Leita í fréttum mbl.is

Góður leiðar í Mogga!

Leiðari Mogga í dag ber yfirskriftina: 
"Áhyggjur ESB
Vandræðagangurinn um aðildarviðræður við Evrópusambandið fer vaxandi. Evrópusambandið sjálft er í uppnámi. Atvinnuleysi í Frakklandi og Spáni er með ólíkindum, ekki síst hjá fólki undir fertugu, þar sem það er nærri 40 prósent. Það er þó vinnuaflið sem í hverju landi er sveigjanlegast, en hugmyndafræði ESB gengur meðal annars út á hreyfanlegt vinnuafl.
Og allir vita um hremmingarnar sem vonarmynt sumra Íslendinga er að ganga í gegnum. Við þessar aðstæður er Samfylkingin að reyna að ýta Íslendingum nauðugum inn í ESB. En nú hafa búrókratarnir í Brussel ekki aðeins áhyggjur af hræðilegu atvinnuleysi ungs fólks í sambandinu og myntinni sem er að molna sundur.
 Í nýlegri skýrslu kemur fram að búrókratarnir hafa áhyggjur af krötum á Íslandi og eru sumir þeirra þó búralegir. Segja þeir í skýrslu sinni um aðildarviðræðurnar, dagsettri 17. maí, frá því áhyggjuefni að Samfylkingin á Íslandi sé að tapa fylgi. Svo merkilegt sem það hljómar virðast brusselmenn einnig hafa áhyggjur af því að á sama tíma fari fylgi VG vaxandi. Það er þó ríkisstjórnarflokkur líka og ber sem slíkur fulla ábyrgð á bjölluatinu í Brussel.
Og enn eitt er athyglisvert í þessari öskugráu skýrslu búrókratana. Þeir segja að »margir« efist um að »forysta« Samfylkingarinnar í ríkisstjórn sé hæf til að leiða hana. Þarna tala diplómatar og búrókratar og slíkir opna ekki munninn um svona mál nema að hafa bæði kartöflu og sveskju upp í sér á meðan.
 Hver er þessi »forysta« sem »margir« telja ófæra um að leiða ríkisstjórnina, og hver er hann þessi »margir«? Tveir einstaklingar skipa forystu Samfylkingarinnar. Varaformaðurinn Dagur berst nú fyrir auknum hagvexti í Háaleitishverfinu og er ekki í ríkisstjórn. Svo ekki er það hann. Og vitað er hver hinn er. Og hver skyldi hann vera þessi »margir« sem hefur vakið athygli á að »hinn« sé óhæfur til að leiða ríkisstjórn Íslands?
Til að finna hann eru tvær vísbendingar hjálplegastar. Leitið að búralegasta kratanum og við þá leit skulu menn byrja á þjóðskránni aftanverðri. Þetta ætti að duga langflestum til árangurs. Fyrir þá fáu sem enn »hafa ekki séð ljósið« má nefna að »margir« lítur upp til sín og talar því iðulega um sig í þriðju persónu. Verðlaun eru ferð til Brussel með MS Evrunni, en athygli er vakin á að enginn hefur fengist til að tryggja ferðina enn sem komið er."
Það er greinilega einhver húmoristi sem gengur laus á Mogganum. Hver skyldi þessi maður vera annars?
Svo les maður Baugstíðindin sem troðið er innum lúguna hjá manni. Þar er alvara málsins kynnt til sögunnar. Arion banki ætlar að leggja sæstreng fyrir allt virkjað afl Íslands til Evrópu og selja úr landi. Kostnað skiptimynt á kvarða Jóns Ásgeirs. 360 milljarðar.(að vísu sinnum pí skv. reynslunni þegar opinberir aðilar eru með áætlanir í pólitískum tilgangi) Spena til Grænlands til að auka enn orkuflæðið til Evrópu.
Og svo skrifar Þórálfur Matthíasson úr Háskólanum um það að það sé gott að eiga sæstreng til Evrópu ef orkuverin okkar stíflist af eldgosum, þá skilst manni að við getum fengið straum þaðan. Og um leið er ekki seinna vænna að fá innflutt ódýr matvæli frá Evrópu og leggja okkar styrkjalandbúnað niður. En eins og allir vita er ekkert styrkjavandamál í landbúnaði til í Evrópusambandinu.
 Og svo sé besta aðferðin til að láta Íslendinga fá straum sé að loka stóriðuverum á Íslandi. Líkleg gerir Þórálfur sér vonir um að fá stöðu í Brussel Sýnist enda nauðsyn á að hann fari að kenna annarsstaðar en í Háskóla Íslands. Það er alger sóun að þessi maður sé að sóa andlegu atgervi sínu á svo fámenna þjóð.En fyrst þarf að borga Icesave með vöxtum er hann búinn að segja og að því fengnu eiga allar styr að standa Íslendingum opnar.
Það er gaman að lesa Mogga þegar vel viðrar í pólitíkinni.



 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband