Leita í fréttum mbl.is

Hversvegna afskrift

Nónu? 

Baugstíðindi skýra frá eftirfarandi: 

"Landsbankinn fór í einu og öllu að verklagsreglum þegar skuldir Nónu ehf. voru afskrifaðar í janúar 2010," segir í tilkynningu frá Landsbankanum.

Nóna er dótturfélag Skinneyjar-Þinganess. Einn eigenda þess félags er Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra. Hlutur Halldórs í Skinney-Þinganesi er 2,37 prósent að sðgn Landsbankans sem kveðst engar skuldir hafa afskrifað hjá félaginu.

Landsbankinn segir að skuldir Nónu hafi verið færðar niður í 100 prósent af eignavirði til samræmis við þágildandi reglur bankans. Samhliða hafi eigendur Nónu lagt félaginu til nýtt fé. Komið hefur fram að Landsbankinn afskrifaði 2,6 milljarða króna hjá Nónu.

"Með þessari leið og endurskipulagningu á skuldastöðu Nónu ehf. telur bankinn sig hámarka endurheimtur sínar af lánum til fyrirtækisins," segir Landsbankinn þar sem núgildandi reglur heimila niðurfærslu skulda í 90 prósent af eignavirði samhliða 10 prósenta framlagi eigenda. "Öllum fyrirtækjum með greiðslugetu stendur sú leið til boða," segir Landsbankinn og kveður viðskiptavini Landsbankans njóta jafnræðis. "Það þýðir að fyrirtækjum er hvorki ívilnað né refsað þó einhver eigandi þeirra kunni til dæmis að hafa starfað í stjórnmálum um lengri eða skemmri tíma." - gar

Skyldi ekki vera hægt að fá nákvæma útlistun frá þessu ríkisfyrirtæki um það hver þessi hámörkun skilar fyrir "bankann" Hvað hefði verið hægt að selja aflaheimildir Nónu sem nema 3 milljörðum ef þær hefðu fallið til bankans? Hver er handhafi þessara aflaheimilda í dag ? Landsbankinn ? Af hverju er það ekki upplýst?

Ég er viss um að einhverjir sem þessi sami "blanki" er að gera gjaldþrota þessa dagana vegna skorts á hámörkun innheimtu vegna skorts á afskriftum myndu vilja fá þetta útskýrt.

Hversu lengi á að halda þessu apparati sem kallast Nýi Landsbankinn gangandi? Af hverju er þetta ekki gert upp og bankanum lokað? Hann er gersamlega óþarfur í þjóðfélaginu eins og allur þessi grúi ríkisfyrirtækja sem þenja sig út með litaauglýsingum í sjónvarpinu á kostnað þrautpínds almúgans. Af hverju er yfirteknum fyrirtækjum á framfæri bankanna ekki gert að merkja sig sérstaklega með stóru "VEB" allstaðar?  Hversu lengi eiga skilanefndir bankanna að gramsa í fjárhirslunum fyrir þrjátíuþúsund kall á klukkutímann ? Af hverju er þessu ekki lokið og þessum sjoppum lokað einni af annarri.

"Sparisjóðurinn, fyrir þig !"  Aríon banki, Íslandsbanki, Nýi Landsbankinn, Sjóvá fyrir þig !

Af hverju ekki "Steingrímur og VG fyrir þig!" "Össur vinnur fyrir þig!" Fljúgðu Express með Pálma í Fons" "Horfðu á Stöð2 og lestu Fréttablaðið með Jóni Ásgeiri." Drekktu Kók fyrir Steina í Glitni."

Það verður að koma þessari gersamlega ónýtu spillingarríkisstjórn frá og stinga út úr fjósum hennar.  Kapítalisminn verður að fá að hreinsa sig með gjaldþrotum og lokunum til þess að hægt sé að byrja einhverja endurreisn í þessu landi. Hámarkanir endurheimta eða bankarekstur eiga ekki lengur við sem verkefni ríkisins heldur lokanir fyrirtækja svo leiðinlegt sem það er.  Skyldi enginn hafa séð eftir Lehman Bros í því landi?

Við höldum áfram að byggja hér upp Alþýðulýðveldi að Austurþýskum stíl. VEB, Volkseigener Betrieb,/þjóðarfyrirtæki)  í stað ehf. ef við höldum þessu hálfkáki og atvinnuverndun  áfram á ríkisforsjá.

Hversvegna er afskrifað á suma en suma ekki ?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband