Leita í fréttum mbl.is

Alþingi skammist sín !

Alþingi á að skammast sín fyrir að bjóða þjóðinni uppá það að þingmenn hlaupi nú heim til sín frá vandamálunum á fullu kaupi. Skilji þau hrikalegu vandamál eftir sem framundan eru án þess að gera tilraun til að finna lausnir. Hvern fjandann hafa þingmenn annað að gera en að vera í vinnunni við þessar aðstæður.

 Þvæla kratanna  um nauðsyn stjórnlagaþings til að setja landinu stjórnarskrá er útí Hróa.  Hvaða þörf er fyrir einhverja nýja stjórnarskrá núna þegar allt stefnir í bál og brand ? 3000 manns eru flúin land síðan á áramótum.

 Er ekki nær að reyna að finna út hvað á að gera ef hér brýst út bylting vegna uppboðanna sem skella á heimilunum  í haust ? Hverskonar aulalið er þetta sem við höfum kosið og erum að borga kaup til að finna lausnir á vanda þjóðarinnar.? Ef Alþingi hefði sinnt skyldum sínum í þessu stjórnarskrárefni væri ekki verið að þrátta um þetta núna. En Alþingi hefur svikist um að leysa þetta verkefni og ætlar að útvista því á kostnað þjóðarinnar.  Alþingi á að skammast sín fyrir aumingjaháttinn. Virðingu mína hefur það ekki.

Alþingi er ekki lýðræðislega kjörið. Það er ekki þversnið af þjóðinni. Það endurspeglar ekki þjóðarviljann af því að einn maður hefur ekki eitt atkvæði við kjör til þess. Þessvegna fer sem fer.

Og ráðgefandi stjórnlagaþing er höfuðið af skömminni. Menn útí bæ eiga að gera tillögur til einhvers Alþingis sem getur ekki leyst málin, hver sem niðurstaðan verður. Sjá menn ekki hversu vitlaust þetta er ? Bæði heimskulegt og ömurlegt og svo  rándýrt til viðbótar.

Alþingi á að skammast sín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Halldór; æfinlega !

Og við má bæta; að enginn dugur er í þessum mannskap, til þess að vilja auka framleiðsluna, með stórauknum fiskveiðum, til dæmis.

Friðunar kjaftæðið; hjá Hafrannsóknastofnun, gerir að verkum - að verið er að gutla í 130 - 150000 tonnum Þorsks, þegar hægt er að benda á, að langt framyfir miðja síðustu öld, bárust iðulega, um 400 - 500000 tonna, af þeirri tegund - einni; og sér, fyrir nú utan Ýsu - Karfa - Ufsa - Löngu og Steinbít, auk margs annars.

Þakka þér fyrir; ádrepuna þarfa, fornvinur góður.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 19:41

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór. Margir skilja vandamálin en þeir eru réttlausir til að koma sínum skoðunum og virkilega vilja á framfæri.

Gamla svikaklíkan þykist geta murkað sannan vilja úr heiðarlegu fólki í þessu alþingis-fangelsi! Hvers vegna?

Tek undir með Óskari Helga með fisveiðarnar!

Nú verða bara heiðarlegir sjómenn að taka völdin í sínar hendur!

Það er það sem heiðarlegt fólk á alþingi bíður eftir! ALVÖRU STUÐNINGUR FRÁ SJÓMÖNNUM SJÁLFUM! Þá er sigurinn vís! M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.6.2010 kl. 20:43

3 Smámynd: Friðrik Jónsson

Vandinn er bara miklu stærri en bara fiskveiðar,það er löngu búið að færa kvótann frá mörgum sjávarplássum og þetta nýtist þeim sem eru án atvinnu þar lítið.Tökum sem dæmi Reykjanesbæ,þar er mesta atvinnuleysið og ríkisstjórnin gerir allt sem erfiðast fyrir heimamenn í uppbyggingu atvinnu,af hverju er ekki verið að liðka fyrir álverinu sem er í byggingu,stutt við viðhaldsstöð fyrir heræfingavélarnar,stutt við smáiðnað nóg af iðnaðarhúsnæði,bara nokkur dæmi?

Þetta yrði allt sparnaður til lengri tíma,minnkar atvinnuleysi sem er mikill baggi á þjóðarbúið,yrði til þess að fólk næði að greiða skuldir sínar og halda húsnæðinu,það er enginn smá sparnaður fyrir ríkið.

Nei frekar ætla menn að draga lappirnar og láta fólk fara á hausinn og láta sömu glæpamenn stjórna atvinnulífinu áfram.

Þetta er tímasprengja og hún mun springa á þessu ári og það verður bylting,þá er eins gott fyrir lögreglu að víkja til hliðar reiðin er orðin það mikil og mig grunar að þetta verði ekki saklaus pottabylting.

Friðrik Jónsson, 13.6.2010 kl. 10:01

4 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Já ég er dálítið hræddur um að hér verði eitthvað annað en saklaus pottabylting nái það sem framundan er fram að ganga....reiðin víða er orðin rosalega mikil og það skiptir ekki máli orðið við hvern maður talar það sýður á fólki.

Steinar Immanúel Sörensson, 13.6.2010 kl. 21:40

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér finnst það ekki ásættanlegt að taka því þegjandi að Arion banki, sem enginn veit hverjir stjórna sé að afhenda Jóni Ásgeiri Haga aftur.

Mér finnst ekki ásættanlegt að 365 miðkar haldi áfram í fjölmiðlun án þess að minnsta tillit sé tekið til þeirra skulda sem þeir skildu eftir hjá almenningi í gegnum bankana. Mogginn var hreinsaður og seldur. Af hverju ekki sama aðferð við 365 ? Svarið er, þetta eru málgögn Samfylkingarinnar

Halldór Jónsson, 13.6.2010 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband