4.11.2010 | 14:39
Sjálfstæðisflokkurinn hefur svörin
og er með skynsamlegar tillögur í því að varða okkur leið útúr dýpkandi kreppunni sem við erum stödd í. En Jóhanna boðar að við verðum þar með henni áfram út kjörtímabilið.
Ég fór að hugsa í morgun þegar forstjóri í mínum lífeyrissjóði, sem ég veit engin deili á og kaus ekki heldur, kemur fram í Fréttablaðinu með tveimur kollegum sínum til að bera af lífeyrisjóðunum sakir um að þeir hafi tekið stöðu gegn krónunni. En krónan er eina lifibrauð almennings í landinu og ætti auðvitað að varða stórmælum að bekkjast við hana.
Ég sé alveg hvernig fjármálasnillingarnir fimu og forstjórarnir sem stjórnuðu lífeyrissjóðunum hafa farið með mig og krónuna. Ég hef orðið að sætta mig við skerðingar á greiðslum frá þessum lífeyrissjóði sem þessi forstjóri minn stjórnar. Af hverju? Af því að stjórn og forstjóri töpuðu milljörðum sem ég og ríkið áttum inni í sjóðnum. Allt með röngum ákvörðunum á heimsins hálagleri, sem þeir höfðu hvorki vit né umboð til að skauta á.
Ríkið átti inni óskattlagt fé í lífeyrissjóðnum, sem það er nú fyrst að rukka inn mánaðarlega af lífeyrisgreiðslum mínum. Ríkissjóður tapar auðvitað í sama hlutfalli og ég. Þess vegna er ríkisstjórnin nú að hækka skattana, því vinstri menn kunna aldrei neitt annað. Sjálfstæðisflokkurinn lofar hinsvegar núna að draga þessar hækkanir til baka. Af hverju ætti ég ekki að fagna því?
Ég veit ekki hvað þessi forstjóri minn er að gera þarna í Baugstíðindum í félagsskap forstjórans í ríkislífeyrissjóðnum. Engu tapa opinberir starfsmenn í ríkistryggðum eftirlaunum sínum og taka ekki þátt í almennum lífskjaraskerðingum með almenningi. Fjórðungur af heildarútgjöldum fjármálaráðuneytisins fer beint í lífeyrisgreiðslur til þeirra.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið auga á þann sjálfsagða hlut, að ríkið taki strax til sín skatt af því sem greitt er til sjóðanna. Þetta er í raun sjálfsagður hlutur að minnka áhættuna af því að stjórnendur lífeyrissjóðanna tapi skattpeningunum í braski. Í rauninni ætti ríkið að taka allar ógreiddar skattgreiðslur strax af sjóðunum svo þeir hætti að spila með þær eins og þeir hafa gert.Sömuleiðis ætti að endurskoða lögbundna ávöxtunarkröfu þeirra uppá 3.5 %, sem við núverandi aðstæður vinnur gegn hagsmunum almennings.
Sjálfstæðisflokkurinn sér það, að öllu máli skiptir að hér verði til störf fyrir hverja vinnufæra hönd. Hinsvegar mætti hann hugsa það um leið fyrir hagkerfið, að hér fari ekki í gagn stjórnlaus umframeftirspurn með innflutningi vinnuafls ef til stórverkefna kemur eins og venjan hefur verið. Ríkið verður að meta vaxtakostnað á móti lengri framkvæmdatíma til að vinna gegn þensluáhrifum stórframkvæmda sem ævinlega hafa verið fylgisfiskur þeirra.
Landsmenn ættu nú að leggja niður fyrir sér á yfirvegaðan hátt, án þess að fara með venjulegar særingaþulur um Sjálfstæðisflokkinn og sögulega sekt manna úr honum, og spyrja sig að því hvort þessar tillögur séu ekki vænlegri leið út úr vandanum en þessar sífelldu "skoðanir" og "væntanlegar ráðstafanir" núverandi ríkisstjórnar.
Ganga ætti því til Alþingiskosninga sem fyrst þar sem núverandi ríkisstjórn er ekki að ná tökum á vandanum. Illa grundaðar hugmyndir um utanþingsstjórn eða einhverja óljósa þjóðstjórn eru ekki til að leysa bráðavanda.
Sjálfstæðisflokkurinn býður fram sínar lausnir undir þeim formerkjum að hann hugsi um fremur um þjóðarhag en sinn eigin þar sem hugmyndirnar eru ekki einkaréttarvarðar. Flokkurinn getur heldur ekki annað því hann var stofnaður til þess að Ísland sé sjálfstætt ríki með "þjóðlega og víðsýna umbótastefnu á grundvelli atvinnufrelsis og einstaklingsfrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum"
Sjálfstæðisflokkurinn skuldbindur sig til að vinna að þessum hugsmyndum fái hann til þess styrk.
Sjálfstæðisflokkurinn býður fram svörin. Vill einhver hlusta?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 3419711
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.