Það er miður júní og breiður af bláum blómum gleðja augað víða um land. Hæðir og holt í nágrenni höfuðborgarinnar, þar sem áður voru uppblásin moldarbörð, eru blá yfir að líta; einstaklega falleg sjón í sumarblíðunni að undanförnu. Lúpínan setur svip sinn á landið, klæðir það með þykku teppi þar sem áður var enginn, lítill eða rytjulegur gróður.
Gleðin yfir fegurð þessa nýbúa í flóru Íslands er samt engan veginn fölskvalaus. Umhverfisráðherrann, með fulltingi Landgræðslunnar og Umhverfisstofnunar, hefur skorið upp herör gegn lúpínunni. Tilkynnt hefur verið að hún sé "ágeng tegund" og nú skuli barizt gegn henni með öllum tiltækum ráðum, slætti, sauðfjárbeit og eiturhernaði. Síðastnefnda leiðin mun vera talin árangursríkust.....
Í Fréttablaðinu á laugardag sagði Jón Loftsson skógræktarstjóri: "Við höfnum þessu öllu saman á þeim grunni sem það er sett fram á. [...] Grunnurinn að þessum tillögum er sá að líffræðilegri fjölbreytni stafi hætta af lúpínunni. Við teljum það alrangt. Við teljum að gera þurfi miklu ítarlegri úttekt og rannsóknir á lúpínunni, áður en menn fara af stað í einhverja herferð, ég tala nú ekki um einhvern eiturefnahernað, gegn henni. Fullyrt er að hún vaði yfir gróið land. Hvar gerir hún það? Það eru ekki til neinar rannsóknir, sem byggja má á hvort og þá hvar hún er að gera skaða."
Svandís Svavarsdóttir hefur í ráðuneyti sínu samanlagt unnið íslenzkri þjóð meira tjón en margir aðrir og er þá langt til jafnað. Skemmdarverk hennar gegn atvinnuuppbyggingu hafa toppað afrek Þórunnar Sveinbjarnardóttur á því sviði og þóttu þau samt ærin.
Umhverfisfasistar eru farnir að vinna náttúru Íslands beint tjón.
Athugasemdir
Heyr heyr.
Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 13:38
Mér er það mikil gleði að eiga í þér baráttufélaga fyrir tilveru lúpínunnar!
Þú ert svo atorkusamur og kraftmikill, svo ég er í góðum félagsskap!
Sigurður Alfreð Herlufsen, 14.6.2010 kl. 17:45
Admiration of nature was a strong theme of the German Nazi party and the Wagnerian German romanticism that predated it, and is also a key issue for some modern fascist movements. The Nazi government also investigated sustainable forestry. The Nazis were at the forefront of conservationism, with Nazi Germany having some of the first legally protected wilderness reserves. During their rise to power, the Nazis were supported by German environmentalists and conservationists, but environmental issues were gradually pushed aside in the build-up to the Second World War.
......
When seeking to understand the environmentalism, vegetarianism, and animal rights policies of Nazi and neo-Nazi groups, one must be aware that these ideas are in no way divorced from these groups' emphasis on Arthur de Gobineau's ideas of biology, eugenics, and social Darwinism. Their concept of racial hygiene was seen as cleansing the human genetic stock, much as ecology cleans the environment. All of these concepts have a common thread, emphasising the importance of nature, and man's duty to behave as steward .
(http://en.wikipedia.org/wiki/Ecofascism#Nazi_and_Fascist_views_on_ecology)
Aðalsteinn Sigurgeirsson, 15.6.2010 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.