Leita í fréttum mbl.is

Vesturheimur okkar

í Mogga í dag rekst ég á grein eftir una@mbl.is .Hún ræðir um þá einstöku reynslu að fara um Íslendingabyggðir í Winnipeg og Norður Dakota. Þar býr jafnstór íslensk þjóð og er hérna. Hún er ef til vill nokkuð meira blönduð en hefur líklega samt meiri þjóðernisvitund en þessi hérna. Það er svo stórfenglegt að koma þarna eins og ég gerði fyrir 2 árum og upplifa þetta.

Alla ævina hafði ég ekki gert mér neina grein fyrir því hversu þetta er merkilegt, litið á Vestur Íslendinga sem eitthvað kúríósum sem dr.Richard Beck færi færi með fyrir þeirra hönd  "Þótt þú langförull legðir..." í útvarpið við hátíðleg tækifæri. Auðvitað þekkjum við Káinn en að koma á brautina þar sem hann fleygði fimmtíusentaglasinu, það er upplifun."Ég heiti Gunnlaugur Halldórsson og pabbi minn byggði þetta hús og hann var ættaður frá Skagafirði." segir einn ungur maður sem ég leita til af götunni. "Kannski fer ég einhverntíman til Íslands", segir hann. Og Káinn orti líka jafnmikið á ensku segir mér Ásgeir Byron á lýtalausri íslensku. Þarna á Mountain er sagan ljóslifandi.

Grein Unu er þörf ábending um það, hversu hörmulega illa við rækjum sambandið við þetta fólk. Almar Gimsson hefur unnið mikið starf við að efla þessi kynni og þurfa Íslendingar endilega að koma til liðs við hann og aðra félagsmenn í Þjóðræknifélaginu .

Grípum niður í grein Unu:

...."Við stöldruðum aðeins við og hlógum að þeim og með þeim. »Ég er amma,« sagði konan þá allt í einu til útskýringar. »Ég er amma. Hann er þrjú ár. Hún er eitt ár.« Svo brosti hún afsakandi og útskýrði á ensku að þau hjónin væru bæði af fjórðu kynslóð íslenskra innflytjenda og ljóshærðu barnabörnin því fimmtu kynslóðar Íslendingar. Það sem kom mér því ánægjulega á óvart á þessum slóðum er að þótt íslensk tunga haldi líklega ekki sessi sínum þar mikið lengur mætir manni ótrúleg velvild og hlýja, áhugi og kærleikur meðal þessa fólks sem lítur ennþá á Ísland sem hluta af sínu »heima« jafnvel þótt það hafi aldrei komið hingað.

Ég minnist þess ekki að í minni skólaskyldutíð hafi ein einasta kennslustund verið tileinkuð vesturferðum Íslendinga. Samt er þetta saga sem tekur á svo mörgum hliðum samfélagsins og setur okkur í samhengi við umheiminn. Það er hollt fyrir svona litla og einangraða þjóð sem sjálf hefur stundum sýnt landnemum takmarkaðan skilning. Saga þessa fólks á kannski ekki síst erindi nú þegar landflótti er aftur orðinn raunveruleiki á þessu síðari tíma »nýja Íslandi«...."

Einmitt þetta sem hún Una lýsir upplifði ég í kaupfélaginu í Riverton þar sem kassadömurnar skilja íslensku og bæjarstjórinn er íslenskur. Ég hitti mann, Jón Austmann, mann um sextugt. Aldrei til Íslands komið en talaði betri íslensku en ég. Íslensk nöfn á bílaverkstæðum, hlöðum, bæjum.

Við eigum mikið ógert í að efla þessi tengsli vestur um haf. Okkar sjálfra vegna ekki síst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Halldór, ég ásamt konu minni og tengdaforeldrum vorum í North Dakota í sumar. Átta af afasystkynum tengdapabba fluttu vestur á sínum tíma og settust þrjú þeirra að í byggðinni kring um Mountain. Einn af þeim hét Ásgeir Byron og hittum við nokkra afkomendur hans.

Þessi ferð var í alla staði frábær, við vorum á Íslendingadeginum í Mountain og náðum einnig að fara á Íslendingadaginn í Gimli.

Áhugi Íslendinganna sem þarna búa fyrir tengslum við ættmenni sín á Íslandi er mjög mikill, því miður er þó Íslenskukunnáttan að minnka en þó virðist vera mikill áhugi hjá unglingum, þá í fimmta ætlið, til að læra málið og rækja enn frekar ættartengslin.

Margir þjóðþekktir Íslendingar bjuggu á þessu svæði, t.d. bjó Stephan G. Stepansson um tíma þarna og eins og þú nefnir bjó Káinn mestan hluta ævi sinnar rétt sunnan við Mountain.

Minningu þessara manna er haldið mjög á lofti þarna úti, mun meira en hér heima. Ekki var að sjá í neinum fjölmiðli umfjöllun um Káinn í vor, þegar 150 ár voru liðin frá fæðingu hanns. Reyndar greina heimildur á um fæðingarárið, hvort hann var fæddur 1859 eða 1860. Það var heldur engin umfjöllun um hann í Íslenskum fjölmiðlum í fyrra vor. Úti í Kanada og Norður Dakóta leystu menn þennan ágreining með því að minnast hanns veglega bæði árin.

Gunnar Heiðarsson, 1.9.2010 kl. 10:52

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þakka þér fyrir Gunnar, þessi Ásgeir sem ég hitti var held ég annaðhvort sonur eða sonarsonur gamla, þú hefur hitt hann væntanlega.

Mér fannst gaman að ganga frá vínsölunni á kránni niður brautina og var að velta fyrir mér í hvorn skurðinn Káinn hefði steypst á leiðinni niður á búgarð Geir, eina eða tvær mílur niðureftir.

Íselndingar eru meiriháttar menn uppi í Kanada. Sem dæmi um það þá létu þeir setja upp styttu, afsteypu af styttunni á Austurvelli, af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli , sem engin tengsli hafði vestur um haf svo mér sé kunnugt, hvað þá að nokkurKanadamaður hafi heyst hans getið, í þinghúsgarðinn í Winnipeg! Engir smákallar.

Halldór Jónsson, 1.9.2010 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband