Leita í fréttum mbl.is

Snjöll hugsun !

Í Mogga skrifar lögfræðingur um Landeyjahöfn. Snjöll hugmynd um að láta náttúruna dæla  út úr Landeyjahöfn.

 Lúðvík Gissurarson segir:

"Þetta gengur brösótt með Landeyjahöfn. Í gærkvöldi (7. sept.) mátti sjá í sjónvarpi sandrif þvert yfir hafnarmynnið sem lokaði skipaumferð. Höfnin sogar inn til sín sand sem alltaf rekur þarna með ströndinni fram og aftur. Sandrif lokar enn Landeyjarhöfn, segir sjónvarpið.

 

Greinarhöfundur skoðaði mannvirki þarna fyrir stuttu og sá galla þeirra strax. Var í sveit við Dyrhólaós og þekkir sjóinn og sandinn. Fyrir ofan Landeyjahöfnina er drjúg smáá sem vel myndi henta til að veita niður í gegnum Landeyjahöfnina og út um hafnarmynnið á sjó út. Þannig væri sandi veitt út úr höfninni og hún hreinsuð og mynni hennar sérstaklega. Allt sandflóð inn í núverandi höfn myndi stoppa. Ekkert sandrif myndi verða til í mynninu. Setja þarf ný sandrif í sjóinn báðum megin við mynni hafnarinnar til að verja hana og beina burt á haf út sandi, sem alltaf berst og rekur þarna með ströndinni. Kom seinast úr austri og lagðist á eystri hafnargarð. Lokar höfninni. Sandrif væru sett á sjávarbotn báðum megin hafnarmynnis. Þau myndu beina sandburði við botninn á haf út. Rifin væru gerð úr notuðum bíldekkjum sem fest væru við hafsbotninn með því að hlaða á þau sandpokum.

 

Nú geta mér vitrari menn hugsað hvort þessi nýja hugmynd mín bjargar Landeyjahöfn úr núverandi vandræðum. Greinarhöfundur hugsar oft um gamla Dyrhólaósinn og sandinn úr Kötlu frá 1918. "

Ef að nægt vatn er til staðar og Herjólfur drífur á móti straumnum þá gæti þetta hugsanlega gengið.

Mér finnst þetta snjöll hugsun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór. Hugmyndin er virkilega athygliverð.

það datt nú upp úr mér hér heima hjá unga drengnum mínum sem var áheyrandi að mínum skýru skoðunum (sem finnst mamma þreytandi þegar hún tjáir sig um "leiðinleg" mál upp úr eins manns hljóði) eðlilega, en nauðsynlegt fyrir þroska hans: að hvenær skyldi Eyjafjalla-óþekkur og gamla Katla skola þessari höfn burtu?

En fyrst við erum byrjuð á þessu verkefni verðum við að klára það á sem vitrænastan hátt. Allar hugmyndir að varnar-stýri-aðgerðum eru nauðsynlegar til að við komumst sem best frá þessu sem þjóð en ekki "fylki", á örsmáa og fámenna Íslandi.

Verðum að hætta að rífast innbyrðis, hjálpa hvort öðru og standa saman og fyrirgefa mistök og ekki minnst iðrast og leiðrétta!

Á svo sannarlega ekki minnst við mig í mínu mótstreymis-sannfæringar-lífshlaupi. það krefst mikils að fara óhefðbundnar leiðir í lífinu, en það er nauðsynlegt til að réttlætið nái fram að ganga?

Sameinuð stöndum við og sundruð föllum við sem þjóð!!! M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.9.2010 kl. 19:37

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Halldór þú ert snillingur, kveðja.

Helga Kristjánsdóttir, 11.9.2010 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 3420155

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband