Leita í fréttum mbl.is

Góði Gnarr !

Ég lenti í því að reyna að finna salerni handa þýskri konu í vissu ástandi sem kallaðist sprengur á fínu máli  þegar við vorum strákar.  Ég fékk upplýsingar um það inni í Hallgrímskirkjunni, sem er fjölsótt af slíkum túristum, að klósett væru einungis við trjálínuna hinumegin, engin væru opin í guðshúsinu hvað sem í boði væri.

 Við hlupum konan og ég að trjánum en fundum ekkert, lokað í iðnskólanum og neyðin mikil. Sáum ekki salernin sem eiga að vera á horninu. 

Þetta leystist í rútunni sem sumar eru með klósett áður en í óefni kom.

Geturðu nú ekki gert tvennt smálegt fyrir túrismann í borginni góði Gnarr:

1. Setja skilti á torgið fyrir framan Hallgrímskirkju sem vísa á almenningssalernið sem maðurinn sagði að væri þarna einhversstaðar bak við tréin.

2.Láta selja frímerki  í sjoppunni í Perlunni og taka þar við frímerktum póstkortum af túristum í póstkassa.

Ef þú gerir þetta elsku kallinn, þá er ég alveg til í að bíða eitthvað eftir fría handklæðinu í Sundlaugunum og jafnvel ísbirninum líka, enda alltof gott veður núna í borginni þinni fyrir ísbirni. Ég vil með þessari  auðsýndu fórnfýsi leggja mitt af mörkum til að byggja upp túrismann í Reykjavík og þar með til vinsælda þinna sem besti borgarstjórinn.

Gætirðu ekki reddað þessu góði Gnarr?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góður Halldór!

Helga Kristjánsdóttir, 28.7.2010 kl. 12:58

2 Smámynd: Dingli

Það er alltaf sami mölbúahátturinn. Afhverju eru salernin í kirkjunni ekki opin? Áratugum saman voru örfáar klósetskálar á Laugardalsvelli og þó þar væru þúsundir áhorfenda var oft aðeins hluti þeirra opin.

Dingli, 28.7.2010 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband