Leita í fréttum mbl.is

Húrra fyrir hetjunum !

Ég hrópa húrra fyrir hetjunum sem flykktust austur fyrir Eyjafjöll að hjálpa bændum að moka.

Það er skelfilegt að horfa á eyðilegginguna til dæmis á Þorvaldseyri þar sem maður hefur horft á með hvað mestri aðdáun á því hvað íslenskir bændur geta afrekað á landinu okkar kalda.

Mér hefur dottið í hug hvort gúmmihjólavélar gætu ekki skafið öskuna saman í hrauka á túnunum? Hæfileg stærð frá Bobcat í minni hjólaskóflur ? Myndi þá ekki gróðurinn komast fyrr upp þar sem skafið var. Eitthvað fleiri beygjur að taka í slættinum ?  Magnið af helvítis öskunni er svo ferlegt og akrarnir stórir að manni finnst að verði  að koma til vélarkraftur til að vinna á þessu.  Hvað segir Dofri í Suðurverki ? Sér hann leiðir til að létta á þessu ?

Á meðan hylli ég þann baráttuanda sem fólkið þarna sýnir. Ég vildi að ég hefði svona sálarkraft sjálfur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Hárrétt hjá þér Halldór algerlega sammála. En ég hef alla vega enn sálarkraftinn

Jón Magnússon, 26.4.2010 kl. 23:32

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ekki oft sem ég er 100% sammála þér Halldór en ég hef líka verið að velta þessu fyrir mér. Eins og t.d. hef ég séð Bobcat með svona snúningsbursta sem hefur verið notaður til að hreins t.d. göngustíga. Hann sópar rykinu á undan sér. Er t.d. hægt að smúla þessu af túnunum með háþrýsingsprautum a la slökkviliðið. Tekur tíma en væntanlega fljótlegra en að handmoka þetta. Og svo náttúrulega eins og þú segir að senda smágöfur á þetta með stórum flötum skóflum. Nóg ætti að vera til af þeim verkefnalitlum í dag.  Mætti jafnvel leigja þær af bjargráðasjóði og skaffa mönnum tímabunin störf.

En ég hrósa líka fólkinu sem tók sig til og fóra Austur að hjálpa. Og víst enn fleiri sem ætla næstu helgi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.4.2010 kl. 23:33

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Jón

Aldrei hef ég efast um þína sálarkrafta og megi þeir verða þjóðinni að liði í lengd og bráð.

Magnús Helgi,

það kom að því að þú varðst sammála mér og greinilega er engum alls varnað.

Ég held að spúllinn dugi ekki, þetta fína gjall er eiginlega með sementseiginleika, gott ef það ekki harðnar með vatnsblöndun. Nóg ætti að vera af gröfunum allstaðar og líka útí Hafnarfjarðarhöfn þó þær séu of dýrar.

Hjólagrafa með breiðkjafti sé ég fyrir mér að gæti drílað öskunni núna meðan ekki er komin bleyta í svörðinn. Skraperer gætu hentað en eru víst ekki til hérna í neinum mæli.

 Drílin má svo verja fyrir vindi með rúllubaggaplasti og svo setti maður kannski grasfræ í þau og þá bindast þau og geta geymst til seinni tíma. Þá gæti eitthvað sprottið á milli þeirra. 

Halldór Jónsson, 27.4.2010 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband