Leita í fréttum mbl.is

Sleggjudómur

Kristins H.í Baugstíðindum er sá að ;(leturbreytingar mínar)

"... 40% af kvótanum í aflamarkskerfinu skiptu um hendur og voru því veidd af öðrum en þeim sem fengu úthlutunina. Hlutfallið er enn hærra eða ríflega 50% í smábátakerfinu...

....Leiguliðakerfið verndar skussana og verðlaunar þá að auki. Það er grundvallaratriði í skilvirku fiskveiðistjórnunarkerfi að leyfunum á hverjum tíma sé úthlutað til þeirra sem veiða fiskinn. Það er mikill misbrestur á því og það kostar þjóðina tugi milljarða króna á hverju ári. ...

....

Þetta mikla svigrúm til þess að veiða ekki eigin kvóta árum saman heldur framselja hann, óréttlætið sjálft , hefur leitt til þess að bókfært eigið fé sjávarútvegsins hefur þurrkast út á fáum árum. Nettóskuldirnar voru 90% af útflutningstekjum árið 1997 en voru komnar í 272% af útflutningstekjum árið 2008. Það gerðist án þess að nokkur framleiðniaukning hafi orðið í veiðunum. Framsalið sem átti að búa til stór og öflug útgerðarfyrirtæki, gerði það að nokkru leyti, en það bjó líka til veiðiheimildir sem hægt var að selja fyrir stórfé, og það bjó til eigendur sem juku skuldirnar um 400 milljarða króna á 12 árum. Þessir peningar fóru út úr fyrirtækjunum til eigenda sinna. Óréttlætið breytti of mörgum útgerðarmönnum í fjárplógsmenn. Hagkvæmnin sem þjóðin átti að njóta varð að persónulegri hagkvæmni í bankabókum á Tortola. Óréttlátt kerfi er og verður alltaf óhagkvæmt, það getur ekki endað öðru vísi. Fullyrðingin um hið hagkvæma kvótakerfi þrátt fyrir innbyggt óréttlæti er goðsögnin ein. Eigi kerfið að virka fyrir þjóðarhag verður að leiðrétta óréttlætið. Undan því verður ekki vikist."

Niðurstöður samningsleiðarinnar breyta hér um fáu.

En það má líka velta fyrir sér hvort ekki sé samvinna á milli Hafró og LÍÚ um að takmarka aflamarkið sem allra mest til að halda uppi verði á veiðiheimildunum. Verð á fágætri vöru hækkar en fellur í framboði. Hentar báðum vel ekki satt?

Jón "fiskur" Kristjánsson segir einfalt að losa sig við kvótakerfið. Gefa einfaldlega allar veiðar frjálsar á einni nóttu.  Talmarka veiðina ef þurfa þykir á annan hátt. En allar tillögur um breytingar eru afgreiddar sem sleggjudómar af hagsmunaaðilunum sjálfum. Ekki síst í varðhundadeildinni sem er sjávarútvegsnefnd landsfunda Sjálfstæðisflokksins

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband