Leita í fréttum mbl.is

Að vera eða vera ekki

Að vera eða vera ekki William Shakespeare spurði forðum að vera eða vera ekki, er vinstri stjórn í fáum orðum.  

Í stjórnarmálgagninu Baugstíðindum er lítil frétt á forsíðu:

 „ Fyrirtæki sem hugðust koma með verkefni inn í gagnaver Verne Holding á Suðurnesjum, meðal annarra tölvurisinn IBM, hafa hætt við fjárfestinguna. Ástæðan er hversu illa fjármálaráðuneytinu gengur að leysa tæknileg vandamál tengd virðisaukaskattsmálum....Þetta fullyrti Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í gær. Hún lýsti áhyggjum af því að framkvæmdir þar myndu hugsanlega brátt stöðvast vegna málsins.Skúli Helgason, formaður iðnaðarnefndar, sagði athugasemdina réttmæta. Forsvarsmenn gagnavera væru tvístígandi vegna þess að hér stæðu þeir ekki jafnfætis gagnaverum í Evrópusambandinu hvað varðar virðisaukaskatt á netþjóna. Það mál þyrfti að leysa“.

Er þetta enn eitt verk ríkisstjórnarinnar í því að hindra atvinnusköpun með erlendu fjármagni á landinu?

Fyrri verk Svandísar Svavarsdóttur blasa við og myndi þetta ríma við annað. Eru ráðuneyti Steingríms J og Svandísar sameinuð við þessi verk? 

Skáldið G.Th. velti því atriði fyrir sér, sem virðist hrjá flesta stjórnmálamenn af vinstra vængnum:

Að vera eða vera ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband