Leita í fréttum mbl.is

Stefnuskrá Steingríms

hefur stundum þvælst fyrir mér að skilja útfrá sjónarhóli kjósenda VG.

Á heimasíðu VG er þessi klausa:

"Samskipti við Evrópusambandið ber að þróa í átt til samninga um viðskipti og samvinnu, m.a. á sviði menntamála, vinnumarkaðsmála og umhverfismála. Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of."

Kemur þetta ekki prýðilega vel saman við þær stjórnarathafnir formannsins að vera nú í aðildarviðræðum við Evrópusambandið? Sem nýjustu fréttir herma að gangi vel og séu jafnvel að nálgast lokastig.

Eitt af þeim skilyrðum sem uppfylla verður af Íslands hálfu er að gengið sé frá Icesave málinu. Formaðurinn og foringi Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, hafa marglýst því yfir að þeir séu að vinna að frágangi þess máls og lausn sé að nálgast. Hugsanlega samrímist lausnin þjóðaratkvæðagreiðslunni frá í vor. En sjálfsagt skiptir meira máli að láta Icesave málið ekki tefja frágang aðildarinnar.

Hugsanlega hafa einhverjir flokksmenn huggað sig við það, að stefna flokksins sé óbreytt þó að gert hafi verið hlé á henni tímabundið til þess að halda flokknum í stjórn. Menn hafa stundum orðið að sætta sig við málamiðlanir og þrýsting. En hversu lengi ? Og hversu langt geta menn gengið? "Brinkmanship"(sú stjórnlist að tolla á barmi hengiflugsins án þess að hrapa) var þekkt hugtak á tímum kalda stríðsins og nær sjálfsagt yfir þessi mál líka.

Það er vissulega gott til þess að vita fyrir okkur andstæðinga Evrópusambandsaðildar að þjóðin lúti ráðherraleiðsögn formanns flokks með jafn skýra stefnuskrá og Vinstri Hreyfingarinnar Græns Framboðs.

Vonandi er stefnuskrá Steingríms sjálfs jafn afdráttarlaus og tilvitnaður textinn hér að ofan. En ég er samt ekkert alltof viss.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Löngu bruggað launráð.  Þau skiptast á að ganga framfyrir skjöldu. Jóka og Steini eru hvíld, meðan Össur,sem hafði þagað svo lengi opnar strigatúlan.

Helga Kristjánsdóttir, 28.10.2010 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband