Leita í fréttum mbl.is

Evran ekki allra gagn

Á bloggi Gunnars Rögnvaldssonar rakst ég á athyglisverða grein úr  LeMonde um það að Evran sé á útleið hjá þeim þjóðum sem í mestum erfiðleikum eru núna, Grikkjum, Spánverjum,Portúgölum. Höfundur bendir á að þeim þjóðum eins og Dönum og Svíum vegni mun betur með eigin myntir sem þær geta gengisfellt sem þurf þykir. Hann minnir á að DeGaulle endurreisti Frakkland með því að gengisfella Frankann um 18 %,

Evran getur greinilega ekki gengið upp að mati höfundar nema hjá þeim þjóðum sem geta stjórnað eigin innri málum. Grikkir geta það ekki það er ljóst. Og reynslan bendir nú til þess að Íslendingar gætu það ekki heldur, ofurvaldbeiting verkalýðsbófanna okkar hefur komið í veg fyrir alla skynsamlega hagstjórn landins okkar á alveg sömu forsendum að Grikkir neita nú að leysa sín mál með kauplækkun og niðurskurði sem væri nauðsynleg ef þeir ætla að halda Evrunni.

 

Þess vegna tala hagfræðingar um það í alvöru að betra sé fyrir Grikki að lýsa yfir þjóðargjaldþroti og taka upp dröchmuna aftur Eins og nú horfir verður aðstoðinni sturtað niður í klósettin í Grikklandi, sem oftar en ekki eru þar sóðaleg og og innangeng úr eldhúsunum, sem sýnir einn muninn á Þjóðverjum og Grikkjum. Þessar þjóðir geta engan vegið myndað eitt ríki þó þau geti lifað saman í Evrópufriði. Ólíkar þjóðir eins og Þjóðverjar og vanþróaðar þjóðir lifa ekki í sama efnahagskerfi nema að á annan hallist eins og Hitler gerði sér grein fyrir.

 

Hugsanlega verður Evran í framtíðinni að reiknieiningu í viðskiptum eins og SDR  var en þjóðarmyntir verði teknar upp aftur í flestum löndum ESB.  Að minnsta kosti vilja Þjóðverjar fá sitt D-mark aftur þó það myndi nú verða síðast í röðinni. Ef til vill er skýringin á jafnlyndi þýskra stjórnmála að leita í mikilli öldrun þjóðarinnar. Innfluttir kynstofnar eru að taka völdin í gömlu Evrópu sem tímgast mun hraðar en innfæddir. Ef til vill verða Þýskaland, Frakkland og Bretland  orðin múslímaríki eftir örfáa áratugi.

 

Íslenskir kratar  leggja allt kapp á að fylgja fordæmi Evrópusambandsþjóða eins og kunnugt er. Þeir fimbulfamba um inngöngu Íslands og upptöku evru eins og þetta bíði á næsta götuhorni. En ef þú spyrð alþýðuna í Þýskalandi um  skoðanir hennar  á Evrópubandalaginu og evrunni, þá færðu ýmislegt að heyra sem er öðruvísi en það  sem Angela Merkel segir í ræðum sínum á þinginu. 

 

Íslendingar eiga krónunni okkar mikið að þakka. Það er hinsvegar hörmulegt hvernig okkar nútíma Sturlungar hafa leikið hana. Hún gæti verið besta mynt í heimi hjá skynsamari þjóð. Hún hefur sýnt það hvers hún er megnug þegar við umgöngumst hana af virðingu eins og var á þjóðarsáttardögunum.

Krónan getur verið okkar sómi sverð og skjöldur áfram því flest bendir til þess að Evran verði ekki allra gagn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband