20.9.2010 | 21:17
Svíþjóðardemokratar
eru ekki nasistaflokkur eins og Dr. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir alhæfir um í Mogga. Þó að einhver hefði mætt í nasistabúningi á landsfund Sjálfstæðisflokksins árið 1995 myndi það varla duga til alhæfinga um heilan stjórnmálaflokk eins og doktorinn gerir sig seka um.
Ég hef verið að lesa stefnuskrár Svíþjóðardemókrataflokksins sem eru jafn vandaðar og ítarlegar og stefnuskrár ganga og gerast. Þetta er greinilega upplýst fólk sem hefur sterka þjóðernisvitund og vill vernda sænska menningu og sögu. Þeir vilja ekki fjölmenningu innflytjenda heldur sænskt samfélag þar sem engin skilur sig frá öðrum hjvað það varðar. Það er hvergi vitnað til nasisma né slíkra erlendra hreyfinga og fáránlegt af fólki að vera með slíka sleggjudóma.
Svíþjóðardemokratar vilja fyrst og fremst hægja á innflutningi fólks til Svíþjóðar,þeir tala ekki um að banna hann eða stöðva. Þeir segja sænska þjóðfélagið hreinlega ekki hafa ráðið við aðstreymið eins og það hefur verið og það sem það hefur haft í för með sér. Þeir vilja strangara eftirlit með þeim sem vilja flytjast til landsins, hvort þeir séu haldnir bráðasjúkdómum til dæmis. Þeir vilja efla þjóðernisvitund Svía, þeir vilja efla aðstoð Svía á hamfarasvæðum. Þeir vilja að að allir Svíar hafi sömu réttindi og skyldur og það sé ekki hægt að skilja réttindi og þjóðernisvitund frá sænsku vegabréfi. Þeir vilja vísa brotlegum innflytjendum úr landi og svipta þá landvistarleyfi og vegabréfum.
Fjöldainnflutning óskyldra þjóða segja þeir hafa mistekist og leiða til þess ef ekkert verður að gert til þess að að Svíar geti horfst í augu við að verða í minnihluta í eigin landi eftir nokkra áratugi. Velferðarkerfið sænska hefur ekki getað risið undir fjölda innflytjendanna, sem hafi flutt með sér fátækt og glæpi. Fjölmenningin ógni sænskri þjóðernisvitund og þjóðmenningu. Þeir telja að fjöldi innflytjenda verði að vera í takt við getu þjóðfélagsins til að ráða við afleiðingarnar hverju sinni.
Þeir leggja áherslu á það, að þeir vilja að Svíar hjálpi nauðstöddum í veröldinni með stórauknum framlögum í stað þess að taka á móti flóttafólki. Þeir vilja draga úr innflutningi ættingja upphaflegra flóttamanna, sem eru á þann hátt orðnir helmingur af öllum innflytjendum í Svíþjóð. Þeir vísa til Danmerkur sem fyrirmyndar sinnar. Þeir undanskilja norræna innflytjendur frá þessum takmörkunum. Þeir vilja að sænska kirkjan fái ein trúfélaga að starfa í skólum landsins og önnur trúfélög komi þar hvergi að. Engin framandleg trúarhof skuli byggð í Svíþjóð.Þeir vilja hertar reglur og skarpari skilyrði fyrir veitingu ríkisborgararéttar. Þeir vilja styrkja innflytjendur til að flytjast aftur til síns heima.
Þessarri hreyfingu Svíþjóðardemókrata hefur vaxið fiskur um hrygg og nú eru þeir með 20 þingmenn og gætu veitt stjórn hægriflokksins meirihluta. En vegna andróðurs og stóryrða líður ef til vill enn tími þar til að aðrir flokkar fari að vilja samstarf við þá. En auðvitað hafa þeir önnur stefnumál en þessi einu og skoðanir á efnahagsmálum og öðru sem að stjórnmálum lítur hafa þeir eins og aðrir flokkar.
Sú grunnhugsun sem liggur að baki þessum þætti hugmyndafræði þessa flokks í Svíþjóð á eftir að koma við sögu hér á landi hvað sem núverandi fréttastefnu fjölmiðla líður. Það er greinileg vaxandi krafa um vestræn lönd, að innflytjendur semji sig að háttum viðtökuþjóðarinnar í einu opg öllu og renni saman við hana. Fólk vill ekki margar þjóðir í einu ríki. Andstaða við fjölmenningu vex á Norðurlöndum en minnkar ekki. Frjálsyndiflokkurinn var íslenskur stjórnmálaflokkur sem vildi ræða innlytjendamál nýverið. En yfirleitt görguðu aðrir flokkar ókvæðisorð að flokknum fyrir þetta og vildu útiloka hann þó að þessar skoðanir flokksins hafi aðeins verið lítill hluti af heildarboðskap hans.
Íslendingar munu verða varir við þessar hræringar í vaxandi mæli á komandi tímum án þess þó að vandamálin hafi orðið jafn mikil hérlendis og annarsstaðar. Við erum venjulega ekki nema svona tíu árum á eftir Norðurlöndum í að taka upp þeirra stefnumál, eins og í mengjakennslu og allskyns nýmæli önnur. Því mun þessi umræða koma hingað fyrr en varir.
Íslandsdemókratar eiga eftir að skjóta upp kollinum hérlendis.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Góð úttekt, ég hef einmitt verið að auglýsa eftir því hvað er öfgafullt við þennan flokk og þú útskýrir ágætlega að það er ekkert.
Mörg hverfi í Malmö eru eins og hverfi í Beirút eða Ryad. Þessi mikli innflutningur kostar gríðarlega fjármuni og það er óhjákvæmilegt að það leiði til að skera verður niður þjónustu við þá sem eru fyrir í landinu og hafa borgað skatta alla sína ævi.
Theódór Norðkvist, 20.9.2010 kl. 21:53
Þeir sem hafa séð Wallander-þættina sænsku, sem eru að vísu ekki heimildamyndir en þó eins konar spegill á sænskt samfélag, hafa eflaust tekið eftir því að í mjög mörgum þáttum eru glæpamennirnir innflytjendur, einkum frá Austur-Evrópu (Júgóslavíu, Eystrasalti og víðar), menn sem stela, smygla, jafnvel myrða og tilheyra einhverjum skipulögðum glæpahópum.
Maður spyr sig, af hverju lönd eins og Svíþjóð hafa endilega þurft að láta svona þróun eiga sér stað. Þetta hefði ekki þurft að gerast þar né í neinum öðrum löndum Skandinavíu eða í Evrópu (og þarf ekki að gerast hér á Íslandi — frekar en menn vilja), alveg ástæðulaust á sínum tíma að galopna landamæri og leyfa hverjum sem er hvenær sem er að koma í nafni einhverrar mannúðar án landamæra eða einhvers konar óendanlegs alheimsbræðralags.
Í raun er þetta líka lýsandi dæmi um hroka og frekju stjórnmálamanna (hægri, vinstri, tel það ekki skipta máli hér) að ákveða upp á sitt einsdæmi fyrirfram að svona skuli háttað, án þess að spyrja fólkið SEM BÝR Í LANDINU fyrst og gefa því kannski kost á segja sína skoðun á því FYRIRFRAM hvort það samþykki að heilu hóparnir af hinu og þessu fólki sem enginn veit í raun almennileg deili á (fyrr en það er í sumum tilfellum orðið of seint) fái að setjast að í þeirra velferðarsamfélagi og flytja inn í sömu blokk og það sjálft býr í eða þá í næsta hús við hliðina á.
Ef stjórnmálastéttir, og í leiðinni kannski líka fjölmiðlastéttir (sem hafa ekkert slegið af sínum öskrandi pólitíska rétthugsunarhætti frekar en fyrri daginn), þessara landa heimta þetta fyrirkomulag svona ofboðslega mikið, hugsanlega þvert á vilja almennings, þá geta þær bara sjálfað opnað dyr sinna eigin heimila handa þessu fólki og séð hvernig af reiðir, hversu mörgum þeir mundu koma fyrir í sínum hlýju, notalegu og rúmgóðu híbýlum, hvort þeir mundu glaðir borga alla reikninga handa gestunum sínum (húsnæði, fæði, skóla, heilbrigðisþjónustu, löggæslu ef með þarf o.fl.) SJÁLFIR en ekki senda slíka reikninga óumbeðið á ALLT SAMFÉLAGIÐ.
Hin lausnin fyrir þessar sömu stjórnmálastéttir (og fjölmiðlastéttir) væri svo bara að flytja sjálft úr landi og til þeirra landa þaðan sem fólkið kemur sem svo mikill vilji stendur til að bjóða velkomið heim til sín, með því móti gætu þær stéttir stjórnmálamanna og fjölmiðlamanna verið varanlega með því fólki sem það vill gera allt fyrir (á kostnað annarra), og aðrir landar þeirra sem ekki væru alveg jafnsannfærðir um slíka stórkostlega manngæzku fengju bara að vera í friði áfram í gamla heimalandi sínu án áhyggna um framtíðina út af einhverjum heittrúarinnflytjendaherferðarhugmyndum annarra.
Alfreð K, 21.9.2010 kl. 22:47
Ég er mjög ánægður með skrif ykkar beggja. Það færir manni aftur trú á að skynsemi sé að finna einhversstaðar þarna úti gagnvart þeim vandamálum sem ráðamenn eru að búa til fyrir okkur.
Ég er talinn forstokkaður Sjálfstæðismaður af mörgum og þarmeð þverhaus. En mönnum er ekki bannað að hafa skoðanir í þeim flokki.
En ég er samt ákaflega óánægður með afstöðu til dæmis Björns Bjarnasonar, sem ég annars met mjög mikils, því hann er alger Schengen sinni og vill ekki vegabréfaeftirlit hérna. Og flokkurinn virðist taka meira mark á honum en mér sem kannski er von.
Svo er því miður um flesta sem einhverja vikt hafa á þeim bæ, maður kemst bara ekkert með svona skoðanir sem ég hef síður en svo legið á á landsfundum flokksins.
Maður reynir að vara við og tala um nálæga reynslu en það gerist ekkert. Sem maður skilur alls ekki þar sem þetta fólk hlýtur líka að hafa augu og eyru. En landsfundur er langt í frá eitthvað múrmeldýr, hann getur fuðrað upp eins og sást á síðasta fundi þegar forystan var kafkeyrð.
Halldór Jónsson, 23.9.2010 kl. 00:22
Það kemur mér mjög á óvart að Björn Bjarnason skuli vera ánægður með Schengen, trúi því bara varla. Heyrði á sínum tíma að löggann hefði verið svo ánægð með hann þegar hann var dómsmálaráðherra af því að hann var svo mikill vinnuhestur og kom svo mörgum málum þeirra áfram.
Ég veit hins vegar að löggann er síður en svo ánægð með Schengen, þeir vöruðu ráðamenn við á sínum tíma, að stíga það óheillaspor, og síðan þá hefur bara komið æ betur í ljós hvað þeir höfðu mikið til síns máls.
Það er líka ljóst að Björn hefur a.m.k. ekki ráðið um þetta einn, það var Halldór Ásgrímsson, fyrrum utanríkisráðherra vor, sem leiddi okkur inn í þetta fullkomnlega galna „alþjóðlega samstarf.“
Einmitt, samstarf sem byggist á því að staðinn fyrir að geta stöðvað fólk við landamærin og spurt það þó ekki væri nema til hverra erinda það kemur og hvað það hyggst vera lengi í landinu, þá má löggann víst ekki snerta þetta fólk fyrr en það er búið að brjóta af sér, og þá helzt náttúrulega bara ef það gómast og tekizt hefur að færa óyggjandi sönnur á sekt þess svo í kjölfarið — en sönnunarbyrðin er þung, eins og einn lögregluþjónn sagði mér fyrir skömmu, sem deildi þó með mér mínum áhyggjum af og hafði lítið eitt gott að segja um þann höfuðverk og storm sem hér hefur geisað í nokkur ár og gerir enn (eins óskiljanlegt og það má vera) og kallast Shengen.
Eins og við ættum ekki nóg með okkur, nei, stjórnvöld virðast ætlast til þess að við litla 300 þús. þjóðin tökum að okkur alþjóðlega löggæzlu líka, hver sem er utan úr Evrópusambandinu, sem telur 500 milljónir manna (þar af 40 milljónir í Póllandi einu), á að geta komið hér og þess vegna alveg upp að dyrum heim til manns og kannað hvort einhver sé heima á daginn, eða kíkt við á bílastæðinu fyrir utan líkamsræktarstöðina sem maður stundar og athugað svona í gamni með hamar og kúbeini hvort ekki sé eitthvað að hafa upp úr hanzkahólfinu, fyrst að menn eru víst farnir að átta sig á því að með tilkomu Schengen borgi sig kannski ekki lengur að skilja GPS-tækið eftir framan á bílrúðunni, eða þá fartölvuna ásamt skólatöskunni í aftursætinu, handa þessu æðislega útlendingaliði (sem einskorðast nær alfarið við útlendinga frá tilteknum löndum í hópi fyrrum ráðstjórnarríka Austur-Evrópu).
Ó, já, svo sjá kannski í leiðinni okkar venjubundnu íslensku afbrotaaular (ekki bankamennirnir, það eru okkar afbrotavíkingar) þessar nýtískulegu innbrotaaðferðir útlendinganna og hugsa með sér að eitthvað í þessa veru hljóti þeir nú að geta gert líka.
Þannig læra allir eitthvað nýtt af útlendingunum, ekki bara grunlaus íslensk fórnarlömb, sem hafa e.t.v. aldrei komi út í og séð hinn stóra heim og datt því aldrei á ævinni í hug að litla Íslandi gæti nú einu sinni stafað ógn af slíkum heimi, þótt aldrei yrði sennilega á það ráðist á síðari árum á hinn hefðbundna hátt — af vopnklæddum mönnum í herbúningum.
Alfreð K, 23.9.2010 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.