Leita í fréttum mbl.is

Þorsteinn og Sjálfstæðisflokkurinn

Þorsteinn Pálsson, fyrrum ritstjóri, skrifar í fyrrum blað sitt með hætti sem rétt er fyrir þá að lesa sem halda það að Þorsteinn fari fyrir stórum klofningsarmi úr Sjálfstæðisflokknum. Grípum niður í skrifunum: 

...“Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var með afgerandi hætti frábrugðinn fundum ríkisstjórnarflokkanna. Þaðan komu ný og afar skýr skilaboð um afstöðu flokksins til þeirra samninga um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu sem nú standa fyrir dyrum. Þau afmarka stöðu Sjálfstæðisflokksins með glöggum hætti og varpa ljósi á framtíðarsýn hans....“

„...Sjálfstæðisflokkurinn er nú orðinn afturhaldssamari í Evrópumálum en VG. Það styrkir hann í samkeppninni um óánægjukjósendur VG. Landsbyggðarfylgi VG gæti þannig færst yfir á Sjálfstæðisflokkinn í einhverjum mæli. Á hinn bóginn reynir trúlega ekki að marki á hvort hann heldur þeim hluta kjósenda sinna sem eru nær miðjunni fyrr en dregur að næstu kosningum. VG virðist hins vegar draga fylgi frá vinstri væng Samfylkingarinnar.

Stóru tímamótin í íslenskum stjórnmálum frá málefnalegu sjónarmiði eru þau að Sjálfstæðisflokkurinn segir sig nú frá áhrifum á mikilvægasta tíma þeirra samninga sem senn hefjast um nýtt skref í vestrænni samvinnu landsins. Það hefur aldrei gerst fyrr og veikir að minnsta kosti tímabundið samningsstöðu Íslands.....

 

....Alvarlegast er þó að þessi staða hindrar eða í besta falli tefur markvissa stefnumótun um viðreisn þjóðarbúsins. Áframhaldandi efnahagsleg stöðnun og óvissa er sú framtíðarsýn sem fundir flokkanna skilja sameiginlega eftir.“

 

Mig undrar það mest hvernig Þorsteinn Pálsson metur sinn gamla flokk núna, þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið að standa undir nafni sínu og tekur sér stöðu með þjóðinni gegn framsalsáformum  á sjálfstæði landsins. Flokkurinn ákveður að standa ekki að viðræðum við aðrar þjóðir sem stefna að slíkri skerðingu fullveldisins.

 

 Ritstjórinn fyrrverandi telur niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins  jafngilda efnahagslegri stöðnun og óvissri framtíðarsýn. Hann fullyrðir að flokkurinn sé að segja sig frá áhrifum á mikilvægasta tíma þeirra samninga sem enn hefjast í vestrænni samvinnu landsins.  Sjálfstæðisflokkurinn sé nú orðinn afturhaldssamari í Evrópumálum en VG.

 

Lítil líkindi eru til þess að núverandi ríkisstjórn endist aldur til að leiða aðildarviðræður til lykta. Sérstaklega ekki eftir að ljóst er að þær viðræður eru háðar því að Íslendingar taki á sig skuldbindingar vegna Icesave Landsbankans hf. Það er ljóst að þeim viðræðum verður ekki haldið áfram með stuðningi Sjálfstæðisflokksins svo að einhver samningsstaða landsins skiptir ekki lengur neinu máli.

 

Mikilvægt er því að Sjálfstæðismenn meti niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins rétt. Það er ekki hægt að tala um klofning í Sjálfstæðisflokknum nema landsfundur sé ekki þverskurður flokksins. Svo afgerandi var atkvæðagreiðslan á fundinum um þá niðurstöðu sem fékkst. Landsfundurinn er ekki að boða stöðnun í viðreisn þjóðarbúsins. Hann er aðeins að segja, að hann telji möguleika þjóðarinnar betri utan Evrópusambandsins heldur en innan þess. Enda virðist það nokkuð blasa við flestum sem á það ástand horfa um þessar mundir. Möguleikar íslensku þjóðarinnar eru vegna fámennis þjóðarinnar og auðlegðar landsins svo miklu meiri og betri en en sambandsríkjanna. Það er hinsvegar ótrúlega auðvelt að spilla fyrir og tefja viðreisnina eins og þessi ríkisstjórn hefur gert og er að gera.

Það er líklega gæfa bæði Þorsteins Pálssonar og Sjálfstæðisflokksins að leiðir þeirra hafi skilið fyrir svo löngu  síðan. Það þarf því  engin kynni að endurnýja við þessi tímamót.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvað kostar að flytja allt inn í gegnum EU?  USA í dag stór græðir á að versla beint við Asíu og hjálpar þar með neytendum þar að eignast eitthvað.  Jón Þorlálksson var Sjálfstæðismaður, Bjarni Benediktsson var Sjálfstæðismaður.   Þeir hugsuðu og töluðu Íslenskt.

Júlíus Björnsson, 5.7.2010 kl. 00:29

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég skil ekki hvernig hægt er að kljúfa flokk sem segir með berum orðum að hann ætli ekki að láta 10 manns innan hans kúga sig.

Sindri Karl Sigurðsson, 5.7.2010 kl. 03:04

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég verð bara að vera sammála Þorsteini. Þetta er allt saman rétt mat hjá honum.

En Júlíus ég skil ekki alveg hvert þú ert að fara. Af hverju erum við að fara að flytja allt inn í gegnum EU? Við ESB aðild verður það ekki þannig.

Sleggjan og Hvellurinn, 5.7.2010 kl. 19:52

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég var að spyrja um kostnaðinn? Þú veist greinlega ekki svarið.

Júlíus Björnsson, 5.7.2010 kl. 21:55

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Íslandi er verður að meta kosti sína út frá eigin hagsmunum við höfum ekki efni á öðru eins og staðan er. Hvalfriðunarsinna, Evrópusinnar, Icesavesinnar, AGSsinnar og aðrir sérsinnar munu ef til vill finna sér griðastað í Samfylkingunni.  "Kóngur vill sigla byr mun ráða"

Sigurður Þórðarson, 7.7.2010 kl. 10:22

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég vill ekki hagræða í fjármálageiranum til að auka tekjur Ríkissjóðs eins og þeir sem reka ríkið eins og einka samvinnufélag. Ég vil skera þann hluta frjálshyggjunar sem er ólöglegur í USA burt úr stjórnsýslu Íslands.  Það er ekkert nýtt við sígilda frjálshyggju. Hér þar að minnka umsvif fjármálgeirans og einfalda lánsform og grera lögleg að hætti annarra ríkja. Fjármálgeirinn á ekki að vera skattstofn fyrir gæluverkefni stjórnmálamanna.  Grunnur er stofninn og það eru alli einstaklingar í Íslensku samfélagi.

Það sem einkennir öll ríki með efnahagslegan stöðuleika er 20-30% grunnvaxta raunkarfa á jafngreiðslu lán með 360 jafnháum mánaðargjöldum  og 80% föst neytendaverðvísisleyðrétting sem takmarkast við 90% verðbólgu á 30 árum.  Fastir vextir eru lykil atrið til að tryggja jafngreiðslu. Ekki negam-lánsform með neikvæðum byrjunarvöxtum.   Þar sem lánstofnanir græða á minni verðbólgu og neytendur telja sig græða með því að eyða sem mestu.

Almenningur sem veit hvað framtíðin kostar 80%  er grunnur efnahagslegs stöðuleika þar sem hann ríkir og vaxandi gæði og raunveruleg velferð er markmiðið.

Efnahagsslegur stöðugleiki handstýrðs markaðar er ekki það sem kallast almennt neytendavænt.

Júlíus Björnsson, 7.7.2010 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 3420086

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband