Leita í fréttum mbl.is

Casa Blánka.

Frá minni ungtíð man ég að verið var að byggja smáíbúðahverfið við Sogaveg sem gárungarnir kölluðu CasaBlanca, af því þar voru allir svo blankir að byggja húsin, meintu þeir. Þar hafði bæjarstjórn úthlutað litlum lóðum fyrir lítil hús sem hentuðu fyrir fátækt  en heilbrigt fólk til að byggja með eigin höndum og vinna sjálfu sér. Ég sá margar myndir í Steypustöðinni frá þessum árum þar sem mátti sjá síðar þekkta borgara á vinnugöllunum að leggja steypu.

Nú í kreppunni hef ég árangurslítið  reynt að vekja áhuga Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi á að gera eitthvað í þessa veru til að reyna að efla unga fólkið til átaka. En því miður virðist flokkurinn ekki geta hugsað öðruvísi en í verktökum og bröskurum sem selja fullgerð hús á góðu verði því ekki rataði þetta inná stefnuskrána að þessu sinni. Þó held ég að margir Sjálfstæðismenn séu þessu fylgjandi í hjarta sínu enda er það stefna Sjálfstæðisflokksins að allir verði eignamenn.

Samfylkingin þar hefur fundið upp Kópavogsbrúna og sett í sína stefnuskrá.Hún felst í því að taka milljarða úr tómum bæjarkassanum og  afhenda bönkunum þær. En bankarnir  græddu 50 milljarða á því að rukka heimilin í landinu síðasta ári meðan Kópavogur stórtapaði. Þetta fé vill Samfylkingin nota til að fullgera blokkir sem bankarnir eiga frá fallítt verktökum og breyta þeim í félagsíbúðir á vegum Kópavogs.

 

Félagsbústaðir eiga nú þegar hundruð íbúða sem þeir hafa keypt á markaði eftir því sem fé hefur fengist til. Félagsíbúðir Kópavogs hafa verið frábærlega vel reknir  af Húsnæðisnefndinni og ekki þurft annað en fjármagn til íbúðakaupa til þessa. Þeir hafa aldrei geta annað eftirspurn vegna skorts á fjármagni.  Þetta líkar ekki Guðríði Arnardóttur og Samfylkingunni , því hún er alltaf gáfaðri en aðrir að eigin áliti. Hún vill því fara þessa nýju leið bankaleið.

 

Ég hef lagt til á fundum Sjálfstæðismanna að taka svæði uppi við Vatnsenda og breyta skipulaginu úr 2007 villunum á st+oru lóðunum  yfir í  lítil tveggja hæða hús með súðarþaki eða einhvern veginn þannig. Þetta gætu verið kannski  6-800 fermetra lóðar. Þessar lóðir yrðu lánaðar að fullu völdu fjölskyldufólki sem vill byggja yfir sig. Fleiri íbúar á hektara þýðir meira útsvar. Engin útborgun við lóðaúthlutun en veð í framkvæmdinni.    

Þannig getur fjölskyldan hafið byggingu með sparifé sínu án þess að láta fyrstu peningana í lóðina.  Ef viðkomandi gefst upp leysir bærinn til sín framkvæmdina á kostnaðarverði og selur næstu fjölskyldu.  Fjölskylda sem klárar að byggja og flytur inn myndi ekki byrja að borga af lóðinni eftir 3 ár til dæmis og greiddi hana upp á einhverjum tíma. Þannig fengi bærinn meira útsvar með bættum hag fólksins.

 

Þarna getur fólk komist í eigið hús þó ekki sé allt klárað með tekki og palesander með zinkhvítu  eins og fyrir hrun. Alveg  eins og þetta var í gamla daga, þegar fólk flutti inn á steininn. Hugsanlega er komið annað gildismat í landinu síðan þá.  Fólk fær sér auðvitað aðstoð fagmanna  en vinnur mikið sjálft eins og var gert í Smábúðahverfinu í gamla daga, hjálpast að við að steypa osfrv.

 

Þetta myndi stuðla að verðmætasköpun í þjóðfélaginu og koma einhverju á stað sem ekki myndi veita af í kreppunni. Bankarnir geta sjálfir klárað sín hús af gróðanum og selt þeim sem það vilja án þess að Guðríður rétti þeim peninga úr bæjarsjóði .Milljarðar Guðríðar væru held ég betur komnir í þessu því þeir  myndu gagnast fleirum á þennan hátt. 

Hugsanlega  gerir næsta bæjarstjórn í Kópavogi eitthvað í þessu.

Kjósum X-D í þeirri von !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það er alveg rétt, kynslóðin sem nú er að eignast húsnæði í fyrsta skipti  kaupir af verktökum/bröskurum  allt tilbúið til innflutnings.  En þarna held ég að byggingareglugerðir séu að koma í veg fyrir að unga fólkið geti unnið sjálft við byggingu húsa sinna, ekki leti.  Þá var hægt að fá meistara til að skrifa upp á teikningar fyrir lítinn pening, nú verður að hafa byggingastjóra sem ber ábyrgð á öllu byggingaferlinu og kaupir til þess rándýrar tryggingar.  Spurningin er hvort skrifræðið sé á leið með okkur á villigötur, eða var óeðlilega að málum staðið fyrir 3 til 4 áratugum. Það var vissulega stór þáttur í þroska ungs fólks að fá að glíma við húsbyggingu með eigin höndum.

Kjartan Sigurgeirsson, 10.5.2010 kl. 15:42

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég held að þú miklir þetta fyrir þér, það hlýtur að vera hægt að sansa þetta. En auðvitað hafið þið stjórnmálamennrinir kaffært allt í skrifræði því þið bætið allataf við kröfum en slakið aldrei. Það geta engir unnið við eigin blokkaríbúðir augljóslega. Þetta sérbýli er eina leiðin tl þess.

Halldór Jónsson, 10.5.2010 kl. 19:37

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta mun aldrei hafa komið fram erlendis þegar afköst Íslendinga voru metin. Þar er búið að taka nótur fyrir öllu síðan á dögum Rómverja. Iðnaðarmenn gera allt erlendis. Hér allt fullt inn af því það kostar hrun? Lækkun á hráefnisverðum til EU.

Hvert er allt lálaunfólkið sem var í grunni EU komið? Í betri launaðar menntastöður? Það gengur ekki upp. Þrifalegar Tækni og fullvinnslur að hætti þjóðverja eru samkeppnifærar. Halda uppi fjármálageirum. 

Í Japan var keisari sem tók upp á því að hætta að læta bændur borga IRR profit hlutfall af uppskeru, í stað þess verðtryggt fast skekkja gjald YTM. 

Þetta heyrði ég í Álftamýraskóla 7 ára gamall fyrst. Þá var verið að vara mann við komma bullinu.

Hinvegar eru launþegar ekki profitable sem eru í sjálfstæðum rekstri.

Ný endurreisti grunnurinn.

Júlíus Björnsson, 11.5.2010 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband