18.6.2010 | 16:49
Þjóðráð vofa yfir
Nú vofa þau þjóðráð yfir í þingfríinu, að Jóhanna og Steingrímur staðfesti undirskrift Svavars á Icesave samningnum til að uppfylla skilyrðin um aðildarviðræðurnar.
Allt bendir til þess, að Samfylkingin sé tilbúin að leggja allt í sölurnar til þess að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. VesælGrænir hlýða dáleiddir á His Masters Voice eins og hundurinn á grammifónsplötunni. Því annars lýkur þeirra valdatíma. Og hann selja þeir síðast.
Það verður bara kosið aftur og aftur um samninginn þangað tl hann verður samþykktur segja þeir kratar sem maður hittir á götunni.
Þjóðráð Samfylkingarinnar eru að láta landið ganga í Evrópusambandið með einum eða öðrum hætti og hvernig svo sem farið verður að því. Icesave er bara eitt af þeim þjóðráðum sem til þarf.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 109
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 67
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Það er eitt einstaklega fáranlegt í yfirlýsingu Samfylkingarinnar, varðandi aðildarviðræður.
Þar segir að Íslendingar geti tekið upplýsta ákvörðun um hvort inn verði gengið, þegar nýr samningur, liggi á borðinu. Fyrr geti enginn vitað neitt, hvort aðlildinn sé okkur til góðs.
Í næstu málsgrein segir svo að Samfylkingin, sé fylgjandi aðild að ESB. Er þá Samfylkingin, búin að taka óupplýsta ákvörðun um inngöngu, eða veit hún meira en aðrir, hvað fellst í inngöngu (innlimun) í ESB?
Kristinn Karl Brynjarsson, 18.6.2010 kl. 17:10
Halldór, hvernig vilt þú ljúka Icesave málinu?
Björn Birgisson, 18.6.2010 kl. 19:08
Halldór fylgist þú ekki lengur með. Ísland hefur nú 2 mánuði minnir mig til að svara ESA sem hefur sent okkur álit sitt um að við eigum að borga Icesave. Eftir það er líklegt að málið fari fyrir Efta dómsólinn.
Fulltrúi EFTA var í gerðadómi sem ákvað að Íslandi bæri að borga Icesave. Dómnum sem Árni Marr sagði okkur frá.
Þannig að líklegt er að í haust eða næsta vor verðum við dæmd til að greiða Icesave. Og það er um það leiti sem aðildarviðræður okkar við ESB byrja þannig að þetta truflar ekki hvort annað.
Þetta leiðir til þess að við fáum sennilega verri kjör en okkur hafa boðist hingað til vegna þess að Ísland er betur komið þá en er nú. Og því enga samúð að hafa. Og því líkur á að við lendum aftur í efnahagsefriðleikum um það bil sem við lokum fjárlagagatinu.
Þá býður ESB okkur aðstoð við að greiða Icesave og almenningu á Íslandi snýst í einum hvelli og allir samþykkja ESB. Og málið er leyst og við verðum formlega gengin í ESB eftir 3 ár.
Fáum undanþágur frá aðlögun að EVRU eða stuðning við krónuna. Vöruverð lækkar, kaupmáttur eykst, vextir lækka og samkeppni hér eykst. Erlendir aðilar koma hér og fjárfesta í sjávarútvegi sem dregur úr völdum gömlu kvótakóngana. Við fáum að kaupa erlendar kjötvörur og okkar vörur slá í gegn hjá liðinu sem er á móti verksmiðju framleiddum landbúnaðarvörum.
Og engin skilur neitt í því að hér hafi verið stór hópur sem var með bullandi hræðsluáróður gangvart ESB. Yfirleitt ekki byggt á neinu nema bullrökum eins og að við þurfum að taka upp herskyldu vegna Evrópuhersins.
Magnús Helgi Björgvinsson, 18.6.2010 kl. 22:42
Magnús Helgi ætti að spyrja Össur, hvort sá katta-smali telji að Icesave-stjórnin eigi langa lífdaga. Að sjálfsögðu hlýtur fylgishrun Sossanna að bíta og þeir eru að lyppast niður.
Engar líkur tel ég til að Steingrímur rjúki til og skrifi undir ríkisábyrgð handa nýlenduveldunum, enda yrði það fyrsta verk nýs meirihluta á Alþingi að fella ábyrgðarlögin úr gildi.
Mikill og vaksandi meirihluti er gegn innlimun landsins í ESB og enn stærri meirihluti gegn Icesave-kúgunni. Ekki láta hræða þið Halldór með innantómum hótunum og samþykktu boð mitt um bloggvináttu.
Kveðja.
Loftur Altice Þorsteinsson, 19.6.2010 kl. 11:36
FRÁBÆRT þetta fyrsta innlegg frá Kristni Karli Brynjarssyni.
En þú meinar landráð, Halldór minn, ekki andmæli ég því.
Og mikið er þetta viðeigandi nýyrði hjá þér: VesælGrænir, tilvalið!
Hef ekki lesið hin innleggin til neinnar hlítar enn.
Jón Valur Jensson, 19.6.2010 kl. 15:49
Magnús minn, barnið þítt nýfræga getur orðið herskylt í Evrópuhernum þó að þú verðir talinn of gamall. Þú hefur væntanlega lesið kaflann um hermálin í sáttmálanum.
Já Jón valur,
þetta er dásamlega skarplega athugað hjá honum Kristni Karli að benda svona á hvílíka yfirburði Samfylkingarfólk á borð við hann Magnús Helga til dæmis, tekur sig hafa yfir okkur hina tvístígandi efasemdarmenn eins og mig og þig.
Loftur , ég held að við eigum ekkert að borga þetta Icesave, því Landsbankinn borgaði í tryggingasjóðinn eins og þú hefur bent á. Ef þeir ætla að dæma okkur til þess eins og Magnús Helgi segir, þá bil ég segja F...off og ganga ur þessu EES sem færði okkur byrjunina á hruninu og innflytjendavandamálið, Schengen og fleira góðgæti. Bloggvinur þinn vil ég víst verða en af hverju ertu að dandalast með þetta dulnefni thjóðarheidur ?
Halldór Jónsson, 19.6.2010 kl. 20:22
Loftur er ekki að "dandalast" með neitt dulnefni, Halldór, og mætti skrifa miklu meira á vefsíðu Þjóðarheiðurs en það litla sem hann hefur gert.
Svo virðist þú sjá eitthvað annað merkilegt út úr innleggi Kristins Karls Brynjarssonar en ég. Ég leyfi mér að endurtaka orð hans:
"Það er eitt einstaklega fáranlegt í yfirlýsingu Samfylkingarinnar varðandi aðildarviðræður. Þar segir að Íslendingar geti tekið upplýsta ákvörðun um hvort inn verði gengið, þegar nýr samningur liggi á borðinu. Fyrr geti enginn vitað neitt, hvort aðlildin sé okkur til góðs.
Í næstu málsgrein segir svo að Samfylkingin sé fylgjandi aðild að ESB. Er þá Samfylkingin búin að taka óupplýsta ákvörðun um inngöngu ...?"
Jón Valur Jensson, 19.6.2010 kl. 20:49
Jón Valur,
Hvað er vitlaust við það að vekja athygli á mannfyrirlitningu Samfó sem álítur okkur óupplýsta fyrir að vera á móti ESB ?
Samfylkingin er búin að sjá þetta allt og taka undirbúandi ákvörðun um að keyra okkur inn þegar við verðum upplýstir (heilaþvegnir) og greiðum atkvæði með þeim. Þeir álíta sig þegar vita allt betur en við og ætla að láta okkur kjósa og kjósa þangað tl við kjósum rétt.. Magnús Helgi er einn af þessum skarpvitru krötum sem veit allt um þetta og skilur ekkert í þessum bullandi hræðsluáróðri í þér og fleirum.
Kostuðu stórveldin ekki svokallaðar fimmtuherdeildir víða um heim til þess að vinna sínum málum framgang. Er ekki Samfylkingin í það minnsta fimmta birtingarform komma og krata á Íslandi ?
Halldór Jónsson, 19.6.2010 kl. 22:31
Þú veizt það eins vel og hver annar, Halldór minn, að ég hef minna en ekkert álit á Samfylkingunni, sem er með margt miður hollt í hugmyndaarfi sínum og hefur bætt ýmsu ljótu við. Hins vegar var spurning Kristins Karls eftir að hafa hugleitt forsendur í yfirlýsingu Samfylkingarinnar AFAR LÓGÍSK út frá því, sem undan hafði farið, þ.e. þessi ályktunar-spurning hans: "Er þá Samfylkingin búin að taka óupplýsta ákvörðun um inngöngu ...?"
Jón Valur Jensson, 19.6.2010 kl. 23:01
Ég sé hvað þú meinar Jón Valur, það má leggja útfrá þessu að þeir séu búnir að taka ákvörðun eftir einhverjum órannsakanlegum öðrum leiðum sem geta verið erlend fyrirmæli eins og hvað annað, eða þá af sjálfsviðurkenndum heimóttarskap vegna hrifningar yfir einhverju sem þeir skilja hugsanlega ekki sjálfir.En kratar eru svona, þeir hreyfast eftir einhverjum brautum sem þú og ég skilja ekki endilega. Þeir eru jú kratar. Undirtegundin er Alikratar.
Halldór Jónsson, 19.6.2010 kl. 23:40
Huggulegt hér. Halldór, Jón Valur og Loftur. Bull, ergelsi og firra. Þarf eitthvað að ræða þetta frekar, eins og borgarstjórinn segir?
PS. Halldór endilega taktu bloggvináttu boði Lofts, þótt hann sigli undir fölskum flöggum. Gerir þú það ekki mun hann hrauna yfir þig af sínu alkunna yfirlæti, sem einkennir góða, orðvara og grandvara menn eins og hann. Eruð þið ekki báðir verkfræðingar?
Finnst þér örugglega ekki vænt um flugur?
Björn Birgisson, 20.6.2010 kl. 00:10
Halldór, á nærstu dögum mun birtast grein eftir mig í Morgunblaðinu einmitt um EES. Við skulum bera saman bækur okkar, þegar þú hefur lesið hana.
Af hverju hef ég á tilfinningunni að Björn Birgisson hafi verið hafður útundan í æsku ? Slíkt getur haft alvarlegar afleiðingar, eins og þær að verða forskrúfaður Sossi. Vonandi losnar hann samt við flugu-fælnina, áður en hann fyllir tíunda tuginn. Það væri strax til bóta, fyrir hann - mér er alveg sama.
Loftur Altice Þorsteinsson, 20.6.2010 kl. 00:23
Það vill svo til, að það er enginn í ergelsi hér nema þú, Björn minn.
Alikratar – annað gott nýyrði, Halldór! Mér segir svo hugur, að þeir stefni einmitt á að komast á spenann í Brussel, þ.e.a.s. að fá embætti þar, sem kváðu vera feiknlega hátt launuð, það heyrði ég hjá Bretunum tveimur, harðfullorðnum séntilmönnum, sem heimsóttu Ísland fyrir nokkrum vikum. Fyrst er sem sé landsafhendingin, síðan fá þeir silfurpeningana að launum.
Jón Valur Jensson, 20.6.2010 kl. 00:41
Loftur, þú ert bara fluga. Orð þín til mín vega ekkert og hafa ekkert gildi. Þú veist jafnvel og ég og allir bloggarar hér, að þú er versti ruddi í orðum sem fyrirfinnst á þessu Moggabloggi og ekki er hann Ketill skrækur þinn miklu betri. Halldór Jónsson, endilega bittu þitt trúss við þessa menn, ef þú finnur hjá þér geð til þess.
Björn Birgisson, 20.6.2010 kl. 01:05
Óttalegur munnsöfnður er á þér Björn minn. ef ég vissi ekki að þú ert annálaður reglumaður, þá hefði ég sagt að þú vaærir búinn að fá þér sítrón.
Halldór Jónsson, 20.6.2010 kl. 14:30
Má til með að benda á „Vefþjóðviljann” og góða pistla þar undanfarið. Þeir eru með lénið : http://www.andríki.is
egar úrslit sveitarstjórnarkosninga á dögunum lágu fyrir fagnaði Jóhanna Sigurðardóttir góðu gengi S-lista Samfylkingarinnar um landið með því að vísa í niðurstöðurnar á Dalvík þar sem J-listinn hafði naumlega hlotið meiri hluta bæjarfulltrúa.
Að bragði sendu forsvarsmenn J-listans frá sér tilkynningu:
Og ekki nóg með það. Kjörstjórn fór yfir atkvæðaseðla að nýju í síðustu viku og við það missti J-listi ekki-Jóhönnu meirihluta sinn.
Hér hlýtur að vera um einhvers konar met að ræða. Ég fagna því að liðið mitt - nei við erum ekki liðið þitt - var að vinna stórsigur - nei það tapaði reyndar.
tjórnmálaflokkur sem þóttist enga stefnu hafa og virtist fara fram á atkvæði með þeim einu rökum að hinir flokkarnir væru enn meiri vitleysingar, fékk sex borgarfulltrúa í kosningunum á dögunum og varð stærsti flokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur, þótt naumlega væri. Stór hluti kjósenda virðist þessi misserin vera til í að gera næstum hvað sem er með atkvæðið sitt. Áróðursíbyljan sem dunið hefur á fólki undanfarið, um „fjórflokk“ sem sé ómögulegur, og um stjórnkerfi sem sé „ónýtt“, hefur vafalaust haft töluvert að segja. Við áróðursflóðið úr umræðuþáttunum hefur svo bæst alger hræðsla stjórnmálaflokkanna við að verja hendur sínar.
Við þessar aðstæður, þegar þriðji hver kjósandi telur snjalla hugmynd að kjósa „Besta flokkinn“, ákveður ríkisstjórnin að efna til nýrrar kosningar. Nú skal kosið til „stjórnlagaþings“ sem skal sinna ekki ómerkara verkefni en að „endurskoða stjórnarskrána“. Einhver óskiljanleg meinloka Jóhönnu Sigurðardóttur gæti orðið að veruleika, svo óhugnanlegt sem það er.
En hér er ekki aðeins við Jóhönnu Sigurðardóttur að sakast. Hér skiptir miklu máli eitt helsta þjóðfélagsböl undanfarinna missera: Tvístígandi þingflokkur Sjálfstæðisflokksins.
Svo það sé sagt hreint út: Undanfarin ár hefur nær ekkert gagn verið í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Þar ríkir nú hræðslan, hikið og sjálfsefinn, en ekki síður reynsluleysi og sannfæringarleysi í bland við hreint áhugaleysi á stundum. Þingmennirnir virðast dauðhræddir um að verið sé að tala illa um þá í andstæðingamiðlunum, að einörð framganga verði voðalega óvinsæl. „Við erum einir í þessu, við verðum að gefast upp, við verðum að semja, það loga alveg bloggheimarnir“, segja þeir hver við annan, í hvert sinn sem máli skiptir að standa sig.
Auðvitað eru á þessu undantekningar. Sjálfstæðisflokkurinn á enn þingmenn sem skilja nauðsyn þess að berjast óhikað gegn vinstriöflunum, gegn þeim þjóðfélagsbreytingum sem vinstrimenn reyna að knýja í gegn með hjálp samherja sinna á fjölmiðlunum og nauðsyn þess að andæfa þeim ranghugmyndum sem stöðugt er nú haldið að fólki.
Þessir þingmenn eru ekki margir. Þá má yfirleitt finna fljótt með því að kanna hvaða þingmenn það eru sem verst orðbragð er haft um á umræðuvefjunum eða álitsgjafarnir telja verstu skrímslin.
Undanfarin ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn næstum því hætt að berjast. Fyrir nokkrum árum var tekin upp sú hertækni að leggja niður vopn og vonast til að vinstrimenn og fjölmiðlamenn yrðu vinir sjálfstæðismanna. Reynt var að friða álitsgjafana, Samfylkingin var tekin í ríkisstjórn og slagsíðu fjölmiðlanna og misnotkun Ríkisútvarpsins var tekið sem sjálfsögðum hlut sem ekki mætti mótmæla. Þegar Samfylkingin krafðist þess að Sjálfstæðisflokkurinn tæki upp Evrópustefnu Samfylkingarinnar þá var efnt til skyndilandsfundar. Sjálfstæðisflokkurinn bregst við samfelldum árásum úr umræðuþáttunum með því að semja við hina flokkana um þak á auglýsingakostnaði, svo flokkurinn geti ekki einu sinni sjálfur borið hönd fyrir höfuð sér í kosningabaráttu. Flokkurinn ákveður að eigin frumkvæði að „endurgreiða“ tugmilljóna styrki frá útrásarfyrirtækjum en nefnir ekki einu orði að Samfylkingin fékk sambærilegar fjárhæðir en endurgreiðir ekki krónu. Flokkurinn bendir ekki einu sinni á gerólíka meðferð fréttamanna á flokkunum, en vikuna fyrir síðustu alþingiskosningar hundeltu fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkinn vegna styrkja en hafa engan áhuga á styrkjum annarra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sannfært sig um að hann verði fyrst og fremst að „sýna auðmýkt“. Álitsgjafarnir höfðu hamrað á því að forysta Sjálfstæðisflokksins væri alltof hörð af sér. Það er langt síðan sú „ásökun“ heyrðist síðast.
Það sem menn hafa sér til málsbóta er að í kratastjórninni 2007 - 2009 varð nafn flokksins að örgustu öfugmælum því hann sýndi hvergi sjálfstæði í samstarfi við Samfylkinguna. Það tekur auðvitað tíma að reisa flokkinn úr þeim rústum en þingmenn flokksins verða að gera betur ef það á að takast á þessu kjörtímabili.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn væri knattspyrnulandslið í Suður-Afríku myndu forystumenn hans hefja alla blaðamannafundi á að fullvissa fólk um að flokkurinn hefði ekkert á móti lúðrunum sem heimamenn þenja þindarlaust allan leikinn. Einstaka forystumaður myndi sjálfur fá sér lúður.
Stundum virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé hættur í pólitík. Margt af því fólki sem nú er í forystu hans virðist halda að stjórnmál séu félagsmálastarf, svo sem eins og í íþróttahreyfingu, björgunarsveit eða rótarí. Því finnst mestu máli skipta að Alþingi sé „fjölskylduvænn vinnustaður“.
Í borgarstjórn er borgarstjórnarflokkurinn mjög ánægður með „ný vinnubrögð“ sem hann telur sig hafa „innleitt“. Borgarstjórnarflokkurinn telur ekki ástæðu til að draga neina ályktun af þeirri staðreynd að í síðustu viku stóð oddviti flokksins brosandi á skrifstofu sinni og afhenti Jóni Gnarr lyklana að ráðhúsinu, og skellti upp úr af því að Jón er svo fyndinn. Í síðustu kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn fimm borgarfulltrúa. Það er sama tala og vinstriflokkarnir fengu árið 1990, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk tíu. Borgarstjórnarflokkurinn er hæstánægður með sig og ætlar að halda áfram á sömu braut.
Á dögunum hætti Sjálfstæðisflokkurinn að berjast gegn stjórnlagaþingi Jóhönnu Sigurðardóttur og gafst svo gersamlega upp að einungis einn þingmaður, Óli Björn Kárason, greiddi atkvæði gegn málinu. Stjórnlagaþingið var hjartans mál Jóhönnu. Hún hefði samið um næstum hvað sem var, til að koma því í gegn. Sjálfstæðisflokkurinn hefði getað stöðvað málið með því einfaldlega að nýta sér rétt sinn til að tala um það fram og til baka. En það þorði flokkurinn auðvitað ekki, því hann kynni þá að vera sakaður um „málþóf“. Flokkurinn hefði getað farið fram á næstum hvað sem er, í skiptum fyrir að hleypa málinu í gegn. Eitt skilyrði sem blasti við að setja, var að samþykkt yrði tillaga flokksins um rannsóknarnefnd vegna Icesave-framgöngu ríkisstjórnarinnar. Annað hefði verið að tillaga Unnar Brár Konráðsdóttur um afturköllun Evrópusambandsinngöngubeiðni yrði tekin á dagskrá og greidd um hana atkvæði. En Sjálfstæðisflokkurinn gerði auðvitað ekki slíkar kröfur, því það hefði verið of harkalegt. Skilyrði Sjálfstæðisflokksins var að á undan stjórnlagaþinginu yrði efnt til „þjóðfundar“. Ríkisstjórnin samþykkti og hló næstum því úr sér augun. Jóhanna Sigurðardóttir talaði um að „kraftaverk“ hefði gerst.
En hvað á Sjálfstæðisflokkurinn að gera? Á hann að skipta um formann á landsfundinum um næstu helgi? Nei, ekki myndi Vefþjóðviljinn ráðleggja honum það. Það er margt gott um núverandi formann flokksins að segja. En Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fá sjálfstraustið aftur og hann þarf að hætta að hlýða álitsgjöfum vinstrimanna. Vinstrisinnaðir álitsgjafar munu aldrei ráða Sjálfstæðisflokknum heilt. Ef þeir gagnrýna hann fyrir baráttu í þinginu, þá er það til marks um að hún geti borið árangur. Ef þeir teldu í raun að hún væri flokknum skaðleg, þá myndu þeir þegja og vona að hún stæði sem lengst. Álitsgjafar vinstrimanna vilja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lina forystumenn. Ef álitsgjafarnir tala illa um einstaka þingmenn eða aðra forystumenn Sjálfstæðisflokksins, þá eru það meðmæli sem sjálfsagt er að hlusta á.
anna Birna Kristjánsdóttir hefur þegið boð tveggja vinstri flokka í borgarstjórn, stóra vinstri flokksins og flokks sameinaðra vinstri manna, um að gerast forseti borgarstjórnar. Er það gert í nafni nýjasta tískufyrirbærisins í stjórnmálum, sem hér áður fyrr var nefnt samtrygging flokkanna.
Það hefur hins vegar verið talsvert rætt um það undanfarið að ekki hafi verið nægilega gagnrýnin umræða í íslensku þjóðfélagi árin fyrir hrun bankanna, menn hafi bara fylgt straumnum og flotið sofandi að feigðarósi.
Stjórnarandstaða hefur merkilegu hlutverki að gegna. Hlutverk hennar er ekki aðeins að veita stjórnarmeirihluta aðhald heldur einnig að upplýsa almenning um það sem stjórnin er að bauka. Á þessu á helst ekki að skipta og embætti fundarstjóra.
gill Helgason, ríkisblaðamaður, skrifar á vef sinn í dag í þúsundasta sinn að „Icesave fari ekkert“. Og hvað? Hvað eiga Íslendingar að gera við því að Evrópusambandið er haldið þeim ranghugmyndum að íslenskir skattgreiðendur eigi að bera hallan af viðskiptaævintýrum einkabanka og sparifjáreigenda sem tóku þá áhættu að treysta gylliboðum hans?
Það má vera rétt að Icesave málið fari ekki úr kollinum á skriffinnum ESB næstu árin. En það er sömuleiðis staðreynd að Icesave málið kemur ekki heldur nema íslensk stjórnvöld óski eftir því. Nú eða aðilar málsins láti á það reyna fyrir dómstólum.
Helstu rök Egils fyrir því að Íslendingar eigi að lyppast niður í Icesave málinu er að það sé þreytandi. „Verður samfélagið aftur undirlagt af Icesave“, spyr maðurinn vondaufur.
Þessi þreyta Egils minnir á það þegar hann var við það að örmagnast vegna Baugsmálanna svonefndu en árið 2005 komu fram ákærur á hendur forsvarsmönnum þess fyrirtækis. Egill taldi það mál allt saman mjög þreytandi. Á meðan var Jóhanna Sigurðardóttir upptekin í þinginu að spyrja um hvað sú málsókn ætti eiginlega að kosta.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.6.2010 kl. 01:54
Hér er margt harla vel sagt – og klóklega – og þó að ekki sé ég alveg sammála því öllu, er þetta virkilega fréttnæm – og næm! – og hvöss! – gagnrýni.
Heilar þakkir, Predikari, að benda okkur á þetta.
Jón Valur Jensson, 21.6.2010 kl. 02:53
Þessi samantekt úr Vefþjóðviljanum er að mörgu leyti réttmæt gagnrýni. Sérstaklega vil ég taka undir það sem sagt er um Egil Helgason og þreytu hans á mikilvægum þjóðmálum. Þessi maður ætti fyrir löngu að vera búinn að fá sér Þyrnirósar-lúr.
Einnig vil ég taka undir það sem sagt er um ráðningu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til starfa hjá Rauðu-herdeildinni. Öflugur minnihluti er lykilatriði í öllum stjórnum, til að tryggja lýðræðisleg vinnubrögð og þar með forðast samspillingu.
Samstjórnin sem Hanna Birna talaði fyrir í kosningabaráttunni var því hættuleg mistök, sem hún virðist ætla að fullkomna með undirgefni við Jón G-Narra.
Loftur Altice Þorsteinsson, 21.6.2010 kl. 07:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.