15.5.2010 | 01:29
Undirstaðan og aðalatriðin
Smátt og smátt er ég að reyna að velta fyrir mér atburðunum frá hruninu. Horfa á umhverfið og reyna að skilja hvað bærist með fólkinu og sjálfum mér.
Mér finnst eiginlega að við höfum lent í trúarbragðastyrjöld uppúr þessu öllu saman. Við skiptumst í hópa sem deila mest um það hverjum hafi verið að kenna um að þetta fór svona allt saman. Það voru þeir Davíð og Halldór sem fóru að selja bankana vinum sínum í stað almennings sem komu þessu öllu af stað. Allt er þeim að kenna af því að þeir hófu leikinn án þess að geta séð það fyrir hvað yrðu úr kaupendunum þeirra. Sem þá höfðu hreinan tandurhreinan skjöld og voru alls ekki taldir vera verðandi glæpamenn. Og svo auðvitað öllum flokkunum þeirra sem voru búnir að kjósa þá Halldór og Davíð til forystu án þess að sjá fyrir hvaða vitleysur þeir myndu gera síðar í bankasölumálum. Sem fæstum fannst vera nokkur vitleysa þegar það var gert þó núna sé sá auli vandfundinn sem veit það ekki.
Síðan komu eftirlitin öll. Fjármáleftirlit, Samkeppniseftirlit. Allt skipað flokksgæðingum af þessum sömu mönnum, þó svo að flokksgæðingur geti alveg eins verið afbragðsgóður maður. Núna eftir hrunið sjá menn að Fjármálaeftirlitið var ekki nógu gott og ekki Samkeppniseftirlitið heldur. Einnig Seðlabankinn sem var skipaður venjulegu fólki en ekki spámönnum og sjáendum. Velmenntað fólk með alþjóðlega menntun.Þessi Seðlabanki undir stjórn þessara manna brást. Fjármálaráðherrar brugðust, allir létu blekkjast og hrunið kom okkur öllum á óvart. Viðbrögð þjóðarinnar eru niður með Sjálfstæðisflokkinn, niður með Davíð, niður með Halldór, niður með Björgin, niður með Árna Matt. Niður með helst alla. Upp með Jóhönnu og Össur í staðinn af því þau stóðu fyrir utan þetta allt.
Nú vita margir hér í bloggheimum að minnsta kosti að Sjálfstæðisflokkurinn er óalandi og óferjandi til eilífðar vegna þessa skorts á framsýni hins almenna flokksmanns.
Ef ég væri kaupmaður í byssubúð og seldi manni byssu því hann segðist ætla á rjúpu og gæs, eða jafnvel refi og mink. Þetta er grandvar maður sem borgar byssuna útí hönd. Er ég sekur af því að ég athugaði ekki að hann hafði fengið lánað fyrir byssunni hjá henni ömmu sinni og borgaði henni ekki til baka. Hún er í stórvandræðum vegna þessa.
Er ég þá aðalsökudólgurinn þegar þessi maður fremur rán með byssunni í stað þess að skjóta rjúpur,gæsir , mink eða ref? Er það lausnin að taka mig til bæna ? Í framhaldi af því stórherða eftirlit með mér svo ég selji ekki fleiri byssur til slíkra manna eða bara engar byssur.Og svo eftirlit með öllum ömmum sem eiga peninga og gætu lánað barnabörnum fyrir byssum?
Beina athyglinni allri að byssunni, hvað gerð hún er, hvaða hlaupvídd, hálfsjálfvirk eða tvíhleypa. Síðan beina athyglinni af þeim sem voru rændir. Hvernig ég og þú eigum að bæta þeim skaðann. Ræða um nauðsyn þess að banna byssur. Endilega verður að hafa eftirlit með byssum. Hafa eftirlit með byssukaupmönnum og setja strangar reglur um það hvernig við eigum að selja byssur, hvernig byssur eigum við að selja.? Eða bara banna byssur ? Svo er nærtækt að þeir sem ekki hafa keypt sér byssur hafi miklar skoðanir á byssusölum. Er ekki rétt að hata alla byssusala ? Allavega suma byssusala ef þeir eru í Sjálfstæðisflokknum til dæmis og vilja ekki ganga í Evrópubandalagið.
Það er tæknilega hægt að gefa út dagblað til að endurtaka þennan sannleika á hverjum degi og reka sjónvarpsstöð sem er á sama máli. Og viti menn, allir fara að tala bara um byssusalann og geta gleymt sér við það lengi, lengi. Svo kemur eitt og eitt eldgos inná milli og kryddar tilveruna og við gleymum ráninu á meðan.
Er ekki dálítið undarlegt að athygli okkar beinist eiginlega síðast að manninum sem keypti byssuna og framdi ránið ? Ef heiðarlegir menn með bankaþekkingu en ekki menn með einbeittan brotavilja hefðu keypt bankana, hefði þá farið svona ? Ef heiðarlegur maður hefði keypt byssuna og ekki framið rán með henni, hefði þá allt verið í lagi?
Við hefðum bara setið uppi með gömlu óhæfu eftirlitsstofnanirnar og pólitíkusana, sem unnu okkur ekki teljandi tjón á fyrri tíð. Hugsuðu mest um eigin hag og náinna vina sinna og svo auðvitað eftirlaunin sín. Smáaurar miðað við ósköpin sem hlutust af manninum sem fór ekki með byssuna á rjúpnaveiðar heldur í bankarán. Allt hefði sullast áfram ídaglegu nöldrinu,
Erum við ekki búin að tapa áttum í öllu þessu moldviðri ? Eltumst við aukaatriðin svo ákaft að við festumst í þeim og skiptumst í trúfélög útaf þessu öllu. Berjumst innbyrðis um það hver sé verri en hinn í bransanum sem selur byssur. Gleymum okkur í mannjöfnuði hver sé verri en betri. Það skiptir meira máli hver gleymdi að líta eftir hverjum heldur en hvað af því hlaust.
Allt annað en horfa á niðurstöðuna:Það voru glæpamenn sem náðu byssunum og rændu alla þjóðina. Hún situr uppi með skaðann. Þeir eru búnir að valsa um í 18 mánuði frá hruni til að undirbúa málsvarnir sínar án þess að við höfum lyft litlafingri. Þeir hafa matað okkur á ásökunum og fullyrðingum, rangupplýsingum og gamanefni í bland bara til þess að við gleymum þeim og hvað þeir gerðu. Og þeir eru enn á fullu.
Ég finn að ég hef látið blekkjast með fjöldanum. Ég hef verið hafður að fífli með mörgum hinum. Rifið mig ofan í rass við að verja Sjálfstæðisflokkinn, sem er alls ekki sekur í málinu og framdi ekkert rán. Verja Davíð sem er heldur ekki sekari en byssukaupmaðurinn og framdi heldur ekkert rán. Ég hef verið svæfður og látinn gleyma því að horfa á þá sem frömdu ránið. Rændu mig persónulega. Gleymt að horfa á glæpamennina sem misnotuðu traust okkar allra. Héldu mér uppteknum við að horfa á sjónhverfingar og pottagaldra.
Mér svíður auðvitað að hafa verið það fífl að láta fara svona með mig.
Hin napra staðreynd er að glæpamennirnir voru bara svona miklu snjallari en ég. Miklu snjallari en menn sem eru miklu snjallari en ég. Hversu mikið vitum við líklega aldrei þó að skattrannsóknastjóri fari nú með háar nýlegar tölur.
Varðar mest til allra orða
undirstaðan rétt sé fundin...
Svo kvað Björn Gunnlaugsson.
Ef til vill erum við loks að fóta okkur sem þjóð eftir holskefluna,-finna undirstöðuna og aðalatriðin.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sjokkið, fyrsti skjálftinn er ansi hár á Richter. Fyrir mörgum var hann himnasending,því get ég lofað. Ástandið varð ringulreið,kjörið ástand fyrir valdafíkinn flokk,sem hafði aldrei komist í forsæti.(Ég er ekki að gleyma Alþ.flokki). ;Nú getum við; Flokksblað,pennar og peningar,allt sem þarf til að klína klúðrinu á stærsta flokk landsins,með reglulegu millibili. Var ekki stjórnin í dag að nýta handtökur,bankastjórnenda sér til framdráttar. Hlakka til úrslita sveitastjórna-kosninganna.
Helga Kristjánsdóttir, 15.5.2010 kl. 02:32
Sæll Halldór, takk fyrir þessa fínu hugleiðingu.
Veistu Halldór, ég held að fólk almennt sem eru með hjörtu sem slá réttu megin, hafi undanfarna 20 mánuði, tekið út "sjokkið" misjafnlega hratt eða hægt.
Þetta er ferli, sem tekur misjafnlega langan tíma að sökkva inn, en nú held ég eiginlega að sjokkið hafi sokkið inn í velflesta.
Þeir bráðlátu, (þ.m.t. ég) óskaði eftir hraðara ferli, en ég var alltaf sannfærð um að hröðun ferlisins, væri háð ákveðnum planka einhvers konar réttlætis.
Nú; sýnist mér að sá planki hafi verið negldur, með skýrslunni, sem er skammstafað "SIC" í stefnu skilanefndar Glitnis ;)
Þess vegna væri ég bjartsýn, ef ekki væri fyrir þetta þráláta öskuský, sem hellist yfir bændur og búfénað á vordögum.
Við verðum samt að standa vörð um prinsippin, sem glötuðust einhvers staðar af margra völdum og vegna margvíslegra aðstæðna.
Myndi aldrei nenna að pára neitt inn á þína síðu, ef ég vissi ekki af eigin raun, að þú ert prinsipp maður.
Kær kveðja
Jenný Stefanía Jensdóttir, 15.5.2010 kl. 04:33
Og ég sem hélt að að þetta væri úr þeirri Lilju ,sem allir vildu kveðið hafa, en Eysteinn Ásgrímsson, munkur kvað:
Veri kátir nú virða sveitir!
Vættik þess, í kvæðis hætti
varkynni þó at verka þenna
vándak miðr, en þætti standa.
Varðar mest, til allra orða
undirstaðan sé réttlig fundin.
Eigi er glöggt, þó at eddu regla
undan hljóti at víkja stundum.
Eiður Svanberg Guðnason, 15.5.2010 kl. 08:10
Ja hver andskotinn Eiður, þar lá maður á litteratúrnum
Halldór Jónsson, 15.5.2010 kl. 09:32
Jenný, ég held að ég standi alls ekki undir væntingum þínum um prínsíp. Ég þori alls ekki að fullyrða hvernig ég hefði staðist allar þær freistingar sem öllum þessum peningum og sviptingum fylgdu. Kannski getum við öll orðið sek við réttar aðstæður og að maður tali ekki um þegar maður er kominn á flótta undan holskeflunum. Ég vilfara varlega í að dæma aðra því ég get ekki barið mér á brjóst og sagt að ég sé ekki eins og aðrir menn.
Mér finnst að við getum ekki áfellst lögregluna fyrir að sjá ekki út í dag hver verður glæpamaður morgundagsins. Getur nokkuð eftilitskerfi fundið út hver muni verða harðsoðinn glæpamaður árið 2012? Vammlaus maður í dag sem vantar aðeins tilteknar aðstæður sem hann mun lenda í það ár.
Munum við æpa hástöfum árið 2012 og áfellast allt og alla nema okkur sjálf auðvitað, fyrir að hafa ekki haft eftirlit með þessum manni svo hann fremdi ekki glæpinn ? Erum við ekki búin að tapa okkur út yfir öll mörk?
Halldór Jónsson, 15.5.2010 kl. 09:41
Á blaðamannafundinum í Iðnó, þegar Skýrslan var kynnt, þá var niðurstaða nefndarinnar, að efnahagskerfið hefði hrunið vegna glæpsamlegra tilburða eigenda bankana. Í niðurstöðunni kom einnig fram að stjórnvöld, eða öllu heldur Alþingi, hafi verið alltof grandalaust í því að taka inn hér allar ESB-tilskipanir, án gagnrýnnar hugsunnar með tilliti til íslenskra aðstæðna.
Með hliðsjón af ofurtrú Samfylkingarinnar á öllu sem að frá ESB kemur, má alveg gefa sér það, að hefðu stjórnvöld, sýnt einhverja tilburði, til þess að draga úr vægi ESB-tilskipana og þar með setja útrásinni einhverjar skorður, hefði mátt búast við viðlíka sirkus og þegar Fjölmiðlafrumvarpið var og hét.
Samfylkingin varð útrásarflokkur um leið og hún hóf samband sitt við Baug.
Í kosningunum 2003, var náð í Ingibjörgu Sólrúnu úr stól borgarstjóra, til þess að berjast gegn völdum Sjálfstæðisflokksins og fyrst og fremst Davíðs Oddssonar, þar sem að hann þótti "þvælast" fyrir uppgangi Baugs um allar koppagrundir. Össur Skarphéðinsson, þáverandi formaður Samfylkingar, þótti ekki bera af sér nægan kjörþokka og því var Ingibjörg sótt.
Össur staðfesti þessi tengsl flokksins við Baug í umræðum um Skýsluna á Alþingi, þegar hann lét þau orð falla að hugsanlega hefðu tengsl flokksins við Baug orðið til þess, hversu hatrammlega flokkurinn barðist gegn Fjölmiðlafrumvarpinu.
Í Skýrslunni kemur einnig fram að Samfylkingin þáði styrki frá Landsbankanum, sem greiddir voru út á fjöldan allan af kennitölum, sem Samfylkingin hafði. Til þess að auka enn á tengslin við bankann, ákvað Ásgeir Friðgeirsson, frekar en að setjast á þing eftir kosningar 2003, fyrir Samfylkinguna, að gerast talsmaður eigenda bankans.
Sá dómur sem að Sjálfstæðisflokkurinn og Davíð, hafa fengið í umræðu um Skýrsluna, hefur að vissu leyti verið í undirbúningi, frá þeim tíma, sem að "þriggja manna talið" þar sem 300 milljónir komu við sögu átti sér stað.
Hvað sem umræðu um eftirlitskerfið líður, hvort að það hafi brugðist eða ekki, þá má benda á það að í þeirri skýrslu sem að Skilanefnd Glitnis fól Kroll að gera fyrir sig um starfsemi bankans, fyrir hrun, kemur fram að endurskoðendur bankans P.W.C. hafi tekið þátt í blekkingarleiknum með eigendum bankans, með því að staðfesta falsaða reikninga og þannig aðstoðað við að fela slóð svika. Það má alveg reikna með því að slíkt hafi einnig átt sér stað í hinum bönkunum.
Eins ber að geta hlutverks matsfyrirtækja eins og Moody´s sem mátu lánshæfi og framtíðarhorfur bankana, eins og þeir fengu greitt fyrir frá bönkunum sjálfum.
Ef að mér förlast ekki, þá kemst oftast nær ekki upp um svik eigenda og stjórnenda banka og annara stórfyrirtækja, fyrr en við fall þeirra, enda svikakerfi þessara fyrirtækja margtryggð fyrir áreiti eftirlitsaðila.
Ekki hefur tekist að benda á neitt saknæmt við einkavæðingu bankana, þó eflaust megi finna þar siðferðileg álitamál. Gallinn við þá siðferðislegu skoðunn, er bara sá að sú skoðunn er "pólitísk" en ekki "fræðileg" og því varla marktæk, út frá fræðilegu sjónarmiði.
Raunveruleg sök stjórnmálamanna, mun því varla verða ljós, fyrr en rannsóknum og málaferlum gegn eigendum og stjórnendum bankana verður lokið.
Kristinn Karl Brynjarsson, 15.5.2010 kl. 12:33
Stærðfræðideildarstúdentum fyrirgefst svona lagað, rétt eins og okkur úr máladeild fyrirgefst ef við kunnum ekki margföldunartöfluna nógu vel !
Eiður Svanberg Guðnason, 15.5.2010 kl. 13:13
Kristinn Karl
Mér finnst ég skilja þig og þitt mál . Mér finnst þetta horfa svona við þér svona svipað og mér.Það voru gerendurnir sem gerðu hlutina, ekki aðrir sem hefðu átt að sjá þetta fyrir og hindra að það gæti gerst. Eins og lögreglan í dag geti séð fyrir hvar verður brotist inn í nótt ? Er ekki verið að tönnlast á sömu hlutunum of lengi og hengja bakara fyrir smiði? Allir voru blekktir af blekkingameisturunum.
Það er líka hægt að blekkja löggilta endurskoðendur. Sjáðu gjaldkerann sem falsaði bankayfirlitin þannig að enginn tók eftir því að hann var búinn að stela innistæðunni.
Halldór Jónsson, 15.5.2010 kl. 14:39
o jú Halldór sæll, þú uppfyllir prýðilega væntingar um prinsipp. Ef þú hefur nennt að lesa síðustu hugleiðingu mína, þá muntu sjá, að "prinsipp" fólk þarf ekki alltaf að vera sammála, en það er fylgið sér og fyrirsjáanlegt. Klettar í hafinu.
Enginn veit, hvernig sjálfinu hefði reitt af við aðstæður sem þessar. Víst er þó að "prinsipp" fólk, lendir ekki aðstæðum, sem valda því að þeir verða harðsoðnir glæpamenn að ári!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 15.5.2010 kl. 16:05
Takk fyrir góða færslu. Ég las hugleiðingar hér á blogginu nýlega þar sem höfundurinn var að velta hruninu fyrir sér. Hann komst að þeirri niðurstöðu að fjárhagshrunið væri ekki það versta. Það mætti leiðrétta á nokkrum árum, með aðhaldi hér heima og góðri aðstoð að utan.
Hann hafði miklu meiri áhyggjur af trúnaðarbrestinum, siðleysinu, vantrúnni á stjórnmálin, stjórnmálamenn og stofnanir, bæði banka og eftirlitsstofnanir ríkisins og fleira tíndi hann til.
Það verður erfiðara að byggja traustið upp að nýju, en að loka fjárlagagatinu.
Polli, 15.5.2010 kl. 17:58
Þetta liggur allt fyrir.
Ástæða hrunsins liggur í sjallaflokki og stefnu hans.
Allt annað eru bara afleiðingar sjallaflokks og stefnu hans.
Kjarni sjallaflokks og ráðandi öfl eru má segja svona elíta íslands. Nokkrar ættir eða vinhópar sem ráða öllu sem þeir vilja ráða enda flokkurinn á einræðistíma sínum búinn að dreifa sér og smita í hvern einasta andsk. krók og kima fokkings samfélagsins.
Þeirra hagsmunir er að halda innbyggjurum sem fáfróðustum og einangra landið sem mest á alþjóðavettvangi.
þessi hópur eða mengi hefur hin síðari ár verið mest ráðandi og má segja þegar upp er staðið allsráðandi í sjallaflokki.
Það sem mér sínist vera að gerast eftir hrun - er hið ótrúlega. Nefnilega að nefnd klíka er að ná ráðandi stöðu aftur. Hún stefnir að því skrifa söguna og hanna veruleika sem innbyggjar eiga að kokgleypa - og henni er að takast það !
Þetta er óhugnalegt. Ekkert annað.
Í rauninni má spyrja sig hvort það séu hliðstæður frá Nýfundnalandi á sínum tíma. Þar var svona elíta sem á endanum rústaði landinu og Kanada varð að koma innbyggjurum til bjargar fyrir rest. Spurning hvort stefni í það sama hér. Nei, eins og eg segi. Maður spyr sig.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.5.2010 kl. 19:09
Ómar Bjarki Kristjánsson
Veistu, ég vorkenni þér í þessu myrkri þínu. Önnur og þriðja lína þín ætti að verða þér ástæða til innhverfrar íhugunar. Ef þú þá kæriri þig um að hugsa með heilanum fremur en einhverju neðar í líkamanum.
Halldór Jónsson, 15.5.2010 kl. 21:52
Hrunið er afleiðing fjárglæfraglæpa eins og nú er að koma betur og betur í ljós, þó þetta hafi að vissu leyti verið gert mögulegt vegna slælegra vinnubragða embættismanna. Og dapurt er að horfa upp á það að þeir sem e.t.v. höfðu mest af þjóðinni hafa á sínum snærum dýrustu lögfræðinga sem völ eru á og maður gæti velt fyrir sér hver það er í raun og veru sem greiðir lögfræðingunum þegar upp er staðið.... kannski er það það þjóðin sem tekur endanlega á sig þann reikning eins og hún gerði í Baugsmálinu, því auðvisarnir áttu aldrei neitt sem þeir höfðu fengið með heiðarlegum hætti, eða hvað....? Það verður fróðlegt að sjá hvernig ofurlögfræðingunum tekst til.....
Ómar Bjarki Smárason, 15.5.2010 kl. 22:10
Halldór minn. Er ekki besta leiðin að lausnum sú að allir tali saman á eðlilegum nótum og finni réttláta lausn óháð klíku-tryggingar-flokkum?
Og réttlæti er ekki flokks né klíkubundið? Við verðum að bakka út úr flokkum og sviknum og keyptum fórnarlömbum stjórnmála-fangahítarinnar, í áhrifa-stöðum á Íslandi! Það er mögulegt líf án flokka-öfga á Íslandi ef við viljum?
Annars verður þú og fleiri að gera eins og ég: rétta upp hendur og segja: ég á ekki stolinn pening og þess vegna mátt þú skjóta mig og mína? Þetta er sorgleg staðreynd sem ég horfist í augu við og viðurkenni að ég ræð ekki við!
Dómsvaldið á Íslandi heldur á byssunum og skýtur niður lífs-möguleika og mannréttindi þeirra sem ekki kunnu háskólafræðin í að svíkja og stela! Vertu sæll Halldór minn, því nú er ég um það bil að missa netsambandið vegna þess að ég borga ekki reikningana mína. Ég stel ekki til að lifa af. M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.5.2010 kl. 23:05
Þegar þú kemst á flug Halldór, þá ertu framúrskarandi beittur og þá á ég við á jákvæðan og uppbyggjandi hátt og þannig að allir eiga að skilja. Þetta getur ekki orðið betra. Ég þakka fyrir hönd hins þögla meirihluta.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 16.5.2010 kl. 11:46
Halldór, unnuð þið sjallar ekki skipulega að því að draga úr trúverðugleika ríkisins og skaða og draga úr mátt á allan hátt. Svipa því öllum tækjum og tólum ?
Moreover, var ekki ríkið upphaf alls ills samvæmt ykkar trúarbrögðum og þeirri kenningu sem þið tróðuðuð ofan í kok innbyggjara með massífu própaganda og handafli ef ekki vildi betrur ?
Furthermore, var ekki allt eftirlit af hinu illa og mátti aðeins vera til staðar ef það "íþyngdi ekki" þessari eða hinni starfseminni ?
Hvaða tal er þetta !?
Eða haldiði sjallar að að hver einn og einasti andsk. innbyggjari sé bara heimskur og muni eigi 2-3 sekúndur aftur í tímann ?
Þetta var stefna ykkar undir forystu Yfirdabbanns ! Það sem að ofan er lýst var stefna ykkar og hátt í helmingur innbyggjara kaus ykkur út á þetta slag í slag. Trekk í trekk.
Það sem á eftir fyldi var afleiðingin af þessari stefnu. Fyrirsjáanleg og óhjákvæmileg afleiðing.
Bankar og/eða fjármálastofnanir ýmiskonar mynduðu valdaapparat til hliðar við ríkið og urðu á örskömmum tíma miklu sterkara en ríkið - enda þið sjallar búnir að veikla það svo og skemma að erfitt var um vik að beita því og þ.a.l. stóð ráða og aðgerðlaust hjá - þangað til yfirmaður ykkar eftir 18 ára einræði sjallaflokks, steig uppí pontu og mælti: Guð blessi Ísland !
Eftir áratuga einræði ykkar sjalla fannst meir að segja þv. foringja vera kominn tími til að biðja Guð að hjálpa sér !
Hvað skeður síðan eftir hrun og rústalagningu sjalla á landinu ? Jú, upphefst sama helv. própagandaþvælan úr herbúðum þeirra sem enda mun með því að hátt í helmingur innbyggjar mun kjós elítuklíkuna - með sömu fyrirsjáanlegu afleiðingnum og áður. Namely, spillingu, klíkuveldi og á endanum rústalagningu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.5.2010 kl. 14:45
Ómar Bjarki Kristjánsson
Mig langar mjög til þess að þú skýrir mér frá því hvað þú vildir gera núna í þessum aðstæðum. Þú ert búinn að lýsa ástandinu eins og það horfir við þér. Ég er viss um að beinharðar tillögur frá þér myndu vekja athygli.
Halldór Jónsson, 16.5.2010 kl. 22:18
Sigurður Herlufsen
Þakk þér fyrir innlitið og oflof í minn garð. Þakka þér líka fyrir greinar á þínu bloggi sem ég las mér til ánægju og vona að fleiri geri.
Sjáumst í hreystinni!
Halldór Jónsson, 16.5.2010 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.