Leita í fréttum mbl.is

Flokksrćđi

er orđ sem margt fólk tekur sér í munn ţegar rćtt er um stjórnmál. Flestu er ţessu fólki sameiginlegt ađ ţađ hefur lítt starfađ í stjórnmálum. Heldur er ţađ ákveđiđ í ţeirri skođun ađ stjórnmálamönnum gangi fátt annađ til en ađ hugsa um eigin rass og maga. 

Ţađ er eignlega tilgangslítiđ ađ mćla stjórnmálaflokkum bót viđ ţetta fólk. Ţađ setur alla í sömu skúffu sem framagosa sem hafi ekki ađrar hugsjónir en ţćr sem áđur var getiđ. Ţađ vill ţó flest fá ađ kjósa eftir mannkostum, ţennan af ţessum lista og hinn af hinum. Einhverskonar stjórnlagaţing eins og nú er í bígerđ ađ kjósa.

Hvernig sjá menn ţađ fyrir sér ađ svoleiđis fyrirkomulag muni virka? Á stjórnlagaţingiđ eiga ađ veljast 25 menn sem hafa hugsanlega aldrei hitzt  áđur. Vita ekkert hvorn um annan eđa skođanir hvers annars. Vita ekki hvort ţeir deila einhverjum grunnhugsjónum eđa ekki. Sitja međ sfinsk- og uglusvip til ţess ađ ekki skíni í vanbúnađinn. Eđa láta móđan mása um hluti sem ţeir skilja varla sjálfir. Hvernig í veröldinni á ţetta liđ ađ byrja ađ skrifa stjórnarskrá?  Verđur ţađ  ekki ađ byrja á ţví ađ fara á blindfyllerí saman til ađ kynnast? Eftir svoleiđis veislu fara hugsanlega ađ myndast kunningjahópar, sem hugsanlega er ekki mikill vinskapur á milli. Ţetta verđur ţví ađ örstjórnmálaflokkum,  sem byrja ađ ná saman um einhver atriđi. Smám saman vex skođanaágreiningurinn og sumir flokkarnir stćkka og ađrir minnka. Einhverjir fara ađ tala meira og ađrir minna. Einhverjir fara í fýlu og vilja ekki taka ţátt í vitleysunni međ hinum. Hugsanlega fćst eitthvert plagg  sem enginn er ánćgđur međ en hugsanlegt er ađ meirihlutinn geti sćtt sig viđ í bili.

Fara menn ekki ađ sjá hversvegna stjórnmálaflokkar myndast yfirleitt eftir ţessa ćfingu í slembikjörnu hópstarfi um jafn einfalt verkefni eins og skrifa stjórnarskrá fyrir eitt lýđveldi?  Ţremur Bandaríkjamönnum tókst ţetta verkefni  fyrir álíka mörghundruđ árum síđan og dugar enn. Trúum viđ ţví ađ  framleiđsla ţessa stjórnlagaţings okkar ţings verđi eitthvađ haldbetri? 

Af ţví ađ hér varđ hrun og skelfing ţá hafa óprúttnir  stjórnmálamenn hent ţví fram fyrir lýđinn ađ ţađ vanti stjórnarskrá mest af öllu.  Af hverju?  Er ţađ til annars en ađ dreifa huga fólksins frá ţeirra eigin  afglöpum og ţćtti í ógćfunni?  Draga athyglina frá neyđinni sem fólkiđ býr viđ vegna ţeirra ráđstafana eđa ráđstafanaleysi? Brauđ og leikir fyrir lýđinn til ađ halda völdunum sjálfir? Og fólkiđ refsar stjórnmálamönnum fyrir aulaháttinn međ ţví ađ kjósa einhverja grínista. 

Ég er ţeirrar skođunar ađ viđ verđum ađ hefja stjórnmálaflokka aftur  til vegs og virđingar. Núna eru í gangi allskyns ćfingar međ fólki sem eru fulltrúar fólksins sem gerđi uppreisn gegn ţví sem ţađ kallađi flokksrćđi og taldi andstćđu lýđrćđisins.  Jón Gnarr og Ţór Saari  eru ađeins dćmi um slíka fulltrúa svo ágćtir sem ţeir báđir eru.  En án hóps fylgismanna og bandamanna,  koma svona riddarar  einhverju afgerandi til leiđar sem flokkarnir gömlu geta ekki? Ţví miđur er engin leiđ önnur en ađ leyfa ţessu ferli ađ ganga til enda. Flokksbrot rísa og hverfa hérlendis og hafa sýnt sig ađ vera til einskis varanlegs gagns. Ađeins vandađir stjórnmálaflokkar međ heilsteyptar stefnuskrár vara. Og ţví  betur gefast ţeir sem ţeir eru fćrri og stćrri. Berum saman Ítalíu og Bandaríkin hvađ ţetta varđar.

Stjórnmálaflokkar eru farvegur fólks sem getur náđ saman um skođanir sinar. Ţeir eru ekki apparöt sem einhverjir "flokkseigendur" ráđa. Forystusveit sem nýtur trausts flokksmanna sem kýs ţá fćr ţessa nafngift umsvifalaust af ţeim sem fyrir utan standa. Ţeir fyrir utan segja flest af Ólafi kóngi eins og löngum hefur lođađ viđ. Innáviđ eiga menn ađ deila í stjórnmálaflokkum en standa saman útáviđ eins og samlyndra hjóna er háttur.  

Ţegar á Alţingi er komiđ, hvernig sjá ţessir flokkafordćmendur fyrir sér ađ ţingmenn kosnir í stjórnlagaţingsstíl myndu geta komiđ einherjum málum áfram? Ég trúi ţví ekki ađ nokkur sé tilbúinn ađ rökrćđa ţetta í alvöru. Hvergi í veraldarsögunni eru ţess dćmi ađ slíkt stjórnarfar hafi til árangurs leitt. Ţađ er fulltrúalýđrćđiđ sem hefur allstađar sýnt sig ađ vera nauđsynlegt. Ţjóđaratkvćđagreiđslur duga ekki nema í einstöku málum. Sem regla ganga ţćr ekki, ţađ ćtti ađ blasa viđ hverjum sem vill hugsa.

Ţađ verđur ađ vera flokksrćđi. Svo einfalt er ţađ.

 

  

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband