Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur að baki Guðríðar !

"Það má Halldór Jónsson hinsvegar vita að við erum afar stolt af Guðríði og stöndum heilshugar að baki henni "

 

Þessa digurbarkalegu yfirlýsingu sendi Guðmundur Oddsson mér í laugardagsblaði Mogga á kosningadaginn. Nú, ekki viku eftir kosningar er stuðningur Guðmundar og Samfylkingarinnar ekki meiri en svo , að þau neita að styðja Guðríði til bæjarstjóraembættis í Kópavogi, vegna þess að slíkt yrði þá í boði íhaldsins ! En það hatar Guðmundur og Samfylkingin meira en þau eru stolt af oddvita flokksins, Guðríði Arnardóttur.

 

Heilshugur Guðmundar og Samfylkingarinnar og stolt  bak við Guðríði Arnardóttur var þá ekki meiri en svo, að hann vill heldur fá jafngildi hvers sem er frekar en Guðríði, utanúr bæ til að vera bæjarstjóri í Kópavogi með tætingslegum fjögurra flokka meirihluta heldur en að treysta Guðríði, oddvita Samfylkingarinnar,  fyrir bæjarstjóraembætti í tveggja flokka  öruggum meirihluta.  Það virðist vera meira hlustað á gamla hrossabresti í hefndarhug í  Samfylkingunni en að þar sé hugleitt hvernig Kópavogi verður best stjórnað með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi. Allt er núna betra en að Guðríður verði bæjarstjóri að heilshug Guðmundar og stolti.

 

Það hefðu þótt tíðindi í öðrum flokkum sem styddu oddvita sína á þennan hátt. 

 

 Guðríður mín Arnardóttir ! Sá sem á svona stolta vini og heilshugar bakland eins og Guðmund Oddsson í Samfylkingunni, hann  þarf greinilega ekki að óttast óvinina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband