íslensks samfélags og segja: Ég brást bæði sjálfri mér og ykkur og kjósendum.

Gerum ekki lítið úr því sem þessar konur hafa gert. Þær hafa gert afneiturum erfiðara um vik, skapað hollan þrýsting á aðra þá sem brugðust í aðdraganda hrunsins - Halldór Ásgrímsson, Davíð Oddsson og alla hina sem tóku afdrifaríkustu ákvarðanirnar um íslenskt efnahags- og fjármálalíf.

Og Bjarna Benediktsson sem telur sig hafa gert hreint fyrir sínum dyrum, vafningalaust, en er nokkurn veginn einn um það. Hann var flæktur í eitt ógeðfelldasta gróðabrall glópagullaldarinnar, þegar Sjóvá var tæmt. ..."

Þá sjá menn upptalninguna á því hverjir séu aðalleikendurnir. Þeir skulu sóttir til ábyrgðar og varpað í ystu myrkur. Hvað gera heimilin í skjaldborginni við tár Ingibjargar Sólrúnar eða Þorgerðar? Borga þau uppboðshaldaranum með þeim? Með hverju eiga 17000 atvinnuleysingjar að borga af lánum sínum ?

Eins og tár, öskur og óhljóð Guðmundar Andra breyti hætishót hjá þessu fólki? Svik og ræfildómur stjórnarinnar sem Guðmundur Andri barði inn með pottum sínum er vandamál þessa fólks. En það getur hann ekki skilið í einfeldni sinni. Hann er áskrifandi að skáldastyrkjum frá ríkisstjórninni  og líður ekki skort.

...."Að ekki sé talað um banksterana sem nú segja: það átti að líta eftir mér, ég var bara villingur, ég var alltaf að bíða eftir því að einhver stoppaði mig. Þeir eru sinnar og okkar ógæfu smiðir. Þeir eiga nú loksins að reyna að haga sér eins og fullorðnir menn. Þeir eiga að koma heim með sinn rangfengna auð og skila honum, játa syndir sínar, finna sér heiðarlega vinnu, temja sér dyggðir, leita ljóssins. Því að ekkert það myrkur er til þar sem þeir geti falist. „

Já greyin þessi. Þeirra eru bara smámál. Þeir kannski gera einhvern tímann yfirbót og verða góðir strákar. Aðalatriðið er að Store Stygge Ulv, Sjálfstæðisflokkurinn, verði barinn til óbóta.

Heldur Guðmundur Andri Thorsson að allt verði fínt ef Sjálfstæðisflokkurinn verður hrakinn útí horn. Upptaldir menn hans klæðist sekk og ösku og verði hýddir fyrir höfuðkirkjum ? Heldur Guðmundur Andri að banksterarnir muni skila einhverju fé af sjálfsdáðum, smápeningum sem þeir telji sig geta séð af? Hæg eru heimatökin fyrir hann að kanna það þar sem þetta eru óbeinir húsbændur hans sjálfs og Samfylkingarinnar. Hefur Guðmundur Andri aldrei reynt að setja sig inn í hugsunarhátt glæpamanna ?

Það eru þjófarnir sjálfir sem eru sekir. Ekki einhverjir aular sem þeir léku á. Aulinn situr uppi með skömmina og reynir hugsanlega að læra af mistökunum. En banksterinn er harðsoðinn krimmi sem ekki lætur sig nema með þumalskrúfum. Vonandi kemur að því að Eva Joly setji þær á. 

Guðmund Andri verður að átta sig á mismuninum í sinni andlegu formyrkvun.

„Ekkert það myrkur er til ?", að það geti ekki orðið enn dimmara ef það smýgur í sálina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Umræðuefnið hef ég kallað siðræna úrkynjun. Úrkynjun er ein stærsta ógn allra tegunda. Ef við ráðumst ekki núna gegn þessari vá samfélagsins þá verður það ekki gert seinna. Þarna munu margir falla og margir verða sárir. Enginn mun geta gefið algildan dóm um hvar eigi að byrja. En viðbrögðin mega aldrei verða þau að ráðast á þann sem bendir á og skýla jafnframt þeim sem á er bent.

Það er miklu fórnandi fyrir bætt samfélag. Það er ekki endilega víst að við Gumundur Andri og margir aðrir ónefndir séum endilega að reyna að koma því til skila að við séum betri en annað fólk sjálfir.

Árni Gunnarsson, 19.4.2010 kl. 09:32

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Og þetta er liðið sem varði þá sem tæmdu bankana lengst og best,hef skömm á þessu vinstri kjaftaskúmum.

Ragnar Gunnlaugsson, 19.4.2010 kl. 10:14

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gvendur Andri bendir á bjálkann í augum annarra og ljómar í sínu fagra samfylkingarsyndleysi.

Baldur Hermannsson, 19.4.2010 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband