Leita í fréttum mbl.is

Was nun Ögmundur ?

Nú horfir maður á Ögmund í sjónvarpinu steyta sig vegna sölunnar á HS til Magma. Algert prinspípatriði segir þessi maður að halda auðlindunum í eigu þjóðarinnar. Aðrir VG þingmenn láta sér fátt um finnast.Og ekki hefur Steingrímur frekar skoðun á þessu en öðru.

Var hann Ögmundur ekki áður búinn að segja að það væri forgangsatriði að halda uppi atvinnu í landinu ? Samt styður hann ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu sem er að undirbúa niðurskurð uppá 50 milljarða. Ætli það hafi nokkur áhrif á fjölda starfa hjá þeim sem Ögmundur einu sinni bar fyrir brjósti áður en hann fékk ráðherraveikina ?

Var hann ekki eitt sinn á móti inngöngu í ESB ? Samt styður hann ríkisstjórn sem er að eyða sexmilljörðum í alvöru aðildarviðræður við Evrópusambandið ? Sem hann líklega veit að er í algerri óþökk meirihluta kjósenda.  Vonandi þarf hann ekki þessa milljarða til að setja í atvinnutryggingasjóð þegar fyrrum skjólstæðingar hans sem lenda í niðurskurðinum þurfa á bótunum að halda.

Skyldi Jóhanna taka eitthvað mark á þessum byrstingum þingmannsins og ráðherrans fyrrverandi og væntanlega ? Eða bara ekkert mark ?

Á ég að taka ég eitthvað mark á Ögmundi ? Á ég að ímynda mér að VG hafi aðrar hugsjónir en þær sem birtast í því að halda Steingrími J. á ráðherrastóli ? Og hvað með garminn hann Jón Bjarnason sem Jóhanna ætlar að hagræða útaf bara si sona ? Hverslags flokkur er þetta VG fyrirbrigði annars ?

Ögmundur hefur væntanlega hlustað á  Árna Pál boða það í útvarpi að stórfelldur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu sé óumflýjanlegur og lokanir deilda. Er hann með tillögur um það hvert örvasa fólkið á að fara ? Skyldi bara eiga að fleygja því ? Verður hann ekki að horfast í augu við það, að hann verður að leggja til að þjóðinni verði fækkað eigi þetta dæmi að ganga upp ?  Verður ríkisstjórnin sem hann styður að fara að hjálpa fólki til að komast úr landi ef niðurskurðurinn á að ganga upp ?  Kalla færri lögregluþjónar ekki á færra fólk ? Færri sjúkrarúm á fækkun sjúklinga ?  Færri öldrunarpláss á færri öldunga ?  Small is beautiful er tískuorðið núna. 

Þetta allt hlýtur Ögmundur að skilja manna best þegar hann berst við að halda auðlindunum í þjóðareigu. En hvaða þjóðar ? Hversu fjölmenn verður þjóðin þegar þessari ríkisstjórn léttir ?

Was nun Ögmundur ?

 

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Er nokkuð öruggara, Halldór, til varðveislu á vel reknu íslensku orkufyrirtæki en góð læst skúffa í vinaþjóðinni í Svíþjóð....? Og svo gætu nú verið vesturíslensk gen í einhverjum hluthöfum Magma. Þannig að þetta er nú ekki alslæmt og það veit Ögmundur auðvitað líka. Og það besta í þessu er að þetta hækkar orkuverðið og þar með skattgreislur í krónutölu til ríkisins. Og Ögmundur veit betur en margir aðrir að það er betra að hafa krónur í veskinu og þó sérstraklega ríkiskassanum heldur en einhverjar prósentur. Það étur enginn prósentur og þeir sem drekka of margar prósentur missa fljótt fótanna. Því held ég að við verðum að líta svo á að þeir hjá Magma séu e.t.v. sá bjargvættur sem þjóðin þarf. Og þó þeir leggi ekki fram mikið fé, heldur yfirtaki skuldir og fái kúlulán til nokkurra ára sem þeir svo greiða með arðgreiðslum af HS Orku, þá eru þetta bara eðlileg nútímaleg viðskipti. Það er ekki hægt að ætlast til að þeir sem kaupa orkufyrirtæki séu að leggja í það of mikð af eigið fé. Hvernig ættu þeir þá að fara að því að "fjámagma" allt annað sem þá langar til að eignast....?

Ómar Bjarki Smárason, 17.5.2010 kl. 23:16

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Það vantar hrúgur af fé inn í landið. Það er smekkstatriði hvort 65 ára leigutími sem er verið að selja sé of langur eða ekki. Þetta er leiga en ekki sala og óþarfi fyrir þennan Ögmund að belgja sig svona út um auðlindasölu. En þessi ríkisstjórn er öll einnar ættar í hræsni og yfirdrepsskap. Ráðlaus hjörð sem er í raun skítsama um land og þjóð meðan hún sjálf hefur það gott. Og það er dæmigert um þjóðina hvernig henni er skítsama hvernig þetta lioð hegðasr sér, það sést að enginn kommatittur gerir minnstu athugasemd við þessa færslu því hún er sönn lýsing á ástandi.

Halldór Jónsson, 18.5.2010 kl. 13:17

3 Smámynd: Polli

Það er auðséð af þessum orðum að Halldór Jónsson saknar þenslunnar og allrar vitleysunnar sem var í gangi hérlendis. "Það vantar hrúgur af fé inn í landið" segir hann. Held að hann eigi við fjármagn en ekki sauðkindur. Mörgum flokksbræðra Halldórs liggur ætíð hatur til ríkisstjórnarinnar, sama hvað hún gerir eða gerir ekki. Það væri leitt að heyra jarm Halldórs Jónssonar í þeirri sauðahjörð. Held að hann sé full vel gefinn fyrir þann kór, þótt annað megi lesa út úr færslunni hér að ofan.

Polli, 18.5.2010 kl. 19:10

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Æ Polli minn, hvert mannsbarn vildi skipta á Davíðstímanum og þessum ömurleika núna. Hver vildi ekki hafa það betra en hann hefur það nnúna atvinnulaus með hengingarskuldir í erlendu ? Þú skilur þetta alveg Polli minn.

Ég var að hlusta á hann Ragnar Önundarson á ÍNN. Hann sér ýmsa leiki til að rétta okkar hlut. Við skulum styðja hann í því Polli.

 Við skulum ekki mæla vitleysunni bót enda stjórnuðum hvorki við né Davíð Odsson, eða Sjálfstæðisflokkurinn henni. Við áttum enga hlutdeild í að ræna bankana innanfrá eins og krimmarnir gerðu, sem voru flestir úr öðrum stjórnmálaflokkum Polli minn.

Það er sagt að það sé eerfiðara að gæta fengins fjár en afla þess. Það sannaðist á okkur sem þjóð.Við brugðsumt rangt við og létum kjafta okkur uppúr skónum af ræningjunum sem áttu flesta fjölmiðlana en stjórnuðu hinum.

Halldór Jónsson, 18.5.2010 kl. 23:20

5 Smámynd: Polli

Halldór, ég er nýliði á þessu bloggi og er hér einkum og sér í lagi til að galgopast og gera grín, sjálfum mér til hugarhægðar, en líklega einhverjum til ama. Það þýðir ekki að ég geti ekki verið ágætlega meðvitaður um eitt og annað sem skiptir máli í þjóðlífinu, sem ég tel mig reyndar vera, meira að segja nokkuð umfram marga höfunda sem ég hef séð hér á Moggablogginu. Hér er margur skrautlegur sauðurinn í mislitu fé.

Af vissum ástæðum er ég hér nafnlaus til að byrja með, en það kann að breytast áður en langt um líður. Ég er á miðju undirbúningstímabilinu, eins og kerlingin sagði þegar hún renndi brókinni niður eftir eystra lærinu.

Að lokum þetta: Á síðasta ári barst mér í hendur lítið sérrit frá Skírni, tímariti Hins íslenska bókmenntafélags, sem var auðkennt sem Sérprent, Skírnis, á 182. ári, útgefið að vori 2008. Þar fjallar Dr. Páll Skúlason, heimspekingur, um viðfangsefnið: Menning og markaðshyggja. Það er stórfróðleg og gagnmerk úttekt, með tilvísun í Sigurð Norðdal, þann mæta mann. Sjá www.hib.is og www.skirnir.is - ég skora á þig að verða þér úti um eintak.

Sími HÍB er 588 9060

Eigðu góðar stundir, karlinn minn, með góðu fólki og þeim mun betri sem sól hækkar meira á lofti.

Með bestu óskum um gleðilegar kosningar og Áfram Ísland í Eurovision!

Polli, 19.5.2010 kl. 00:46

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ástæður þess að Íslendingar er ennþá álitnir á þroskastigi er að hér gildir ennþá lámark 8,2% raunvaxtarkrafa á langtíma veðbandalánum á heimiliskaupa allra launþega. Húsaleiga tekur í kjölfarið mið af þessu. Ennþá síðan nokkrir embætismenn voru með 40 sinnu fleiri krónur í laun en almennir  Íslendingar í hjöllum og torfbæum Sem þurftu nú ekki margar krónur fyrir tóbaki og víni. Allar þroskaðar þjóðir miða þess kröfu við lámarkið 0-1,97% . Til þess að létta á samkeppnis rekstrar fyrirtækjum.  Í staðinn fyrir að eyðleggja þau með allskonar niðurgreiðslukerfum.

Það er engin þroskuð þjóð sem þarf á erlendu fjármagni að halda, hún hefur nógar tekjur af því að lána niður fyrir sig.

Þetta er sá efnahagslega veiki punktur sem aðrir þroskaðar þjóðir spila inná í viðskiptum við Ísland. Hrun á 20 ára fresti. Það nægir að fá greiðslu áætlun með "verðtryggðu" jafn gjaldagaláni. Og skoða heildar skil vaxta eftir 30 ár. Þeir ofan á þessari raunvaxtakröfu vegna fjölgunar launþega hækka langt umfram línulega CPI-inflation.

Þessi vanþroskað Íslenska gjald formúla er svo nákvæm að áætla má fyrirfram hvenær launþegi sem fylgir neysluvístölu verðbólgu í tekjum kemst í greiðslu erfiðleika. Þetta að gjöld langtímaveðbandaláns hækki umfram ávöxtunina sem sem samið var um í upphafi láns,. brýtur öllu lög annarra þjóða og þar með þroskaðan skilning þeirra Íslensku.   

http://juliusbearsson.blog.is/admin/blog/?entry_id=1051303

Hornsteinarnir eru ennþá grunnur allra samkeppnisfærra þjóða.

Afhverju getur skúffu fyrirtækið ekki verið í Kópavogi eða Winnipeg?

Júlíus Björnsson, 19.5.2010 kl. 06:10

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvað skyldu þessir valdafíklar í VG ekki vera tilbúnir að éta ofaní sig. Jóhanna snýr trýninu á þeim ofaní hlandforinni og þeir láta sér það lynda. Ég held að enginn þingflokkur hafi orðið að þola eins algera fyrirlitningu samstarfsflokksins eins og VG sættir sig við af hálfu Jóhönnu. Hún bókstaflega sparkar í rassg...á þeim svo þeir kútveltast í fjóshaugnum. Sjáið þennan Ögmund . Rífur kjaft og þykist hafa einhver prínsípp ena er bara fyrirlitlegur hagsmunagæsklumaður fyrir opinbera starfsmenn sem missir niðurúr ef þeir hósta. Fær bara löðrunga sitt undir hvorn hjá Jóhönnu og steinheldur sér saman á eftir.

Og þessi lufsa hann Steingrímur J. sem kallast formaður þessa ræflaflokks. Almáttugur  !.Hversu gersamlega hann er laus við allan metnað og sjálfsvirðingu fyrir sína hönd og sinna manna. Svínbeygður og masskelltur til hlýðni í Evrópumálinu, AGS og Icesave. Hafið þið séð aumara ? 

Halldór Jónsson, 19.5.2010 kl. 22:32

8 Smámynd: Polli

"Hafið þið séð það aumara ?" Já.

Polli, 19.5.2010 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband