Leita í fréttum mbl.is

Bófarnir í BYR

Mbl. birti ágćta grein um málefni BYR í dag. Meginatriđin tek ég upp hérna.

„Í nćstu viku verđur lögđ fram greinargerđ fyrir Hérađsdóm Reykjavíkur í máli nokkurra stofnfjáreigenda í Byr sparisjóđi. Íslandsbanki hefur höfđađ mál á hendur nokkrum stofnfjáreigendum til ađ fá úr ţví skoriđ hvort bankinn geti gengiđ ađ öđrum eignum ţeirra sem tóku lán hjá Glitni til kaupa á stofnfjárbréfum í Byr í kringum áramótin 2007-2008.

Á fjölmennum  fundi sem Samtök stofnfjáreigenda í Byr stóđu fyrir í gćr sagđi Hróbjartur Jónatansson hćstaréttarlögmađur, sem fer fyrir tilteknum hópi stofnfjáreigenda, ađ krafa hans skjólstćđinga vćri einfaldlega sú ađ bankinn tćki stofnfjárbréfin í Byr á móti lánum. Hann sagđi ađ lánin sem veitt voru til stofnfjáraukningar í Byr hefđu veriđ veitt međ veđi í bréfunum eingöngu og ţví verđi ţess krafist fyrir dómi ađ ekki verđi hćgt ađ ganga ađ öđrum eignum stofnfjáreigenda.  Á fundinum, sem haldinn var í húsakynnum Byrs sparisjóđs í Borgartúni, kom fram ađ líklega sitji um 500 manns uppi međ skuldir vegna kaupa á stofnfjárbréfum ţannig ađ margir ađrir tengjast ţessu máli .  

 Hróbjartur tók dćmi af máli sem lagt verđur fyrir hérađsdóm í nćstu viku og varđar ekkju fćdda 1932. Glitnir ráđlagđi ekkjunni, sem hefur ekki ađrar tekjur en ellilífeyri, ađ taka lán í erlendri mynt til 18 mánađa til ađ fjármagna kaup á stofnfjárbréfum í Byr sparisjóđi. Ađ sögn Hróbjarts vildi ţessi kona ekki taka lán en henni hafi veriđ sagt ađ tćki hún ekki ţátt í stofnfjáraukningu Byrs myndi hún tapa 86% af ţví stofnfé sem hún átti fyrir. Hann segir ljóst ađ Glitnir, sem var umsjónarađili stofnfjáraukningar í umbođi Byrs, hafi enga skođun gert á greiđslugetu einstaklinga. Í dćmi ekkjunnar sé t.d. augljóst ađ hún hafi ekki haft möguleika á ađ afla sér tekna til ađ standa undir afborgunum. Ţá hafi henni veriđ tjáđ ađ engar tryggingar lćgju ađ baki láninu ađrar en veđ í stofnbréfunum sjálfum. »Ţetta mál lýsir ţví ađ ţađ hefđi ekki getađ komiđ til nein önnur ábyrgđ en bara stofnbréfin sjálf,« sagđi Hróbjartur.“

 Ţađ liggja margir vitnisburđir fólks sem hníga alfariđ ađ ţví ađ ţví hafi veriđ talin trú um, ađ ţađ, ađ engra annarrar trygginga yrđi krafist en veđs í bréfunum sjálfum, vćri samstofna ţví ađ engin önnur áhćtta fylgdi lántökunni. Ég hefđi sjálfur aldrei fariđ ađ taka lán fyrir mínum hlut hefđi ég trúađ öđru eftir viđtal viđ ráđgjafa í bankanum, svo gersamlega fannst mér ţetta gráupplagt og sjálfsagt ađ styrkja mitt fyrirtćki í harđri samkeppni viđ risana.

  Ég var ţá algerlega grunlaus um ađ svo vćri í pottinn búiđ sem svo kom á daginn. Ađ „the convicted whitecollar criminal, Jón Ágeir Jóhannesson „ eins og hann kallast í málsskjölum Hćstaréttar New York Fylkis, ţar sem honum er boriđ á brýn ađ hafa stoliđ tveimur billjónum bandaríkjadala af Glitni og bandarískum fjárfestum,  vćri búinn ađ tryggja sér öll völd í báđum stofnunum, Og ţađ vćri veriđ ađ hafa mig bćđi ađ fífli og ađ ginna af mér fé. Sem mér auđvitađ svíđur, einkanlega ţađ fyrra af ţví mađur ţykist auđvitađ vera svo sniđugur. Egóiđ er í lágmarki eftir svona atburđi. 

En ţađ mega íslensk útrásarţjófagengi best vita, ađ Bandaríkjamenn sumir hverjir líta ţađ öđrum augum en Íslendingar ađ vera snuđađir um stórfé og selja egóiđ dýrt. Ekki myndi ég ađ minnsta kosti vilja vita af sumum ţeirra á eftir mér vegna ógreiddra skulda ţó ţeir geti hlegiđ ađ okkur rćflunum í BYR. Og Bandaríkjamenn líta allt öđruvísi á glćpamenn en viđ Íslendingar. Ţeir telja ađ glćpamenn eigi ađ vera í fangelsum en ekki á hvíldarheimilum.

 

Dómarnir yfir Maddoff voru ađ minnsta kosti lítiđ í ćtt viđ íslenska ţriggja mánađa skilorđsdóma  ţannig ađ ţađ gćti orđiđ eilítil biđ á ađ sumir fćru til ađ skođa frelsisstyttuna ţegar Hćstiréttur New York fylkis hefur talađ.

Stofnfjáreigendur í BYR telja sig hart leikna af bófunum í BYR og ćtla ađ minnsta kosta ađ verjast saman til síđasta manns.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvađ finnst ţér um ríkisverndađa NegAm grunn lánaform 1 veđréttar ađ međaltali 30 ára heimilislána?

Vissir ţú ađ til ađ verđtryggja sparifjárreikninga sem eru bundnir í fimm ár nćgir ađ leiđrétta 1,5% raunvextir um verđbólguvöxtinn á fimm árum? 

Vissir ţú ađ raunvaxtakrafa öruggra langtíma lána í löndum, sem búa viđ litla verđbólgu og flokkast undir vestrćn lýđrćđisríki ţar af leiđandi er um 20% gangvart milli stétt upp í 30% gagnvart efri millistétt. Ţađ er 1,79% til 1,99% á ári.

Hér í skjóli NegAm lánsforms er sama raunvaxtakrafa 120% minnst.

Kommúnsta ríkistjórnir virđa ekki eignarétt almennings.

Íslendingar verđa ađ lćra ađ ţađ er ekki hćgt ađ verđtryggja verbólgu og greiđsluerfiđleika leiđréttinga vexti.  Nema fella gengiđ reglulega og hrynja efnahagslega á 20 ára fresti.

Tilgangur NegAm ríkis lánaformsins var ađ ađ fćra eiginfé almennings yfir í gervi einkaframtakiđ og Seđlabankann og réttlćta erlendar lántökur. Ţjóđar tekjur hér á starfandi hafa hrapađ 40% niđur fyrir ţćr í Fćreyjum. Nokkuđ sem tekur minnst 100 ár ađ vinna upp og ţá og ţví ađ eins ađ ţess hálfvita fjármálgeiri sé skorin niđur um 90%. Ţađ er heimsfrćgt í hinum ţroskađ fjármálaheimi ađ raunvaxta krafan á húsnćđis útgjöldum Íslendinga er 6 sinnum hćrri minnst en hjá ţeim ríkjum sem ég vil tilheyra.

Svo fyrir ţá sem ekki ţekkja sögu stórborga meginlandisns ţá átti almenningur aldrei fyrir útborgun né hafđi ađgang ađ yfirvinnu til ađ kaup sér ţak yfir höfuđiđ hvađ ţá byggja sjálfur. Heldur var ţađ svo kölluđ millistétt um 20% sem átt kost á ţeim munađi.

Kommúnismi er ekkert annađ en viđskiptaleg eyđni. Rćđur ferđinni í flestum Íslenskum stjórnamálaflokkum í dag.

Litla Gula hćnan er vinur hinna réttsýnu.           

Júlíus Björnsson, 12.6.2010 kl. 07:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband