19.10.2010 | 22:17
Getur Sjálfstæðisflokkurinn lært?
Morgunblaðið sýnir á sér tvær hliðar í dag. Annarsvegar birtir blaðið athyglisverðan leiðara þar sem kvótakerfið er lofsungið og lokað á allar hugmyndir um breytingar á því. Til hliðar er svo skorinorðð grein efir Ívar H. Jónsson blaðamann á Morgunblaðinu, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og fyrrum varaformaður eru gagnrýndir fyrir bæði það sem flokkurinn hefur ekki gert og líka gert.
Þetta kemur gömlum flokkshesti ekkert sérlega á óvart því þetta sýnir í hnotskurn við hvað er að fást í þessum flokki. Þar togast ávallt á miðstýringar-og markaðsöfl og nú takast þau á áður.
Grípum fyrst niður í leiðaranum:
Stjórnmálamenn nú um stundir tala um mikilvægi samráðs og setja upp viðamikil og langdregin leikrit til að sanna áhuga sinn á fyrirbærinu. Mörg nýleg dæmi eru um slík leikrit hjá ríkisvaldinu og Reykjavíkurborg og oftast eru þau bæði dýr og skaðleg á ýmsan hátt.
Fátt hefur verið undanskilið í þessari sýndarmennsku og því miður hefur helsti undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar verið meðal þess sem hefur fengið að líða fyrir þessi vinnubrögð. Þar var sett á fót nefnd til að ræða breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu og á meðan átti eðli máls samkvæmt ekki að ráðast í verulegar breytingar.
Þrátt fyrir þetta hafa margar breytingar verið gerðar og óvissu til skamms tíma þannig bætt ofan á óvissu til lengri tíma, eins og sú síðarnefnda hefði ekki verið nægilega skaðleg.
Eitt af því sem breytt hefur verið er að taka rækjuveiðar út úr kvótakerfinu og afleiðingarnar voru jafn-fyrirsjáanlegar og þær voru neikvæðar. Þeirra á meðal er að Byggðastofnun hefur nú þurft að færa 700 milljónir króna á afskriftareikning til að mæta tjóni vegna ákvörðunarinnar...."
Þetta er kynleg fullyrðing Morgunblaðsins þegar fyrir liggur að veiðunum hafði að mestu verið hætt vegna þess að þær borguðu sig ekki. Það þurfti ekki neitt kvótakerfi lengur fyrir rækjuveiðar. Þeir sem höfðu kvótann voru hættir að reyna. Minnki fiskistofn niður fyrir það að borgi sig að veiða hann, eiga þá réttindin í aflaprósentum að haldast um alla eilífð?
Enn segir í leiðaranum:
Nú hefur sjávarútvegsráðherra kynnt hugmyndir sínar um að auka kvóta í ýmsum tegundum en leigja þann kvóta út í stað þess að auka heimildir kvótahafa eins og gert er ráð fyrir í núverandi kerfi. Ráðherra hefur áður tekið sambærilega ákvörðun vegna skötusels, sem var nógu slæmt, en nú eru áformin mun stórtækari og hættulegri.
Aflamarkskerfi í sjávarútvegi byggist á því að þeir sem hafa kvóta og þurfa að taka á sig skerðingu þegar illa árar í sjónum, njóti þess þegar fiskistofnar taki að vaxa á ný. Ef aukningunni er úthlutað utan núverandi kerfis er grundvellinum kippt undan því og um leið undan fyrirtækjum í sjávarútvegi...."
Það er þarna algerlega lokað á breytingar af leiðarahöfundinum, hver svo sem hann nú skyldi vera ef fyrsti stafurinn skyldi ekki vera D. En samt sýna allar skoðanakannanir að þjóðin vill breytingar á kerfinu. Fólk sættir sig ekki við þetta kerfi óbreytt um alla framtíð. Alveg sama hvað menn reyna að berja niður alla andstöðu eins og gert hefur verið um árabil.
Hvað myndi gerast ef tekin væri ákvörðun um að leggja kerfið af í heild sinni á morgun ? Þetta er alveg framkvæmanlegt og þarf bara snerpu til. Hversvegna eiga kvótaeigendur allan viðbótarkvóta þegar þeir eru búnir að kaupa núverandi heimildir? Er það endilega sjálfgefið þó að heildarafli hafi stórlega verið minnkaður. Hefur ekki aflamarkið í þorski ekki verið eiginlega ömurlega óbreytt nú lengi ? Kvótagreifar hafa risið og hnigið, fengið afskriftir í bönkum en haldið heimildunum. Af hverju er það sjálfgefið að þeir eigi allan fisk í sjónum um alla eilífð ? Fyrningarleiðin gekk útfrá því að innkalla heimildir hægt en örugglega. Nú er það fyrir bí og einhver málamiðlun komið í staðinn sem fáir skilja.
En hvernig byrjaði kvótakerfið? Og hvernig endar það? Ég hef ekki heyrt neinn útlista endirinn. Hversvegna á kvótaeignadi rétt á allri viðbót í dag þess vegna að það varð að takmarka aflann á sínum tíma. Hversvegna á hann að fá fleiri tonn núna en í upphafi kerfisins? Þetta kvótakerfi átti að takmarka veiðarnar við það að fiskistofnar byggðust upp að nýju. Það hefur hinsvegar ekki tekist að geyma fisk í sjónum eða byggja upp fiskistofnana með þessu kvótakerfi í aldarfjórðung. Hversvegna ekki ?
Kvótahafar fengu að sitja að þessu þennan tíma. Hafa þeir ekki fengið alveg nóg í sinn hlut með því? Skuldar þjóðin þeim eitthvað? Ef nú er ákveðið að veiða meira vegna sérstakra aðstæðna, hversvegna getum við ekki breytt einhverju til að ná betri sátt við þjóðina? Bendir ekki margt til þess að við getum aukið vistvænar veiðar með minni tilkostnaði og skuldsetningu en þetta kerfi hefur leitt af sér ? Botnlausar skuldir vegna offjárfestinga. Enginn fengið að fara á hausinn í þessu pilsfaldakapítalismakerfi. Ekki bítur fiskur á krók nema hann vilji það sjálfur.
Ekkert hefur samt orðið úr því að auka kvótann verulega þetta árið til að reyna að milda áhrif kreppunnar. Menn spyrja sig hvort það sé vegna þess að handhafar kvótans vilja það ekki þar sem þeir telja þetta geta lækkað verð á leigukvótum? Hefur slíkum spurningum verið svarað? Er samspil milli LÍÚ og Hafró um minnkun afla?
Sjálfstæðisflokkurinn á heldur undir högg að sækja meðal almennings, sem kennir honum um að hafa lagt grunninn að hruninu og þessa varðstöðu um óvinsælt kvótakerfið eins og hún birtist í leiðaranum. Hvort sem er með réttu eða röngu, þá er flokkurinn ekki að selja nægilega til að fólk flykkist til hans um þessar mundir. Flokkur sem aðhyllist frjálshyggju og markaðshyggju á erfitt með að byggja tilveru sína á sérúthlutunum og markaðsheftingu sem kvótakerfið er.
Ívar Jónsson veltir þessu fyrir sér til hliðar við leiðarann undir fyrirsögninni Hefur flokkurinn ekkert lært?"
Ívar segir meðal annars:
Saga Sjálfstæðisflokksins á síðari tímum er sorgarsaga. Innan hans hafa þau öfl orðið ofan á, sem hafa talið það vera keppikefli að leita sem lengst inn á miðjuna. Þessi ofsafengna sókn inn á miðjuna endaði langt hinum megin á kvarðanum, í vinstri stefnu.
Helstu vandamál okkar um þessar mundir má rekja til þessarar miðjusóknar Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn lét viðgangast, að bankar lékju lausum hala í skjóli ætlaðrar ríkisábyrgðar og söfnuðu skuldum sem þeir hefðu aldrei getað borgað. Sjálfstæðisflokkurinn tók óbeinan þátt í neyslu- og lánafylliríinu með því að þenja út starfsemi ríkissjóðs. Þegar fjármálakerfið féll hrundu tekjur ríkissjóðs, en »góðærisgjöldin« stóðu eftir - í boði flokksins.
Það var þess vegna einkennilegt - og sorglegt - að fylgjast með viðtali Svavars Gestssonar við fyrrverandi menntamálaráðherra og varaformann flokksins á sjónvarpsstöðinni ÍNN á dögunum. Þessi fánaberi hrunstefnunnar, sósíalisma ríkisábyrgða og ríkisútgjalda, virtist ekkert hafa lært af reynslunni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir taldi upp »afrek« Sjálfstæðisflokksins; aukin útgjöld ríkisins til samgöngumála, menntakerfisins, menningarmála, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu. Hún taldi það flokknum til tekna, að hafa blásið út ríkisútgjöld til þessara málaflokka, á tímum þegar erlent lánsfé flæddi yfir landið í skjóli ríkisábyrgðar á rekstri viðskiptabanka, sem Sjálfstæðisflokkurinn taldi vera í gildi.
Þorgerður Katrín talaði um að nú væri ekki tími frjálshyggju. Nú væri ekki tími »öfganna« til vinstri eða hægri. En hvað með öfgar miðjumoðsins? Hvað með öfgar miðjusækninnar, sem hún er svo stolt af?
Er núna tími fyrir öfgar þeirrar stefnu, sem hún fylgdi og keyrði okkur í þrot?
Er ekki kominn tími til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn vakni úr þessum áralanga dvala og hrópi hátt og skýrt......: Aldrei aftur ríkisábyrgð á fjárglæfrastarfsemi einkaaðila! Neitum að láta ríkissjóð bjarga erlendum krónueigendum frá tapi, eins og samstarfið við AGS gerir ráð fyrir. Neitum að skuldsetja börnin okkar og henda lífeyrissjóðum á bálið! Sendum erlendu handrukkarana úr landi undir eins!....."
Það var hressandi að lesa Morgunblaðið í dag því þar fóru fram lífleg skoðanaskipti og ekki töluð nein tæpitunga. En að Sjálfstæðisflokkurinn geti endalaust hamrað það járn að fiskveiðistjórnunarkerfið sé það besta í heimi og það eina sem til greina komi hvað sem þjóðinni finnst, það selur ekki Sjálfstæðisflokkinn frekar en miðjusækin moðsuða sem Ívar talar um.
Ísland er núna fast kreppu og í vinstri hugmyndafræði um áætlunarbúskap, markaðshöft, ríkisrekstur og mismunun þegnanna í skjóli gerspillts fjármálakerfis. Sjálfstæðisflokkurinn er eina stjórnmálaaflið sem getur leitt þjóðina út úr því ástandi. Eins gott að hann verði viðbúinn og byrji ekki með slasað fólk og beinagrindur inni í klæðaskápum á þeirri vegferð.
Getur nokkur annar sýnt það að Sjálfstæðisflokkurinn geti og hafi lært en hann sjálfur?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.