Leita í fréttum mbl.is

Verður Ísland Múslímaríki?

Neðanskráð tafla birtist í USAtoDay. Þeir reyna að sjá samsetningu þjóðarinnar fram í tímann. Samkvæmt þeim mun hvítum fækka úr 67% núna í 47 % en latinos fjölga úr 14% í 29 % Svörtum mun ekki fjölga hvernig sem á því stendur.

Óhjákvæmilega mun þetta hafa áhrif á pólitík Bandaríkjanna í framtíðinni. Og það mun snerta Ísland beinlínis eins og flest annað sem í Bandarikjunum gerist.

Ég hef séð framreikninga sem sýna að Bretland og Frakkland verða Múslímaríki á þessari öld. Hvaða áhrif hefur það á framtíð ESB?
 
Hvert skyldi Ísland annars stefna?  Fjöldi Múslíma  hérlendis hefur sexfaldast á aðeins nokkrum árum  Verðum við Múslímaríki  með Sharía-lög fyrr en varir ? Ætlum við ekkert að stýra okkar etnísku framtíð? Láta bara reka á reiðanum hvað fólk hingað kemur? Eða taka Dani okkur til fyrirmyndar sem hafa nú ströng innflytjendalög.

 En spá blaðsins um þróunina í USA er svona:


  NATION'S CHANGING MAKEUP
 
How components of the U.S. population are projected to change by 2050:

Racial/ethnic groups 2005                 2050
 
Foreign-born         12%                   19%
  
White*                67%                   47%
 
Hispanic              14%                   29%
 
Black*                13%                   13%
 
Asian*                5%                     9%
 

Note: *=Non-Hispanic
American Indian/Alaska Native not included

Source: Pew Research Center; Julie Snider, 

Hefur okkar hagstofa nokkuð spáð fram í tímann? Verður Ísland Múslímaríki á þessari öld ?
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Ég var á ferðalagi í Danmörku 2003. Í lestinni frá Kaupinhavn til Árósa var ég sessunautur ungrar islenskrar konu, kennara við danskan barnaskóla. Hún tjáði mér að í hennar skóla væru 75% barnanna múslimar. Hvernig ætli ástandið sé nú?

Björn Emilsson, 1.9.2010 kl. 13:35

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> "Ég hef séð framreikninga sem sýna að Bretland og Frakkland verða Múslímaríki á þessari öld."

Þær tölur eru bull.

> Hún tjáði mér að í hennar skóla væru 75% barnanna múslimar. Hvernig ætli ástandið sé nú?

Eflaust svipað. Þetta er aftur á móti ekki hlutfallið á landsvísu heldur einungis í hennar hverfi.

Matthías Ásgeirsson, 1.9.2010 kl. 15:44

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Matthías, þú hlýtur þá að hafa betri spá?

Halldór Jónsson, 1.9.2010 kl. 15:53

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Já, það vill svo skemmtilega til að NewsWeek fjallaði um þetta fyrir ekki svo löngu, sjá:

http://www.newsweek.com/2009/07/10/why-fears-of-a-muslim-takeover-are-all-wrong.html

Matthías Ásgeirsson, 1.9.2010 kl. 16:34

5 Smámynd: Kristján B. Jónasson

Ákaflega sérstæð röksemdafærsla sem varla er hægt að ætlast til að fólk taki sem alvöru. Eða hvað?

Kristján B. Jónasson, 1.9.2010 kl. 17:51

6 identicon

Sorglega ógeðfelt blogg, þú hlýtur að vera Sjálfstæðismaður?

Valsól (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 20:53

7 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Mér finnst afar langsótt, svo ekki sé meira sagt, að fara að rökstyðja andstöðu við ESB með hræðsluáróðri um múslima.   Mér er til efs að þessi röksemdarfærsla gagnist ESB andstæðingum í umræðunni.

Eyjólfur Sturlaugsson, 1.9.2010 kl. 22:22

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Matthías,

Ég renndi í gegnum þetta í Newsweek. Mér finnst þetta ekki afsanna neitt.  Þó eru þarna punktar eins og trúarleg upplausn hjá Múslímum eins og hjá kirkjunni, lækkun fæðingartíðnar hjá múslímakonum með aukinni velsæld. Að trúin sameini ekki araba úr siithverjum löndum, deilur milli súnníta og shía. Allt eru þetta rök.

En þeir viðurkenna að vesturlönd geti ekki látið þennan straum afskiptalausan og vita sjálfsagt að 40% félagslegs kostnaðar hja Dönum fer í 5 % sem eru múslímar.

Já Valsól, ég er Sjálfstæðismaður. Hvað er annað hægt að vera þegar maður horfir á ríkisstjórnarflokkana? Þeir eru svo hræðilegir.

Halldór Jónsson, 1.9.2010 kl. 22:32

9 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Halldór: Komu þessar tölur nokkuð héðan? Ég bendi þér þá á að lesa þetta:

http://www.zerogirl.blog.is/blog/zerogirl/entry/1026453/ en þar er vísað á tvær síður sem hrekja fullyrðingarnar um "yfirtöku" múslima:

http://rationalysis.blogspot.com/2009/05/muslim-demographics-debunked.html

og

http://news.bbc.co.uk/2/hi/8189231.stm

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 2.9.2010 kl. 01:00

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er að velta fyrir mér af hverju fyrri dálkurinn eru tölur upp á 111% og svo dálkurinn fyrir 2050 er upp á 102%. Ef  að þetta er skipting á milli hópa ættu niðurstöður ekki að vera 100%.

Eins sé ég ekki að hvað þú hræðist. Þarna er aukning aðallega meðal spænskumælandi, sennilega fólk frá Mexíkó sem á landamæri að USA? Og ekkert sér maður í þessari töflu um múslima.

Og hvað hefur þú fyrir þér að Ísland verði múslimaríki?  Þeir eru í dag innan við 1000 minnir mig. Eru það ekki aðallega öfgatrúarmenn þeirra sem við hræðumst. Finnst ekkert haf borið á því hér.En aftur á móti hefur þjókirkjan hér ekkert svo mjög gott orð á sér nú eða í gegnum aldirnar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.9.2010 kl. 01:54

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Tinna, ég fekk þetta bara í USAtoDay. Ég hef séð myndbandið. Þessir menn reikna að þjóð sem ekki á 2.11 barna á konu deyi út. Flestar Evópuþjóðir eru langt undir þessu.

Aukningin í fólksfjölda er innflutningur vinnuþræla. Nútíma þrælahald eins og er í Bandaríkjunum, þar sem ólöglegt vinnuafl heldur uppi lífskjörunum, er langtum ódýrara en gamla þrælahaldið sem þeir aflögðu í tíð Lincolns.

 Þjóðirnar hafa fallið í á freistni að leyfa hömlulausan innflutning ódýrs vinnuafls til að leysa skammtímavandamál eins og Þýskarar gerðu með Tyrkina á sínum tíma. Tyrkirnir hafa samt integrerast talsvert þar og ber minna á búrkunum núna en var á minni tíð.

 Magnús, ég var nú ekki búinn að sjá samlagninguna . En þetta skýrist líklega af því að þeir  hljóta að taka indíanana með heildin er reiknuð.

Halldór Jónsson, 2.9.2010 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband