11.9.2010 | 23:12
Skýrsla Rannsóknanefndar Alþingis
á skýrslunni um hrunið er stórfróðlegt og vandlega unnið plagg.
Það skilur mann eftir eiginlega sjokkeraðan, hversu vitlaus og bláeygður maður var að gapa uppí þetta þinglið sem alvörumeira fólk og betur gefið en maður er sjálfur og þess vegna betur fært um að fylgjast með, draga ályktanir og vara við hættum en maður gæti nokkru sinni gert sjálfur. Við trúðum þeim og treystum og þeir brugðust okkur.
Allt þetta hrynur yfir mann. Fjarlægðin gerði þessi fjöllin blá. En nálægðin sýnir manni að þetta var bara urð og grjót, drulla og dý. Þingmenn voru margir ekki hætishót betri en fólk er flest, fljótfært, heimskt, spillt og trúgjarnt.
Og ráðherrarnir, almáttugur, lausmálgir, ómerkilegir, kærulausir og latir með lítinn skilning á umhverfinu. Ólæsir á fjármál og bankamál með öllu. Sumir í hæsta lagi kjölfróðir kjaftaskar. Þvílíkt forardíki vanhæfni er þetta allt. Og forseti lýðveldisins farþegi í þotum þrælbeinanna og veitandi þeim orður og verðlaun í bak og fyrir.
Og auðvitað er þessi "kommanefnd" sem skýrsluna skrifar með tveimur úr Sjálfstæðisflokknum ekki hótinu betri. Var þetta fólk ekki bullandi meðvirkt allan tímann, sem eyddi þingtíma sínum í almenn slagorð og svo ferðalög á ríkisins kostnað. Þykist núna hafa öðlast allan sannleikann og þess umkomið að gefa út ákærur á samskonar liði og nefndarliðið er sjálft.
Með lestri skýrslunnar, með meira að segja kynjafræðilegum hugleiðingum um karllæga þjófsnáttúru umfram kvenglæpamenn, hverfur manni eiginlega síðasta virðing fyrir stjórnmálamanninum sem maður var haldinn áratugum saman. gapti af hrifningu uppí þetta lið án þess að skyggnast undir yfirborðið. Þetta voru þá ekki ekki hótinu betri menn en Pétur og Páll, sem fara því aðeins eftir lögum og reglum að þeir komist ekki upp með annað eins og hver annar lúði á laxveiðum og ferðalanguri í utanlandssiglingum.
Hvaða tilgang hefur sú rakettusýning, sem forsætisráðherrann stendur vafalítið á bak við, að kæra sjálfstæðisþingmenn fyrir Landsdómi ? Með því að sleppa sjálf með Össuri fórnar hún hiklaust einum af þjónunum sínum. Þá er heilög vandlætingin uppmáluð á blaðamannafundum. þar sem hjörðin gapir uppí hana og gleymir alveg að skrifa um hrundar skjaldborgir og uppboðsauglýsingarnar sem þekja margar síður í blöðunum eða kanna annan ræfildóm ríkisstjórnar hennar sem er að verða sú ömulegasta í sögu lýðveldisins. Og að hún hafi sjálf tekið þátt í ríkisstjórn með delinquentunum sem nú á að kæra, nei það er af og frá.
Þannig vinna loddarinn og þjóðamálskúmurinn. Þannig vinna vefarar keisarans vef sinn úr hræsni og heilagari einfeldni. Íslenskur stjórnmálamaður fær ekki háa einkunn hjá mörgum kjósandanum eftir þetta.
Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis er þörf samantekt fyrir þá sem vilja kynna sér glæpaverkin og heimskupörin á hæstu stigum samfélagsins sem leiddu til hrunsins. Hrunsins sem litli maðurinn borgar eins og venjulega en margir aðrir græða á.
Þjóðin er í vanda. Landsdómur yfir einhverjum brúkuðum pólitíkusum vegna gamalla heimskupara mun ekki laga hætishót fyrir henni. Bara meiri kostnaður fyrir ekki neitt, því ráðherrar eru örugglega með einskonar starfsábyrgðartryggingu hönnuða, þar sem iðgjaldið er borgað af ríkissjóði.
Þjóðin þarf heldur að fara að vanda valið á fulltrúum sínum. Ekki sætta sig við fólk með afskriftir lána á bakinu sem fullgilt fólk, ekki sætta sig við spillta skattsvikara, þjófa eða sérhagsmunafólk sem þingmenn fyrir sig heldur venjulegt heiðarlegt fólk. Ef það er þá nokkursstaðar til?
Þjóðin þarf að hætta að trúa þeim vefurum keisarans á borð við þá sem birtast ljóslifandi á síðum skýrslunnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.9.2010 kl. 14:35 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 3419629
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll Halldór
Flott grein og vonandi eru augu þess mikla fjölda heiðarlegs fólks, sem ég hef enn trú á að byggi þetta land, að opnast fyrir því að Íslensku stjórnmálaflokkarnir eru ekkert annað en glæpagengi.
Dingli, 11.9.2010 kl. 23:46
Alli sem vilja geta farið á heimasíðu IMF og fengið eintak af Seleceted Issues (problems within an organization or company) 2005 fyrir Iceland. Þar koma fram rökin á móti (samburðir við þroskuð lönd) og rökin á móti : svör ráðmanna hér. Lesandanum er ætlað að svara ýmsu spurning sjálfur í framhaldi (óskrifaðar niðurstöður). Svo er harðasta gagrýnin færð fram sem oflof. Raunvaxta dýrasti félagslegi Ísbúðlánsjóður í heimi getur kennt ungu einkabönkum allt um meiriháttar mortagage [30 ára á jafngreiðslu veðlán á fyrsta veðrétti innan meðal vermæta mats fasteingarinnar að veði á lánstímanum) lána stafsemi.
Raunvaxta kraf erlendis á þessum algengu fasteignum er t.d. 1,79%-1,99% í London í dag. Hér eru allir nafvextir verðtryggðir svo sannanlega eru allir lífeyrissjóðir og íbúðlánasjóður með 4,5% lámarks raunvaxtakröfu (ennþá) 225% hærri en erlendis í þessum lánaflokki.
Lög um raunvaxta kröfu Lífeyrissjóða segja skýrt að 3,5% sé hámark raunvaxtakröfu þótt skila megi 2,5% í uppgjörum lánasafna.
N.B verðtryggðir nafnvextir eru raunvextir.
Auðvelt aÐ SANNA GLÆPINN eftir að skilt var með lögum að sunduliða verbólguleiðréttingar á Íslandi.
Allir alda gamlir bankar heimsins kunna að verðtryggja eðlilega og reka örugga Íbúðalánsjóði erlendis. Bráð nauðsynlegt til að halda launveltu ríkis í lámarki og tryggja arðsemi heilbrigðara tækni og fraleiðlu fyrirtækja af stærð í samræmi við fjölda íbúa.
Hér er notuð svokölluð fölsk jafngreiðslu lán með neikvæðri veðlosun til að auka raunvaxta kröfuna eftir 5 ár ef verðbólga um 3% að meðaltali eða eins og í Uk síðustu 30 ár.
Þar að í slíkri verðbólgu er um að ræða 30% hækkun umsamdar raunvaxtaupphæðar eykur þetta ekki greiðsluhæfi lántaka né lánshæfis mat lánarans. Svo þegar ljóst er að heildar skuld er hærri en eðlilegt verð fasteignarinnar á lánstímum er öllum Dómurum Erlendis ljóst að fölsun er ekki réttlætanleg nema í mesta lagi 5 ár.
Erlendis eru teknar um 2.000.000 til 3.000.000 fyrir sérhverja 10.000.000 í jafgreiðslu og 6.000.000 til viðbótar bætt til verðtryggingar.
Hér eru teknar minnst 8.000.000 til vertryggingar eftir á sem ætlar er að hækka upp í 11.000.000 milljónir á lánstímanum. [Ef veðrbólga er meiri hækkar raunvirðið ennþá meira].
8.000.000 vaxtamunur á Íslandi og öðrum ríkjum gengur ekki upp því þá væru raunvextirnir hærri erlendis.
40.000.000 lán í framhaldi er þá minnst 4 x 8.000.000 eða 32.000.000 hærra hvað varða raunvexti á lánstíma. Þetta eru nú aldeilis góðar lífseyris tekjur í 3 ár.
Ég fæddist í Danmörku og þarf ekki endilega að segjast vera frá heimsku fjámálaþjóðinni Íslandi.
Hinsvegar er margir sem eiga ekki svo gott.
N.B verðtryggðir Nafnvextir eru Raunvextir.
Heimskir verk og hagfræðingar skilja þetta ekki því þeira kunna bara að stinga inn í gefnar formúlur.
Enginn vandi er lámarka raunvexti Íslensku negam íbúðalánanna.
2004-2005 voru gefnir um 700.000.000.000 í fölsuðum heimilis morgage lánum á Íslandi í skýrslu IMF og sagt að þau væru metin miða 30 % of hátt á alþjóðamælikvarða veðmati.
Það eru um 162 milljarðar. Svindl gangvart útlendingu í heildina séð.
Þeir sem ekki geta rekið Banka með okur vöxtum í samburði geta þeir rekið banka yfirleitt?
Þeir sem ekki hafa getað greint öfuggaháttinn á Íslandi í fjármálviðskiptum eru þeir marktækir í dag?
Nýju fötin keisarans og Hans klaufi og fræðingarnir bræður hans koma upp í hugann. Litla Gula hæna er Sígild.
Júlíus Björnsson, 12.9.2010 kl. 05:01
Hér er hvert orð öðru sannara Halldór, en uppgjöf er ekki til í orðabókum okkar. Við skulum nota lagið til að ausa fúa-dallinn og troða í rifurnar. Löng sigling er framundan og Stjórnarskrá Lýðveldisins er okkur sem bezti áttaviti.
Þjóðaratkvæðið 06. marz 2010 var stórkostlegur áfangi, ekki hvað síðst í ljósi þeirrar atlögu sem Icesave-stjórnin gerði gegn fullveldinu. Gleymum aldreigi orðum Jóhönnu Sigurðardóttur:
Núna þegar allt bendir til að fjallað verði fyrir Landsdómi um mistök Jóhönnu og félaga í stjórnmálastétt, kemur hún fram og gefur út enn eina hugljúfa yfirlýsingu:
Jóhanna Sigurðardóttir telur lýðræðið vera »hráskinnaleik«. Jóhanna telur líka, að fullveldisréttur þjóðarinnar sé »marklaus«. Er ekki fræðandi fyrir almenning að það skuli nú upplýst, að Jóhanna vill »leggja niður Landsdóm« ? Með þeim leik væru endanlega horfnir allir möguleikar til að veita spillingar-sveitinni ráðningu.
Landsdómur hefur möguleika, að horfa til siðferðilegra álitamála og velta upp forsendum brota, sem venjulegir dómstólar hafa ekki. Þess vegna er hann ekki bara skipaður lögfræðingum. Burtséð frá vanhæfni stjórnkerfisins, eru ákveðnar leikreglur í efnahagskerfinu sem gerðu að vanhæfni og glæpamennska fengu að njóta sín. Landsdómur þarf að fjalla um margt fleirra en sekt ráðherranna í Þingvallastjórninni. Þjóðin þarf meðal annars að fá upplýsingar um eftirfarandi:
Núna er öðru mikilvægara að spillingin á Alþingi nái ekki að þrengja umboð saksóknara Alþingis, sem fer með ákæruvaldið í umboði Alþingis. Leiða verður alla ráðherra Þingvalla-stjórnarinnar fyrir dóminn og hafa umboð saksóknarans ótakmarkað. Sýknun þeirra sem saklausir eru, er ekki síður mikilvæg en sektardómar. Það að ekki náðist samstaða í þingmannanefndinni er bara kostur. Afleiðing af því er, að umræða hlýtur að fara fram á Alþingi, frammi fyrir alþjóð. Það er stórkostlegur ávinningur. Á komandi vikum, verður almenningur að veita Alþingi strangt aðhald.
Loftur Altice Þorsteinsson, 12.9.2010 kl. 10:40
Landhöfðinginn hafði það hlutverk fyrir Keisarann í Róm [ einvald hliðstæðan Umboðinu í Brussel] t.d. að neita þinginu ef frjálsbornir borgarar það er Ítalir fóru fram á það, þetta þótti nauðsynlegur öryggisventill í ljósi meiningararfleiðarinnar þá, þar nánast 1 sinni á öld kemur upp gjör siðspillt stjórnmála elíta, sem hikar t.d. ekki við að stunda orðafalsanir telja almenningi trú um að merkingar orða séu önnur en þau eru.
Málið er að á þeim tímum hefði Maður frjálsbornu borgaranna þurft að taka sér heit bað og skera sig plús ef skynjun hans hefði ekki verið bökkuð upp af miklum meiri hluta frjálsbornu skattgreiðendanna.
Eftir að Grísku og Latínu kennsla lagðist hér af er greinlegt að margir skilja ekki neitunarvald þjóðartáknsins á Íslandi. N.B Skilgreining á Forseta Íslands samræmist ekki skilgreiningar á hugtakinu President erlends heldur er frekar skilgreindur sem Konungur þar sem tignin gengur ekki í arf líkt á Norðurlöndum . Samtíma skilningur á ófölsuðu stjórnarskránni er sá að halda kostnaði við embættis sem minnstum og þess vegna eru tilnefnd öll hans fáu embættisverk.
Hann hefur ekki vald til að móta eða útvíkka vel skilgreint stjórnskrár bundið hlutverk. Heldur getur Þjóðartáknið notað sinn frítíma í sína þágu á sinn kostnað eins og aðrir.
President erlendis er mjög hliðstætt skilgreint og forsætisráðherra á Íslandi: sá er í forsæti annarra sjálfstæðra ráðherra og þiggur útfærsluvald sitt formlega úr hendi þjóðartáknsins og lætur svo einkaframtakið m.a. um að framkvæma, með því að veita skattinum aftur til eigendanna eða almennt í þágu þeirra.
þróunnar land(óstjórnar ríki] er líka vanþroskað í samburði við þroskuð. Þessi þroskuðu eru kurteis ef eru siðuð og láta vanþroskaða ekki hafa áhrif á sig.
Auðvelt er að stjórna einföldum atvinuuvegum og útflutingi og að alþjóðamati kostar slík stjórn lítið ef þroski er fyrir hendi.
Vanþroski merkir hinsvegar ekki mannauður erlendis.
Þeir sem aldrei hafa þurft að skammast sín skilja mig að sjálfsögðu ekki. Engin verður óbarinn biskup.
Júlíus Björnsson, 12.9.2010 kl. 15:45
Júlíus, ég bendi þér á að orðin “forseti” og “president” merkja ekki bara það sama heldur eru þetta sömu orðin. Berðu saman orðin “forsetandi” (for-seti-andi) og “president” (pre-sedi-ante). Orðið merkir að sitja (seti/sedi) andspænis (andi/ante), fyrir framan (for/pre) fundarmenn.
Loftur Altice Þorsteinsson, 14.9.2010 kl. 13:58
Júlíus, þær upplýsingar sem þú hefur verið að dreyfa hér um bloggið eru bara hrein og klár snilld!
HÁhaéééE!! Loftur, ath. þín er með þeim kostulegri sem ég hef nokkur tíman séð, grátleg einföldun sem sem segir svo margt.
Dingli, 14.9.2010 kl. 15:33
Sem sammt segir svo margt!!!!!
Dingli, 14.9.2010 kl. 15:37
Andskotinn! SAMT!!!!
Dingli, 14.9.2010 kl. 15:43
Forseti stýrði fundum með ásum og merking er hlistæð Chairman, hanna var líka sátta semjari.
chairperson, person who presides over something; person who presides over a meeting; person who presides a committee; chief officer of a company; person employed to wheel a person in a chair
For-sætis- ráðherra stýrir fundum með öðrum ráðherrum sem allir eru sjálfsábyrgir fyrir sínum ráðneytum eins og forsætsráðherran sjálfur samkvæmt stjórnarskrá.
Fyrirliði hinna framkvæmdastjóranna.
(in certain countries) a head of a government department: the Defence Minister.
build or erect.
form (a theory) from various conceptual elements.
Grammar form (a sentence) according to grammatical rules.
Geometry draw or delineate (a geometrical figure).
Júlíus Björnsson, 14.9.2010 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.