Leita í fréttum mbl.is

Bónusgreiðslu úr pokasjóði !

Ólafur Stephensen ritstjóri Baugstíðinda og Evrópusinni er trúr sínum húsbændum og hugsjónum. Nú ræðst hann á unga bændur fyrir að dirfast að benda á staðreyndir um það sem Íslendinga bíður í faðmi Evrópusambandsins.  Ólafur beitir að vanda þeim röksemdafærslum að Íslendingar fái ávallt sérmeðferð vegna einhverra séraðstæðna. 1938 fór Hermann Göring fram á það að Íslendingar leyfðu Þýzkalandi afnot af flugvöllum landsins. Íslendingar gátu sagt nei vegna þess að þeir voru fullvalda þjóð. Skyldi Evrópusambandsaðild landsins styrkja slíkar ákvarðanir gegn framtíðarkröfum þýsks herveldis, sem getur þurft að beita her sínum til að verja viðskiptahagsmuni Þjóðverja eins og forseti þeirra missti út úr sér að hætti dr. Strangelove.

 Grípum niður í skrifum Ólafs: 

Samtök ungra bænda birtu dálítið sláandi auglýsingar í blöðunum á föstudaginn. Mynd af brynvörðum fallbyssubíl með eftirfarandi fyrirsögn: "Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópusambandsherinn." Lesendur, sem gengu kannski út frá því að höfundar auglýsingarinnar vissu um hvað þeir væru að tala, hefðu getað ætlað að í fyrsta lagi væri til eitthvað sem héti Evrópusambandsherinn, og í öðru lagi að gangi Ísland í ESB, verði ungt fólk skyldað í hann.

 

En auglýsendurnir vita augljóslega ekki um hvað þeir eru að tala. Evrópusambandið hefur engan sameiginlegan her. ....Sambandið hefur á sínum snærum hraðsveitir, samansettar úr herjum aðildarríkja sem vilja leggja þeim lið. Sveitunum er ætlað að stilla til friðar á ófriðarsvæðum, og hafa sinnt friðargæzlu í nokkrum löndum. Sumir stjórnmálamenn í ESB hafa áhuga á að auka þetta samstarf. En ESB-her er ákaflega fjarlægt stefnumið og raunar ólíklegt að aðildarríkin nái nokkurn tímann um það samstöðu....“

 

Ólafur virðist vita það eins vel og ungir bændur, að Evrópuherinn er staðreynd í stjórnarskrá ESB. Ólafur getur ekki skrifað lesendur sína frá þeirri staðreynd.

 

Svo reynir Ólafur að afgreiða þetta með því að verða fyndinn:

 ...“Þetta er eins og að splæsa í auglýsingu um að Samtök ungra bænda vilji alls ekki láta flytja íslenzku þjóðina á Jótlandsheiðar - svona af því að ekki er hægt að útiloka að sú hugmynd komi upp aftur í framtíðinni. „Er Evrópusambandsaðild eitthvað stundarfyrirbrigði? Eitthvað sem stendur skemur en ævidagar Ólafs  Samt viðurkennir Ólafur : „   Ísland myndi vissulega undirgangast utanríkis- og öryggismálastefnu ESB við aðild - og ætti ekki í neinum vandræðum með það. Ísland á nú þegar umtalsvert samstarf við ESB á grundvelli stefnunnar, án þess að örlað hafi á hugmyndum um íslenzkan her. ESB-aðild hefur ekkert slíkt í för með sér, eins og hefur alla tíð legið skýrt fyrir, ekki frekar en vera Íslands í hernaðarbandalaginu NATO í sex áratugi. Verði Ísland aðildarríki ESB, ræður það því eftir sem áður sjálft hvort það hefur her.   

Við þetta má svo bæta því, sem ungum bændum er hugsanlega ekki kunnugt, að aðeins sjö af 27 ríkjum ESB hafa herskyldu - það er sömuleiðis aðildarríkjunum í sjálfsvald sett.“

 

Jæja, mikil er viska þeirra ESB trúboðanna. Aðildarríkjunum sem undirrita stjórnarskrá sambandsins og framselja allt vald til þess er eitthvað í sjálfsvald sett ! Ættu menn ekki að staldra við og spyrja sig hvernig sjálfsvaldi Texas yrði fyrirkomið ef Bandaríkin lentu í hremmingum ? Ætli Belgía geti verið stikkfrí ef ráðist er á Holland?

 

Blindaður af peningaveldi húsbænda sinna sem sitja yfir kjörum ungra bænda í framtíðinni í gegnum pólitíska valdastöðu Haga í bankakerfi Samfylkingarinnar, þá drýpur þessi viska svo úr penna ritstjórans:

 „Ungir bændur hljóta að hafa skárri rök fyrir andstöðu sinni við aðild að ESB en svona bull. Vonandi eru auglýsingarnar þeirra ekki fyrirboði um það, sem koma skal í umræðum um aðildarumsókn Íslands. Sú umræða verður að byggjast á staðreyndum og þekkingu, ekki langsóttum framtíðarskáldskap.“Ætti Ólafur ekki að fá Bónusgreiðslu úr pokasjóði fyrir svona frábæra þjónkun? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Góður!

Jón Baldur Lorange, 1.6.2010 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband