Leita í fréttum mbl.is

Óstöðvandi

virðast áformin um byggingu hátæknisjúkrahússins, sem ég heyrði fyrst í ræðu hjá Davíð Oddssyni þegar hann var sjálfur búinn að gista spítala og ríkið átti símapeningana til góða. Eftir það talaði hver upp í annan um nauðsyn á hátæknispítala.

Rökin voru að  að Landspítalinn væri orðinn svo gamall að hann væri ónýtur og svo framvegis. Mótbárur um að hann væri í rauninni hátæknisjúkrahús í fullu starfi voru blásnar af. Nýji spítalinn getur ekki verið annarsstaðar því það verður að tengja gamla spítalann ónýta við þann nýja.

Nú eru símapeningarnir löngu búnir.  Nú höfum við hvorki efni á að borga læknum og hjúkrunarfólki eða hafa deildirnar opnar á gamla spítalanum.  Lokum heilu stofnunum úti á landi. Höfum ekki ráð á heilbrigðisþjónustu fyrir landsmenn.   Fólkið flykkist úr landi og hér stefnir allt norður og niður og fólk stendur í röðum eftir matbjörg. 100 læknar eru farnir til útlanda með menntun sína.

Einmitt þá er allt á fullu við að teikna nýja spítalann á Landspítalalóðinni  hvað sem hver segir. Staðsetningin er ekki rædd, umferðamálin ekki rædd, flugvöllurinn ekki heldur, gamli Háskólinn ekki heldur. Bara anað áfram. Er ekki mögulegt að loka læknadeildinni líka  til að eiga meira afgangs fyrir byggingu sjúkrahússins? Líka óþarfi að mennta lækna til útflutnings. 

Er þessari þjóð viðbjargandi yfirleitt? Er þetta algerlega óstöðvandi ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég er algjörlega sammála þér Halldór minn ! Það má fresta fyrirhuguðum framkvæmdum um nokkra áratugi og reyna að halda í horfinu á meðan ? Annars var nokkuð góður þáttur um staðsetningu nýs spítala í þætti Þórhalls Gunnarssonar í RUV-Sjónvarpi í gærkveldi, þar sem nýjar hugmyndir um "hátæknispítala" o.fl. komu fram. Við ættum að hafa nógan tíma til að hugsa um þessi mál til hlítar, ef við önum ekki í framkvæmdir strax !

Kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 3.11.2010 kl. 15:30

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Sá hluta af þessu. Skýrleiks stúlka og fjallmyndarleg. Hún er að tala um nákvæmlega sama og maður hefur verið að harpa á í blöðum og bloggi, að reyna að koma einhverri umræðu um málið. En það er bara ekki hægt. Það verður sjálfsagt ekki hlustað á þessa stúlku frekar en aðrar raddir, mína eða þína. ÞETTA ÆÐIR ÁFRAM ÓSTÖÐVAMDI. Flaum´fíflskunnar virðist  ekki hægt að stoppa þegar hann er farinn af stað. Nema að þjóðin safni undirskriftum og forsetinn grípi í taumana.

Halldór Jónsson, 3.11.2010 kl. 18:45

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þjóðverjar t.d. standa sig vel í æðri læknisfræði og það getur verið arbært láta risanna sjá um fórnunarkostnaðinn og við að einbeita okkur að því bæta grunn þjónustuna hér.

Júlíus Björnsson, 3.11.2010 kl. 20:39

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Mig minnir að það hafi komið fram í viðtalinu við stúlkuna (Guðrún Bryndís Karlsdóttir var sjúkraliði og lærði síðan verkfræði) að bara nauðsynlegir tengigangar milli bygginga séu að flatarmáli álíka og flugstöðin á Keflavíkurflugvelli (30.000 m2 minnir mig).

Sjá gamalt myndband með henni í Silfri Egils: http://www.youtube.com/watch?v=c8Q699ev46o

Ágúst H Bjarnason, 4.11.2010 kl. 11:55

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta frændi. Ég hlustaði á Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur bæði á myndbandinu og í þættinum. Mig sundlar við því sem húner að lýsa og get ekki skilið hvernig hægt er að færa rök fyrir nýbyggingu "hátæknisjúkrahússins" á þessum stað að rökum hennar heyrðum. Mér skilst sama og þér að tengingingarnar séu ein flugstöð fyrir utan það að breyta gamla spítalanum í skrifstofur. Hann er spítali og þjónar öllu landinu eins og er. Ég hugsa að það sé erfitt að skipuleggja bygginguna uppá nýtt svo vel sé.

Þessi 101 hugsun, sem þjakar marga er lítið í takt við tímann með þróunina sem orðið hefur á höfðuborgarsvæðinu síðan Landspítalinn var fyrst byggður. Mér er til efs að það sé skynsmalegt að setja hann niður inni í Björgun heldur, það er alltof landlukt, ég held að Vífilstaðir sé skynsamlegri staður miðsvæðis og umferðarlega.

En hjálpi okkur allir heilagir með afleiðingar þess að gusast áfram eins og verið er að gera. Fyrr mátti nú verða veikur og selja Síma að þetta yrði afleiðingin!

Halldór Jónsson, 4.11.2010 kl. 13:02

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svona spítala á hafa lóðrétta með góðum lyftum milli hæða. T.d. 10 hæða hús. Lágmarks pláss fer þá í óþarfa ganga og lágmarks tíma tekur að ferðast milli deilda. Allar lagnir verða í lágmarki og landrýmið nýtist vel. Nóg pláss fyrir bílastæði....

Ágúst H Bjarnason, 4.11.2010 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband